Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 12

Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 12
12 -MORGUNBLAfilí) FIMMTUDAGUR 30, MAI 1991 Er norræn goðafræði bamaleg kraftadella? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ein af valkyijum finnskrar bók- menntagagnrýni, Merete Mazzar- ella, skrifar í Hufvudstjidsbladet í Helsinki (9. jan. sl.) um sænska þýðingu á Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur (Gunnlöds saga, Norstedts 1990) og fer um söguna liofsamlegum orðum. Goðafræði Grikkja og Rómveija, segir Mazzarella, heldur áfram að veita samtímahöfundum innblástur, en non-æn goðafræði hefur aftur á móti ekki orkað á þá með sama hætti. Mörg okkar, skrifar Mazza- rella, tengja hana þar að auki víkingum, miði, stríði, berserks- gangi og öðrum kraftamálum, það er að segja eins konar smálegri og barnalegri karlmennskudýrkun. Svava Jakobsdóttir fær okkur til að endurskoða hugmyndir okkar að dómi Merete Mazzarella, hún skrifar að Gunnlaðar saga sé tilraun til að segja upp á nýtt sögu Gunn- laðar, Oðins og skáldamjaðarins, frá sjónarmiði konu. Lokaorð Merete Mazzarella eru á þá lund að Gunnlaðar saga njóti frekar ljóðrænnar næmi en epískrar Norðmaðurinn Tor Áge Brings- værd, einn þeirra höfunda sem sækja efnivið í norræna goða- fræði. byggingar, en mikiivægast sé að sagan lifi og hafi óneitanlega áhrif á skoðanir fólks á hinum fornnor- ræna heimi. Norski rithöfundurinn Tor Áge Bringsværd hefur verið óþreytandi við að benda á að fólk misskilji norræna goðafræði, ekki síst hafi það gerst á árum áður þegar hún var jafnvel talin í anda nasískrar hugmyndafræði. Eftir hann hafa _ * .7/7///////// iMtHNAIiONAL VORLÍNAN NJARÐVÍK komið út sjö bækur í flokki sem hann nefnir Vár gamle gudelære (Gyldendal Norsk Forlag), en bæk- urnar eru ríkulega myndskreyttar og henta öllum aldursflokkum. Ný- lega kom út eftir hann leikritið Odin, Óðinn (Gyldendal Norsk For- lag 1991). Leikritið er 334 bls. Það gerist með goðum og jötnum og vitanlega er Óðinn aðalpersónan. Um þetta nýja verk sitt kemst Tor Áge Bringsværd m.a. svo að orði: „Gömlu sagnirnar um Óðin og Þór, Baldur, Freyju og Loka eru mikilvægur þáttur menningararfs okkar. Þær eiga skilið að lifa. Að varðveita þær snýst ura rætur. Þar að auki er okkar norræna goða- fræði, að minni hyggju, hreint út sagt einhver æsilegasta, uppruna- legasta og íhugunarverðasta tilraun sem gerð hefur verið til þess að lýsa innri og ytri veruleika okkar, höndla lífið og tilveruna með orðum og skáldlegum myndum.“ Bringsværd heldur áfram: „Hver hefur til dæmis heyrt um æðsta guð sem skapaði heiminn, en skilur hann ekki? Það er einmitt vandamál Óðins. Það er þetta sem veldur óslökkvandi fróðleiksþorsta hans. Hann hefur skapað heiminn — og skilur hann ekki. En hann vill skilja heiminn!" Orðræður leikritsins geta stund- um verkað full hversdagslega á les- endur, ekki síst íslenska. Mönnum kann að sýnast að einfaldað sé um of. En þá verður að hafa í huga það sem Bringsværd gerir að hluta stefnuskrár sinnar, það að hver kynslóð verði að segja sagnirnar á sinn hátt, endurnýja þær, tengja þær daglegu lífi sínu. Frá því segir í leikritinu þegar Óðinn nær tökum á Gunnlöðu og drekkur allan skáldamjöðinn, hrað- ar sér síðan brott. Bringsværd bregður upp skoplegu ljósi eins og víða í leikritinu. Sem dæmi um vinnubrögð hans má nefna að þegar að því kemur að Óðinn kunngerir afrek sitt er ætlast til að leikin sé tónlist úr þöglum kvikmyndum. En Bringsværd er þó ekki einvörðungu skop í huga. Hann er ekki síst að spegla samtíma okkar. Eftir ragnarök fæðist nýtt mann- kyn, ný von fyrir heiminn. Ekki er auðvelt að átta sig á sviðrænum eiginleikum leikritsins, hvemig það muni njóta sín á sviði. Gildi þess er meðal annars kennslu- legs eðlis. Ljóst er að Bringsværd vill fræða og skýra ýmislegt í hinum fornu textum. Þaö gerir hann eink- ar skemmtilega. Ekki verður fullyrt um hvort endurreisn norrænnar goðafræði sé framundan og heiðnin sæki á. í höndum góðra höfunda geta fræðin aftur á móti lifnað við og öðlast nýtt gildi. Ný þjónusta: BLÓMAiÍNAN Simi 91-689 070 Alia fimmludaga kl.17 - 21. Hinn velþekkti garðyrkjumeistari, Hafsteinn Hafliðason verður þá við símann í Blómavali. Hann ræðir við alla sem vilja leita ráða um hvaðeina sem lýtur að garðyrkju og blómarækt, úti sem inni. Hafið samband við Blómalínuna, vanti svör við spumingum t.d. um plöntuval, jarðveg, áburðargjöf, hvað sem er. Síminn er 91-689 070. Nýtið ykkur þessa nýju þjónustu Blómavals. KOMUM HEIL HEIM Sumariðer komið og Lalli hefur eignast fyrsta reiðhjólið. Og auðvitað hjálm. Þegar pabbi hans og mamma keyptu hjólið vissu þau ekki að skylt er að h#a á hjólinu: Hemla, lás, bjöllu, framljós og rafal. Glitauga að aftan og á fótstig- um;Þetta sea'a umferðarlögin. Og þau mæla einnig með að á hjólinu séu teinaglit og viðvörunarstöng með glitaugum. Og Lalli leggur af stað á nýja hjólinu sínu. „Strákurinn er eldklár," segja stoltir foreldrarnir. Ogenn skortirþau þekkingu. Því í umferðarlögunum segir að barn undir 7 ára aldrei megi aðeins hjóla á afmörkuðum svæðum en alls ekki á götum. Jafnframt er mælt gegn því að börn undir 9-10 ára aldri hjóli einsömul á vegum sem vænta má umferðar vélknúinna ökutækja. Vegna skorts á þekk- ingu er Lalli í hættu. PUFF! Þetta slapp vel. „Blessaður drengurinn okkar.“ Vök- ul augu ökumanns forðuðu þarna slysi. Lalli og foreldrar hans ætla nú að kynna sér lögin og reglurnar sem þjóðfé- lagið hefur sett til verndar hjólreiðamönnum. Þau munu komast að því að ekki aðeins hjólið er vanbúið heldur líka þau sjálf. Upplýsingar um búnað og reglur fyrir hjólreiðamenn eru fáanlegar á öllum lögreglustöðvum. ■ í HAFNARBORG, Menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, stendur yfir sýningin Vorleikur sem er sumarsýning á’verkum úr safni Hafnarborgar. I kaffistofu er listagallerí og þar eru sýnd verk eftir 12 hafnfirska listamenn. Opið kl. 11-19 virka daga og kl. 14-19 um helgar. ■ HELGARSKÁKMÓT T.R. verður haldið dagana 30. maí til 2. júní nk. Það verður með sama sniði og fyrri mót. Tefldar verða 6 umferðir Monrad, Vh klst. á 30 leiki og 30 mín. til að klára. Teflt verður í húsnæði T.R., Skákmið- stöðinni, Faxafeni 12. Verðlaunin verða: 1. verðlaun kr. 25.000, 2. verðlaun kr. 15.000 og 3. verðlaun kr. 10.000. Skráning í mótið hefst klukkustund fyrir fyrstu umferð fimmtudaginn 30. maí. Þátttöku- gjald í mótið verður sem hér segir: Fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri kr. 600, fyrir 16 ára og eidri kr. 1.000, fyrir aðra 15 ára og yngri kr. 800 og fyrir 16 ára og eldl'i kr. 1.300. (Frcttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.