Morgunblaðið - 30.05.1991, Qupperneq 24
MoáöílIvrBLAÐÍÐ WÍlkffltöttödMy.'lMAí' ið'éi
Íi
Borgarkringlan opnuð á laugardag:
Starfsfólk á námskeið
í hlýlegri framkomu
RÚMLEGA 40 verslanir og þjón-
ustufyrirtæki hefja starfsemi
næstkomandi laugardag í nýrri
verslunarmiðstöð í Borgar-
kringlunni, Kringlunni 4-6.
Mikill og margs konar undirbún-
ingur á sér stað fyrir opnunina, og
meðal annars sótti starfsfólk Borg-
arkringlunnar námskeið í betri
þjónustu og hlýlegri framkomu við
væntanlega viðskiptavini. Leiðbein-
andi á námskeiðunum var Gunn-
bjöm Þór Ingvarsson viðskipta-
fræðingur, og á myndinni sést hann
ásamt þátttakendum á einu
námskeiðanna.
Blönduvirkjun:
Júgóslövunmn þrem-
ur veitt atvinnuleyfí
Málm- og skipasmiðasambandið óskar eftir fundi með stjórnvöldum
VINNUMÁLASKRIFSTOFA félagsmálaráðuneytisins veitti á mánu-
dag júgóslavneska fyrirtækinu Metalna atvinnuleyfi fyrir þrjá starfs-
menn sína við Blönduvirkjun. Júgóslavarnir hófu störf fyrr í mánuð-
inum án þess að hafa gild atvinnuleyfi og var vinna þeirra stöðvuð
í síðustu viku að kröfu Málm- og skipasmiðasambands Islands og
Rafiðnaðarsambands Islands. Þessi sambönd veittu jákvæða umsögn
um útgáfu atvinnuleyfis en Málm- og skipasmiðasambandið óskaði
eftir fundi með fulltrúum sljórnvalda til að ræða framkvæmd laga
um atvinnuréttindi erlendra manna hér á landi.
Örn Friðriksson, formaður Málm-
og skipasmiðasambandsins (MSÍ),
sagði í samtali við Morgunblaðið
að athugun fulltrúa sambandanna
tveggja á vinnu Júgóslavanna á
virkjunarsvæðinu fyrir helgi hefði
leitt í ljós að þeir hefðu tilskilin
réttindi í sínu heimalandi og að
launakjör þeirra væru ekki lægri
en samningar hér segðu til um.
Sagði Örn að það væri mat fuiltrúa
MSÍ að við umrætt verk þyrfti ekki
sérfræðinga og gætu íslenskir iðn-
aðarmenn með góðu móti leyst það
af hendi. Verkið felst að megin-
hluta í tengingum og lokafrágangi
á verkum sem þegar hafa verið
unnin að stærstum hluta ásamt
úttekt á virkni búnaðar og sagði
Örn að MSÍ gerði ekki athugasemd-
ir við það þó mennirnir fengju at-
vinnuleyfi til að ljúka þessu verki.
Umsögn Rafiðnaðarsambandsins
var einnig jákvæð og veitti vinnu-
málaskrifstofa félagsmálaráðu-
neytisins atvinnuleyfið síðdegis á
mánudag.
í greinargerð MSÍ til félagsmála-
ráðuneytisins óskar sambandið eftir
að ráðuneytið beiti sér fyrir sameig-
inlegum fundi með fulltrúum ráðu-
neytisins, útlendingaeftirlits, MSI
og ef til vill fleiri aðila til að fara
yfír þessi mál almennt. „Allur gang-
ur þessa máls er með þeim hætti
að nauðsynlegt er að þeir aðilar sem
hlut eiga að máli varðandi atvinnu-
rétt útlendinga fari sameiginlega
yfir framkvæmd á lögum um at-
vinnuréttindi erlendra manna og
finni leiðir til að fyrirbyggja að
framvegis komi upp sú staða að
hér séu erlendir menn í störfum án
atvinnuleyfa og að verkalýðsfélög-
um berist tímanlega allar nauðsyn-
legar upplýsingar til þess að veita
umsagnir,“ segir í greinargerð sam-
bandsins.
Póstur og sími aðili að In-
marsat-fjarskiptakerfinu
PÓSTUR og sími hefur gerst aðili að Inmarsat, stofnun sem upphaf-
lega var sett á laggirnar til að annast fjarskipti við skip um gervi-
tungl en annast nú einnig fjarskipti við flugvélar og farartæki á
landi. Flest millilandaskip íslensku skipafélaganna og skip Landhelg-
isgæslunnar eru komin með tæki til að nota þjónustu Inmarsat,
bæði talviðskipti og telexviðskipti.
Að sögn Gústafs Arnar, yfii-verk-
fræðings Pósts og síma, eru nú um
60 þjóðir aðilar að Inmarsat. Aðild
Pósts og síma að fyrirtækinu hefur
verið alllengi í undirbúningi og hef-
ur Póstur og sími annast milligöngu
fyrir þá aðila sem hafa keypt sér
tæki sem ná til Inmarsat en nú
hefur verið gengið frá formlegri
aðild Pósts og síma. Hlutur hans
er 0,05% og stofngjaldið innan við
tíu miiljónir kr...............- ■ - -
Inmarsat á tvö gervitungl og
leigir auk þess aðstöðu í gervihnött-
um sem aðrir eiga. Þó Inmarsat
hafi upphaflega verið stofnað til að
annast fjarskipti skipa er farið að
veita flugvélum og farartækjum á
landi þjónustu. Flugmennirnir geta
notað þessi tæki til að vera í talsam-
bandi við flugumsjónarmenn. Þá
stendur flugfélögunum til boða að
veita farþegum símaþjónustu með
aðstoð Inmarsat. Teiur Gústaf Ai*n-
ar að það muni aukast á næstu
áram. Nýlega er farið að veita far-
artækjum á landi þjónustu, aðallega
vöru- og fólksflutningabílum í lang-
ferðum um Evrópu.
Gústaf Arnar bjóst við að nokkur
aukning yrði á notkun Inmarsat hér
á landi á næstu árum. Taldi hann
ekki ólíklegt að fiskiskip færu að
nota sér þessa þjónustu, einkum
þau sem sæktu á fjarlæg mið, þar
sem hefðbundið fjarskiptasamband
væri ótryggt. Inmarsat-búnaður er
ekki í nýju þotunum sem Fiugleiðir
hafa tekið í notkun. Þá taldi Gústaf
að þessi fjarskiptatækni gæti verið
gagnleg fyrir þá sem ferðast inn á
■ miðháiendið; ------
Flugfax vill afgreiða
eigið frakt flug á
Keflavíkurflugvelli
V ör uflutningaflugfélagið
Flugfax hf. hefur sótt um Ieyfi
til afgreiðslu á fraktflugi á
Keflavíkurflugvelli. í bréfi til
utanríkisráðuneytisins segir að
hagkvæmara sé fyrir félagið að
kaupa tækjabúnað og fastráða
fólk til að afgreiða sjálft tvö
vikuleg vöruflug félagsins, en
að kaupa þjónustuna af Flug-
leiðum sem hafa nú þegar allan
búnað og starfsfólk á staðnum.
Þröstur Ólafsson, aðstoðarmað-
ur utanríkisráðherra, vildi á
þriðjudag ekkert annað segja
um afgreiðslu umsóknarinnar
en að verið væri að athuga
málið í framhaldi af skýrslu sem
unnin var um þessi mál fyrir
forsætisráðherra síðustu ríkis-
stjórnar.
Að óbreyttu mun Flugfax
greiða rúmlega 20 milljónir kr. til
Flugleiða í ár vegna vöruafgreiðsl-
unnar og segir í fréttatilkynningu
félagsins að þetta séu mun hærri
gjöld en félögum er gert að greiða
fyrir afgreiðslu á öðrum flugvöll-
um í Atlandshafsflugi. Mestur sé
munurinn í samanburði við jaðar-
flugvelli en gjaldtakan hér sé þó
meira en tvöfalt hærri en á Kenne-
dyflugvelli í Bandaríkjunum.
„Til þess að gera Keflavíkur-
flugvöll að miðstöð póstflugs milli
Evrópu og Asíu þarf viðskipta-
frelsi á flugvellinum. Því fleiri fé-
lög sem telja sér hagkvæmt að
lenda á Keflavíkurflugvelli, því
hraðari mun þróun í rétta átt
verða. Nú fljúga um íslenska flug-
stjórnarsvæðið fjöldi flugvéla sem
unnt væri að fá til lendingar ef
þjónusta og þjónustugjöld á vellin-
um væri meira aðlaðandi. Aukin
tíðni vörufluga um völlin er grund-
vallarforsenda þess að þar geri
orðið umskipunarhöfn og fríversl-
unarsvæði í framtíðinni, og jafn-
framt tryggir það inn- og útflytj-
endum örugga og hagkvæma
flutninga,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá Flugfaxi.
Unnur Sólrún Bragadóttir
Ljóðabók eftir
Unni Sólrúnu
Bragadóttur
FYRIR UTAN gluggann heitir
nýútkomin ljóðabók eftir Unni
Sólrúnu Bragadóttur. Bókin er
önnur bók höfundar, sú fyrri
kom út 1972 hjá Helgafelli og
heitir Er á þetta lítandi.
Félagsútgáfan Hringskuggar sá
um útgáfu bókarinnar en á þeirra
vegum hafa einnig komið út ljóða-
bók Baldurs Óskarssonar, Gljáin og
ljóðaþýðingar Pjeturs Hafsteins
Lárussonar á ljóðum Gunnars Eke-
iöfs, Því nóttin kemur.
Bók Unnar Sólrúnar hefur að
geyma 33 ljóð og forsíðu prýðir
mynd eftir Ingiberg Magnússon.
Gutenberg sá um prentun.
Nýstúdentar útskrif-
aðir úr Armúlaskóla
NÝSTÚDENTAR voru útskrifaðir úr Fjölbrautaskólanum við Árm-
úla laugardaginn 25. maí og fór athöfnin fram í Langholtskirkju.
Dúx skólans var Gunnlaugur A.
Ragnarsson. Nýstúdentar voru 61
að tölu. Flestir brautskráðust af
hagfræðibraut, 23 talsins, 15 luku
prófum á félagsfræðibraut, 8 af
náttúrufræðibaut, 7 af nýmála-
braut, 4 af bókhaldsbraut og jafn
margri af íþróttabraut.
Hafsteinn Þ. Stefánsson, skóla-
meistari afhenti verðlaun fyrir góð-
an námsárangur í ýmsum greinum.
Auður Birgisdóttir, einn nemenda
skólans, lék einleik á þverflautu og
kór skólans söng nokkur lög. Full-
trúar 5 og 10 ára stúdenta fluttu
ávarp og einnig Ása Hauksdóttir
sem var fulltrúi nýstúdenta.
Nemendur við Fjölbrautaskólann
við Ármúla á vorönn voru 750 en
nokkuð þröngt er orðið um nemend-
ur og starfsfólk skólans því hann
var upphaflega byggður fyrir um
500 nemendur og er varla full-
byggður enn. Skólanefnd hefur
knúið á um viðbótarbyggingu fyrir
skólann en ekki haft erindi sem
erfiði. Skólastarf var með hefð-
bundnum hætti á síðasta vetri, en
á hausti komanda á skólinn 10 ára
afmæli sem fjölbrautaskóli.
Morgunblaðið/Bjarni
Nýstúdent tekur við prófskírteini sínu við hátíðlega athöfn í Lang-
holtskirkju.