Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 34
34
fclk (
fréttum
Sig'urjón Óskarsson skipstjóri flytur móttöku-
ræðu sína um borð í Þórunni Sveinsdóttur á
á Akureyri.
Á útgáfudegi Bókarinnar um bílnúmerin var Karli Ragnars, forstjóra Bifreiðaskoðunar íslands hf.,
afhent fyrsta eintakið til skoðunar. Með Karli á myndinni er Guðrún Elísabet Árnadóttir, fulltrúi útgef-
anda.
BÍLNÚMER
Bókstöfunum gefin merking
úr ýmsum áttum
Islendingar hafa löngum haft
óþrjótandi áhuga á fróðleik,
jafnvei þótt hann sé einungis fróð-
leiksins vegna. Til þess að svala
þessari fróðleiksfýsn, og um leið til
skemmtunar og dægradvalar, hefur
útgáfan ÁR gefið út bók um bíl-
númer.
í frétt frá útgefandanum segir,
að fuil þörf hafi verið á að gefa
út slíkt rit, þar sem í bókinni eru
gefnir um 1.200 lyklar að margvís-
legri merkingu bókstafanna í bíl-
númerunum, sem annars hefðu
enga merkipgu, því af hálfu Bifreið-
askoðunar íslands eru stafirnir bara
stafir, án frekari þýðingar.
Útgefandi segir bókina ekki að-
eins vera til skemmtunar í sumar-
leyfísferð um landsins vegi, hún
örvj einnig athyglisgáfuna. Það
geti komið í góðar þarfir þegar
muna þurfi einkennisstafi bifreiðar
sem aðeins bregður fyrir eitt andar-
tak.
Bókin er að sjálfsögðu í bílnúm-
erabroti, það er að segja, hún er
ámóta að stærð og lögun og venju-
legt einnar línu bílnúmer.
Sem dæmi um þá merkingu, sem
bókstöfunum er gefin í bókinni,
má nefna eftirfarandi: AU er
skammstöfun fyrir gull, BE þýðir
víxill, CN getur þýtt Kína, Marokkó
eða inneignarnóta og DS getur þýtt
doktor í raunvísindum.
Bókin fæst á bensínstöðvum og
í bókabúðum.
Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn
Bestu og fullkomnustu siglinga- fiskleitar- og öryggistæki eru fyrir-
ferðamikil í nútímaskipum. Þessi mynd er tekin í brúnni á Þórunni
Sveinsdóttur.
MIÐBÆRINN
Syngjandi trúboðar
á Lækjartorgi
Undanfarnar vikur hefur mið-
bærinn iðað af lífi enda hafa
borgarbúar kunnað að meta
margra vikna góðviðriskafla og
þyrpst í bæinn.
Meðal þess sem sett hefur svip
á Lækjartorg og Austurstræti í
góða veðrinu eru nokkrir glaðvær-
ir útlendingar sem syngja trúar-
lega söngva af miklum móð. Söng-
urinn er liður í trúboði á vegum
Hvítasunnusafnaðarins en á milli
þess sem fólkið syngur og dansar,
dreifir það bæklingum og ræðir
við vegfarendur um trúmál ef
áhugi er fyrir hendi.
Að sögn Yngva Rafns Yngvason-
ar, hjá Hvítasunnusöfnuðinum, er
hér um að ræða félaga frá Hol-
landi og Kanada sem nota tímann
hér á landi til að útbreiða guðs
orð á þennan hátt.
Það eru fleiri gestir í heimsókn
á vegum Hvítasunnusafnaðarins
um þessar mundir. Annar dans-
og söngvahópur skemmti á
Lækjartorgi í síðustu viku en hann
er skipaður börnum og ungmenn-
um frá öllum Norðurlöndunum.
Yngvi sagði að það hefði gefist
mjög vel að stunda trúboð í mið-
bænum með þessum hætti. Veg-
farendur væru jákvæðir og margir
þeirra stöldruðu við til að ræða
málin við hvítasunnumenn.
Sverrir
Þau hafa sungið og dansað á Lækjartorgi að undanförnu. Frá vinstri:
Jacqueline Renzull, Bill Koster, Bernice Koster og Yngvi R. Yngva-
son.
AKUREYRI
Feðgar taka við nýju skipi
Þegar Slippstöðin á Akureyri
afhenti Vestmanneyingunum
Óskari Matthíassyni og Siguijóni
Óskarssyni, hinum happasæla skip-
stjóra, nýsmíðaða Þórunni Sveins-
dóttur, í síðustu viku, var gestum
boðið í stutta siglingu um Pollinn.
Sigurður G. Ringsted, forstjóri
Slippstöðvarinnar, afhenti skipið og
lýsti því en skipstjórinn, Siguijón
Óskarsson, tók við því og rómaði
mjög í ræðu sinni störf Slippstöðv-
armahna,
kvæmni.
natni þeirra og ná-
Tíðindamenn Morgunblaðsins
voru með í ferð og ljósmyndari festi
móttökuathöfnina á filmu.