Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 12
12
MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚlÍ 1991
Ofveiði stefnir sjávarútveg-
inum í Nýj a-Englandi í hættu
FRANK Mirarchi leggur net í Atlantshafið á 18 metra löngum togbáti
sínum í glaða sólskini einn morguninn. Hann er i námunda við Stellwag-
en-banka, ein gjöfulustu fiskimið við strendur Bandaríkjanna á árum
áður. En þegar hann dregur netin inn rúmum tveimur klukkustundum
síðar kemur í Ijós að aflinn er aðeins um 160 kg - um helmingur
þess sem hann var vanur að vera fyrir áratug. I netinu er enginn
golþorskur eða stórlúða frekar en venjulega. Stór hluti aflans er rétt
yfir lágmarksstærð, svo ekki þarf að henda honum. Ekki ein einasta
ýsa er í aflanum en hún er með verðmætari fiski á þessum slóðum.
„Áður var ég vanur að fá mikið
af ýsu, fleiri tonn á ári,“ sagði Mir-
archi, sem er 47 ára að aldri og
hefur haft fiskveiðar að atvinnu í
28 ár. „Núna fæ ég þtjár til fjórar
á ári.“
Hvað hefur orðið um allan fiskinn?
Hann hefur þegar verið veiddur að
mestu - og á svo óhugnanlega
skömmum tíma að framtíð fiskveiða
í Nýja-Englandi er í hættu.
Bandaríkjamenn færðu út land-
helgina í 200 mílur fyrir aðeins fjór-
tán árum og flestum þeirra erlendu
togara, sem höfðu veitt þar, var
meinað að halda veiðunum áfram.
Þessu var fagnað í Bandaríkjunum
og sagt var að þetta væri eina leiðin
til að bjarga illa settum sjómönnum
Nýja-Englands.
Óhófleg nýsmíði og
tækniframfarir
Útfærsla landhelginnar hafði góð
áhrif á fiskstofnana þar til Banda-
ríkjamenn sjálfir gerðust sekir um
ofveiði. Skipunum fjölgaði ört og
stjómvöld í Washington voru samsek
því þau veittu lánafyrirgreiðslu
vegna nýsmíða. Nýju skipin voru
búin rafeindatækjum, sem auðveld-
uðu fiskileitina til muna. Útgerðar-
mennirnir lögðu ennfremur hart að
embættismönnum að afnema veiði-
kvóta. Allt þetta varð til þess að
veiðin jókst gífurlega um tíma.
Veiði togskipa frá Nýja-Englandi
náði hámarki árið 1983 og síðan
hefur dregið verulega úr henni.
Flyðru- og ýsustofnarnir hafa sjaldan
verið jafn litlir og nú. Þorskstofninn
hefur minnkað vemlega. Gengið hef-
ur verið nærri túnfisknum og sverð-
fisknum.
Margir útgerðar- og sjómenn í
Nýja-Englandi em í miklum vanda
staddir. Hugarfarið hefur verið þann-
ig að menn hafa reynt að veiða eins
mikið og þeim framast er unnt á
meðan eitthvað er ennþá að hafa.
Þeir hafa gengið svo nærri fiskstofn-
unum að skaðinn er óbætanlegur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sjó-
sókn hefur aukist skyndilega á þessu
svæði en fiskifræðingar segja að
skipin séu nú orðin svo mörg og
tæknin svo þróuð að fískurinn eigi
sér engan griðastað lengur.
„Þetta er græðgi - 90% af þessu
er græðgi. TJtlitið er mjög slæmt,“
sagði Marty Manley, útgerðarmaður
í New Bedford, hvalabænum sem
Melville lýsir í skáldsögunni „Moby
Dick“.
Vandinn er víðar en í
Nýja-Englandi
Fiskstofnar annars staðar við
strendur Bandaríkjanna eru einnig í
hættu. Þegar hefur verið komið á
kvótakerfi í Alaska og stjómvöld
hyggjast takmarka sókn gríðarstórra
verksmiðjutogara, sem hefur fjölgað
gífurlega á undanförnum ámm.
Gengið hefur verið nærri stómm
hitabeltisfiskum í Mexíkóflóa. Sverð-
físki, sem sérlega hátt verð hefur
fengist fyrir, hefur því sem næst
verið útrýmt á Atlantshafí. Bátar frá
Asíuríkjum stunda ólöglegar veiðar
með gríðarstómm reknetum, allt að
50-65 km löngum, á Kyrrahafí og
ná þannig milljónum smálaxa.
Útgerðarmenn í Evrópu era einnig
að eyðileggja fískstofna sína. Manuei
Marin, sem fer með sjávarútvegsmál
innan framkvæmdastjómar Evrópu-
bandalagsins (EB), sagði við ráð-
herra aðildarríkjanna nýlega að farið
væri að „kreppa að sjávarútveginum
í heild sinni“. Hann sagði að sjó- og
útgerðarmenn í nokkmm aðildarríkj-
anna hefðu „tamið sér óþolandi siði“,
til að mynda hefðu þeir veitt hundr-
uð þúsunda tonna af smáfiski sem
þeir síðan hentu dauðum í sjóinn.
Þrátt fyrir tilraunir EB til að koma
á veiðikvótum hafa þorsk-, ýsu- og
lúðustofnamir minnkað um rúman
helming frá því á sjötta áratugnum.
Marin segir að lýsustofnarnir hafí
minnkað um rúman helming á und-
anfömum sex ámm. Framkvæmda-
stjóm bandalagsins hefur ítrekað
reynt að fá sjávarútvegsráðherra
aðildarríkjanna til að fallast á strang-
ari veiðitakmarkanir og hert eftirlit
með veiðunum en án árangurs.
„Betri skip og leitartæki gera okk-
ur kleift að útrýma fiskinum og það
erum við einmitt að gera,“ sagði
Douglas Foy, framkvæmdastjóri
Conservation Law Foundation,
bandarískra samtaka sem höfðuðu
nýlega mál gegn Bandaríkjastjórn í
því skyni að neyða hana til aðgerða
til að byggja upp fískstofna við norð-
austurströnd landsins. Þótt sjómenn
séu margir hveijir andvígir íhlutun
slíkra samtaka hefur hluti þeirra
stutt þessa kröfu.
Sjómenn malda í móinn
En búast má við harðnandi deilum
um hvað beri að gera, einkum í
Nýja-Englandi, þar sem vandinn er
ef til vill mestur. Sjómenn fjölmenna
á fundi til að gagnrýna embættis-
menn fyrir tillögur varðandi friðun-
araðgerðir. Þeir senda þingmönnum
hundmð bréfa til að andmæla hug-
myndum um veiðitakmarkanir.
Margir þeirra eiga í erfíðleikum með
að greiða af veðlánum vegna dýrra
báta og segjast ekki geta veitt sér
þann munað að veiða ekki eins mik-
ið og þeir geta og eins fljótt og þeir
geta.
„Til hvers em þeir að vemda físk-
inn? Fyrir hvern?“ spyr Ed Lima,
leiðtogi sjómannasamtaka í Glouc-
ester, sem hefur áhyggjur af því
veiðitakmarkanir kunni að leiða til
þess að margir sjómenn verði atvinn-
ulausir. „Hvenær tekur verndun físk-
stofna enda?“
Hluti sjómannanna neitar því að
ofveiði hafi skapað vandann. Sumir
segja að skýringar á minnkandi físk-
stofnum sé að leita í náttúmnni
sjálfri, sem sjái einnig til þess að
þeir stækki aftur. Aðrir kenna meng-
un um hvernig komið er, þótt það
skýri ekki hvers vegna skötu- og
háfastofnarnir, sem ekki em nýttir,
hafa stækkað. Allir em þeir hins
vegar sammála um að dregið hafí
úr afla vegna úrskurðar Alþjóðadóm-
stólsins frá 1984 um að Kanadamenn
skyldu fá bróðurhlutann af gjöfulum
fiskimiðum sem nefnast Georgs-
banki.
Hörmuleg mistök
Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis.
Þegar Bandaríkjastjórn ákvað að
færa út landhelgina í 200 mílur árið
1977 fögnuðu margir því að sjávarút-
vegurinn í Nýja-Englandi væri hólp-
inn. Bandaríkjamenn vom hins vegar
fljótir að auka sóknina. Það ýtti und-
ir auknar veiðar að á sama tíma
hækkaði fískurinn í verði þar sem
Bandaríkjamenn drógu úr kjötáti
sínu og borðuðu meira af sjávaraf-
urðum vegna aukins áhuga á heilsu-
samlegu mataræði. 590 skip vom
gerð út frá Nýja-Englandi til botn-
físksveiða árið 1976 og þeim ijölgaði
um meira en tvo þriðju, eða í rúm-
lega þúsund, í byijun síðasta áratug-
ar.
Margir telja að þarna hafi stofnun-
um, sem annast stjómun fískveiða,
orðið á hörmuleg mistök. Sjö svæðis-
bundnar stofnanir sjá um stjómun
fískveiða í Bandaríkjunum og stjórn-
ir þeirra eru skipaðar fulltrúum út-
gerðar- og sjómanna, sem banda-
ríska viðskiptaráðuneytið skipar. Sú
stofnun, sem fer með fiskveiðistjórn-
un í Nýja-Englandi, lét undan þrýst-
ingi frá sjómönnum og afnam veiði-
kvóta árið 1982. í skýrslu yfirvalda
í Massachusetts segir að þetta hafi
sætt „vemlegri gagniýni“ og varað
hafi verið við ofveiði vegna þess að
sóknin hafi ekki verið takmörkuð á
neinn hátt. „Spár um ofveiði hafa
nú ræst,“ segir ennfremur í skýrsl-
unni.
Afli togara frá Nýja-Englandi var
um 185.000 tonn (aðallega botnfisk-
ur svo sem þorskur, flyðra og ýsa)
og hafði aukist um 66% frá 1976.
Aflinn var hins vegar kominn niður
í 127.000 tonn árið 1990. Árið áður
var aflinn 105.000 tonn og fískifræð-
ingar segja að aukningin stafi af því
að mun meira var veitt af smáfiski,
rétt yfír lágmarksstærð. Það er ills
viti, því stór hluti þessa físks náði
ekki að hrygna.
Fiskurinn er griðlaus
Mirarchi fer í dagróðra á báti sín-
um og heldur sig um 30 km frá
heimahöfn sinni, Scituate í Massa-
chusetts, og fer ekki varhluta af
vandanum.
„Við veiðum meira en stofnarnir
leyfa,“ segir Mirarchi þegar hann
flokkar fiskinn um borð í báti sínum.
„Allur þorskurinn sem við veiðum
er af sama árgangi. Hann er eins
og fræbelgur; stærðin er alltaf sú
sama. Hér er enginn fullvaxinn fisk-
ur.“
Hann tekur upp 56 sm grákola
og segir: „Svona fiskur var frekar
algengur fyrir nokkmm árum —■
40-60% aflans." Nú er kolinn sem
hann veiðir miklu minni, yfírleitt um
33-35 cm, sem er lágmarksstærð.
„Stór koli hrygnir alls íjórum sinn-
um á ævinni,“ segir Mirarchi. „Helm-
ingslíkur eru á því að 35 cm fiskur
hafí hrygnt einu sinni.“
Bátinn keypti Mirarchi árið 1976
og hann er yyðgaður og farinn að
láta á sjá. í honum era þó mörg
rafeindatæki, þar á meðal dýptar-
mælir sem sýnir sjávarbotninn í
skæram litum á tölvuskermi. Tækin
gera Mirarchi kleift að finna bletti,
sem reynst hafa gjöfulir, og veiða
nálægt klettóttum sjávarbotni eða
flökum skipa, sem hann þurfti að
forðast áður vegna hættunnar á að
dýr netin eyðilegðust.
„Áður notuðum við yfirleitt baujur
til að merkja blettina," segir Mirarc-
hi. „Erum við betur tækjum búnir
núna? Já og við getum notað þau
allan sólarhringinn og það er sama
hvernig viðrar. Fiskurinn er griðlaus,
bæði í tíma og rúmi.“
Mirarchi hafði með sér tvo háseta
þar til fyrir átján mánuðum. Hann
sagði öðrum þeirra upp vegna minnk-
andi afla. Hann segir að aflinn sé
varla nægpir til að framfleyta honum
og einum háseta.
Mirarchi keypti bátinn fyrir 15
árum og honum hefur tekist að end-
urgreiða veðlánin en með því að veiða
200 daga á ári em árstekjur hans
þó aðeins um 25.000 dalir (1,5 miilj-
ónir ÍSK), helmingi lægri en um
miðjan síðasta áratug. „Væri ég enn
að greiða af lánunum þyrfti ég að
vera á sjó allan sólarhringinn,"
segir Mirarchi.
Selja eða missa bátana
Aðrir hafa neyðst til að hætta sjó-
mennsku. Joseph Brancaleone, 41
árs, sem hafði alla tíð verið sjómaður
eins og faðir hans og afi, seldi bát
fjölskyldunnar fyrir nokkrum ámm
og gerðist framkvæmdastjóri skyndi-
bitastaðar, Burger King, í Gloucest-
er. „Við áttum orðið í mestu erfiðleik-
um með að framfleyta okkur,“ segir
hann.
Bruce Barnard frá Falmouth í
Massachusetts seldi 30 metra togbát
nýlega vegna aflabrests. Hann keypti
bátinn fyrir tæpum áratug á 200.000
dali (12,4 milljónir ÍSK) og endur-
bætur kostuðu hann 200.000 dali til
viðbótar. Hann hafði farið fram á
300.000 dali fyrir bátinn en fékk
síðan minna en helming þeirrar fjár-
hæðar.
Nauðungamppboð á bátum em
orðin nokkuð algeng. Einnig þykir
grunsamlegt hversu margir sjófærir
og tryggðir bátar hafa sokkið að
undanförnu.
Richard Tobin, sem stundaði tún-
fiskveiðar í hlutastarfí frá New-
buryport í Massachusetts, er að
reyna að selja bát sinn. Hann var
vanur að fara í 20 dagróðra á ári
og fá að minnsta kosti einn túnfisk
í róðri, oft yfir 270 kg þungan.
Hundruð túnfískbáta em hins vegar
gerð út frá Nýja-Englandi og Japan-
EES-feluleikurinn heldur áfram
eftirKjartan
Norðdahl
Hræðsluáróðurinn
í leiðara Mbl. 5. júli sl. fer rit-
stjóri blaðsins fram á að umræðan
um EES-samninginn komist á hærra
plan, verði málefnalegri.' Menn eiga
að ræða um fjórfrelsið, segir í leiðar-
anum, um t.d. hvað felist í hugsan-
legum samningum um fijálsan bú-
setu- og atvinnurétt, um fijálsa fjár-
magnsflutninga og rétt útlendinga
til þess að kaupa eignir hér á landi
og um framsal á valdi til EES, og
svo framvegis. Leiðara Morgunblaðs-
ins er að þessu sinni beint til alls
almennings en einnig og ekki síður
tii stjómmálamanna og fjölmiðla.
Verður fróðlegt að fylgjast með við-
brögðunum.
Ekki er nema sjálfsagt að menn
verði við þessum vinsamlegu tilmæl-
um, galiinn er bara sá, hr. ritstjóri,
að ráðamenn þjóðarinnar era ófáan-
legir til þess að ræða um neitt annað
en fisk í sambandi við þennan fyrir-
hugaða samning. Má ekki vera út-
rætt um fískveiðimálin í bili?
Menn eiga ekki að stunda hræðslu-
áróður, er sagt, en hræðsla stafar
oft af því að menn óttast hið óþekkta,
um leið og hið óþekkta verður þekkt,
hverfur hræðslan. Og hér er það sem
kemur að skyldum stjómvalda. Þau,
fyrst og fremst, eiga að upplýsa fólk-
ið í iandinu um allar hliðar hins fyrir-
hugaða byltingarkennda utanríki-
sviðskiptasamnings. Ekki bara eina
hlið — heidur allar hliðar. En þetta
er einmitt það sem hefur vantað í
umræðumar. Það hefur vantað að
gætt sé jafnræðis. Það verður að
gefa fólki, almenningi á íslandi, kost
á að vega og meta bæði kostina og
gallana í þessu máli öllu. Umfjöllun-
in af hálfu stjómvalda hefur verið
of einhliða. Það er einblínt á jákvæðu
hliðarnar og látið sem þær neikvæðu
séu ekki til. Sagan er full af dæmum
um það, hversu stjórnmálamönnum
getur orðið hált á því að segja al-
menningi aðeins hálfan sannleikann.
Það hafa verið gerðar ítrekaðar
tilraunir til þess að fá fram rökræður
um fjórfrelsið, því það er fjórfrelsið
umfram allt, sem er rauði þráðurinn
í EES-viðræðunum, kjamaatriðið i
málinu, það, sem þetta allt snýst um.
Árangur hefur verið sáralítill. Ekkert
kemst að hjá stjórnmálamönnunum
annað en fískur. Það er eins og setn-
ingin — lífíð er saltfískur — hljómi
stöðugt fyrir eyram þeirra.
Vogarskálin
Það er sagt að í þessum samning-
um eigi að nást heildaijafnvægi.
Ávinningur einnar þjóðar á að vega
jafnt á móti ávinningi annarrar.
Hlutfallslega á allt að ganga upp.
Ávinningurinn fyrir íslenskan þjóðar-
búskap, og þar með þjóðina alla, ef
EES-samningurinn næst, verður gíf-
urlegur, segir utanríkisráðherra, og
aðrir þeir sem em sömu skoðunar
og hann, t.d. Ólafur Davíðsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra iðn-
rekenda, sem segir að það sé höfuð-
nauðsyn að ná þessum samningum.
En ef jafnvægi á að ríkja hlýtur
þá ekki einnig að verða að koma til
ávinningur af samningunum fyrir
EB? Hver er hann? Hvar er umfjöll-
unin um það, sem EB á að fá út úr
þessum samningum, að því er ísland
varðar? Það vantar ekki að tíundað
hafí verið hve mikið við, Islendingar,
eigum að græða á þessu. Milljarða-
mál, segir utanríkisráðherra. En
hvað kostar aðgöngumiði okkar að
EES? Hvað þurfum við að greiða
fyrir hann? Er allt falt fyrir peninga?
Ef einhver spyr um þetta, þá er sá
hinn sami að halda uppi hræðsluá-
róðri. Og ég skal fyrir mitt leyti al-
veg játa það að þessir væntanlegu
samningar vekja hjá mér ugg. Ekki
síst vegna hinnar greinilegu tregðu
stjórnvalda til þess að upplýsa menn
um áhættuþættina.
En Iítum nú aðeins á hvað það
getið verið, sem EB á að fá fyrir
aðgöngumiðann okkar.
a) Mega aðilar EB veiða fiskinn
okkar í staðinn — nei, aldeilis ekki.
b) Mega þeir fjárfesta í fiskvinnsl-
unni — nei, gegn því höfum við að
sjálfsögðu sett fyrirvara.
c) Mega þeir þá komast yfir aðrar
auðlindir okkar — ekki til að tala
um, þar er einnig fyrirvari.
d) Mega þeir kaupa upp fasteignir
hér á landi, lönd og annað — nei,
ekki nema í litlum mæli, annars gríp-
um við til vamaglans, þ.e. hins svo-
kallaða almenna fyrirvara.
e) Mega þeir komast inn á íslensk-
an vinnumarkað — jú, það má, en
bara í takmörkuðum mæli, annars
grípum við til almenna fyrirvarans.
Þetta er nú ekki amalegur listi
fyrir þá í EB. Hvflkur rokna ávinn-
ingur yrði þetta nú þeim til handa,
hvað Island varðar, ef af þessum
EES-samningum yrði.
Kjartan Norðdahl
„Hvernig má það vera,
að þessir tveir menn,
sem báðir verða að telj-
ast sérfróðir um EES-
málin, skuli hafa svona
mismunandi mat á
þessu? Svona lagað
stenst hreinlega ekki.“
M.ö.o., það er enn talað um þetta
mál við þjóðina eins og við hvert