Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 + &tot$nttbl$faifo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Ráðgjöf í stað fjárausturs Míkhaíl Gorbatsjov forseti Sov- étríkjanna féíck ekki þá fjár- ðstoð sem hann vænti er hann hitti leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í London í síðustu viku. Réttilega komust vestrænu leiðtogarnir að þeirri niðurstöðu að ekki væri ráðlegt að ausa fé í botnlausa hít Gorbatsj- ovs svo notað sé orðalag sunnudags- greinar í Morgunblaðinu. Fjárhagsaðstoð við Moskvustjórn- ina getur haft önnur áhrif en til er ætlast. Aðstoð sem rynni í hít Moskvustjórnarinnar myndi að öllum líkindum festa skriffinnana í sessi. En þeim hefur einmitt verið kennt um hve hægt gengur að koma á efna- hagslegum umbótum í Sovétríkjun- um. En Gorbatsjov kom ekki bónleiður til búðar. Fundur hans með leiðtogun- um sjö er enn einn áfanginn í leið Sovétríkjanna frá kommúnismanum. Með aukaaðild að Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Alþjóðabankanum gefst Sovétmönnum kostur á að hlýða á ráðgjöf um hvernig þeim megi best takast að varpa tilskipanahagkerfinu fyrir róða en leiða markaðsöflin til öndvegis. Aukin samskipti Sovét- manna og þeirra þjóða sem búa við lýðræði og markaðshagkerfi, bæði háttsettra embættismanna og al- mennings, eru nauðsynleg til að Sov- étmenn megni að varpa af sér. oki alræðisstjórnar. Þótt marxisminn sé hruninn er ekki sjálfgefið að við taki lýðræði, umburðarlyndi, réttarríki og velmegun. Þarna geta Vestur- landabúar komið til skjalanna. Þeirra er að miðla af reynslu sinni. Ráðgjöf er hyggilegri en fjáraustur. Þetta varð einmitt niðurstaða leiðtogafund- arins í London. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóv- akíu.ráðleggur Vesturlöndum eftir- farandi í grein sem birtist í Morgun- blaðinu sl. föstudag: „Aðstoðina við Sovétstjórnina á að binda því skil- yrði, að hún neyti ekki aflsmunar gagnvart nágrönnum sínum og leyfí einstökum sovétlýðveldum að ráða sér sjálf, að segja skilið við Sovétrík- in. A ég þar einkum við Eistland, Lettland og Litháen. Þessari aðstoð á að skipta í þúsund lítil framlög til ákveðinna þátta hins nýja markaðs- kerfis í Sovétríkjunum, ekki láta hana alla í einu í hendurnar á fulltrúum gamla kerfisins. Til grundvallar út- hlutuninni á að leggja efnahagslegt mat, ekki geðþótta gömlu áætlana- smiðanna." Orð Havels minna á að fyrst og fremst er þörf á að styrkja undirstöð- ur lýðræðisþjóðfélags í Sovétríkjun- um. Sovéskum ráðamönnum er tamt að bylta ofan frá. En lýðræði verður ekki komið á nema grasrótin sé heil- brigð. Gorbatsjov kom til Lundúna með enn eina áætlunina samda í ranghólum Sovétkerfisins. Hann vildi ekki ganga jafn langt og hagfræðing- urinn Grígoríj Javlinskíj og starfs- bræður hans við Harvard-háskóla. Gorbatsjov útvatnaði þeirra hug- myndir með varfærnari tillögum Va- lentíns Pavlovs forsætisráðherra. Margir sérfræðingar halda því hins vegar fram að leiðin frá ánauð til frelsis í efnahagsmálum verði einung- is farin í einu stökki. Stuðningur við Gorbatsjov er ekki markmið í sjálfu sér. Vesturlönd eiga híns vegar að styrkja lýðræðisöflin hvar sem þau koma fram innan Sov- étríkjanna. Það hlýtur að ganga fyrir stuðningi við Gorbatsjov. I áður- nefndri sunnudagsgrein kom fram að Sovétmenn takast nú á við þríþættan vanda. í fyrsta lagi að koma á markaðshagkerfi. í öðru lagi að innleiða lýðræði. í þriðja lagi að finna lausn á sambúðarvanda þjóða Sovétríkjanna. Þessi þrjú verkefni eru samtvinn- uð. Svo vitnað sé í Havel: „Reynsla eftirstríðsáranna sýnir að það er sama hve miklu fé er ausið í aðstoð við alræðisríkið, velmegunin vex ekki fyrr en með lýðræðinu." Það sem Sovétmenn þurfa er ekki digrir sjóðir heldur skólun í lýðræði, en af því hafa þeir enga reynsíu. Vestur- landabúar hafa reynsluna og af henni ber þeim skylda til að miðla. Lýðræði er annað og meira en að meirihlutinn ráði í kosningum. í lýð- ræðisríki er réttur minnihlutans tryggður. Lýðræði þar sem sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða og réttindi minnihlutahópa eru ekki virt er því ekkert annað en skrílræði. Sovétríkin eru nýlenduveldi sem riðar til falls. Frelsisþróuninni fylgir óhjákvæmi- lega endurskoðun landamæra innan Sovétríkjanna. Þar er ærið verkefni fyrir höndum, samkvæmt opinberum sovéskum tölum eru hvorki meira né minna en 76 óutkljáðar landamæra- deilur innan ríkisins. Á endanum eru það íbúar Sov- étríkjanna sjálfir sem verða að leysa sín gríðarlega flóknu vandamál. Upp- stokkun Sovétríkjanna með auknu sjálfstæði þjóðanna er einmitt besta tryggingin fyrir efnahagsumbótum. Hvorum skyldi vera betur treystandi fyrir því að koma á umbótum í efna- hagslífí Litháens, Litháum eða áætl- anasmiðum í Moskvu? Margt bendir til að eftir slíka upp- stokkun verði eftir kjarni ríkisins með níu lýðveldum af fimmtán þar sem Rússar gegndu enn forystuhlutverki. Vesturlönd verða að gæta þess að á næstu árum verði ekki gengið á rétt hinna lýðveldanna sex sem ætla sér að segja skilið við Sovétríkin. Margar þjóðir munu áfram byggja hið nýja Rússland og hver veit nema Evrópu- bandalagið geti orðið fyrirmynd að stjórnkerfi þess. Annað brýnt verkefni sem við blas- ir og er jafnframt prófsteinn á að ráðamenn í Sovétríkjunum stefni í rétta átt er eftirfarandi: Kommún- istaflokkurinn afsali sér því tilkalli til valdaeinokunar sem hann enn ger- ir í raun. Gera þarf skarpan greinar- mun ríkis og stjórnmálaflokka. Til- skipun Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta um að banna starfsemi stjórn- málaflokka á vinnustöðum og í opin- berum stofnunum eins og hún hefur tíðkast af hálfu kommúnistaflokksins er skref í rétta átt. Þau ummæli Gorbatsjovs að forseti Sovétríkjanna þurfi ekki nauðsynlega að vera úr kommúnistaflokknum hníga í sömu átt. Á miðstjórnarfundi flokksins sem nú stendur yfír í Moskvu hefur Gorb- atsjov lagt fram drög að breyttri stefnuskrá þar sem marx-lenínisma er hafnað sem kreddu. Slíkt leiðir fyrirsjáanlega til frekari klofnings í flokknum en er engu að síður rökrétt framhald af umbótastefnu Sovétleið- togans. Kommúnisminn er gjald- þrota, það hefur Gorbatsjov viður- kennt í raun. Morgunblaðið/Þorkell Utanríkisráðherrar íslands og írlands, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Gerard Collins, áttu fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í gær. Utanríkisráðherra Irlands um EES-viðræðurnar: Tollfrjáls úinflutningur á afurðum til EB yrði Irum GERARD Collins, utanríkisráðherra Irlands, átti í gær fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra, um stöðuna í samn- ingaviðræðum Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um myndun Evrópsks efnahagssvæðis (EES). Hann sagði að loknum þeim fundi að frjáls innflutningur á fiski frá EFTA, fyrst og fremst lax, síld og makríl, hefði verulega erfiðleika í för með sér fyrir írskan sjávarútveg. Collins er staddur hér í opinberri heimsókn í boði utanríkisráðherra og lýkur henni á morgun. „Fundurinn var gagnlegur, ítar- legur, skemmtulegur og ég hef eng- um niðurstöðum að lýsa fyrr en búið er að semja," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson eftir fund sinn með Collins. Hann sagðist enn þá telja frekar líklegt að samningar myndu nást. Gerard Collins sagði verulegan árangur hafa náðst í samningavið- ræðum EB og EFTA að undan- förnu. „En í fullri hreinskilni verður það að segjast að enn eru mjög alvarleg vandamál sem eftir á að leysa. Þarna er um að ræða grund- vallarmál fyrir sum aðildarríki EFTA og greinilega líka sum EB- ríki. Það hefur verið lögð gríðarleg áhersla á það í þessari viku, af hálfu háttsettra embættismanna, að þoka málunum áfram og við fáum skýrslu um stöðuna á mánu- daginn þegar ráðherrafundur EB verður haldinn í Brussel," sagði Collins við Morgunblaðið. „Við vilj- um reyna að leysa þessi mál eins fljótt og unnt er og erum staðráðn- ir í að gera það. Nú erum við á lokasprettinunt og það eru enn þá nokkur grundvallaratriði sem verð- ur að takast á við. Við verðum líka allir að taka tillit til umbjóðenda okkar. Ég hef fullan skilning á sérkröfum íslendinga en þið verðið líka að skilja að írar hafa ákveðnar sérkröfur." Aðspurður um hvort írar settu sig upp á móti tollfrjálsum fískinn- flutningi frá EFTA-ríkjunum til EB sagði hann að það myndi hafa veru- lega erfíðleika í för með sér fyrir sjávarútveg á írlandi. „Við teljum ,að ef EFTA-ríkin fengju frjálsan aðgang fyrir sjávarafurðir sínar gæti það orðið okkur mjög erfítt," sagði Collins. Þetta ætti sérstaklega við um tollfrjálsan innflutning á laxi, síld og makríl. „Við sjáum hins vegar möguleika á svigrúmi hvað aðrar físktegundir varðar." Hann var að lokum spurður hvort að hann teldi enn líkur á að niður- Afkoma Flugleiða fyrri hluta árs svipu( Ameríkuflugið g< Evrópuflugið lak SÆTANÝTING í flugi Flugleiða hf. frá fslandi til Bandaríkjanna er vel yfir 90% á tímabilinu frá mai til ágústloka, miðað við sölu í maí og júni og bókanir í júlí og ágúst, að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra Flug- leiða. Hins vegar hefur flugið til Evropu ekki náð að ganga samkvæmt rekstraráætlunum, þótt flutningar á þeim leiðum séu meiri en í fyrra. Sigurður áætlar að tap á rekstri félagsins fyrri hluta þessa árs verði svipað og í fyrra, þegar það varð um 440 miUjónir króna. Endanlegar tölur um það liggja þó ekki fyrir. I fyrra varð hins vegar hagnaður eftir fyrstu átta mánuðina um 600 milljónir króna og hagnaður alls ársins um 400 milljónir. „Ameríkuflugið hefur gengið mjög vel eftir að við fengum nýju vélarn- ar," sagði Sigurður Helgason í sam- Stærstu fiskverkendur í Eyjum: Oskað eftir rannsókn á fiskkaupum og viktun Fulltrúar stærstu fiskvinnslufyrirtækjanna í Vestmannaeyjum hafa óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að fiskkaup og viktun allra fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum á þessu ári og því síðasta verði rannsökuð sérstaklega. í bréfi fiskverkendanna til sjávar- útvegsráðuneytisins segir að ástæða beiðninnar sé ummæli sem höfð séu eftir Ásmundi Friðrikssyni framkvæmdastjóra Frostvers hf. í Vestmannaeyjum í grein eftir Agn- esi Bragadóttur í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þar staðhæfi Ásmund- ur að fiskvinnslufyrirtæki svindli á vikt fyrir bátana þegar þegar því sé áð skipta, og nefni sem dæmi, að frystihús sem hafi 5-6 þúsund tonna kvóta geti hæglega unnið 200-400 tonn umfram veiðiheimild- ir. Enginn geti séð við slíku og úti- lokað sé að hafa eftirlit með slíku athæfí. Fiskverkendurnir segjast ekki vilja liggja undir grun í þessu máli og fara því fram á rannsókn. Þeir sem skrifa undir bréfið eru Sigurð- ur Einarsson fyrir hönd Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja, Björn Úl- fljótsson fyrir hönd Vinnslustöðvar- innar og Lifrarsamlags Vestmanna- eyja, Eyjólfur Marteinsson fyrir hönd ísfélags Vestmannaeyja,"Guð- mundur Karlsson fyrir hönd Fiskiðj- unnar. tali við Morgunblaðið þegar hann var spurður um afkomu félagsins. Hann sagði að skýringar á þessu væru margþættar. Imynd félagsins á markaðnum hafi breyst mjög með tilkomu nýju flugvélanna, sérstak- lega hvað tekist hafí að halda góðri stundvísi. „Stuhdvísin er með því besta sem þekkist," sagði hann. Þá sagði Sigurður að tekist hafí vel að framfylgja þeirri áætlun að nota Keflavík sem skiptistöð, þannig að farþegar koma úr mörgum áttum, frá Skandinavíu, meginlandi Evrópu og Bretlandi, til Keflavíkur og fari þar í áframhaldandi flug til Banda- ríkjanna. Síðan komi farþegar að vestan og dreifist á áfangastaðina í Evrópu. Þetta sagði Sigurður að yki á rekstraröryggi félagsins þar sem áhættunni er dreift á fleiri markaði en áður, þegar Ameríkuflugið var að mestu tengt Lúxemborg einni. „Við höfum þannig náð að byggja Keflavík mjög vel upp sem skiptistöð í okkar alþjóðaflugi. Við eru meira farnir að tala um reksturinn hjá okk- ur, ekki sem tvær einingar, Atlants- hafsflugið og Evrópuflugið, heldur sem alþjóðaflug með Keflavík sem miðpunktinn. Þetta hefur gengið mjög vel upp í sumar, það vel að segja má að sætanýtingin alveg frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.