Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 33

Morgunblaðið - 30.05.1991, Side 33
ÍÍö1igÍjNBLÁ£)I^ '&iÍiM-'LUðÁgUíí' 'áO:1 M-Áu-1991- Stjórnarandstæðingar vilja sjá öll skjöl um sljórnarmyndun Umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra var enn fram hald- ið í sameinuðu þingi í gær og tókst að ljúka henni um kvöld- mat. Stjórnarandstæðingar gerðu gerðu kröfu til að fá að sjá svonefnd bakskjöl, sem sett voru saman við stjórnarmyndun- ina. Umræðan í gær snerist að mestu um þessi skjöl og landbún- aðarstefnuna. Sljórnarandstaðan leggur sérlega áherzlu á að sjá meint baksjöl sem varða land- búnaðarmál. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) taldi margt athyglisvert hafa komið fram í umræðum um stefnu- ræðuna síðastliðið mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags. Steingrimur vildi fá að vita hvernig ætti að standa að framkvæmd bú- vörusamningsins. Hvort ætti að standa við hann, eða endurskoða? Hann grunaði að þetta mál væri óútkljáð í ríkisstjórninni. Fram hefði komið hjá utanríkisráðherra að við stjórnarmyndunarviðræðurnar hefði verið unnið sérstakt stefnu- skjal sem væri ýtarlegt og væri hugsað sem innlegg í þá „hvítbók“ sem lýst hefði verið yfir að yrði lögð fram fyrir upphaf þings í haust. Ræðumaður vildi fá að vita hvað stæði í þessu undirskjali sem varð- aði afstöðu ríkisstjórnarinnar til búvörusamningsins. Alþingi, land- búnaðarsamtökin og bændur gætu ekki beðið til hausts. Framkvæmd búvörusamningsins væri þegar haf- in og ekki væri hægt að slíta í sund- ur fýrstu hluta hans þ.e.a.s. aðlögun að innanlandsmarkaði og sársauka- fullar aðgerðir því tengdar og aðra hluta samningsins. Það yrði að standa við aðra hluta einnig ekki hvað síst stuðningsaðgerðaþátt samningsins. Steingrímur vitnaði til frétta um að verið væri að kanna hvort ríkisstjórnin væri bundin af búvörusamningnum. Þingmenn skiptust á skoðunum um þetta mál. Olafur Þ. Þórðar- son (F-Vf) vildi ekki bíða til hausts eftir því að stjórnarflokkarnir gæfu út hina „hvítu bók fyrir jólamark- að“. Hann vildi fá að sjá þessi bak- skjöl í handriti og óskaði eftir því að forseti þingsins sæi til þess að þingmenn fengju þessi gögn. Salome Þorkelsdóttir forseti sam- einaðs þings gerði ráð fyrir að þing- menn fengju í hendur þau opinberu gögn sem þeir hefðu tilkall til. Sig- hvatur Björgvinsson (A-Vf) taldi að þingmenn gætu nýtt tímann betur heldur en að blása storm í vatnsglasi. Það yrði skrítinn mála- tilbúnaður ef þingmenn krefðust nákvæmra útfærslna á stefnuatrið- um framtíðarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði margoft hafa fram komið að stjórnarflokkarnir hefðu lagt í margvíslega vinnu til að undirbúa sitt samstarf og þessi gögn yrðu þeim til halds og trausts við útgáfu á þeirri hvítu bók sem yrði gefin út á haustdögum. Ráðherranum þótti fráleitt að þingmenn ætluðust til að fá afhent gögn stjórnmálaflokka eins og um opinber gögn væri að ræða. Síðar í umræðunni sagði for- sætisráðherra að „bakplaggið góða“ væri vinnuplagg tveggja stjórnmálaflokka. Hann tók einnig fram, þeim þingmönnum til hugg- unar sem hér hefðu talað, að þetta plagg hefði ekkert að gera með stjórnskipulegt gildi búvörusamn- ingsins, að sínu mati. Búvörusamingurinn Halldóri Blöndal var ljúft að ítreka að hann vildi standa við bú- vörusamninginn. Það sem hann hefði heyrt frá utanríkisráðherra í sambandi við framlögtil iandbúnað- ar þyrfti ekki að stangast á við það sem samið hefði verið um. Hann minnti á þau markmið sem hefðu verið sett við undirritun búvöru- samningsins m.a. að stefna að öflugum landbúnaði, lækka verð til neytenda án þess að það kæmi nið- ur á afkomumöguleikum bænda. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði það hafa verið óheppilegt að síðasta ríkisstjórn hefði á sínu síðasta misseri undirritað jafn yfir- MMnCI gripsmikinn samning þrátt fyrir að einn stjórnarflokkanna, Alþýðu- flokkurinn, hefði verið með ríka fyrirvara. Þótt ríkisstjórnin hefði ekki einungins áhuga á lögfræðileg- um þáttum málsins, væri nauðsyn- legt vegna þess, hvernig að því hefði verið staðið, að hafa sem gleggsta mynd af því hver lögfræði- leg staða málsins væri. Forsætis- ráðherra benti á að samningurinn hefði verið gerður með fyrirvara um samþykkt Alþingis. Ekki væri ljóst hvort sá fyrirvari væri almenn- ur eða tæki bara til tiltekinna þátta samningsins sem þyrftu lagabreyt- inga við. Varðandi stuðningsað- gerðarþátt samningsins sagði for- sætisráðherra að þar væru miklar fjárskuldbindingar og auðvitað hlyti ríkisstjórn, sem tæki við völdum og þyrfti að huga að stórkostlegum halla ríkissjóðs, að taka atriði eins og þetta til skoðunar. Ef niðurstað- an væri sú að ríkisstjórnin var al- gjörlega bundin af þessum þætti sérstaklega, þá gæti hún eigi að síður tekið upp viðræður við við- semjandann með skírskotun til þess ástands sem væri í ríkisbúskapnum. Þá væri óhjákvæmilegt og í þágu landsins alls og þjóðarinnar, og þar með viðsemjandans, að draga úr eða fresta þessum þætti. Forsætis- ráðherra sýndist blasa við að þessir kostir væru færir. Jón Helgsson taldi að forsætis- ráðherra hefði með orðum sínum ógilt yfirlýsingar Iandbúnaðarráð- herra og reyndar einnig það sem fram hefði komið í sjálfri stefnu- ræðunni um að framkvæma þá landbúnaðarstefnu sem mörkuð hefði verið af stjórnvöldum og bændum í sameiningu. Fleiri þing- menn stjórnarandstöðunnar tóku undir gagnrýni Jóns Helgasonar t.d. sagði Svavar Gestsson (Ab-Rv) búvörusamninginn vera kjarasamn- ing milli ríkisins og bændastéttar- innar og að forsætisráðherrann hefði gert fyrirvara um helminginn af þessum samningi. Svavar sagði að þessu þingi mætti ekki ljúka öðruvísi en svo að því yrði skýrt svarað hvort ríkisstjórnin stæði við búvörusamninginn eða ekki. Umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra lauk kl. 19.05 og höfðu þá með fundarhléum staðið í rúmar 16 klukkustundir. Þá frest- aði Salome Þorkelsdóttir forseti þingsins fundi en boðaði að honum yrði fram haldið kl. 21. Þá var skýrsla fjármálaráðherra um stöðu ríkisfjármála á dagskrá. Vorið er komið í björgin: Fyrstu eggin eru komin á markað Isafirdi. EINAR Valur Kristjánsson og félagar hans komu úr fyrstu eggja- ferðinni í Hornbjarg í síðustu viku. Þeir eru heldur fyrr á ferð- inni en í fyrra. Engin egg voru þá komin í hefðbundna eggjatöku- staði. Úlfar Ágústsson Menn lifa á ýmsan hátt á fluginu. Hörður Guðmundsson flug- stjóri hjá flugféiaginu Ernir kaupir sér svartfuglsegg hjá Einari Val Kristjánssyni. Hörður flýgur um loftin blá eins og svartfugl- inn, en Einar Valur sér um að koma flugfraktinni til neytenda. Einar Valur var að selja egg í miðbæ ísafjarðar fyrir helgina. Hann hefur farið reglulega í Hornbjarg undanfarin vor ásamt Tryggva Guðmundssyni lögfræð- ingi og Rósmundi Skarphéðins- syni stýrimanni til eggjatöku. Ein- ar Valur og Tryggvi eru bræðra- synir ættaðir af Hornströndum, en Rósmundur er úr norðanverðri Strandasýslu. Menn segja að það sé ekki heiglum hent að ferðast um björg- in til eggjatöku, enda virðist það svo, að einungis menn sem eiga uppruna þarna nyrðra festist við þessi störf. Þegar þeir félagarnir komu í bjargið í byijun síðustu viku voru engin egg komin á venjulega eggjatökuslóð, en þeir héldu þá austar í bjargið í svokall- að Harðviðrisgil og náðu þar í nokkur hundruð egg. Öll eggin voru seld í fyrsta flokki, þar sem eggjatökumenn voru þess fullviss- ir að eggin væru það ný, að eng- in stropun gæti hafa átt sér stað. En eitthvað hefur nú fuglinn og móðir náttúra ruglað mennina, því flest eggin sem fréttaritari Morgunblaðsins sauð sér til ánægju og heilsubótar voru orðin stropuð, þótt ekki væru þar kom- in augu. Þeir félagarnir eru þegar farnir aftur norður, enda fleiri komnir á eggjaslóðir og mikilvægt að halda uppi skipulagðri eggjatöku svo menn lendi ekki á unguðum eggj- um. Úlfar SJALFSTÆDISFLOKKURINN FELAGSSTA! R F Selfoss Almennur félagsfundur veröur haldinn í Sjálfstæðishúsinu við Austurveg 38, Sel- fossi, i dag, fimmtudaginn 30. mai, kl. 20.30. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra mun ræða stjórnmálaviðhorfið. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélagið Úðinn. Wm Borgarnes - Mýrasýsla Sjálfstæðisfélag Mýrasýslu boöar til fundar i Sjálfstæðishúsinu, Brákarbraut 1, í dag, fimmtudaginn 30. maí, kl. 20.30. Fundarefni: Iðnaðar- og atvinnumál. Gestur fundarins verður Páll Kr. Pálsson, forstjóri löntæknistofnunar. Stjórnin. AUGLYSINGAR jSk jjpflL KENNSLA Vélritunarnámskeið Notið sumarið og lærið vélritun. Vélritunarskólinn, s. 28040. FELAGSLIF Hjálpræðis- ' herinn Kirkjuslræti 2 Kveðjusamkoma fyrir Sigmund Dalehaug kl. 20.30. Fjölmennið. fomhjólp Almenn samkoma verður í kapell- unni í Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Kristinn Ólason. Skipholti 50b Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ailir innilega velkomnir. FERÐAFELAG ® ÍSIAIMDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Helgarferð 31. maí-2. júní Eyjafjallajökull - Þórsmörk. Gengið á Eyjafjallajökul, Skerja- leiðina að Goðahnúk. Gist i Skagfjörðsskála/Langadal. Gönguferð um Mörkina. Skemmtileg jökulganga á Eyja- fjallajökli. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í. Ferðafélag islands. Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar fara af stað nk. laugardag kl. 10.00 frá Hverfis- götu 105. FERÐAFÉIAG # ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Laugardagaur 1. júní kl. 13 Fjölskylduferð á Selatanga Selatangar eru kjörinn staður fyrir fjölskyldur með börn. Spennandi sand- og hraunfjara. Merkar minjar um útræði fyrri tíma. Fiskabyrgi, verbúðarrústir, refagildrur, draugar (Tanga- Tommi), sérstæðar hraunmynd- anir. Fjörubál. Spennandi ferð fyrir fólk á öllum aldri. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin (stansað á Kópavogs- hálsi, Hafnarfirði v. kirkjug.). Munið gönguferð um gosbeltið 5. ferð á sunnudaginn kl. 13. Allir velkomnir. Ferðafélag íslands. félag fyrir þig. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Vakningasamkoma i kvöld kl. 20.30. Stjórnandi: Garðar Ragn- arsson. Allir hjartanlega velkomnir. 'líftmdt' Ðútivist 'ÁFIHKI l • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVAKI1460f Um helgina hefjast reglulegar ferðir i Bása á Goðalandi og verður boðið upp á feröir á þetta friðsæla og fagra svæði um hverja helgi út októ- ber. Farið verður að jafnaði á föstudagskvöldum, þó verður við og við boöið upp á styttri ferðir með brottför á laugar- dagsmorgni- Þessa heigi verður tveggja daga ferð i Bása og Þórsmörk. Verð kr. 3.400/3.800,-. Miðar og bókanir á skrifstofu. Munið Póstgönguna á sunnu- daginn, 2/6. Sjáumst. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.