Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 Garðyrkjustörf Vanir starfsmenn óskast, garðyrkjumenntað- ir eða vanir lóðavinnu. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „G - 8898“. Skrifstofustarf Starfskraftur óskast á skrifstofu í bókhalds- vinnu, launaútreikning og almenn skrifstofu- störf. Þarf að hafa kunnáttu í tölvuvinnslu. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Bókhald - 8881“. Hárgreiðslufólk Vanur hárgreiðslumeistari eða sveinn og einnig nemi óskast á virta hárgreiðslustofu. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 31. júlí, merktar: „Hárgreiðslufólk - 7281 Vélamaður - vörubílstjóri Vélamaður óskast á nýlega traktorsgröfu. Einnig vörubílstjóri. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „V - 3802“. Rafvirkjar Okkur vantar rafvirkja. Leitum að reyndum og góðum mönnum. Starfssvið er viðgerðar- og viðhaldsvinna í útgerð og fiskvinnslu. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar hjá verkstjóra eða framkvæmda- stjóra. Póllinn hf., Aðalstræti 9, 400 Isafirði, sími 94-3092. Kennarar í Egilsstaðaskóla eru 270 nemendur í 1.-10. bekk og sérdeild. Góður starfsandi er meðal kennara og góð starfsaðstaða. í skólanum er verið að vinna að tveimur þróunarverkefn- um, annað í 9.-10. bekk og hitt í sérdeild. Okkur vantar 2-3 kennara til að starfa með okkur næsta vetur: Almennan kennara, íþróttakennara, sérkennara - þroskaþjálfa. Húsnæði á staðnum. Flutningsstyrkur. Upplýsingar í síma 97-11632, Helgi. TIL SÖLU Málmiðnaðarfyrirtæki Til sölu er eignarhluti í máimiðnaðarfyrirtæki vel búnu tækjum og með eigin innflutning. Til greina kemur að selja fyrirtækið í heilu lagi. Þeir sem hafa áhuga leggi inn nafn og síma- númer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Málmur- 14016“ fyrirföstudaginn 2. ágúst. Tæki til harðfisks- eða hausaframleiðslu Til sölu er frystir (Barkar einingar) m/pressu, þurrkklefi (tæki), þurrkgrindur ca 400 stk. ásamt hjólapöllum, tveir valsarar, vigt m/strikamerkingu, tvær valum vélar, kúttari fyrir bitafisk, ásamt fleiru. Upplýsingar í síma 98-12947 (Gísli). YMISLEGT Peningamenn Mjög gott hlutafélag óskar eftir fjársterkum aðila sem meðeiganda. Öll framieiðsla fyrir- fram seld og skilar góðum arði. Athugið aðeins fjársterkur aðili kemur til greina. Sendið upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „KD - 14018“ eins fljótt og hægt er. Viðskipti við Kanada Á undanförnum árum hafa viðskipti milli ís- lands og Kanada aukist verulega, bæði inn- og útflutningur. Við höfum góð sambönd í öllum fylkjum Kanada og tökum að okkur að aðstoða þá aðila hér, sem hafa áhuga á að kanna möguleika á viðskiptum við Kanada- menn. Okkar maður fer til Kanada í lok vikunnar. Vinsamlegast hafið því samband sem fyrst. IIC4NI íslensk Kanadíska Verslunarfélagið s.í. Hafnarstræti 20, 4. hæð - 101 Reykjavík sími 621062 - fax 626278. SJÁLPSTIEÐISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F liriMOAI.I Ul< SUS-þing Félagsmenn í Heimdalli, sem áhuga hafa á þvl að verða fulltrúar á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna á ísafirðir 16.-18. ágúst nk., eru vinsamlega beðnir að koma eða hringja á skrifstofu Heim- dallar i Valhöll, Háaleitisbraut 1, fyrir 3. ágúst. Skrifstofan er opin frá kl. 9-12 alla virka daga og er síminn 682900. Heimdallur. Siglfirðingar - Siglfirðingar Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður, verður með viðtalstíma í Sjálfstæðishúsinu laugar- daginn 27. júlí kl. 14.00-15.00. Fulltrúaráð sjálfstæðisfálaganna. Aðalfundur kjördæmissamtaka ungra sjálfstæð- ismanna íVesturlandskjördæmi verður haldinn á Hrafnseyri við Arnarfjörð sunnudaginn 28. júlí. Fundurinn hefst kl. 14.00 og stendur eitthvað fram eftir degi. Allt ungt fólk, félagsbundið í félögum ungra sjálfstæðismanna á Véstfjörðum, er hvatt til að mæta. Engar skipulagðar ferðir verða á staðinn og er mönnum bent á að hafa samband við stjórnarmenn f sínu félagi til að samræma ferðir. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Undirbúningur SUS-þings. 3. Umræður og afgreiðsla ályktunar. 4. Val á fulltrúa Vestfjarða í SUS. Stjórnarkjör. 5. Önnur mál. Stjórnin. Metsölubkið á hverjum degi! FEIAGSIIF FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3& 11798 19533 Fjölbreyttar helgarferðir 26.-28. júlí. 1. Miðsumarsferð í Þórsmörk. Góð gistiaðstaða í Skagfjörðs- skála Langadal. Gönguferðir. 2. Landmannalaugar-Eldgjó. Gist í sæluhúsinu í Laugum. Ekið í Eldgjá. Gönguferðir. 3. Hvítárnes-Kerlingarfjöll- Hveravellir. Ekið og gengið. Gist í skálum F.l. í Hvítárnesi og á Hveravöllum. Gengið um Hveradali Kerlingafjalla og víðar. 4. Þverbrekknamúli-Hrútfell. Gengið í skála Fl’ í Þverbrekkna múla og gist þar. Spennandi ganga á Hrútfell (1410 m.y.s.), eitt besta útsýnisfjall á Kili. Brottför föstud. kl. 20 í helgar- ferðirnar. Helgarferð 27.-28. júlí: Emstrur-Þórsmörk. Brottför laugard. kl. 08. Gengið af Emstr- um til Þórsmerkur á laugardegin- um (um 6 klst. ganga). „Hluti af Laugaveginum". Gist i Þórsmörk. Ferðir um verslunar- mannahelgina 2.-5. ágúst: 1. Landmannalaugar-Eldgjá. Gist í sæluhúsi FÍ. Gönguferðir um nágrenni Lauga. Ekið í Eldgjá. 2. Lakagígar-(Eldborgarraðir)- Blágil-Leiðólfsfell. Kynnist þessari mestu gígaröð jarðar og lítt þekktum leiðum þar í ná- grenni. Góð gisting í félagsheim- ilinu Tunguseli, Skaftártungu. 3. Höfðabrekkufjöll. Tjöld. Sannkallað Þórsmerkurlandslag á Höfðabrekkuafrétti undir Mýr- dalsjökli. 4. Nýidalur-Trölladyngja- Lauga- fell. Gist í sæluhúsi Nýjadal. Ekið í mynni Vonarskarðs og um Gæsavatn að Trölladyngju, mestu gosdyngju landsins (ganga). Ekta óbyggðaferð. Þjórsárversferð er frestað. Við minnum einnig á að enn eru nokkur sæti laus í sumarleyfis- ferðina frá Vonarskarði til Kverkfjalla með norðurjaðri Vatnajökuls 2.-11. ágúst. Bak- pokaferð sem er ef til vill ekki eins erfið og ætla mætti. 5. Þórsmörk. Vegna mikillar að- sóknar verður að sækja pantanir í Þórsmörk fyrir þriðjud. Brottför í ofannefndar ferðir er á föstud. kl. 20. 6. Dalir-Dagverðarnes-Breiða- fjarðareyjar. Þriggja daga ferð með brottför laugardagsmorg- un 3/8 kl. 08. Suðureyjasigling með landgöngu i eina eða fleiri eyjar á laugardeginum. Skoðun- ar- og gönguferðir í Dölum á sunnudeginum. Stuttar göngu- ferðir; merkisstaðir skoðaðir. Nýtið verslunarmannahelgina vel og komið með í Ferðafé- lagsferð. Gerist félagar f Ferða- félaginu, árgjaldið er aðeins 2.800 kr. og innifalin er ný og glæsileg árbók (Fjalllendi Eyja- fjarðar eða vestanverðu II). Ferðafélag íslands. Mataræði „borðað með meðvitund“ laugardaginn 27. júlí kl. 10.00- 13.00 á matstofunni Á næstu grösum, Laugavegi 20b. Farið verður í eftirtalin atriði: Hvernig má fá líkamlega og ekki sist andlega næringu úr fæðunni? Hvaða hugmyndir og mynstur tengjast matarvenjum okkar? Leiðbeint með hugleiðsluaðferð. Upplýsingar og skráning í síma 689915. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU3 S. 11798 19533 Sunnudagur 28. júif Gönguferð um gosbeltið 8. ferð A. Kl. 10.00: Strompar - Blá- fjöll - Draugatjörn. Gengið verður um Bláfjöll frá skiða- svæðinu við Kóngsgil að Draugatjörn undir Húsmúla. 8. ferð af 12 frá Reykjanesi að Skjaldbreið. Missið ekki af seinni hluta þessarar vinsælu ferða- syrpu. Verð kr. 1100,-. B. Kl. 13.00: Gamla þjóðleiðin um Hellisheiði. Ágæt fjölskyldu- ganga. Gengið með vörðum að Hellukofanum og um Hellisskarð og Draugatjörn. Verð kr. 1100,- frítt fyrir börn m. fullorðnum. Ath. að ferðin kemur í stað fjöru- ferðar í prentaðri áætlun. Spurn- ing ferðagetraunar 8. ferðar: Nefnið eldstöðvar austan undir Bláfjöllum. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Munið kvöldferð í Strompahella á miðvikudagskvöldið kl. 20.00. Dagsferðir og sumar- dvöi í Þórsmörk Einsdagsferðir í Þórsmörk eru alla sunnudaga og miðvikudaga. Brottför kl. 3.00. Sumardvöl í Skagfjörðsskála nýtur mikilla vinsælda. Ferðafélag (slands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Tjaldsamkoma vlð Laugarnes- skóla í kvöld kl. 20.30. Ræðu- maður Guðni Einarsson. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.