Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 167. tbl. 79. árg. FOSTUDAGUR 26. JULI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Hörð við- brögð við EB-dómi Lúxemborg. Reuter. DOMUR Evrópudómstólsins frá því í gær um að bresk lög um eign- araðild útlendinga að veiðitækjum stangist á við EB-reglur hefur vakið harkaleg viðbrögð í Bret- landi einkum meðal þingmanna íhaldsflokksins. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir sjávarútveginn en þær sýna einnig hversu mjög Bretar hafa afsalað sér lýðræðislegum völdum og frelsi,“ sagði Teddy Taylor þingmaður íhaldsflokksins. Anthony Beaumont- Dark annar þingmaður flokksins sagði það ótækt að dómstóllinn gæti brotið á bak aftur ákvörðun breska þingsins sem ætlað væri að vemda lífsnauðsynlega hagsmuni þjóðarinn- ar. Manuel Marin, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn EB fagnaði dómnum hinsvegar og sagði að hann væri staðfesting á því að grundvallarreglan um að ekki mætti mismuna þegnum EB-ríkja vegna þjóðernis næði einnig til sjávarút- vegsins. Sjá „Óheimilt að skilyrða..." á bls. 20. Reuter Mandela á Kúbu Nelson Mandela forseti Afríska þjóðarráðsins og Fídel Kastró for- seti Kúbu heilsuðust innilega í Havana í gær. Þangað kom Mandela í þriggja daga heimsókn. Nokkur hundruð manns fögnuðu Mandela við komuna, þar á meðal suður-afrískir námsmenn í Havana, og hrópuðu „Fídel, Mandela!“ Bandaríkjastjórn: A Irakar virtu loka- frestinn að vettugi Washington. Reuter. TALSMAÐUR Bandaríkjastjórnar sagði í gær að Saddam Hussein Iraksforseta hefði ekki tekist að leggja fram fullnægjandi upplýsing- ar um kjarnorkuvinnslu í Irak áður en frestur sá er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gaf honum til þess, rann út í gær en sögðu jafnframt að það þýddi ekki tafarlausar hernaðaraðgerðir. Talsmaður Bandaríkjastjórnar, Roman Popadiuk, sagði á fundi með fréttamönnum að Saddam Hussein „hefði ekki lagt fram þær upplýsingar sem nauðsynlegar væru“ um kjarnorkuvinnslu íraka áður en lokafrestur fastafulltrúa öryggisráðs SÞ rann út í gær. Lokafresturinn hefur valdið mönnum áhyggjum víða um heim því Bandaríkjamenn höfðu lýst því yfir að þeir myndu gera árásir á kjamorkuvinnslustöðvar í írak ef lokafresturinn yrði ekki virtur. „Lokafresturinn hefur aðeins þá þýðingu að öryggisráðið getur nú dæmt um hvort einlægur vilji ír- aksforseta og ríkisstjómar lands- ins er fyrir því að framfylgja vopnahlésskilmálum SÞ,“ sagði Popadiuk. „Því miður virðist það ekki vera raunin. Saddam hefur ekki lagt fram fullnægjandi upp- lýsingar." Fráhvarf frá marxisma rætt í miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins: Ræðumenn almennt fylgj- andi tillögum Gorbatsjovs Mnskvn Rpufpr. Moskvu. Reuter. TILLÖGUR Míkhaíls S. Gorba- tsjovs, forseta Sovétríkjanna, um breytta stefnuskrá kommúnista- Noregur: • • Andrés Ond þjónn kölska Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frétta- ritara Morgunblaðsins. Teiknimyndapersónan Andrés Önd hefur gengið til liðs við sjálfan djöfulinn, að því er hinn trúaði norski blað- amaður Lars Toralf Stor- strand heldur fram. í nýjasta hefti kristilegs fréttabréfs sem Storstrand gefur út ráðleggur hann öllum kristn- um foreldrum að fletta vandlega í gegnum hvert Andrésar Andar- blað áður enjjað kemst í hendur barnanna. „I mörgum sögum í Andrésarblöðunum má greina undirtón djöfuldóms og dul- rænna efna. Það vekur ugg að sjá að einn Bjarnabófanna ber töluna 666 - tölu dýrsins, djöf- ulsins.“ í einni sögunni um Mikka mús skýtur upp styttu af „austurlenska músaguðnum Kraa“ og þar sjást þekkt tákn úr döflatrú, segir hann stór- hneykslaður við fréttamann Dagbladet. flokksins virðast hafa hlotið brautargengi á fyrri degi mið- stjórnarfundar flokksins. Tak- markaðar fréttir berast af gangi mála á fundinum en þó sagði tals- maður flokksins að allir þeir 27 miðstjórnarmenn sem tekið hefðu til máls í gær hefðu í grundvallar- atriðum tekið undir sjónarmið aðalritarans, Gorbatsjovs. Fyrir- fram hafði verið búist við mikilli andstöðu harðlinumanna við stefnuskrárdrög Gorbatsjovs enda miða þau að því að breyta flokknum úr kommúnistaflokki í „lýðræðislegan sósíalistaflokk“. í setningarræðu sinni í gær neit- aði Gorbatsjov því að stefnuskrár- drögin þýddu fráhvarf frá sósíal- isma. Þar væri tekið mið af öllu ríki- dæmi sovéskra kenninga og kenn- inga heimsins um sósíalisma og lýð- ræði. Hins vegar væri þar snúið baki við hinum hráa marx-lenínisma for- tíðarinnar. Pjotr Lutsjinskíj, talsmaður kommúnistaflokksins, sem jafnframt á sæti í stjórnmálaráði hans, sagði að Gorbatsjov hefði alls ekki sætt árásum á miðstjómarfundinum. „Spár um að flokkurinn myndi klofna á þessum fundi reyndust ekki á rök- um reistar," sagði hann. Harðlínukommúnistinn Alexander Búzgalín sagði að kommúnisminn fengi þá meðferð í drögunum að líkja mætti við grafskrift: „Þú varst fagur og við munum varðveita minninguna um þig í hjörtum okkar alla tíð.“ Reuter Þýskur sjónvarpsfréttamaður reynir að ná tali af miðsljórnarmanni í sovéska kommúnistaflokknum að afloknum fundi í Kreml í gær. Míkhaíl Súrkov, hershöfðingi gagn- rýndi sum atriði í stefnuskrárdrögun- um og sagði að þau væru óljós en samt myndi hann greiða þeim at- kvæði sitt. Fréttastofan Tass hafði eftir Pavel Búnitsj, róttækum umbótasinna: „Svo virðist sem Gorbatsjov hafi full tök á miðstjóminni og ég er ánægð- ur með það. Gorbatsjov sagði skýrt og skorinort að við værum að færast nær jafnaðarmönnum og viðstaddir tóku því þegjandi og hljóðalaust.“ Búist er við að samþykkt verði tillaga Gorbatsjovs um sérstakt flokksþing í nóvember eða desember sem afgreiði nýja stefnuskrá. Slik þing hafa verið haldin á fimm ára fresti. Hinu síðasta sem haldið var í júli í fyrra lauk með því að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, gekk út og sagði sig úr flokknum. Gorbatsjov hafði í gær þau orð um nýlega tilskipun Jeltsíns sem leggur bann við starfsemi flokks- deilda á vinnustöðum í Rússlandi að hún væri ótímabær og flækti enn frekar flókna stöðu mála. Sjá „Gorbatsjov verður að hætta...“ á bls. 21. Þegar Popadiuk var spurður hvort hugsanlega yrði gripið til hemaðaraðgerða, vildi hann ekki útiloka þann möguleika en gerði jafnframt ljóst að slíkt væri alls ekki sjálfgefið. Vísindamenn á vegum SÞ telja að enn eigi eftir að upplýsa eitt og annað um kjamorkuvinnslu ír- aka. Hans Blix, forstjóri Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, sagði að meðlimir eftirlitsnefndar sem skoðaði kjarnorkuvinnslu- stöðvar í írak fyrr í þessum mán- uði teldu að íraksstjóm leyndi enn upplýsingum um áætlun um auðg- un úrans. Fjórða eftirlitsnefndin, sem fer til íraks á vegum SÞ síðan í maí, hélt þangað í gær. Aðgerð- ir öryggisráðs SÞ munu væntan- lega ráðast af niðurstöðum þeim er sú nefnd kemst að. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri SÞ, sagðist í gær ekki trúa því að Bandaríkjamenn myndu grípa til hernaðaraðgerða gegn írökum, jafnvel þótt þeir leyndu enn einhverjum upplýsing- um um kjamorkuvinnslu sína. Sendiherra Breta hjá SÞ, Sir David Hannay sagði hins vegar í viðtali í gær að Saddam Hussein íraksfor- seti skyldi ekki halda að hann þyrfti ekki lengur að óttast hernað- arlegar refsigerðir. Bandaríkin-Ísrael: Samningur um fulltrúa Pal- estínumanna? París. Reutcr. SAMKVÆMT samkomulagi í níu liðum milli ísraela og Bandaríkj- amanna verða engir Palestínu- menn frá Austur-Jerúsalem með- al fulltrúa á fyrirhugaðri ráð- stefnu um frið í Miðausturlönd- um. Skýrði sendiherra ísraels í Frakklandi frá þessu í gær. Faisal el-Husseini, einn helsti leiðtogi Palestínumanna, dró í efa í gær, að Bandaríkjamenn hefðu fallist á að útiloka Palestínumenn frá Austur-Jerúsalem en Husseini er í París og átti í fyrradag viðræð- ur við Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki staðfest að um samkomulag um fulltrúa Palestínumanna sé að ræða. Bush sagðist í gær vera þess fullviss að Palestínumenn væru að íhuga vandlega hvaða leiðir stæðu þeim til boða. „Það eina sem ég fer fram á er að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að hagnýta sér þetta einstæða tækifæri til að ná lögmætum réttindum sínum og um leið vinna að framgangi friðar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.