Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 41
‘M- MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. JULI 1991 41 VELVAKAMDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. ÍO-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS í»essir hringdu Er íslenskt sement verra? Steinþór Eiríksson, Egilstöðum hringdi: Ég hef heyrt orðróm um að í ráðhúsið í Reykjavík hafi verið notað erlent sement. Ef það er rétt, þá langar mig að vita hvort það sé rangt, sem þjóðinni hefur verið sagt, að íslenska sement- verksmiðjan framleiði sement sem er jafn gott hinu erlenda? Ef það er rangt þá hefur okkur verið sagt ósatt. Ef það er ekki rangt, hvers vegna í ósköpunum fer þá ekki íslenskt sement í ráðhúsið? Köttur í óskilum Gráblár högni með hvítt trýni, hvítar hosur og hvítur á grönum, 5-6 mánaða gamall og snögg- hærður er búinn að vera á flæk- ingi í Torfufelli síðan s.l. laugar- dag. Vinsamlegast hringið í síma 670836 eftir kl. 5. Grasið drepið á eitri Gestur í Árbæjarsafni hringdi: Ég fór í Árbæjarsafnið nýlega og var þar allt til fyrirmyndar. Eitt skaut þó skökku við. Grasið á torfkofunum hafði verið drepið á eitri en ekki slegið. Nú tæki varla nema eina dagsstund að slá þökin með orfi og Ijái. Hví þá að gefa grasinu dökkbrúnan vetrarlit á þessu góðviðrissumri? Síamsköttur Til sölu er þriggja mánaða síamsfress. Upplýsingar í síma 34205. Osammála Sigurði V.E. hringdi: Ég bý á Kaplaskjólsvegi og við hjónin er alveg ósammála Sigurði Guttormssyni sem skrifaði í Vel- vakanda s.l. miðvikudag. Það er ekki oft sem stórir leikir eru á vellinum og þeir taka ekki langan tíma. Okkur fínnst bara gaman að þessu. Þetta gefur Vesturbæn- um líf á kvöldin. Mér fínnst Sig- urður æði óþolinmóður ef hann getur ekki þolað tveggja klukku- tíma fótboltaleiki öðru hveiju. Gönguskór fundust á Látrabjargi Ásgeir hringdi: Fremur nettir gönguskór með hosum í fundust á Látrabjargi s. l. laugardagskvöld. Hægt er að vitja þeirra hjá Ásgeiri Hannes- syni í Hvallátrum. Leiðrétting í auglýsingu um týndan gul- leyrnalokk s.l. miðvikudag mis- ritaðist sími eiganda. Réttur sími er 678648. Myndavél og Hálsmen Elínbjört hringdi: Cannon myndavél og Marriage Unicanter gullhálsmen voru tekin heiman frá mér að Vallarbarði 19 fyrir u.þ.b. þremur vikum. Ef einhver getur gefið upplýsingar um þau vinsamlegast hringi í s. 53061. Gullúr Gullúr með loki yfir klukku- skífu og í gullkeðju til að bera um hálsinn er einhvers staðar í vanskilum. Úrið er gamall erfðagripur og með greinilegum tannaförum eftir ungbarn sem fór að naga það. Áratugir munu síðan úrið hvarf en það sást seinast um háls konu sem bjó með og annaðist veika móður þess sem saknar þess. Hún kveðst ekki muna eftir því. Á úrið var líkast til grafíð Þ.E. og jafnvel ártal. Sá eða þeir sem kannast við þetta úr eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 21756 eftir kl. 5. Ráðherrann standi við orð sín Dagrún hringdi: Eg umgengst margt gamalt fólk, á áttræðis- og níræðisaldri og það er ekki fólkið sem er að skemmta sér eða trana sér fram. Það eru hins vegar þau sem þurfa mest á lyfum að halda, t. d. svefnlyfjum. Mér er óhætt að fullyrða að ekki hefur and- vökunóttum þessa fólks fækkað eftir að háttvirtur heilbrigðisráð- herra tók að hringla með lyfja- kostnaðinn. Margt gamalt fólk ræður alls ekki við að kaupa lyfín sín á því verði sem Sighvatur ætlast til að það greiði og lætur það frekar eiga sig, þrátt fyrir að það þurfi virkilega á lyfjunum að halda. Svona förum við með kynslóðina sem gerði þjóðina ríka. Þetta kalla menn velferðarþjóðfélag. Engum virðist detta í hug að skera niður risnu og skemmtanir ráðherra og annarra fyrirmenna. Gamla fólkið á að súpa seyðið. Oft minna þessir stjórnmálamenn mig á krakka í sandkassa sem svo sannarlega gera sér enga grein fýrir því að þeir eru að leika sér með líf annarra. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur lofað því oft og mörgum sinnum að hann ætli ekki að níð- ast á gamla fólkinu. Ég trúi því varla að hann sé svo ómerkilegur að hann standi ekki við orð sín. Það má ekki fara svona með gamla fólkið. Kettlingar fást gefins Tveir 11 vikna fresskettir, ann- ar svartur, hinn svartur og hvít- ur, fást gefíns. Upplýsingar hjá Hrund í síma 73867 fyrir kl. 5 en eftir það í síma 92-68209. Pólitísk þvæla Sigurður hringdi: Ég hef unnið við skattaþjón- ustu, þ.e. að aðstoða fólk með skattframtöl o.fl. og fínnst ansi ergilegt að lesa hvað eftir annað í blöðum um stórkostlegar endur- greiðslur á sköttum til fólks. Þetta er bara pólitísk þvæla. Vissulega fá margir stórar upphæðir endur- greiddar frá skattinum en á hitt er aldrei minnst, að margir fá senda aukareikninga og verða þannig fyrir miklum fjárútlátum í viðbót. Þetta mætti fylgja með þegar sagt er frá þessugerð skil og reynt að leita fanga sem víð- ast.. Kaupið bjöllu Hulda Sassoon hringdi: Ég vil benda konunni sem kvartaði undan köttum í Vestur- bænumí Velvakanda seinasta miðvikudag og fleirum á að hægt er að fá bjöllu í Dýraríkinu til að festa á köttinn þannig að honum verður ómögulegt að veiða fugla. Ég hef sjálf reynslu af þessu og þetta dugði vel með minn kött. Föstudaginn 19. júlí síðastliðinn héldum við hjónin upp í Heiðmörk að njóta veðurblíðunnar. Lögðum við bifreið okkar, silfurlitaðri Dai- hatsu Charade, á bílastæðinu sem verður áður en komið er að afleggj- aranum að Silungapolli. Þar voru þá þrír eða fjórir bílar og rúmt um alla. Um kl. 15.30 komum við síðan aftur og sóttum nesti sem við fór- um með nokkurn spöl frá bílastæð- unum. Þar lágum við og nutum friðsældarinnar og sólskinsins. Þegar við komum aftur að bif- reiðinni um tveimur stundum síðar gat heldur betur á að líta. Einhver hafði þá ekið bifreið sinni svo ræki- lega utan í okkar bifreið að hægri afturhurðin er mjög dælduð og reyndar ónýt. Af farinu eftir bif- reiðina sést að hún hefur verið rauðleit. Sá eða sú sem þennan verknað framdi sá ekki ástæðu til að skilja eftir nein skilaboð og hyggst því láta okkur um að bera tjón af þeim skaða sem okkur hef- ur verið valdið. Okkur hjónum þætti vænt um að þeir sem hugsanlega hafa orðið vitni að þessum atburði hefðu sam- band við okkur og gerðu okkur þannig auðveldara um vik að hafa uppi á þeim sem tjóninu olli. Einn- ig skorum við á þann eða þá sem varð fyrir þessu að hafa samband við okkur. Við höfum að vísu rök- studdan grun um hver þarna var Svo illa vildi til að um daginn sprakk á bílnum mínum. Til að gera langa sögu stutta dreif ég mig og bílinn á hjólbarðaverkstæði og hugðist láta gera við sprungna hjól- barðann því ekki var fært að aka um varadekkslaus. En málið var nú ekki svo einf- alt. Hjólbarðinn var handónýtur og til lítils að bæta götin. Eina Iausnin var að kaupa nýjan hjól- barða sem átti vel við varadekkið sem þegar var undir bílnum. Það var hinsvegar af tegund sem ekki er auðfundin á höfuðborgarsævð- inu. Ég hringdi í Gulu línuna til að leita upplýsinga og var bent á að Hjólbarðaverkstæði Vesturbæj- ar myndi búa svo vel að eiga til- tekna hjólbarðategund. Ég hélt sem leið lá út á Ægisíðu þar sem verkstæðið er til húsa og sagði farir mínar ekki sléttar. Það var eins og við manninn mælt að starfsmenn hjólbarðaverkstæðis- ins snérust á haus til að leysa úr London KR. 18.9001 Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Til samanburðar: Ódýrasta superpex til London á 31.940 kr. Þú sparar 13.040 kr. Flogið alla miðvikudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. — g=i IIGFEROIR = SGLHRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Skemmdarverk í Heiðmörk að verki en viljum gjarnan gefa honum eða henni tækifæri til að eiga frumkvæði í þessu máli. Arnþór Helgason GOÐ ÞJONUSTA N0TUÐ & NÝ I HÚSGÖGN I I Við bjóðum upp á margskonar húsgögn s.s. sófasett, borðstofusett, skrifborð, stóla, barnarúm, hillur, skápa og margt fleira. Seljum á góðum kjörum. Kaupum gegn staðgreiðslu. GA>4LA KRONAN BOLHOLTI 6 m, ■ BOLHOLTI 6, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 679860 NMVairiso TÖFRASKÓRINN mínum málum. Þar sem réttur hjólbarði var ekki fáanlegur á staðnum gerði einn starfsmann- anna sér lítið fyrir og brunaði út í_bæ til að sækja réttan hjólbarða. Á meðan fóru tveir menn í það að rífa hjólbarðana undan blessuð- um bílnum. Allt var þetta gert á meðan ég beið. Sá sem rokið haf- ið út í bæ kom að vörmu spori, með hjólbarðann, og fyrr en varði var ég á leiðinni út á nýja hjólbarð- anum með varadekk í skottinu. Ofan á allt annað var reikning- urinn mjög hógvær. Það er ekki oft sem maður geng- ur út úr þjónustufyrirtæki muldr- andi með sjálfum sér að nú sé vert skrifa bréf í blöðin og hæla góðri þjónustu. Enn sjaldnar sest maður niður og skrifar slíkt bréf. En í þetta sinn gat ég ekki orða bundist því þeir hjá Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar eiga allt hrós skilið fyrir fádæma góða og fljóta þjón- ustu. Kærar þakkir. Birna NIKE AIR 180 er án efa besti skokkskórinn á markabnum í dag. Loftpúbinn er HELMINGI STÆRRI en áöur og sjáanlegur í 1800 NIKE AIR 180 fellur þétt að fætinum og botninn er séruppbyggbur meb aukinn stöbugleika í huga. DekraSu við fæturna FÁÐU ÞÉR AIR 180 Just do it KRINGLU A I R Borgarkringlan, sími 67 99 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.