Morgunblaðið - 30.05.1991, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.05.1991, Qupperneq 45
MOKGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1991 45 Helga Heiðar hjúkr- unarkona — Minning Helga Ragnheiður Halldóra Runólfsdóttir Heiðar, hjúkrunar- kona, andaðist fyrir nokkru, 91 árs að aldri. Hún fæddist að Síð- umúla, Hvítársíðu, Borgarfirði, 7. janúar 1900. Faðir hennar var Runólfur Þórðarson, bóndi þar, fæddur 25. maí 1860, dáinn 19. maí 1931, sonur Þ. Sigurðssonar bónda Fiskilæk, Leirársveit, Borg- arfirði og Sigríðar Runólfsdóttur, ljósmóður þar. Móðir hennar, Helga Salóme Ragnheiður Salóm- ónsdóttir, fædd 28. janúar 1860, dáin 7. febrúar 1940, var dóttir S. Sigurðssonar, hreppstjóra, Síð- umúla, Hvítársíðu, Borgarfirði og Helgu Ólafsdóttur. Helga stundaðí nám við Skods- borg Sanatorium 1920—1924 og lauk prófi í almennri hjúkrunar- fræði, ljós-, bað- og nuddlækning- um, jafnframt námskeiðum í tungumálúTn og matreiðslu. Hún ' starfrækti nuddlækningastofu á Hverfisgötu 18, Rvík, 1925— 1930, stundaði sama starf næstu 3 árin á ýmsum stöðum. Var við hjúkrunarnám á Landspítalanum 1933—34 og öðlaðist réttindi hjúrkunarkvenna. Hún var hjúkr- unarkona við sjúkrahús Hvíta bandsins frá því það tók til starfa 1934 og til hausts 1942, lækna- varðstofu Rvík 1952—1955, síðan slysavarðstofu Rvík. Hún kvæntist 28. ágúst 1942 Ólafí Ólafssyni, Snóksdalín, sem starfaði við lögreglustjóraembæt- tið í Rvík. Hann fæddist 11. nóv- ember 1904, sonur Ó. Jóhannsson- ar, bónda og gullsmiðs við Breiða- fjörð og Elínar Vigdísar Ólafsdótt- ur. Þau eignuðust ekki afkvæmi en Ólafur átti son með unnustu sinni, Ólaf, myndlistarmann. Ólaf- ur átti systur sem lifir, Guðlaugu, og var ávallt kært með þeim. Þær voru á sama aldursári. Frændgarður Helgu sálugu er stór og margir þjóðkunnir menn. Föðurbróðir frú Helgu var Matthi- as Þórðarson minjavörður, Kristj- án Albertsson rithöfundur var ná- skyldur en ég man ekki tengslin, en föðurbræðir Helgu voru fleiri og kunnir menn. Helga var vel að sér í íslenskum bókmenntum, bundnum og óbundnum, einnig var hún vel les- in í enskum og hélt minni sínu vel ávallt. Heittrúuð var hún og guðstrú hennar skýr og hrein og ijarska aðgengileg, þar var allt skýrt og hreint, skipulagt af mikilli skyggni hinnar trúuðu konu, sem og allt hennar líf var hreint og flekklaust. Við þekktumst vel og lengi og sátum langtímum og spjölluðum um bækur og listir, listræn var hún með afbrigðum, og hafði mik- ið yndi af hljómlist og spilaði á orgel sjálf og margt af hennar fólki. Salómon Heiðar, tónskáld, var bróðir hennar sem samdi fal- lega lagið við Sveininn hjá lækn- um, sem Steingrímur Thorsteins- son þýddi og fleiri munu þau vera. Tónlistin hélst við ættmenni henn- ar, Helgi Heiðar læknir, sem dvel- ur nú vestan hafs er mikill unn- andi organsins. Hann er sonur Salómons og Guðrún dóttir Salóm- ons er einnig búsett vestan hafs, nánar tiltekið í Washington-ríki. Hún er gift efnafræðingi, frönsk- um manni. Hún er einnig efna- fræðingur og eiga þau 2 dætur en Helgi læknir 2 syni. Salómon átti áður Hauk Heiðar sem ávallt sýndi Helgu hlýhug og umhyggju. Einnig átti Helga systur, Sign'ði, sem nú er látin. Eitt sinn urðum við samferða vestur um haf, ég til New York en Helga hélt til Toronto í Kanada. Mér fannst leiðin stutt því svo vel voru strengir okkar stilltir saman. Þó aldursmunur okkar væri mik- ill, þá fann ég það aldrei, svo lif- andi og síung var þessi kæra trúa vinkona mín. Eg veit að margir muni þeir af starfsfólki spítalanna, læknum, hjúkrunarfólki og sjúklingum sem muna hina frómu, árvökulu hjúkr- unarkonu. Hún elskaði sumarið og sólina og fór með manni sínum til Ítalíu þar sem þau áttu vini, gróandi sólarinnar byggði hana upp að takast á við skammdegið heima. Hin mæta kona er hér kvödd og veit ég að margir munu þeir sem óska henni guðs blessunar á sólarströnd nýrrar tilveru. Jóhanna Brynjólfsdóttir Wathne Gíslína H. Magnús- dóttír — kveðjuorð Fædd 9. febrúar 1934 Dáin 22. maí 1991 Sú harmafregn barst mér sl. fimmtudag að hún Helga Gíslína Magnúsdóttir væri dáin. Ég vildi ekki trúa mínum eigin eyrum, Helga hafði svo oft verið mikið veik en með viljastyrk sínum kom- ist á fætur aftur, en hún veiktist af krabbameini fyrir 18 árum. Við kynntumst í fyrsta stuðn- ingshóp „Styrks“ fyrir þrem árum, Helga hafði frá mörgu að segja og er hún rakti sjúkrasögu sína fannst okkur hinum við hefðum ekki frá neinu að segja. Þessi hug- rakka kona átti alltaf hvatningu og góð ráð að gefa þeim sem í kringum hana voru. Aldrei kvart- aði hún, gerði frekar að gamni sínu, og sló á létta strengi ef talið barst að veikindum hennar. Helga var ein af stofnendum „Styrks“ og vann ötullega í samtökunum, ávallt tilbúin að leggja lið væri hún ekki fárveik inni á sjúkrahúsi, þó lét hún ekki sjúkrahúsvistina aftra sér frá því að koma á fund 16. apríl sl. Hún kom í hjólastólnum sínum með leyfi læknis og lék á als oddi þó fársjúk væri. Á síðasta fundi vetrarins 14. maí komst hún ekki, en litlu dótturdæturnar hennar þijár Leiðrétting Misritun varð í fyrirsögn í minn- ingargrein um Geir Arnesen hér í blaðinu síðastliðinn þriðjudag. Þar stóð fyrrverandi efnafræðingur. Hér átti að standa efnafræðingur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. komu með móður sinni og færðu „Styrk“ að gjöf afrakstur af hluta- veltu er þær höfðu haldið nokkrum dögum áður, þær vildu leggja lið. Við minnumst Helgu með sökn- uði, hún barðist hetjulega meðan kraftar leyfðu. Dætrum hennar og öðrum ást- vinum sendum við okkar innile- gustu samúðarkveðjur. F.h. „Styrks", samtaka krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Steinunn Friðriksdóttir DÓMS- og kirkjumálaráðherra hefur í samráði við biskup Is- lands og menntamálaráðherra skipað nefnd til að huga að mál- efnum Skálholtsstaðar og gera tillögu þar að lútandi. Nefndinni er ætlað að skoða öll mál, sem snerta Skálholtsstað, þ. á m. framtíðarskólarekstur á staðn- um og rekstur sumarbúða stað- arins. Ennfremur skipulags- og byggingarmál og hvernig sé heppilegast að nýta land staðar- ins til landbúnaðar. Lára Mai'grét Ragnarsdóttir, al- þingismaður, hefur verið skipuð formaður ' nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru sr. Jónas Gísla- son, vígslubiskup, skipaður sam- kvæmt tilnefningu biskups Islands, sr. Sigurður Sigurðarson, Selfossi, skipaður samkvæmt tilnefningu menntamálaráðherra, sr. Jón Ein- arsson, prófastur í Saurbæ, skipað- ur samkvæmt tilnefningu kirkju- ráðs, og Ásdís Siguijónsdóttir, deildarsérfræðingur, skipuð af fjár- málaráðherra. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins í gær þar sem sagt var frá níunda fundi sveit- arstjórnarmálaráðherra aðildarríkja Evrópuráðsins vantaði í inngang- inn. Þar átti að vera að fulltrúar Póllands hafí setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar og að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hafi sótt fundinn fyrir íslands hönd ásamt Húnboga Þorsteinssyni skrif- stofustjóra og Þórhildi Líndal deild- arstjóra. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. Nefnd um málefni Skálholtsstaðar Helga Gunnars- dóttir — kveðjuorð Einn haustdag 1972 sitjum við fimm í sal Tónlistarskólans í Reykjavík og glímum við spurning- una: „Ilvers vegna viltu verða tón- menntakennari?" Næstu þijú árin glímdum við áfram. Við tengdumst vináttubönd- um og mikið gátum við hlegið! Helga var okkar reyndust á tón- listarsviðinu og var því oft leiðsögu- maður hópsins á námstímanum. Heimili Helgu og Sigurgeirs í Hraunbænum varð aðalsamkomu- staður okkar. Þar kynntumst við kínversku tei, frönsku víni og síðast en ekki síst hinu ógleymanlega heimabakaða brauði. Við ræddum kvennabaráttuna og málefni líðandi stundar. Við skrifuðum ritgerðir, lásum fyrir próf og krufum námið til mergjar. Var jafnvel ekki laust við að mönnum þætti stundum nóg um atorku okkar á ýmsum sviðum skólalífsins. Eitt af því eftirminnnilegasta frá námstímanum var samsöngur allra nemenda tónmenntakennaradeild- arinnar. Við fengum nafnið „Engla- kórinn“ og var það ekki minnst að þakka hljómfágun Helgu og söng- gleði, sem hreif okkur hin með. Við sungum mikið og skemmtum okkur saman þessi ár, og þó sam-. fundum fækkaði að loknu námi hélst gleðin óbreytt þegar við hitt- umst. Síðastliðið haust var ákveðið að kalla hópinn saman og Helga sagði strax: „Ef ég verð hress, þá komum við öll heim til mín.“ Þannig minn- umst við Helgu. Hún opnaði okkur heimili sitt og ásamt fjölskyldunni miðlaði hún okkur af listinni að lifa. Fyrir það viljum við þakka. Hlín, Magga, Þórdís og Jóhanna. Ráðstefna um mönnun, skrán- ingar og rekstur kaupskipa Samgönguráðuneytið, Farmanna- og fiskimannasamband íslands, FFSÍ, Félag matreiðslumanna, FM, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, SÍK, Siglingamálastofnun, Vinnumálasamband samvinnufélaganna, VMS og Vinnuveitendasamband íslands, VSÍ boða til ráðstefnu um mönnun, skráningu og rekstur kaupskipa. Ráðstefnan verður haldin í ráðstefnusal ríkisins í Borgar- túni 6, föstudaginn 31. maí 1991 og hefst kl. 8:45. Ráð- stefnugjald er kr. 2.000,- Skráning í síma 62 99 33. Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður Halldór Blöndal, samgönguráðherra. Dagskrá: Ávarp. Samkeppnisreglur og stefna íslenskra stjórnvalda í siglingum. Ólafur St. Valdimarsson, ráðuneytisstjóri. íslensk kaupskipaútgerð. Einar Hermannsson, SÍK. Hlutdeild kaupskipaútgerðarinnar í þjóðarbúskapnum. Guðmundur Friðjónsson, Þjóðhagsstofnun. Skráningareglur islenskra kaupskipa. Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri. Erlend samkeppni. Þorvaldur Jónsson og Magnús Ármann, skipamiðlarar. Samkeppni i alþjóðlegum siglingum. Benedikt Valsson, FFSI, og Einar Hermannsson, SÍK. Stefnumótun Evrópubandalagsins og EES í siglingum. Ólafur St. Valdimarsson, ráðuneytisstjóri. Áhrif útflöggunar á farmannastéttina. Guðlaugur Gislason og Helgi Laxdal, FFSI. Réttarstaða skipverja á skipum undir erlendum fánum. Hjalti Steinþórsson, hrl., FFSÍ, og Jón H. Magnússon, hdl., VSÍ. Öryggis- og búnaðarkröfur ísl. og erl. kaupskipa. Ari Guðmundsson, Siglingamálastofnun, og Agnar Erlingsson, Det Norske Veritas. Aðdragandi, forsendur, stofnun og reynsla af DIS - Dansk International Skipsreglster. Peter Bjerregaard, Danmarks Bederiforbund. K. Mols Sörensen, Danmarks Styrmands Forening. Aðdragandi, forsendur, stofnun og reynsla af NIS - Norsk International Skipsregister. Frode Gross, Det Norske Makinistforbund. Per Kure, Norges Rederforbund. Pallborðsumræður og fyrirspurnir. Ráðstefnuslit verða um kl. 16:30. Hádegisverður og kaffi er innifalið i ráðstefnugjaldinu. Stjórnandi pallborðsumræðu: Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri. Ráðstefnustjórar: Helga Jakobs, SKFÍ, og Jóhanna Eyjólfsdóttir, VSFÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.