Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
Miles - sjálfsævisagan
Jass
Guðjón Guðmundsson
„Ég æfi mig á hverjum degi og
borða oftast hollan mat. Stundum
verð ég veikur fyrir negramat,
eins og grillmat, steiktum kjúkl-
ingum - þið vitið - mat sem ég
má helst ekki borða. En ég reyki
hvorki né drekk og er hættur að
nota lyf - nema þau sem læknirinn
minn gefur mér við sykursýkinni.
Mér líður vel vegna þess að mér
hefur aldrei fundist ég vera jafn
skapandi. Mér finnst eins og há-
punktinum sé enn ekki náð...“
Þetta eru lokaorð Miles Davis
í sjálfsævisögu hans sem gefin
var út í Bandaríkjunum 1989, en
er nýlega komin í bókaverslanir
hér á landi. í bókinni rekur Miles
ævi sína á afar hispurslausan
hátt. Ýmsir samferðamenn og
kollegar fá það óþvegið frá meist-
aranum, og þverskurður hinnar
bandarísku þjóðar fær ekki háa
einkunn. Hann segir að á meðan
bandarískur almenningur lét sér
fátt um hann og tónlist hans
finnast var honum tekið _sem þjóð-
höfðingja í Evrópu. Ástæðuna
segir hann þá að Evrópumenn
viðurkenni að jass, eða tónlist
svartra eins og Miles kýs að kalla
fyrirbærið, sé upprunninn meðal
blökkumanna og meti framlag
kynstofnsins til heimsmenningar-
innar að verðleikum. Hvítir
Bandaríkjamenn geti á hinn bóg-
inn á engan hátt unnt þeim þess
og reyni að gera hlut þeirra sem
minnstan. Kynþáttafordómar eru
honum áleitið umhugsunarefni og
undirlægjuháttur kynbræðra hans
er honum jafnógeðfelldur og fá-
fræði hins almenna hvíta Banda-
ríkjamanns um framlag blökku-
manna til heimsmenningarinnar.
Sagan hefst í East St. Louis,
litlum bæ í miðvesturríkjunum þar
sem Miles ólst upp. Þar segir frá
fyrstu kynnum hans af tónlist
blökkumanna og brösóttum sam-
skiptum foreldra hans sem voru
efnað millistéttarfólk. Þar átti leið
um sveit Billy Eckstine, en með
sveitinni léku meðal annarra Diz-
zy Gillespie og Charlie Parker.
Kynni tókust með þeim og
skömmu síðar ákvað Miles, 18 ára
gamall, að halda til New York til
tónlistarnáms, en þó einkum til
að leita uppi Gillespie og Parker.
Þeir voru þá farnir að leika í eig-
in hljómsveit tónlist sem féll í
grýttan jarðveg meðal flestra
djassgagnrýnenda en mæltist vel
fyrir á 52. stræti, og hver djass-
búllan á fætur annarri spratt upp
í frjóum jarðvegi skapandi tónlist-
ar. Fæðing beboppsins var um
garð gengin. Gillespie gafst upp
á samstarfinu við Parker sem
samkvæmt frásögn Miles var að
mestu leyti utanveltu af heróín-
Miles Davis.
neyslu. Síðar átti Miles eftir að
slíta samstarfí við Parker af sömu
ástæðu og eru lýsingarnar á sukk-
inu heldur ókræsilegar.
Miles lýsir því hvernig hann
sjálfur féll fyrir heróíni sem fór
eins og eldur í sinu á meðal djass-
leikara og hrikalegri baráttunni
við að losna undan viðjum þess,
hvernig það umbreytti persónu-
leika hans og nánustu vina hans
og lifnaðarháttum þeirra - áföllin
þegar ungir menn með mikla tón-
listargáfu féllu hver á fætur öðr-
um í valinn vegna eiturlyfja-
neyslu.
Það sem einkennir lífshlaup
Miles öðru fremur er leitin að hinu
nýja - hann var einn af spor-
göngumönnum beboppsins en
segist ekki skilja hvernig djass-
tónlistarmenn geti ennþá sótt
inspírasjón í boppið. í einum af
eftirminnilegri köflum bókarinnar
er Miles staddur í Hvíta húsinu
ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni
í samkvæmi til heiðurs Ray Char-
les. Hann lendir til borðs með
hvítri konu sem spyr hann hvers
vegna djasstónlist er ekki gefinn
nægilegur gaumur í Bandaríkjun-
um. Miles svarar því til að hvítir
menn vilji sjá aðra hvíta menn
skara fram úr en þegar djass og
blús er annars vegar hafi þeir
ekki vinninginn úr því tónlistin
er upprunnin meðal blökkumanna.
Frúin fyrtist við og spyr Miles
hvað hann hafí svo sem afrekað
sjálfur og hann svarar: „Ég hef
líklega umbylt tónlistinni fimm
eða sex sinnum... Segðu mér
hvað þú hefur afrekað annað en
að vera hvít.“
Miles - sjálfsævisagan er ómet-
anleg heimild um umbrotatíma í
lífi og list bandarískra blökku-
manna - fæðingu beboppsins,
fijálsdjassins, djassrokksins og
fönksins. Hún er líka krassandi
frásögn af daglegu lífi fijórra og
sérkennilegra listamanna og gef-
ur innsýn í hvernig perlur djass-
bókmenntanna urðu til.
■ DAGANA 26. júlí til 3.
ágúst munu eftirfarandi
hljómsveitir skemmta gest-
um Gauks á Stöng: Föstu-
dag og laugardag munu
i^hinir eldhressu Austfjarða-
menn í hljómsveitinni Sú
Ellen hrista upp í höfuð-
borgarbúum. Sunnudag og
mánudag munu síðan hinir-
„ungu“ og efnilegu meðlim-
ir Sniglabandsins halda
enn eina útgáfutónleika.
Þriðjudag og miðvikudag
mætir Rokkabillyband
Reykjavíkur til leiks, enn
betra en síðast. Fimmtu-
daginn 1. ágúst, föstudag-
inn 2. ágúst og laugardag-
inn 3. ágúst er það Rokk-
1 hljómsveit íslands með
Friðrik Karlsson í broddi
fylkingar, sem sér um
stemmninguna.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á cír^iim MrKypranc* /
Lúxus-terta.
Rúllutertur
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Það er ekki amalegt að fá
rúllutertusneið í eftirrétt eða
með kaffinu, fáir afþakka slíkt
góðgæti þegar boðið er. Hér
fylgja með uppskriftir af þremur
rúllutertum, tvær þeirra eiga það
sameiginlegt að í þeim er kakó
og þar af leiðandi dökkar, þó
misjafnlega mikið sé í þær borið.
Ein er svo Ijós en með súkkulað-
ikremi. Gott er að hvolfa kökun-
um á sykristráðan smjörpappír
um leið og þær eru teknar úr
ofninum..
Lúxus-terta
1 dl eggjahvítur (5-6 stk.),
3 dl sykur,
100 g saxaðar hnetur,
1 dl hveiti,
l‘/2 msk. kakó,
1 pk. möndluflögur.
Eggjahvíturnar stífþeyttar,
sykrinum bætt smám saman í
og þeytt vel á milli. Deigið á að
vera stíft. Hnetur, hveiti og kakó
sett varlega saman við. Deigið
sett á smjörpappír á plötu, 3040
cm að stærð, möndluflögum
stráð yfir. Kakan verður að bak-
ast strax, í miðjum ofni við
175°C í 15-20 mín. Um það bil
4 dl af ijóma stífþeyttur og
smurt á kalda kökuna og hún
vafín lauslega saman. Gott er
að setja niðursoðna ávexti, t.d.
aprikósur á milli.
Mokka-kaka
4 egg,
150 g sykur,
3 msk. kalt, sterkt kaffi,
60 g hveiti,
35 g kartöflumjöl,
■A tsk. lyftiduft,
3 msk. kakó.
Krem:
150 g smjör,
150 g flórsykur,
2 tsk. vanillusykur,
2 eggjarauður,
50 gr. möndluflögur.
Egg og sykur þeytt vel sam-
an, kaffi, sigtað hveiti, kartöflu-
mjöl, lyftiduft og kakó sameinað
og sett varlega út í eggjahrær-
una. Deigið sett á smjörpappír á
bökunarplötu (3040 cm), bakað
í miðjum ofni í u.þ.b. 8 mín. við
225°C.
Kremið:
Smjör og flórsykur hrært vel
saman, vanillusykri og eggja-
rauðum hrært saman við og kre-
mið hrært vel. Helmingur þess
er smurt á kalda kökuna og
henni rúllað saman, afganginum
smurt yfir kökuna og möndlu-
flögur settar yfír.
Terta með súkkulaðikremi
2 egg,
1 dl sykur,
1 dl hveiti,
1 msk. kartöflumjöl.
Kremið:
50 g smjör,
50 g flórsykur,
1 eggjarauða,
2 msk. kakó,
1 tsk. vanillusykur.
Egg og sykur þeytt vel, hveit-
ið sett varlega saman við. Deigið
sett á smjörpappír á plötu, bakað
í 8-10 mín. I miðjum ofni við
225°C. Kökunni hvolft á syk-
urstráðan pappír. Það getur ver-
ið gott að bleyta pappírinn sem
kakan er bökuð á ef hann ætlar
að festast.
Kremið:
Smör og sykur hrært vel,
eggjarauða, kakó og vanillusyk-
ur sett út í og blandað vel. Krem-
inu smurt á kökuna og henni
rúllað upp, stráð er flórsykri yfir
kökuna til skrauts.
I HJArfrASTAD
LDtfE ME TENDEB
SfOASTA
SÝNINGARHELGI
FYRIR SUMARFRÍ.
MEIFtlHA TTAFt
NILLABAR
DÚETTINN
MUMMI & BALU
rokka í tilefni af 2ja ára afmæli
,NILLA“
)} ‘
OPIÐ FRA
KL. 18-03
1ÓTEL jgJAND
Miöa- oö borðapantannir í síma 687111
Rjómalöguð súpa
veiðimannsins
m/laxabitum
Lambafantasía
m/lyngberjasósu
Eldristaðir ávextir
m/bláberjaís