Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.05.1991, Blaðsíða 56
Áburðarflugið hafið Morgunblaðið/KGA Áburðarflug Landgræðslunnar er hafið. Landgræðsluvélin Páll Sveins- son dreifði fyrst um 30 tonnum af áburði og fræi yfir Reykjanesskag- ann og er það um helmingur þess sem dreift verður þar í ár. Áburður- inn var settur í vélina á Reykjavíkurflugvelli. Að þessu verkefni loknu fer vélin í Gunnarsholt og byijað verður að dreifa áburði og fræi á landgræðslusvæði á Suðurlandi. Útlit er fyrir að heldur meira verði dreift af áburði og fræi með landgræðsluflugvélunum í sumar en síðastliðið sumar en þá var um 1.500 tonnum sleppt úr vélunum, að sögn Stefáns H. Sigfússonar, fulltrúa landgræðslustjóra. Aukningin sem nú verður er vegna aukinnar áburðarnotkunar Landsvirkjunar vegna samnings þeirra við bændur vegna Blönduvirkjunar. Útlit er fyrir að Landsvirkjun láti dreifa um 450 tonnum í stað 300 tonna í fyrra. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Framkvæmdasjóður lagður niður að hluta eða öllu leyti Sendiráðs- maður send- ur úr landi SOVÉSKUR sendiráðsmaður, sem réðst að lækni og slasaði lögreglumann aðfaranótt mánu- dagsins í síðustu viku eftir að hann hafði verið staðinn að því að aka ölvaður, er farinn úr landi og hefur skilríkjum hans verið skilað til utanríkisráðuneytisins. Að sögn Harðar Bjarnasonar hjá utanríkisráðuneytinu kallaði ráðu- neytið staðgengil sendiherrans á sinn fund þegar skjöl um málið höfðu borist því, en slíkt er venja þegar mál af þessu tagi koma upp, og greindi hann þá frá því að mað- urinn hefði verið sendur úr landi. Sovétmenn gerðu engar athuga- semdir við það hvernig staðið hefði verið að málinu af hálfu lögreglunn- ar. „Það var fullt samkomulag um að þetta hefði ekki verið æskileg framkoma og sovéska sendiráðið hafði fullan skilning á hversu alvar- legt þetta mál var,“ sagði Hörður Bjarnason. Hann sagði að utanríkis- ráðuneytinu væri ekki kunnugt um hvort manninum yrði refsað í sínu heimalandi. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra hefur ritað stjórn Fram- kvæmdasjóðs bréf og greint frá því að hann hyggi á breytingar á sjóðnum sem geti leitt til þess að hann verði lagður niður. For- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi að sjóðurinn hefði lokið hlutverki sínu, auk þess sem margt benti til þess að hann væri gjaldþrota. „Og því tel ég að rétt sé að gera hann upp, og leggja hann niður að því búnu,“ sagði Davíð. „Ég skrifaði stjórn Fram- kvæmdasjóðs bréf, sem efnislega var á þá leið, að ég hefði í huga að gera breytingar á þessum sjóði, sem jafnvel gætu leitt til þess að hann yrði lagður niður,“ sagði for- sætisráðherra, „og ég bað stjórn sjóðsins að taka tillit til þessa við sínar ákvarðanir á næstunni. Þar á ég náttúrlega við það að sjóðurinn eigi ekki að vera að binda sér bagga á meðan undirbúningur að þessari breytingu á sér stað.“ Forsætisráðherra var spurður hvers vegna hann hefði tekið þessa ákvörðun: „Ég tel að hlutverki þessa sjóðs eigi að vera lokið. Þetta er sjóður sem stjórnvöld hafa notað í ýmsum tilgangi og stundum alls ekki í samræmi við lög um Fram- kvæmdasjóð. Þar að auki tel ég margt benda til þess að sjóðurinn sé „fallítt" og því sé rétt að gera hann upp, og leggja hann niður að því búnu.“ Davíð sagði að væntanlega yrði ábyrgðum Framkvæmdasjóðs kom- ið annað, því ríkið væri ábyrgt fyr- ir þeim lánum sem Framkvæmda- sjóður hefði haft milligöngu um. „Það verður kannað nú eins hratt og unnt er hvort hægt sé að leggja sjóðinn niður að öllu leyti eða ein- ungis að hluta, og mun ég væntan- lega hefjast handa um það strax í næsta mánuði," sagði Davíð. „Ég skal ekki segja hversu mikla fjármuni má spara ríkinu með þessu, en ég held að þessi ákvörðun sé til þess fallin að gera stjórnsýsl- una skilvirkari í framtíðinni, auk þess sem stjórnmálamenn, og þar með talinn ég náttúrlega, munu hafa minna svigrúm til þess að nota sjóði af þessu tagi með öðrum hætti en á að gera,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Sjávarútvegsráðfaerra: / • i • * Nýjar stjórnunarreglur uti- loka nánast allar hvalveiðar ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í gærkveldi, að verði nýjar stjórnunarreglur samþykktar á fundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins í dag, útiloki þær nánast allar hvalveiðar. „Það lýsir einfald- lega því ástandi sem þarna er í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Meirihlutinn virðist líta á ráðið sem vettvang til þess að hindra hvalvciðar, en ekki að stjórna skynsamlegum veiðum, eins og stofnsáttmálinn mælir skýrt fyrir um,“ sagði Þorsteinn. „Það fer ekkert á milli mála að ing Aiþjóðahvalveiöiráðsins," sagði þær þjóðir sem eiga mestra hags- muna að gæta í þessu efni hljóta að fara að huga með nýjum hætti að stöðu sinni,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að úrsögn íslands úr Alþjóðahvalveiðiráðinu væri ekki útilokuð, en engin ákvörðun í þá veru yrði tekin á meðan fundur ráðsins stendur hér í Reykjavík. Honum lýkur á morgun. „Verði þessar nýju stjómunarreglur sam- þykktar, þá liggur enn skýrar fyrir að meirihlutinn fæst ekki til þess að starfa í samræmi við stofnsamn- Þorsteinn Pálsson. Friðunarsinnar komu í gær fram með tillögur til breytinga á aðferð- um til veiðistjórnunar, breytingar, sem talið er að ómögulegt verði að byija að vinna eftir á næsta ári, eins og til stóð. Jafnvel verði þær til þess að aldrei verði leyft að hefja veiðar að nýju. Óformlegur fundur var um þetta mál í gær- kvöldi, en hann leystist upp án nokkurrar niðurstöðu. Þá er þess senn að vænta að gefnir verði út veiðikvótar fyrir Grænlendinga og aðra þá, sem leyfi hafa til nýtingar hvala, meðal annars Bandaríkja- menn. Vænta má sterkra viðbragða sendinefnda Islands, Noregs og Japans auk fleiri þjóða, samþykki ráðið aðrar veiðistjórnunaraðferðir en vísindanefndin lagði til. Guðmundur Eiríksson, fomiaður íslenzku sendinefndarinnar, segir þessi mál ganga þunglega. Það sé ljóst að friðunarsinnar ætli sér ein- faldlega að koma í veg fyrir veiðar og því væri jiað hreinlegra að koma beint fram í því máli í stað þess að vera með útúrsnúninga og tafir á kostnaðarsamri vinnu. „Það er ákveðinn minnihluti hér, sem er staðráðinn í að spilla fyrir skyn- samlegi-i niðurstöðu og furðustór hluti styður þetta fólk, hvernig sem á því stendur," segir Guðmundur. Samtök, sem kalla sig Environ- mental Investigation Agency telja sig hafa flett ofan af ólöglegum útflutningi Hvals hf. á hvalkjöti til Japans á síðustu misserum. Sam- tökin hafa vegna þessa krafið for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, um opinbera rannsókn á málinu. ís- lenzk stjórnvöld bera þessar full- yrðingar til baka. EIA-samtökin segja að verðmæti útflutnings okkar til Japans frá því hvalveiðar voru bannaðar sé að minnsta kosti 19 milljónir dollara, 1,1 milljarður króna. Útflutningur á hvalkjöti á þessu tímabili sé að minnsta kosti 58%, jafnvel allt að 77% af því kjöti, sem fengizt hafi með veiðunum, en aðeins var leyfi- legt að flytja allt að 49% þess utan. FIMMTUDAGUR 30. MAI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Fundað um myndun meirihluta VIÐRÆÐUR stóðu yfir í gær- kvöldi milli fulltrúa Alþýðu- flokksins, Alþýðubandalags, sjálfstæðismanna af I-lista og sjálfstæðismanna af D-lista um myndun meirihluta í bæjarstjórn Isafjarðar eftir að slitnaði upp úr samstarfi D-lista og I-lista. Haldnir voru tveir fundir. Þann fyrri sátu fulltrúar Alþýðuflokks, Álþýðubandalags og af I-lista sjálf- stæðismanna. Þann síðari sátu full- trúar Alþýðuflokks og af D-lista sjálfstæðismanna. Isafjörður:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.