Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 Ratsjárstöðvar í Aðalvík eftir Friðþór Kr. Eydal Um þessar mundir stendur yfir hreinsun svæðisins umhverfis gamla ratsjárstöð á Straumnesfjalli við norðanverða Aðalvík sem reist var og starfrækt á vegum varnarl- iðsins á sjötta áratugnum. Utanrík- isráðuneytið stendur að þessu verki í samvinnu við umhverfísráðuneytið og Náttúruverndarráð og sjá björg- unarsveitimar við ísafjarðardjúp um framkvæmdir, en varnarliðið leggur til stóra flutningaþyrlu svo flytja megi stórvirk tæki upp á fjall- ið án frekara rasks á svæðinu. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að gera stuttlega grein fyrir sögu þessarar ratsjárstöðvar og umsvifum Breta sem einnig ráku ratsjárstöð i Að- alvík á árum síðari heimsstyijaldar- innar. Sæból Ein fyrsta aðgerð Breta gegn Þjóðveijum i síðari heimsstyijöld- inni var að lýsa Þýskaland í hafn- bann. Til þess að framfýlgja slíku banni urðu Bretar að halda uppi eftirliti með skipaferðum í sundun- um milli Grænlands, íslands, Fær- eyja, Skotlands og Noregs svo koma mætti í veg fyrir að þýskum skipum tækist að laumast sunnan úr Atl- antshafi, að ströndum Noregs og suður með henni, til hafna í norðan- verðu Þýskalandi. Hemám Noregs og Danmerkur í apríl 1940 gerði Þjóðveijum kleift að bijótast út úr hefðbundnu hafnbanni Breta sem, líkt og í heimsstyijöldinni fyrri, var ætlað að loka flota þeirra inni á Eystrasalti og Norðursjó. Bretum varð ljóst að styrkja varð hafn- bannslínuna milli Grænlands og Bretlandseyja veralega þar eð ljóst varð að línan milli Skotlands og Noregs myndi ekki halda og var það höfuðástæða þeirrar ákvörðun- ar Breta að hernema Island mánuði síðar. Skömmu eftir komu breska herl- iðsins til íslands, 10. maí 1940, lögðu Bretar tundurdufl í sundin og héldu einungis opnum þröngum skipaleiðum sem gætt var vandlega. Á áranum fyrir stríð hafði Bretum tekist að fullkomna ratsjártæknina og koma sér upp neti af lang- og skammdrægum ratsjám til eftirlits með ferðum flugvéla undan strönd- um Bretlandseyja. Fljótlega varð ljóst að ratsjár gátu einnig komið að góðu gagni við að finna og stað- setja skip. Til þess að geta betur fýlgst með skipaferðum undan Vestfjörðum reisti því breski flotinn litla ratsjá á svonefndum Hjallhól á Sæbóli í Aðalvík vorið 1942. Sjón- svið stöðvarinnar var afar takmark- að á þessum stað, eða aðeins út víkina til Norðurs. Sjö braggar vora reistir yfir starfsliðið í landi Garða og litlum loftvamabyssum var kom- ið fyrir í grennd við stöðina. Nú sér lítið eftir af þessum mannvirkjum nema undirstöður byssnanna. Um vorið 1943 var hafist handa við að reisa stærri og fullkomnari ratsjá með miklu víðara sjónsviði uppi á fjallinu Darra rétt innan við Rita- skörð. Til þessa verks varð að leggja teinabraut upp fjallshlíðina, ofan við Sæból, fyrir litla vagna sem dregnir vora af kapalvindu. Þar tók síðan við tveggja kílómetra langur bílvegur að stöðinni úti á Darra. Bílamir vora fluttir upp í pörtum á vögnunum líkt og allur annar flutn- ingur, svo sem tækjabúnaður stöðv- arinnar, ljósavélar og byggingar- efni. Verkið önnuðust breskir sjólið- ar ásamt heimamönnum. Ratsjárstöðin sem rekin var af um fimmtíu breskum sjóliðum starf- aði þar til í stríðslok, er þeir héldu á brott og stöðin var rifin að mestu. Nú sjást einungis rústir þess hluta mannvirkjanna sem steyptur var, ásamt tveimur loftvarnarbyssum sem komið var fyrir rétt austan við stöðina og ekki hefur þótt taka að fjarlægja að fullu við brottförina. Enn má þar sjá ryðbrannar bryn- plötur og hluta af byssuhlaupunum. Þess má geta að gamli skíðaskálinn í ofanverðum Dagverðardal ofan við ísafjörð, Ármannsskálinn, var upphaflega hluti af ratsjárstöðinni á Darra. Leifar vagnanna sem vora í föram upp fjallshlíðina er nú að finna í fjörukambinum í grennd við þann stað er bærinn Borg stóð á. Aðsetur sjóliðanna á Sæbóli var í braggakampi sem reistur var við bæinn Garða. Þar var meðal annars rafstöð fyrir ratsjána og var raf- magn leitt upp á fjallið um einangr- aðan kapal sem lá ofanjarðar. Vara- rafstöðvar voru síðan uppi í stöð- inni. Þessi mannvirki vora einnig rifin að stríðinu loknu. Ratsjáin, sem upphaflega var hönnuð til eftir- lits með flugvélum, dró rúmlega 60 sjómílur á haf út og var eina ratsjár- stöðin sem reist var hér á landi til eftirlits með skipaferðum, en all- margar ratsjárstöðvar vora reistar víða um land til eftirlits með flug- umferð á sama tíma og er ætlun þess er þetta yfirlit ritar að gera grein fyrir þeirri starfsemi síðar. Látrar Fljótlega eftir stofnun varnarliðs- ins á íslandi árið 1951 var hafist handa við byggingu fjögurra lang- drægra ratsjárstöðva til loftvarna, eina á hveiju landshomi. Stöðinni á Vestijörðum var valinn staður á norðvestanverðu Straumnesfjalli þar sem heita Skorar. Hinar þijár voru reistar á Miðnesheiði, Stokks- nesi við Homafjörð og á Heiðar- fjalli á Langanesi. Framkvæmdir hófust á Látram sumarið 1953 með lagningu vegar upp á Straumnesfjall, um ellefu kílómetra leið. Síðustu íbúarnir í Aðalvík höfðu þá flutt á brott árið áður. Þar eð víkin er hafnlaus var gerð tilraun til byggingar hafnar- mannvirkja í framhaldi af lítilli steinsteyptri bryggju sem reist hafði verið um 1947 fyrir neðan bæinn Nes. Þar var byggður gijót- garður sem smærri skip gátu lagst upp að á flóði. Þetta hafnarmann- virki mátti sín þó lítils gegn vetrar- briminu og gaf sig fljótlega og varð ónothæft. Varð þ'ví að flytja allan vaming í land á Látram á stóram flotpramma. Þungavinnuvélum, bíl- um og tækjum, eldsneyti og öllu byggingarefninu, sem vora steyptar einingar fluttar inn frá Hollandi, varð að skipa út á flotprammann úr flutningaskipum á læginu. Prammanum var lent á sandinum fyrir botni víkurinnar á flóði og látið fjara undan. Vegur var lagður út á Brekkuna þar sem reistar voru nokkrar bygg- ingar í nágrenni skólahússins og Steinhússins svokallaða. 14 íbúðar- hús voru á Látram á þessum tíma og voru mörg þeirra tekin á leigu fyrir starfsmenn verktakafyrirtækj- Ljósmynd/Varnarliðið Látrar í Aðalvík sumarið 1954. Byggingarefni og öðrum varningi var landað af flotpramma á sandinn hægra megin á myndinni og flutt á byggingarstað um 11 kílómetra leið upp og út fjallið þangað sem heita Skorar eða Trumba og hæst ber á myndinni. I.jösmynd/Sig'urbcrg-ur Áraason Unnið við vatnsveituframkvæmdir í öldudal sumarið 1958. Ratsjár- stöðin í baksýn. anna sem önnuðust framkvæmdirn- ar. Fyrsta sumarið fór í lagningu vegar áleiðis upp á fjallið og var hann lagður fram á svokallaða Hálsa og þaðan áleiðis út hlíðina, Rekavíkurmegin. Er komið var út í Grasdal var gefist upp við þá leið vegna bleytu og þess í stað lagt á fjallið Látramegin og farið í sneið- ingum upp og yfir Lambadal. Að þessu störfuðu 20 Bandaríkjamenn og 10 íslendingar. Sumarið 1954 var vegagerð lokið út á Skorar og steyptir grunnar undir húsin. Næsta sumar, 1955, voru húsin reist og innréttingu lokið árið eftir. íslenskir verktakar höfðu fljótlega tekið við framkvæmdum af þeim bandarísku og komu fyrstu banda- rísku hermennirnir að Látram haustið 1956 til að vinna að upp- setningu tækja og búnaðar. Tvö stök hús vora reist á ljallinu og var fyrsta húsið sem komið er að sím- stöð af sérstakri gerð, en loftskeyt- astöð í því húsinu sem utar stendur á ijallinu. í öldudal, sem er á hægri hönd áður en komið er að stöðinni sjálfri, var borað eftir vatni, og lögð vatnsveita í stöðina, en vatnsskort- ur vildi þó gera vart við sig að vetr- inum. Ratsjártækjunum sjálfum var komið fyrir í tveimur tveggja hæða turnum. Ofan á turnunum voru uppblásnar kúlur úr gúmmístriga til að hlífa viðkvæmum loftnetum ratsjánna fyrir veðri og vindum. Loftneti aðalratsjárinnar er snerist í láréttum fleti var komið fyrir í stærri turninum og dró hún um 250 sjómflur frá stöðinni. í smærri turn- inum var svokölluð hæðarratsjá, en loftnet hennar hreyfðist upp og nið- ur og var því beint að flugvél sem fram kom á skjá aðalratsjárinnar og flughæð hennar þannig mæld. Ratsjárstöðin var tekin í notkun í ársbyijun 1958. í henni störfuðu um eitt hundrað menn úr banda- ríska flughemum og höfðu að jafn- aði um eins árs viðdvöl. Stöðin var birgð upp af vörum og eldsneyti til ársins. Þess á milli barst vamingur um ísafjörð með vélbátnum Gylli, er Kristján Magnússon skipstjóri frá Súgandafirði átti og leigði hem- um til flutninga á milli ísafjarðar og Aðalvíkur. Með honum í áhöfn var oftast Vilhjálmur bróðir hans. Lítil flugbraut var byggð á Látrum og gátu lent á henni litlar eins hreyfils flugvélar sem varnarliðið hafði í föram frá Keflavíkurflug- velli með fólk og smávöru þegar veður leyfði. Flotprammi sá er áður er getið slitnaði gjarna upp og rak upp á sandinn í óveðram þar sem hann liðaðist meira og minna í sund- ur. Að endingu varð hann til á miðj- um sandinum þar sem enn má sjá nokkra þeirra tanka sem hann var settur saman úr. Síðustu tvö árin var eldsneytisolíu dælt í land úr olíuskipinu Litlafelli sem lagðist við legufærai, sem komið var fyrir á víkinni utan við gijótgarðinn og Iá flotslanga í land og tengdist pípu- lögn rétt innan við bæinn Nes. Það- an lá lögnin upp í stóran olíutank sem reistur var á brekkunni. Þar var einnig tankur undir bensín, en bensín var flutt á tunnum. Tankbíl- ar fluttu síðar eldsneytið í tanka uppi í ratsjárstöðinni sjálfri. Eins og áður getur unnu íslensk- ir verktakastarfsmenn að byggingu stöðvarinnar, nema fyrstu tvö sumrin er bandarískir verkamenn unnu við bygginguna einnig. Að vetrinum var fátt um menn á staðn- um í fyrstu. Haustið 1956 er fyrstu hermennirnir komu vora ráðnir tveir menn, kunnugir staðháttum, til þess að vera á staðnum allt árið og annast báta þá og pramma er notaðir voru við uppskipun á vörum og flutning á fólki og öðra í land, ásamt öðrum störfum sem til féllu. Síðari árin var notaður innrásar- prammi fyrir allan stærri flutning. Prammanum, sem opna mátti að framan, var lent á sandinum og var hægt að draga hann undan sjó. Þessu starfi sinntu þeir Benedikt Benediktsson frá Jaðri og Krist- björn Eydal frá Ystabæ. Bjuggu þeir á Látrum ásamt fjölskyldu Ljósmynd/ Friðþór Kr. Eydál Líkt og draugaborg stendur ratsjárstöðin nú auð og yfirgefin á fjall- inu nyrst við Dumbshaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.