Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Ráðgjöf í stað fjárausturs Míkhaíl Gorbatsjov forseti Sov- étríkjanna fékk ekki þá fjár- ðstoð sem hann vænti er hann hitti leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í London í síðustu viku. Réttilega komust vestrænu leiðtogarnir að þeirri niðurstöðu að ekki væri ráðlegt að ausa fé í botnlausa hít Gorbatsj- ovs svo notað sé orðalag sunnudags- greinar í Morgunblaðinu. Fjárhagsaðstoð við Moskvustjóm- ina getur haft önnur áhrif en til er ætlast. Aðstoð sem rynni í hít Moskvustjómarinnar myndi að öllum líkindum festa skriffínnana í sessi. En þeim hefur einmitt verið kennt um hve hægt gengur að koma á efna- hagslegum umbótum í Sovétríkjun- um. En Gorbatsjov kom ekki bónleiður til búðar. Fundur hans með leiðtogun- um sjö er enn einn áfanginn í leið Sovétríkjanna frá kommúnismanum. Með aukaaðild að Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Alþjóðabankanum gefst Sovétmönnum kostur á að hlýða á ráðgjöf um hvernig þeim megi best takast að varpa tilskipanahagkerfínu fyrir róða en leiða markaðsöflin til öndvegis. Aukin samskipti Sovét- manna og þeirra þjóða sem búa við lýðræði og markaðshagkerfí, bæði háttsettra embættismanna og al- mennings, eru nauðsynleg til að Sov- étmenn megni að varpa af sér- oki alræðisstjórnar. Þótt marxisminn sé hruninn er ekki sjálfgefíð að við taki lýðræði, umburðarlyndi, réttarríki og velmegun. Þarna geta Vestur- landabúar komið til skjalanna. Þeirra er að miðla af reynslu sinni. Ráðgjöf er hyggilegri en fjáraustur. Þetta varð einmitt niðurstaða leiðtogafund- arins í London. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóv- akíu,' ráðleggur Vesturlöndum eftir- farandi í grein sem birtist í Morgun- blaðinu sl. föstudag: „Aðstoðina við Sovétstjórnina á að binda því skil- yrði, að hún neyti ekki aflsmunar gagnvart nágrönnum sínum og leyfí einstökum sovétlýðveldum að ráða sér sjálf, að segja skilið við Sovétrík- in. A ég þar einkum við Eistland, Lettland og Litháen. Þessari aðstoð á að skipta í þúsund lítil framlög til ákveðinna þátta hins nýja markaðs- kerfís í Sovétríkjunum, ekki láta hana alla í einu í hendurnar á fulltrúum gamla kerfísins. Til grundvallar út- hlutuninni á að leggja efnahagslegt mat, ekki geðþótta gömlu áætlana- smiðanna.“ Orð Havels minna á að fyrst og fremst er þörf á að styrkja undirstöð- ur lýðræðisþjóðfélags í Sovétríkjun- um. Sovéskum ráðamönnum er tamt að bylta ofan frá. En lýðræði verður ekki komið á nema grasrótin sé heil- brigð. Gorbatsjov kom til Lundúna með enn eina áætlunina samda í ranghölum Sovétkerfísins. Hann vildi ekki ganga jafn langt og hagfræðing- urinn Grígoríj Javlinskíj og starfs- bræður hans við Harvard-háskóla. Gorbatsjov útvatnaði þeirra hug- myndir með varfæmari tillögum Va- lentíns Pavlovs forsætisráðherra. Margir sérfræðingar halda því hins vegar fram að leiðin frá ánauð til frelsis í efnahagsmálum verði einung- is farin í einu stökki. Stuðningur við Gorbatsjov er ekki markmið í sjálfu sér. Vesturlönd eiga hins vegar að styrkja lýðræðisöflin hvar sem þau koma fram innan Sov- étríkjanna. Það hlýtur að ganga fyrir stuðningi við Gorbatsjov. I áður- nefndri sunnudagsgrein kom fram að Sovétmenn takast nú á við þríþættan vanda. í fýrsta íagi að koma á markaðshagkerfi. í öðru lagi að innleiða lýðræði. í þriðja lagi að finna lausn á sambúðarvanda þjóða Sovétríkjanna. Þessi þrjú verkefni eru samtvinn- uð. Svo vitnað sé í Havel: „Reynsla eftirstríðsáranna sýnir að það er sama hve miklu fé er ausið í aðstoð við alræðisríkið, velmegunin vex ekki fýrr en með lýðræðinu.“ Það sem Sovétmenn þurfa er ekki digrir sjóðir heldur skólun í lýðræði, en af því hafa þeir enga reynslu. Vestur- landabúar hafa reynsluna og af henni ber þeim skylda til að miðla. Lýðræði er annað og meira en að meirihlutinn ráði í kosningum. í lýð- ræðisríki er réttur minnihlutans tryggður. Lýðræði þar sem sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða og réttindi minnihlutahópa eru ekki virt er þvi ekkert annað en skrílræði. Sovétríkin eru nýlenduveldi sem riðar til falls. Frelsisþróuninni fylgir óhjákvæmi- lega endurskoðun landamæra innan Sovétríkjanna. Þar er ærið verkefni fyrir höndum, samkvæmt opinberum sovéskum tölum eru hvorki meira né minna en 76 óútkljáðar landamæra- deilur innan ríkisins. Á endanum eru það íbúar Sov- étríkjanna sjálfír sem verða að leysa sín gríðarlega flóknu vandamál. Upp- stokkun Sovétríkjanna með auknu sjálfstæði þjóðanna er einmitt besta tryggingin fyrir efnahagsumbótum. Hvorum skyldi vera betur treystandi fyrir því að koma á umbótum í efna- hagslífí Litháens, Litháum eða áætl- anasmiðum í Moskvu? Margt bendir til að eftir slíka upp- stokkun verði eftir kjarni ríkisins með níu lýðveldum af fímmtán þar sem Rússar gegndu enn forystuhlutverki. Vesturlönd verða að gæta þess að á næstu árum verði ekki gengið á rétt hinna lýðveldanna sex sem ætla sér að segja skilið við Sovétríkin. Margar þjóðir munu áfram byggja hið nýja Rússland og hver veit nema Evrópu- bandalagið geti orðið fyrirmynd að stjómkerfí þess. Annað brýnt verkefni sem við blas- ir og er jafnframt prófsteinn á að ráðamenn í Sovétríkjunum stefni í rétta átt er eftirfarandi: Kommún- istaflokkurinn afsali sér því tilkalli til valdaeinokunar sem hann enn ger- ir í raun. Gera þarf skarpan greinar- mun ríkis og stjómmálaflokka. Til- skipun Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta um að banna starfsemi stjóm- málaflokka á vinnustöðum og í opin- bemm stofnunum eins og hún hefur tíðkast af hálfu kommúnistaflokksins er skref í rétta átt. Þau ummæli Gorbatsjovs að forseti Sovétríkjanna þurfí ekki nauðsynlega að vera úr kommúnistaflokknum hníga í sömu átt. Á miðstjómarfundi flokksins sem nú stendur yfír í Moskvu hefur Gorb- atsjov lagt fram drög að breyttri stefnuskrá þar sem marx-lenínisma er hafnað sem kreddu. Slíkt leiðir fyrirsjáanlega til frekari klofnings í flokknum en er engu að síður rökrétt framhald af umbótastefnu Sovétleið- togans. Kommúnisminn er gjald- þrota, það hefur Gorbatsjov viður- kennt í raun. Landbúnaðarráðuneytið: Forkaupsréttur sveit- arstjórnar ógiltur Landbúnaðarráðuneytið felldi fyrir skömmu úr gildi forkaupsrétt sveitarstjórnarinnar í Staflioltstungnahreppi í Mýrarsýslu. Ráðuneytið féllst á kæru Ólafs Þ. Þórðarsonar, þingmanns og bónda, á hendur sveit- arstjórninni fyrir að hafa gengið inn í samning um kaup á jörðinni Efranesi en eigandi jarðarinnar hafði gert samninginn við Olaf. Sveitar- stjórnin seldi síðan jörðina hjónum, sem nú búa á jörðinni, þar sem hún taldi að með því væri framtið jarðarinnar betur tryggð. Landbúnaðar- ráðuneytið taldi hins vegar efnisleg rök fyrir ákvörðun sveitarstjórnar- innar ekki næg. í jarðalögum er gert ráð fyrir að sveitarstjómir eigi forkaupsrétt að fasteignum utan skipulagðra þéttbýl- issvæða. „í þessu tilfelli var gerður kaupsamningur um jörðina Efranes og hann var lagður fyrir hrepps- nefndina sem tók ákvörðun um að neyta forkaupsréttar og selja jörðina öðram aðila heldur en samninginn gerði. Upphaflegi kaupandinn vildi ekki una ákvörðun hreppsins og skaut henni til landbúnaðarráðuneyt- isins. Ráðuneytið aflaði síðan gagna Morgunblaðið/Þorkell Utanríkisráðherrar íslands og írlands, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Gerard Collins, áttu fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu siðdegis í gær. Utanríkisráðherra írlands um EES-viðræðurnar: Tollfrjáls innflutningur á sjávar- afurðum til EB yrði Irum erfiður GERARD Collins, utanríkisráðherra írlands, átti i gær fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanrikisráðherra, um stöðuna í samn- ingaviðræðum Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um myndun Evrópsks efnahagssvæðis (EES). Hann sagði að loknum þeim fundi að frjáls innflutningur á fiski frá EFTA, fyrst og fremst lax, síld og makríl, hefði verulega erfiðleika í för með sér fyrir irskan sjávarútveg. Collins er staddur hér í opinberri heimsókn í boði utanríkisráðherra og lýkur henni á morgun. „Fundurinn var gagnlegur, ítar- legur, skemmtulegur og ég hef eng- um niðurstöðum að lýsa fyrr en búið er að semja,“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson eftir fund sinn með Collins. Hann sagðist enn þá telja frekar líklegt að samningar myndu nást. Gerard Collins sagði verulegan árangur hafa náðst í samningavið- ræðum EB og EFTA að undan- förnu. „En í fullri hreinskilni verður það að segjast að enn eru mjög alvarleg vandamál sem eftir á að leysa. Þarna er um að ræða grund- vallarmál fýrir sum aðildarríki EFTA og greinilega líka sum EB- ríki. Það hefur verið lögð gríðarleg áhersla á það í þessari viku, af hálfu háttsettra embættismanna, að þoka málunum áfram og við fáum skýrslu um stöðuna á mánu- daginn þegar ráðherrafundur EB verður haldinn í Brussel," sagði Collins við Morgunblaðið. „Við vilj- um reyna að leysa þessi mál eins fljótt og unnt er og erum staðráðn- ir í að gera það. Nú erum við á lokasprettinurrf og það eru enn þá nokkur grundvallaratriði sem verð- ur að takast á við. Við verðum líka allir að taka tillit til umbjóðenda okkar. Ég _ hef fullan skilning á sérkröfum íslendinga en þið verðið líka að skilja að írar hafa ákveðnar sérkröfur.“ Aðspurður um hvort írar settu sig upp á móti tollfijálsum fískinn- flutningi frá EFTA-ríkjunum til EB sagði hann að það myndi hafa veru- lega erfiðleika í för með sér fyrir sjávarútveg á írlandi. „Við teljum ,að ef EFTA-ríkin fengju fijálsan aðgang fýrir sjávarafurðir sínar gæti það orðið okkur mjög erfítt,“ sagði Collins. Þetta ætti sérstaklega við um tollfijálsan innflutning á laxi, sfld og makríl. „Við sjáum hins vegar möguleika á svigrúmi hvað aðrar fisktegundir varðar.“ Hann var að lokum spurður hvort að hann teldi enn líkur á að niður- staða næðist um þetta atriði. „Um það snúast samningaviðræður. Það eru ákveðnir erfíðleikar uppi. Ég vona að við getum ráðið bug á þeim en það verður líka að hafa í huga að við höfum ekki verið að semja á þessum fundi. Það eru aðrir sem fara með umboð til þess. Við höfum hins vegar átt mjög árangursrík skoðanaskipti sem geta orðið til þess að auka skilning á sjónarmið- um hvors annars. Það er mjög mikil- vægt að við öðlumst slíkan skiln- ing.“ með hefðbundnum hætti um kæru- efnið og felldi úrskurð sem var kær- andanum í vil,“ sagði Jón Höskulds- son, lögfræðingur landbúnaðarráðu- neytisins, í samtali við Morgunblaðið. í kæru Ólafs Þ. Þórðarsonar kom fram að ekki hafí verið gætt réttra lagasjónarmiða við ákvörðun hrepps- nefndar um að neyta forkaupsréttar. í öðm lagi að hreppsnefndin hafi brotið gegn jafnræðisreglu. í þriðja lagi var það skoðun kæranda að einn hreppsnefndannanna hafi verið van- hæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. í fjórða lagi að hreppsnefnd hafi ekki kynnt sér málavexti nægj- anlega áður en hún tók ákvörðun og ekki gefið kæranda kost á að tjá sig um þau atriði sem nefndin lagði til grundvallar og í fimmta lagi að fund- ur hreppsnefndar hafi ekki verið opinn og auglýstur. Ráðuneytið féllst á fyrstu íjóra af fimm liðunum. Áð sögn Jóns Þórs Jónassonar, oddvita í Stafholtstungnahreppi, var það mat sveitarstjórnarinnar að framtíð jarðarinnar væri betur tryggð með því að þar byggi fólk sem sjálft ætlaði að stunda búskap. „Á jörðinni er réttur til mjólkur- framleiðslu og ef hann, af einhveijum ástæðum, er ekki nýttur þá býður það þeirri hættu heim að jörðin verði ekki til hefðbundins búskapar í framtíðinni og þar með ótrygg bú- seta á henni. Við töldum okkur því vera að tryggja ömggari framtíð jarðarinnar sem bújarðar með því að láta þetta unga fólk fá hana heldur en Ólaf,“ sagði Jón Þór f samtali við Morgunblaðið. Afkoma Flugleiða fyrri hluta árs svipuð og í fyrra: Ameríkuflugið gengur vel en Evrópuflugið lakara en vænst var SÆTANÝTING í flugi Flugleiða hf. frá íslandi til Bandaríkjanna er vel yfir 90% á tímabilinu frá maí til ágústloka, miðað við sölu í maí og júní og bókanir í júlí og ágúst, að sögn Sigurðar Helgasonar forsljóra Flug- leiða. Hins vegar hefur flugið til Evrópu ekki náð að ganga samkvæmt rekstraráætlunum, þótt flutningar á þeim leiðum séu meiri en í fyrra. Sigurður áætlar að tap á rekstri félagsins fyrri hluta þessa árs verði svipað og í fyrra, þegar það varð um 440 milljónir króna. Endanlegar tölur um það liggja þó ekki fyrir. í fyrra varð hins vegar hagnaður eftir fyrstu átta mánuðina um 600 milljónir króna og hagnaður alls ársins um 400 milljónir. „Ameríkuflugið hefur gengið mjög vel eftir að við fengum nýju vélarn- ar,“ sagði Sigurður Helgason í sam- Stærstu fiskverkendur í Eyjum: Oskað eftir rannsókn á fiskkaupum og viktun Fulltrúar stærstu fiskvinnslufyrirtækjanna í Vestmannaeyjum hafa óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að fiskkaup og viktun allra fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum á þessu ári og því síðasta verði rannsökuð sérstaklega. I bréfi fiskverkendanna til sjávar- útvegsráðuneytisins segir að ástæða beiðninnar sé ummæli sem höfð séu eftir Ásmundi Friðrikssyni framkvæmdastjóra Frostvers hf. í Vestmannaeyjum í grein eftir Agn- esi Bragadóttur í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þar staðhæfi Ásmund- ur að fiskvinnslufyrirtæki svindli á vikt fyrir bátana þegar þegar því sé að skipta, og nefni sem dæmi, að frystihús sem hafi 5-6 þúsund tonna kvóta geti hæglega unnið 200-400 tonn umfram veiðiheimild- ir. Enginn geti séð við slíku og úti- lokað sé að hafa eftirlit með slíku athæfi. Fiskverkendurnir segjast ekki vilja Iiggja undir grun í þessu máli og fara því fram á rannsókn. Þeir sem skrifa undir bréfið eru Sigurð- ur Einarsson fyrir hönd Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja, Bjöm Úl- fljótsson fyrir hönd Vinnslustöðvar- innar og Lifrarsamlags Vestmanna- eyja, Eyjólfur Marteinsson fyrir hönd ísfélags Vestmannaeyja, Guð- mundur Karlsson fyrir hönd Fiskiðj- unnar. tali við Morgunblaðið þegar hann var spurður um afkomu félagsins. Hann sagði að skýringar á þessu væm margþættar. Imynd félagsins á markaðnum hafi breyst mjög með tilkomu nýju flugvélanna, sérstak- lega hvað tekist hafi að halda góðri stundvísi. „Stundvísin er með því besta sem þekkist,“ sagði hann. Þá sagði Sigurður að tekist hafí vel að framfylgja þeirri áætlun að nota Keflavík sem skiptistöð, þannig að farþegar koma úr mörgum áttum, frá Skandinavíu, meginlandi Evrópu og Bretlandi, til Keflavíkur og fari þar í áframhaldandi flug til Banda- ríkjanna. Síðan komi farþegar að vestan og dreifist á áfangastaðina í Evrópu. Þetta sagði Sigurður að yki á rekstraröryggi félagsins þar sem áhættunni er dreift á fleiri markaði en áður, þegar Ameríkuflugið var að mestu tengt Lúxemborg einni. „Við höfum þannig náð að byggja Keflavík mjög vel upp sem skiptistöð í okkar alþjóðaflugi. Við eru meira farnir að tala um reksturinn hjá okk- ur, ekki sem tvær einingar, Atlants- hafsflugið og Evrópuflugið, heldur sem alþjóðaflug með Keflavík sem miðpunktinn. Þetta hefur gengið mjög vel upp í sumar, það vel að segja má að sætanýtingin alveg frá maí, og við sjáum það núna út ág- úst, er töluvert yfír 90% á milli Is- lands og Bandaríkjanna.“ Evrópuflugið lakara en vænst hafði verið Evrópuflugið hefur á hinn bóginn, að sögn Sigurðar, ekki gengið sam- kvæmt rekstraráætlunum, það er milli íslands og Evrópu. „Það er minna heldur en við höfum gert ráð fyrir. Við erum með fleiri farþega heldur en í fyrra, en við vorum bún- ir að gera ráð fyrir þó nokkurri aukn- ingu, þannig að við höfum ekki séð alla aukninguna sem við gerðum ráð fyrir á þeim leiðum.,“ sagði hann. Ástæðurnar sagði hann líklega mega rekja að einhverju leyti til Persaflóastríðsins. „Við fengum tölu- vert mikið af bókunum á meðan á stríðinu stóð og eftir að því var að ljúka," sagði Sigurður. Stór hluti af þeim bókunum sagði hann að hefði staðið, þótt einhveijar afpantanir hefðu fylgt. Önnur ástæða sagðist Sigurður telja að væri sú, að veður var slæmt í Skandinavíu og á megin- landinu í maí og júní þegar margir panta, sem eru á seinni skipunum að ákveða sín ferðalög. Af þessu leiði að íslendingar hafi ferðast' minna en búist hafi verið við, sagði Sigurður. „Ég hef ekki séð tölurnar ennþá fyrir júlí, en okkur sýnist að íslendingar hafi ferðast svolítið minna en við gerðum ráð fyrir í sumar vegna þess hve veðrið hefur verið gott hérna. Slæmt veður í Evrópu og gott veður á íslandi hefur að einhverju leyti haft áhrif á farþegafjölda okkar milli íslands og Evrópu. Þá er líklegt að versnandi efnahagsástand á íslandi og í Evrópu hafi haft sín áhrif.“ Stöndum vel að vígi Aðspurður um hvort staða Flug- leiða væri almennt talað góð núna, sagði Sigurður að hann væri ekki nógu ánægður með reksturinn í sum- ar. „Þó svo að við séum að gera betur heldur en í fyrra þá höfum við ekki náð þeim markmiðum sem við settum okkur. Við höfum sett okkur tiltölulega há markmið í sambandi við hagnað og afkomu,“ sagði hann. Að öðm leyti kvaðst Sigurður þó vera þokkalega ánægður með rekstur félagsins og sagðist telja að staða Flugleiða sé mjög sterk samanborið við mörg erlend flugfélög, sérstak- lega Evrópufélögin. Það sem helst styrkir stöðu félags- ins á markaðnum er, að sögn Sigurð- ar, í höfuðatriðum fjórþætt. Flug- vélafloti félagsins samanstendur af nýjum vélum sem hefur gert kleift að halda góðri stundvísi og öðlast góða ímynd í hugum viðskiptavina. I öðra lagi voru nýju vélarnar keypt- ar á meðan verð á þeim var lágt og afgreiðslufrestur stuttur. í þriðja lagi voru fjármögnunarsamningar vegna flugvélakaupanna gerðir á hagstæð- um tíma þannig að vaxtakjör voru betri en síðar varð og lánstími lengri. Loks tókst að selja eldri vélarnar á meðan verð á þeim var í hámarki. Sigurður sagði að gengisbreytingar dollarans hefðu ekki haft teljandi áhrif á hag félagsins, til dæmis væri vægi dollarans nú svipað og þegar áætlanir voru gerðar I tengslum við flugvélakaupin, þannig að þær for- sendur hefðu ekki breyst mikið. Börkur Arnarson við eina af myndum sínum. Morgunbiaðið/Einar Faiur Gallerí Nýhöfn: Börkur Arn- arson opnar ljósmynda- sýningn BORKUR Arnarson ljósmynd- ari opnar sýningu í Gallerí Nýhöfn við Hafnarstræti í dag. Á þriðja tug ljósmynda eru á sýningunni og stendur hún til 8. ágúst. Börkur lauk námi í London College of Printing í Englandi og útskrifaðist þaðan með B.A. gráðu í ljósmyndun síðastliðið vor. Áður starfaði hann sem fréttaljósmyndari á Morgunblað- inu. Börkur hefur tekið þátt í fjórum samsýningum í Englandi og Þýskalandi, en þetta er fyrsta einkasýning hans. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ljósmyndir sínar og meðal annars hjátískublaðinu Vogue árið 1990. Börkur rekur nú fyrirtækið Fotoguttene í London í félagi við þrjá fyrrverandi skólabræður sína. UMRÆÐAN UM AFAM LANSKJARAVISITOLUNNAR Jón Sigurðsson, viðskíptaráðherra: Óráðlegt að hrófla við lánskjaravísitölunni „Það hefur tekist gott samkomulag milli allra aðila að málinu meðal stjórnvalda og við Seðlabankann að stefna að því að óverð- tryggðar skuldbindingar fái meira vægi á lánamarkaðnum og hinar verðtryggðu víki eftir frjálsu vali manna. Það er að mínu mati óráðlegt með tilliti til þess samkomulags sem tókst um þetta mál við Seðlabankann og milli flestra sem að þessu máli koma á vettvangi stjórnmálanna að fara að hrófla mikið við því,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, aðspurður um þá skoðun Ein- ars Odds Krisljánssonar, formanns Vinnuveitendasambands Is- lands, að leggja eigi lánskjaravísitöluna niður í haust í kjölfar kjarasamninga sem treysti áframhaldandi stöðugleika í þjóðfélag- inu. Jón vísaði til stefnumótunar í þessum efnum sem hann hefði kynnt í lok síðasta árs, þar sem gert er ráð fyrir stigminnkandi vægi verðtryggingar á fjárskuld- bindingum og opnun lánamarkað- arins. „Það er lang heppilegast að menn velji sjálfir hvernig lána- samningir eru gerðir að þessu leyti. I þessari stefnumótun er gert ráð fyrir að í fyllingu tímans, innan tveggja ára eða svo, verði ekki lagaákvæði um verðtrygg- ingu en hins vegar heldur ekki bann við henni og á þessu stigi hef ég ekki annað um málið að segja. Það sem á að víkja lán- skjaravísitölunni af vettvangi er fyrst og fremst stöðugleiki í verð- lagi en ekki íhlutun um lánssamn- inga,“ sagði Jón ennfremur. Hann sagðist ekki telja það hyggilegt að blanda þessum mál- um saman við launa- og verðlags- mál. Breytingin sem síðast hefði verið gerð í þá veru að auka vægi launa í lánskjaravísitölu hefði ein- mitt verið gerð til að koma til móts við þau sjónarmið að mis- vægi í þróun launa og lánskjara væri mjög óheppilegt og það væri ekki heppilegt að fara breyta því nú. Það væri ekki nema eitt ör- uggt ráð til þess að draga úr mikilvægi lánskjaravísitölunnar og víkja henni til hliðar og það væri að halda verðlaginu í skefj- um. Hann bætti því við að hann hefði ekki haft tækifæri til þess að kynna sér þessi viðtöl við Örn Friðriksson og Einar Odd Kristj- ánsson í Morgunblaðinu þar sem þessar skoðanir kæmu fram held- ur hefði hann aðeins heyrt af þeim. Aðspurður hvort það væri eðli- legt að lán væru bæði verðtryggð og bæru breytilega vexti sagðist hann telja það æskilegt að stefnt væri að meiri stöðugleika og ábyrgð við mótun upphafiegra lánskjara sérstaklega þegar uin verðtryggða skilmála væri að ræða. „Ég bendi á að þegar vægi Iauna var aukið á lánskjaravísi- tölunni var það einmitt til þess að koma til móts við sjónarmið þeirra sem töldu hættulegt að það yrði misræmi á milli launaþróunar og lánskjaraþróunar. Það þarf að ríkja sem mestur stöðugleiki með- an þessi skipan er við lýði. En í framtíðinni tel ég að lánskjörin og verðviðmiðun ef hún er í láns- samningum eigi að ráðast af samningsaðilum en ekki lagafyrir- mælum,“ sagði Jón Sigurðsson einnig. hringla með mælikvarða á borð við lánskjaravísitöluna, að minnsta kosti að því er lítur að þegar gerðum samningum. Slík aðgerð breytir eftir á þeim gildum sem lögð voru til grundvallar við samninsggerðina og þannig vinnubrögð samrýmast ekki nútíma þjóðfélagssiðferði. Ég vona því að menn fari sér varlega ef ætlunin er að breyta lán- skjaravísitölunni," sagði Guð- mundur. „Hugmynd Einars Odds um að leggja lánskjaravísitöluna niður fínnst mér hins vegar engan rétt eiga á sér. Menn verða að átta sig á því að vísitalan er notuð við gerð langtímasamninga og fyrr en tekist hefur að skapa festu í efnahagsmálum er ekki við því » Guðmundur Hauksson, Kaupþingi: Fráleitt að hringla með vísitöluna „Ég get ekki annað en verið sammála Erni Friðrikssyni um að laun séu of stór þáttur í lánskjaravísitölunni. Á þetta var margoft bent þegar henni var illu heilli breytt 1989,“ sagði Guð- mundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, aðspurður um þær hug- myndir forystumanna Alþýðusambands Islands að rjúfaþurfi sjálf- virk tengsl milli launa og lánskjaravisitölu. „Það er hins vegar fráleitt að að búast að samið verði um lán til lengri tíma með föstum vaxta- kjörum, nema byggt sé á einhvers konar verðviðmiðun, annað hvort vísitölu eða gengi. Af slíkum viðmiðunum er lánskjaravísitalan, að minnsta kosti eins og hún var fyrir breytinguna 1989 líklega réttlátust í okkar þjóðfélagi. Aðilar vinnumarkaðarins hafa barist fyrir lækkun raunvaxta. Afnám lánskjaravísitölunnar mun ekki lækka raunvexti. Það markmið næst þegar eftirspurn eftir fjármagni minnkar frá því sem nú er sem afleiðing af því að efnahagsmálin eru komin í betra jafnvægi. Vaxtastigið ræðst af framboði og eftirspurn á fjár- magnsmarkaði ekki í kjarasamn- ingum,“ sagði Guðmundur enn- fremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.