Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 18

Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAI 1991 Opið bréf til doktors 01- afs Ragnars Grímssonar eftir Elísabetu * Arnadóttur Finsen í viðtali í Morgunblaðinu 1. maí sl. vitnuðuð þér í doktorsritgerð yðar í sambandi við borðið fræga, sem þeir Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson sátu við í Viðey á dögunum. Mun það vera borð Skúla Magnússonar, „föður Reykjavíkur". Þar er því haldið fram, sem ýmsir hafa einnig frætt mig um áður, að „burðarásinn í ættarveldi 19. aldar hafi verið Stephensen-Finsenættin, sem hafði Viðey að valdasetri". Fyrir augum manns, sem les þessa málsgrein, birtist heil mafía! En auðvitað vitum við bæði að embættismenn eiga sér yfirboðara og hafa því takmarkað vald sjálfir. Varla er þó skömm að valdi, nema því sé misbeitt eða beitt af hroka? Vegna þess, að doktorsritgerð yðar er því miður ekki til í Lands- bókasafni nema í mynd útdrátta og endursagna (með yfirbragði náms- efnis), hefi ég aðallega skoðað aðra ritgerð yðar „The Icelandic Elite and The Power Structure 1800- 2000“, en eins og þér vitið manna best er hún svipuð áðurnefndum ritum um efnistök og orðfæri. Þar er rætt um: „the same close- ly knit kinship group, the Stephen- sen-Finsen farnily". En þetta er sögulegur misskilningur yðar. Að vísu fæddust seint á 18. öld tvö sveinbörn, synir Hannesar biskups Finnssonar og fyrri konu hans, Þórunnar Ólafsdóttur Stephensens, en hvorugum entist aldur. Dó sá eldri ársgamall, en sá yngri var jarðsettur mánaðargamall með Elísabet Árnadóttir Finsen móður sinni árið 1786. Stephensenætt (alveg Finsens- laus) sat Viðey vel og lengi frá því TILBOÐSDAGAR - TILBOÐSDAGAR - TILBOÐSDAGAR MAI - 1. JÚNÍ Viö rýmum fyrir nýjum sendingum og seljum mjög vel með-farnar notaöar tölvur og skrifstofutæki á sérstöku tækisfærisveröi á TILBOÐSDÖGUM HJÁ EINARI J. SKÚLASYNI HF. Opnunartímar TILBOÐSDAGA Föstudag 31. maí kl. 09-19 Laugardag 1. júní kl. 10-18 33.000.' V'C'° Mtók, 75.000- 9<?o00. Es^130'000' ; úrvo'*1’* e»nr»»9 1 5W\áif 5W\áWoó pren\arof Hogbóna^f Wunof^6 L\ósfv oU.°9 :\ai Öll tækin eru yfirfarin og í góðu lagi SJON ER SOGU RIKARI LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA - KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP! Æ7 E Samkmrt . . J5S5» EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 GREIÐSLUSAMNINGAR avÐvasGoam - avovasaoam - avövasaoain „En hafa ber samt það er sannara reynist jafn- vel í minni háttar atrið- um. Held ég, að hvorki Mosca, Dahl né aðrir lærðir menn geti búið til nýjar ættir óskyldar sjálfum sér — fríhendis —jafnvel í besta til- gangi!“ er Skúli fógeti lét af embætti 1793. Voru þeir góðir búmenn og engu síðri embættismenn. Vissulega var Viðey æðsta valdasetur landsins meðan Ólafur Stephensen var stift- amtmaður, en hvað er neikvætt við það? ' 19. öld voru 4-5 afkomendur Hannesar biskups embættismenn í Reykjavík, jarðnæðislausir þó, nema hvað Árni Thorsteinsson lands- og bæjarfógeti mun hafa átt jörðina Skálholt. Húsið, sem við köllum nú Stjórnarráðshúsið, var embættisbústaður Hilmars Finsens stiftamtmanns og síðar landshöfð- inga, var þannig „valdasetur" landsins, eins og verið hafði allt frá 1819, þegar það var gert að stift- amtmannssetri. Eftir hann sátu þar landshöfðingjarnir Bergur Thor- berg og Magnús Stephensen fram að Heimastjórn 1904. Síðan varð þetta fyrrum hegning- arhús aðsetur landstjórnar, eftir það ríkisstjórnar og enn er það æðsta valdasetur okkar, sem fund- arstaður ríkisstjórnar, skrifstofa forseta íslands og forsætisráðherra. Sennilega hafa einhveijir áður- nefndra Finsena komið gestir í Við- ey í boði húsráðenda þar, en enga sönnu hefi ég fundið þess. Aðeins 2 Finsenar hafa svo vitað sé „starfað“ eitthvað í Viðey og var það allt á tveim dögum á 4. tug þessarar aldar. Árni Finsen arkitekt í Reykjavík sonarsonur Hilmars hafði þá fengið leyfi Eggerts Briems til að gera uppmælingar af Viðeyjarstofu og kirkjunni. Með honum var „núllpunktur" hans þá á 12. ári. Þetta eru blákaldar sögulegar staðreyndir um „Stephensen-Fin- senættina“ og Viðey. Veit ég vel að „The Icelandic Elite“ fjallar fræðilega um þróunina frá elitisma til pluralisma — en hafa ber samt það er sannara reyn- ist jafnvel í minni háttar atriðum. Held ég, að hvorki Mosca, Dahl né aðrir lærðir menn geti búið til nýjar ættir óskyldar sjálfum sér — frí- hendis — jafnvel í besta tilgangi! Með kveðju, „Núllpunkturinn úr Viðey“ Elísabet Árnadóttir Finseii. Prentaðar heimildir: The Icelandic Elite and The Power Structure 1800- 2000. A Research by Ólafur Ragnar Grímsson, University of Iceland (Den nordiske statskundskabs konference, Árhus August 1975). Jón Helgason: Þeir, sem settu svip á bæinn. Bókfellsútgáfan hf. 1959. Slægtsbog for Familien Finsen, samlet og udgivet af Erling Finsen. Ny revider- et udgave. Kbh. 1988. Skálholt. Fornleifarannsóknir 1954-58. Lögberg. Reykjavík 1988. Páll Lindal: Reykjavík, Sögustaðir við Sund. Örn og Örlygur Rvík 1988. Iiöfundur er húsmóðir í Kópnvogi. Þ.ÞORGRÍMSSON&C0 Ármúla 29, Reykjavík, simi 38640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.