Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 50
50
MORGUNBIAÐIÐ FIM^TUDAGUft 3q.,My\í 1^91,
„ þessl stóru tru fyrir /5" cir. "
Ást er . . .
.. .það sem þú sérð íspegli.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1991 Los Angeles Times Syndicate
Hvort var það Afríku- eða
Indlandsfíll...?
Með
morgunkaffinu
Nú, þarna ertu. - Ég sá þig
ekki...
HOGNI HREKKVISI
KV£ F<VIEEVIL INO."
Hugleiðing um reykingabölið
Hinn 31. maí nk. er reyklaus
dagur. Þá er gott tækifæri til þess
að stíga það gæfuspor að hætta að
reykja. Krabbameinsfélag Reykja-
víkur hefur gefið út bæklinga handa
þeim sem vilja hætta. Þeir fást á
heilsugæslustöðvum, í apótekum og
hjá Krabbameinsfélaginu, Skóg-
arhlíð 8, hér í borg.
Öll skynsamleg rök hníga í þá
átt að menn reyni að losna úr viðj-
um tóbaksnautnarinnar. Vitað er,
að reykingar eru stórhættulegar
heilsu manna og reykingamenn
verða gamlir langt fyrir aldur fram.
Reykingar hafa og valdið hryllileg-
um eldsvoðum með tilheyrandi tjóni
á mönnum og eignum.
Reykingarnar eru afar dýrar.
Sígarettupakki og eldspýtur kosta
nú um 220 kr. (en brátt mun verð-
ið hækka). Sá sem reykir pakka á
dag, verður að greiða fyrir það á
ári hveiju rúmlega 80 þúsund krón-
ur. Iljón, sem reykja hvort um sig
einn pakka á dag, verða að greiða
um eina milljón króna á rúmlega
sex árum í þessa nautn, ef nautn
skal kalla. Reykingar þeirra í 30
ár kosta tæpar fimm milljónir
króna. Þetta er því afar dýrt. Það
að hætta að reykja samsvarar því
að fá miklar skattfijálsar aukatekj-
ur — með lögmætum hætti. En þó
er þessi mikli kostnaður ekki aðalat-
riði málsins. Hitt er miklu mikil-
vægara, að hér eru í húfi lífshags-
munir manna — í bókstaflegum
skilningi. Því er það afar mikil-
Um dag og veg
Ósköp er eymdarlegt að hlusta
á þetta blessaða fólk sem flytur
„Um daginn og veginn" í útvarp-
inu þessa stundina. Jón Eyþórsson
sem ku eiga að vera upphafsmað-
ur þessa elsta þáttar í útvarpinu,
mun ekki hafa órað fyrir því að
þetta barn hans ætti eftir að taka
þessa stefnu sem hann er í í dag.
Ýmsir aðilar troða þarna upp,
kennarar og fleiri stéttar menn
og það er undantekning að þeir
uppfylli þau skilyrði sem mig
grunar að hafi átt að gilda í upp-
hafi, það er að tala um dag og
veg en ekki sérhæfð vandamál
2000
1985
vægt, bæði fyrir einstaklingana og
samfélagið, ef hægt væri að auka
mjög líkur á heilbrigðu og góðu lífi
og draga um leið úr líkum á alvar-
legum og ótímabærum áföllum,
með því að menn hætti að reykja.
Sá sem þetta ritar, reykti allmik-
ið hér áður fyrr. Fyrir rúmum ára-
tug hætti hann því með öllu. Veru-
legar breytingar til hins betra urðu
fljótlega. Erting í hálsi og höfuð-
þyngsli hurfu. Þol styrktist mjög
og ýmsar kvefpestir og kvillar, sem
heijuðu á hann einu sinni eða tvisv-
ar á ári, komu nú miklu sjaldnar
og voru auðveldari viðfangs. Það
að hætta var miklu auðveldara en
hann hélt, þótt tóbaksdraugurinn
reyndi um hríð að blekkja hann.
Þetta var heilladijúg og góð ákvörð-
un, og þetta hafa margir menn
einnar stéttar sem mér finnst vera
að færast í aukana. Hinir ýmsu
fulltrúar stétta troða sér þarna
fram og þylja raunir stéttar sinnar
í fimmtán til tuttugu mínútur.
Menn eins og Andrés Kristjánsson
o.fl. kunnu listina að tala um dag
og veg en í dag virðist þessi grein
á undanhaldi, ein undantekning
er þó til. í vetur talaði Guðmundur
A. Thorsson á laugardögum eftir
hádegi og nefndi þættina Rimms-
íramms. Þarna var listilega tekið
á þessu útvarpsformi og vonandi
munu þeir aðilar sem sækjast eft-
ir að flytja mál sitt í „Um daginn
og veginn“, taka sér til fyrirmynd-
ar í framtíðinni.
Hlustandi
gert. Markmið þessarar hugleiðing-
ar er það að hvetja fólk tjl þess að
rífa sig úr ijötrum tóbaksins.
Auðvitað má segja sem svo, að
hver verði að fá að veija sínu lífi
eftir eigin vilja. Og þeir sem vilja
reykja eigi að fá að vera í friði, svo
framarlega sem þeir valda ekki
öðrum tjóni með háttsemi sinni. En
ég veit það frá eigin reykingatíð,
að margir reykingamenn vilja losna,
en það er eins og þá skorti kjark
og þor til þess — eða jafnvel hvatn-
ingu. Af þeim sökum er hér minnst
á reyklausa daginn.
Það að hætta að reykja stuðlar
að betra og heilbrigðara lífi. Þrek
og þol eykst svo og sjálfstraust og
innri styrkur. Auk þess verða fjár-
ráð miklu íýmri. Ekki myndi ýms-
um af veita. Vilji menn hætta að
reykja, er kjörið að gera það á reyk-
lausa daginn, og það er ástæðu-
laust með öllu að fresta því. Gangi
ykkur vel, gott fólk.
Fyrrv. reyk-víkingur
Oviðeigandi
hvalskurð-
armyndir
Það er fremur undarleg árátta
að þegar minnst er á hvali og hval-
veiðar í sjónvarpi, þá er í hvert ein-
asta skipti sýndar myndir af hval-
skurði í Hvalfirði. Eg hefi orðið
þess var að fólk er afar ósátt við
þessar sífelldu endurtekningar og
er það engin furða.
Nú stendur fyrir dyrum fundur
alþjóða Hvalveiðiráðsins í
Reykjavík. Líklegt er að í sambandi
við þann fund, leggi hingað leið
sína eitthvað af viðkvæmum sálum.
Ef eitthvað af þeim skyldi nú horfa
á sjónvarp hér, er óþarft að angra
þær með slíkum myndasýningum.
Ég legg til að sjónvarpsstöðvarnar
geri hlé á þessum hvalskurðar-
myndum á me'ðan fundurinn stend-
ur. Það er líka sannfæring mín að
vel yrði það þegið af þorra sjón-
varpsáhorfenda að þær yrðu felldar
niður með öllu.
Skarph. Agnars
Víkverji skrifar
Yíkveiji þurfti fyrir skömmu að
skreppa til útlanda. Ekki buð-
ust aðrir ferðakostir en að fara með
Flugleiðum hf. Flogið var til megin-
landsins og skyldi fara heim aftur
frá Lúxemborg. Víkveiji og félagar
hans áttu pantað far með flugi
númer 615 sem fara skyldi frá
Lúxemborg klukkan 14.05. Þegar
komið var í flugstöðina blasti við
tilkynning um seinkun á einhveiju
öðru flugi Flugleiða þennan dag og
önduðu ferðafélagarnir léttara yfir
að það var ekki þeirra flug. Sú
sæla stóð ekki lengi. Þegar komið
var að afgreiðslunni var þeim pent
tilkynnt að þeir hefðu verið fluttir
yfir í flug númer 617, brottför
klukkan 17.30, þar sem þeir ætluðu
ekki áfram yfir hafið til Ameríku.
Ástæðan var sögð seinkun einnar
flugvélar vegna bilunar. Þær geta
víst bilað líka þessar nýju.
Víkverji og félagar reyndu að
malda í móinn, sýndu farmiðann
þar sem skýrum stöfum stóð að
þeir ættu að fara klukkan 14.05
með flugi 615. „Því miður,“ sagði
kurteis og þolinmóð afgreiðslu-
stúlka Luxair, „við höfum fyrir-
mæli frá Flugleiðum að fara svona
að,“ og við það sat.
Víkveiji er sannfærður um, að
svona hefði ekkert flugfélag leyft
sér að koma fram við farþega sína,
ef þeir sömu farþegai' ættu allajafn-
an kost á að ferðast með fleiri flug-
félögum. Þarna var einokunarað-
staðan lifandi komin. Þeir sem fara
alla leið til Ameríku geta valið um
mörg flugfélög til að komast leiðar
sinnar, en við ræflarnir sem erum
bara íslendingar getum ekki valið
um neitt, við skulum taka það sem
að okkur er rétt og ekkert múður!
xxx
etta væri svosem í lagi, ef
hægt væri að breyta fyrir-
varalaust áætlunum á báða vegu,
farþeginn gæti sagt við flugfélagið
að hann vilji fremur fara með öðru
flugi og flugfélagið yrði að sæta
því. En, þessu er ekki aldeilis að
heilsa. Þessir farmiðar, sem þarna
um ræðir, eru algjörlega bundnir
við að fara með þessu ákveðna flugi
og ef farþeginn ekki stendur sig
að mæta á réttum tíma verður hann
að gjöra svo vel og kaupa nýjan
farmiða. Flugfélagið hins vegar,
sem býr við einokun á þessari flug-
leið, leyfir sér að fleygja farþegun-
um út úr fluginu sem þeir höfðu
keypt, seinka þeim um hálfan fjórða
klukkutíma, fyrirvaralaust, til þess
að koma einhveijum forgangsfar-
þegum til Ameríku á réttum tíma!
Svo er þetta flugfélag að stæra sig
af því opinberlega að vera eitthvert
stundvísasta flugfélagið í Evrópu
og talar um góða þjónustu! Víkveiji
óskaði þess heitt og innilega þarna
úti í Lúxemborg að einhver hefði
tekið sig til og fyllt skarð Arnar-
flugs sáluga.
xxx
Annað, varðandi þjónustu Flug-
leiða hf., hefur oft vakið undr-
un Víkveija og valdið honum og
samferðamönnum hans leiðindum.
Það er þessi níska eða nesja-
mennska, að innheimta fáeinar
krónur fyrir bjór og vín um borð í
flugvélunum. Víkveiji hefur ferðast
með allmörgum evrópskum flugfé-
lögum og hvergi orðið var við ann-
að, en að drykkir þessir séu bornir
fram endurgjaldslaust. Ekki sér
Víkverji eftir þeim fáu krónum sem
í þetta fara, það er út af fyrir sig
í lagi. Hitt er öllu verra, reyndar
til háborinnai' skammar, að um-
stangið við að taka við peningunum
og gefa til baka, er svo tímafrekt,
að blessaðar flugfreyjurnar hafa
einfaldlega ekki tíma til að veita
sómasamlega þjónustu um borð.
Víkveiji skorar á Flugleiðamenn að
hætta þessu bjástri við krónurnar
og fara heldur að veita sómasam-
lega þjónustu í flugvélunum, og
mætti biðja um þá kurteisi, að
fleygja farþegunum ekki út úr flugi
sem þeir eiga að fara með?