Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 43 KNATTSPYRNA / MJÓLKURBIKARKEPPNIN FOLX H KR-INGAR urðu að fá lánaðan búning hjá 3. deildarliði Magna frá Grenivík í gærkvöldi. Búningataska KR gleymdist í Reykjavík, en það var lán í óláni að búningar Magna eru einnig langröndóttir, svart- hvítir! ■ „ÞETTA hefði ekki gerst ef við hefðum verið í KR-búningunum!“ sagði Guðni Kjartansson, þjálfari KR, í gríni eftir tapið. H BJARKI Pétursson ætlaði síðastur út úr búningsklefa KR eft- ir leikhlé en kom alls ekki. Það leið nefnilega yfir hann í klefanum og KR-ingar léku aðeins 10 fyrstu þijár mín. síðari hálfleiks — þar til Hilmar Björnsson kom inn á. Ekki er vitað hvað amaði að Bjarka, en hann virtist ná sér fljótt. H UM 60 stuðningsmenn komu með KR-ingum norður yfir heiðar, en þeim fækkaði talsvert í stúkunni þegar staðan var orðin 4:1 fyrirÞór. H STJARNAN lék einnig í lan- gröndóttum búningi í gær; með hvítum og ljósbláum röndum. H MIKIL gleði ríkti í búningsklefa Víðismanna eftir sigurinn á Stjörnunni. Það var hlutverk Guð- jóns fyrirliða Guðmundssonar að öskra „Hverjir eru bestir?" og leik- menn svöruðu „Víðir! Þegar þeir höfðu endurtekið þetta nokkra stund, sagði Guðjón stundarhátt: Mikið er langt síðan þetta hefur hljómað." H ÞÓR og KR hafa einu sinni áður mæst í átta liða úrslitum bikar- keppninnar á Akureyrarvelli. Það var 1975 er Þór lék í 3. deild en KR í 1. deild. Þá vann Reykjavíkur- liðið 2:1. Þess má geta að þá lék Sigurður Lárusson, núverandi þjálfari Þórs, með liðinu. Og mark Þórs þá gerði Árni Gunnarsson, faðir Arna Þórs, sem lék með lið- inu í gærkvöldi. 1 -n ■ iVs lAðalsteinn Aðal- 'steinsson tók auka- spymu á kantinum, sendi fyrir, boltinn fór fram hjá öllum á markteignum en Gunnlaugur Sigursveinsson var við stöng- ina fjær og skoraði af öryggi. Hallsteinn Arnarson gaf fyrir utan af kanti á Hörð Magnússon sem var einn á markteignum og sendi knöttinn af öryggi í mark- ið, mjög örugglega. 1m Um hálf mín. var eft- ■ ttm ir af framlengingu er Hlynur Eiríksson fékk knött- inn á kantinum, óð inn í vítateig- inn, lék framhjá einum Leifturs- manni og virtist ætla að gefa fyrir, en knötturinn fór yfir Rósberg markvörð og datt niður í hornið íjær. Rakvélar Þórsara liggja óhreyfðar enn um sinn Anton Benjaminsson skrífarfrá Akureyri SIGURÐUR Lárusson, þjálfari Þórs, var að vonum hress eftir að lið hans sló efsta lið 1. deild- ar, KR, út úr bikarnum í gær- kvöldi. „Þetta var mjög sætur sigur. KR-ingar voru góðir en við vorum einfaldlega betri. Við spiluðum til sigurs, það var ósköp einfalt mál,“ sagði hann að leikslokum. Skegg Þórsara verður því ekki skert um sinn; þeir hafa ekki rakað sig síðan þeir sigruðu KS í 2. umferð bikarkeppninnar 10. júníog ætla ekki að gera það fyrr en þeir hafa lokið þátttöku f keppninni. Það voru Þórsarar sem hófu leik- inn betur, voru meira með bolt- ann og pressuðu KR-inga aftur á völlinn. Ekki náðu þeir þó að skapa sér nein sérstök færi og skyndisóknir KR-inga voru hættulegar. Það var í einni slíkri sem Ragnar Margeirsson náði forystu fyrir þá. Margir reiknuðu þá með að eftirleikurinn yrði auðveldur fyr- ir gestina en Þórsarar voru á öðru máli og jöfnuðu fljótlega. Eftir þetta náðu KR-ingar betri tökum á leiknum og skapaðist ávallt nokkur hætta í vítateig eftir hom- og aukaspyrnur Reykvíking- anna. Þá fengu KR-ingar einnig tvö góð tækifæri; í fyrra skiptið bjarg- aði Sveinn Pálsson skoti Ragnars Margeirssonar á línu og skömmu síðar varði Friðrik vel frá Heimi í horn, skot af stuttu færi. Síðari hálfleikur byijaði rólega og vom KR-ingar heldur meira með boltann. Þó fengu Þórsarar tvisvar góð færi en vamarmenn KR björ- guðu á síðustu stundu. Besta færi KR fékk Heimir Guðjónsson er hann átti skot eftir aukaspyrnu af 20 m færi en Friðrik bjargaði vel í horn. Það var svo ekki fyrr en tólf mín. fyrir leikslok að verulega dró til tíðinda. Bjarni Sveinbjömsson kom Þórsurum þá í 2:1 og bætti um betur aðeins tveimur mín. síðan með þriðja markinu. „Eftir að við fengum á okkur annað markið ætl- uðu strákarnir að jafna í snarheit- um, en við það losnaði um fram- herja Þórs sem nýttu sér það. Við vorum einfaldlega lélegir í seinni hálfleik," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari KR, við Morgunblaðið eftir leikinn. Júlíus Tryggvason innsiglaði svo sigurinn skömmu fyrir leikslok en Atli Eðvaldsson klóraði í bakkann fyrir KR með marki á síðustu mínútu. Þetta var einn besti leikur Þórs- ara í sumar; léku af skynsemi, spil- uðu boltanum vel og voru mark Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Halldór Áskelsson, sem gerði eitt marka Þórsara, í baráttu við KR-ingana Sigurð Björgvinsson (2) og Gunnar Oddsson í leiknum í gærkvöldi. sæknir. Bjami Sveinbjörnsson var mjög frískur í framlínunni og gerði varnarmönnum KR lífið leitt. Einn- ig var Halldór Áskelsson góður. . Júlíus Tryggvason var öryggið upp- málað í vörninni og átti mjög góðar sendingar á samheija. Var besti maður vallarins. Annars átti lið Þórs í heild góðan leik — engin undantekning var þar frá. KR-ingar vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst. Þeir léku oft vel sín á milli úti á velli en þeg- ar nær dró marki virtist bitið vera farið úr þeim. í fyrri hálfleik var Bjarki mjög ógnandi á hægri kant- inum en eftir hlé má segja að allt KR-liðið hafi fallið í meðalmennsk- una og enginn staðið upp úr. FH-sigur á elleftu stundu FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikar- keppninnar á elleftu stundu á Ólafsfirði í gærkvöldi með því að leggja heimamenn að velli 2:1 og sigurmarkið var gert á síðustu mínútu framlengingar. Þetta var ótrúlega sætur sigur og þetta hafðist ekki fyrr en á lokamínútunni. Þeir spiluðu mjög vel og mun betur en við höfðum búist við. Undir lok Reynir framlengingarinnar Eiriksson var ég farinn að sjá skrífarfrá fram a vítaspyrnu- Ólafsfirði keppni, en sem bet- ur fer kom ekki til hennar," sagði Ólafur Kristjánsson fyrirliði FH- inga að leikslokum. „Mér er alveg sama hvaða lið við fáum í undanúr- slitum, bara ef við fáum heima- leik,“ bætti hann við. Leikurinn fór mjög rólega af stað og það var ekki fyrr en eftir hálfa klukkustund að fýrsta færið kom. Hörður Mangnússon komst í gegn- um vörn Leifturs en Rósberg Ott- arsson varði glæsilega með út- hlaupi. Leiftursmenn komust svo yfir á 41. mín og var þar að verki Gunnlaugur Sigursveinsson. FH-ingar komu mjög ákveðnir til síðari hálfleiks og sóttu af mikl- um krafti fram að fyrra marki sínu sem kom á 58. mín. Ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Rósbergs í markinu hefðu þeir vafalaust get- að gert tvö til þijú mörk á þessum tíma. Eftir markið komust Leifturs- menn meira inn í leikinn og áttu snarpar sóknarlotur en tókst ekki að koma knettinum í netið og eftir venjulegan leiktíma var staðan því 1:1 og framlengja þurfti leikinn. Fyrri hluti framlengingar var við- burðarsnauður fram á lokamínútu hans er Hörður komst einn í gegn en Rósberg varði skot hans fimlega. I seinni hálfleik framlengingar var mikill kraftur í heimamönnum. Á 112. mín myndaðist þvaga fyrir framan FH-markið og upp úr henni fékk Gunnlaugur knöttinn óvaldað- ur á markteig en heppnin var með FH-ingum og tókst þeim að bjarga skoti hans á marklínu. Aðeins tveimur mín síðar átti Halldór Guðmundsson mjög gott skot að marki FH, en rétt framhjá. Á lokamínútunni, þegar flestir voru farnir að sjá fram á framlengingu, gerði Hlynur Eiríksson út um leik- inn og var fögnuður FH-inga mikill. „Það var mjög svekkjandi að tapa þessum leik á síðustu mínútunni, en svona er knattspyrnan. Ég er mjög ánægður með okkar leik og strákarnir stóðu sig vel. I lokin var ég farinn að gæla við vítaspyrnu- keppni og jafnvel að komast áfram, en nú snúum við okkur bara að deildinni af fullum krafti," sagði Aðalsteihn Aðalsteinsson þjálfari Ólafsfirðinga. 0* 4 Bjarki ■ I kom æðandi Pétursson upp hægri kantinn á 18. mín., lék á tvo Þórsara og gaf fyrir þar sem Ragnar Margeirsson kom einn og óvaldaður og skallaði í netið af stuttu færi. 1M 4 Eftir hornspymu á ■ | 25. mín. barstboltinn rétt út fyrir vítateig til Halldórs Áskelssonar sem þrumaði í varnarmann, boltinn breytti um stefni og fór í öfugt hom — Ólafur átti ekki möguleika að snúa við og veija. 2m 4 Halldór sendi út^a ■ I hægri kant á Hlyn, sem lék upp völlinn gaf stungu- sendingu inn á Bjarna Svein- björnsson og hann renndi knettinum framhjá Ólafi mark- verði sem kom út á móti á 78. mín. Mjög góð sókn. 3m 4 Þorsteinn Jónsson ■ 1 átti fimafast skot frá vítateigshomi á 80. mín., Ólafur náði að veija en hélt ekki boltan- um og Bjarni Sveinbjömsson fylgdi vel á eftir og skoraði öiv ugglega. 4m 4 Júlíus Tryggvason ■ | skoraði með hnénu úr markteignum, á 87. mín, eft- ir hornspyrnu Bjarna. 4a Atli Eðvaldsson ■ 4»skoraði með góðu skoti af stuttu færi eftir áð Ragnar Margeirsson hafði lagt boltann út til hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.