Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 26. JÚLI 1991 23 > Landbúnaðarráðuneytið: Forkaupsréttur sveit- arstjórnar ógiltur Landbúnaðarráðuneytið felldi fyrir skömmu úr gildi forkaupsrétt sveitarsljórnarinnar í Stafholtstungnahreppi í Mýrarsýslu. Ráðuneytið féllst á kæru Ólafs Þ. Þórðarsonar, þingmanns og bónda, á hendur sveit- arsrjórninni fyrir að hafa gengið inn í samning um kaup á jörðinni Efranesi en eigandi jarðarinnar hafði gert samninginn við Olaf. Sveitar- srjórnin seldi síðan jörðina hjónum, sem nú búa á jörðinni, þar sem hún taldi að með því væri framtíð jarðarinnar betur tryggð. Landbúnaðar- ráðuneytið taldi hins vegar efnisleg rök fyrir ákvörðun sveitarstjórnar- innar ekki næg. í jarðalögum er gert ráð fyrir að sveitarstjórnir eigi forkaupsrétt að fasteignum utan skipulagðra þéttbýl- issvæða. „í þessu tilfelli var gerður kaupsamningur um jörðina Efranes og hann var lagður fyrir hrepps- nefndina sem tók ákvörðun um að neyta forkaupsréttar og selja jörðina öðrum aðila heldur en samninginn gerði. Upphaflegi kaupandinn vildi ekki una ákvörðun hreppsins og skaut henni til landbúnaðarráðuneyt- isins. Ráðuneytið aflaði síðan gagna í sjávar- 1 erfíður staða næðist um þetta atriði. „Um það snúast samningaviðræður. Það eru ákveðnir erfiðleikar uppi. Ég vona að við getum ráðið bug á þeim en það verður líka að hafa í huga að við höfum ekki verið að semja á þessum fundi. Það eru aðrir sem fara með umboð til þess. Við höfum hins vegar átt mjög árangursrík skoðanaskipti sem geta orðið til þess að auka skilning á sjónarmið- um hvors annars. Það er mjög mikil- vægt að við öðlumst slíkan skiln- ing." með hefðbundnum hætti um kæru- efnið og felldi úrskurð sem var kær- andanum í vil," sagði Jón Höskulds- son, lögfræðingur landbúnaðarráðu- neytisins, í samtali við Morgunblaðið. í kæru Ólafs Þ. Þórðarsonar kom fram að ekki hafi verið gætt réttra lagasjónarmiða við ákvörðun hrepps- nefndar um að neyta forkaupsréttar. í öðru lagi að hreppsnefndin hafi brotið gegn jafnræðisreglu. í þriðja lagi var það skoðun kæranda að einn hreppsnefndarmanna hafi verið van- hæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. í fjórða lagi að hreppsnefnd hafi ekki kynnt sér málavexti nægj- anlega áður en hún tók ákvörðun og ekki gefið kæranda kost á að tjá sig um þau atriði sem nefndin lagði til grundvallar og í fimmta lagi að fund- ur hreppsnefndar hafi ekki verið opinn og auglýstur. Ráðuneytið féllst á fyrstu fjóra af fimm liðunum. Að sögn Jóns Þórs Jónassonar, oddvita í Stafholtstungnahreppi, var það mat sveitarstjórnarinnar að framtíð jarðarinnar væri betur tryggð með því að þar byggi fólk sem sjálft ætlaði að stunda búskap. „Á jörðinni er réttur til mjólkur- framleiðslu og ef hann, af einhverjum ástæðum, er ekki nýttur þá býður það þeirri hættu heim að jörðin verði ekki til hefðbundins búskapar í framtíðinni og þar með ótrygg bú- seta á henni. Við töldum okkur því vera að tryggja öruggari framtíð jarðarinnar sem bújarðar með því að láta þetta unga fólk fá hana heldur en Ólaf," sagði Jón Þór í samtali við Morgunblaðið. 3uð og í fyrra: fengur vel en kara en vænst var maí, og við sjáum það núna út ág- úst, er töluvert yfir 90% á milli Is- lands og Bandaríkjanna." Evrópuflugið lakara en vænst hafði verið Evrópuflugið hefur á hinn bóginn, að sögn Sigurðar, ekki gengið sam- kvæmt rekstraráætlunum, það er milli íslands og Evrópu. „Það er minna heldur en við höfum gert ráð fyrir. Við erum með fleiri farþega heldur en í fyrra, en við vorum bún- ir að gera ráð fyrir þó nokkurri aukn- ingu, þannig að við höfum ekki séð alla aukninguna sem við gerðum ráð fyrir á þeim leiðum.," sagði hann. Ástæðurnar sagði hann líklega mega rekja að einhverju leyti til Persaflóastríðsins. „Við fengum tölu- vert mikið af bókunum á meðan á stríðinu stóð og eftir að því var að ljúka," sagði Sigurður. Stór hluti af þeim bókunum sagði hann að hefði staðið, þótt einhverjar afpantanir hefðu fylgt. Önnur ástæða sagðist Sigurður telja að væri sú, að veður var slæmt í Skandinavíu og á megin- landinu í maf og júní þegar margir panta, sem eru á seinni skipunum að ákveða sín ferðalög. Af þessu leiði að íslendingar hafi ferðasf minna en búist hafí verið við, sagði Sigurður. „Ég hef ekki séð tölurnar ennþá fyrir júlí, en okkur sýnist að íslendingar hafi ferðast svolítið minna en við gerðum ráð fyrir í sumar vegna þess hve veðrið hefur verið gott hérna. Slæmt veður í Evrópu og gott veður á íslandi hefur að einhverju leyti haft áhrif á farþegafjölda okkar milli íslands og Evrópu. Þá er líklegt að versnandi efnahagsástand á íslandi og í Evrópu hafí haft sín áhrif." Stöndum vel að vígi Aðspurður um hvort staða Flug- leiða væri almennt talað góð núna, sagði Sigurður að hann væri ekki nógu ánægður með reksturinn í sum- ar. „Þó svo að við séum að gera betur heldur en í fyrra þá höfum við ekki náð þeim markmiðum sem við settum okkur. Við höfum sett okkur tiltölulega há markmið í sambandi við hagnað og afkomu," sagði hann. Að öðru leyti kvaðst Sigurður þó vera þokkalega ánægður með rekstur félagsins og sagðist telja að staða Flugleiða sé mjög sterk samanborið við mörg erlend flugfélög, sérstak- lega Evrópufélögin. Það sem helst styrkir stöðu félags- ins á markaðnum er, að sögn Sigurð- ar, í höfuðatriðum fjórþætt. Flug- vélafloti félagsins samanstendur af nýjum vélum sem hefur gert kleift að halda góðri stundvísi og öðlast góða ímynd í hugum viðskiptavina. I öðru lagi voru nýju vélarnar keypt- ar á meðan verð á þeim yar lágt og afgreiðslufrestur stuttur. í þriðja lagi voru fjármögnunarsamningar vegna flugvélakaupanna gerðir á hagstæð- um tíma þannig að vaxtakjör voru betri en síðar varð og lánstími lengri. Loks tókst að selja eldri vélarnar á meðan verð á þeim var í hámarki. Sigurður sagði að gengisbreytingar dollarans hefðu ekki haft teljandi áhrif á hag félagsins, til dæmis væri vægi dollarans nú svipað og þegar áætlanir voru gerðar í tengslum við flugvélakaupin, þannig að þær for- sendur hefðu ekki breyst mikið. Börkur Arnarson við eina af myndum sínum. Morgunbiaðið/Einar Faiur Gallerí Nýhöfn: Börkur Arn- arson opnar ljósmynda- sýningu BÖRKUR Arnarson b'ósmynd- ari opnar sýningu í Gallerí Nýhöfn við Hafnarstræti í dag. Á þriðja tug Ijósmynda eru á sýningunni og stendur hún til 8. ágúst. Börkur lauk námi í London College of Printing í Englandi og útskrifaðist þaðan með B.A. gráðu í ljósmyndun síðastliðið vor. Áður starfaði hann sem fréttaljósmyndari á Morgunblað- inu. Börkur hefur tekið þátt í fjórum samsýningum í Englandi og Þýskalandi, en þetta er fýrsta einkasýning hans. Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir ljósmyndir sínar og meðal annars hjátískublaðinu Vogue árið 1990. Börkur rekur nú fyrirtækið Fotoguttene í London í félagi við þrjá fyrrverandi skólabræður sína. UMRÆÐAN UM AFAM LANSKJARAVISITOLUNNAR Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Oráðlegt að hrófla við lánskjaravísitölunni „Það hefur tekist gott samkomulag milli allra aðila að málinu meðal stjórnvalda og við Seðlabankann að stefna að því að óverð- tryggðar skuldbindingar fái meira vægi á lánamarkaðnum og hinar verðtryggðu víki eftir frjálsu vali manna. Það er að minu mati óráðlegt með tilliti til þess siimkonuilags sem tókst um þetta mál við Seðlabankann og milli flestra sem að þessu máli koma á vettvangi stjórnmálanna að fara að hrófla mikið við því," sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, aðspurður um þá skoðun Ein- ars Odds Kristjánssonar, formanns Vinnuveitendasambands ís- lands, að leggja eigi lánskjaravísitöluna niður í haust í kjölfar kjarasamninga sem treysti áframhaldandi stöðugleika í þjóðfélag- Jðn vísaði til stefnumótunar í þessum efnum sem hann hefði kynnt í lok síðasta árs, þar sem gert er ráð fyrir stigminnkandi vægi verðtryggingar á fjárskuld- bindingum og opnun lánamarkað- arins. „Það er lang heppilegast að menn velji sjálfir hvernig lána- samningir eru gerðir að þessu leyti. I þessari stefnumótun er gert ráð fyrir að í fyllingu tímans, innan tveggja ára eða svo, verði ekki lagaákvæði um verðtrygg- ingu en hins vegar heldur ekki bann við henni og á þessu stigi hef ég ekki annað um málið að segja. Það sem á að víkja lán- skjaravísitölunni af vettvangi er fyrst og fremst stöðugleiki í verð- lagi en ekki íhlutun um lánssamn- inga," sagði Jón ennfremur. Hann sagðist ekki telja það hyggilegt að blanda þessum mál- um saman við launa- og verðlags- mál. Breytingin sem síðast hefði verið gerð í þá veru að auka vægi launa í lánskjaravísitölu hefði ein- mitt verið gerð til að koma til móts við þau sjónarmið að mis- vægi í þróun launa og lánskjara væri mjög óheppilegt og það væri ekki heppilegt að fara breyta því nú. Það væri ekki nema eitt ör- uggt ráð til þess að draga úr mikilvægi lánskjaravísitölunnar og víkja henni til hliðar og það væri að halda verðlaginu í skefj- um. Hann bætti því við að hann hefði ekki haft tækifæri til þess að kynna sér þessi viðtöl við Örn Friðriksson og Einar Odd Kristj- ánsson í Morgunblaðinu þar sem þessar skoðanir kæmu fram held- ur hefði hann aðeins heyrt af þeim. _---------------___------------___ Aðspurður hvort það væri eðli- legt að lán væru bæði verðtryggð og bæru breytilega vexti sagðist hann telja það æskilegt að stefnt væri að meiri stöðugleika og ábyrgð við mótun upphaflegra Iánskjara sérstaklega þegar um verðtryggða skilmála væri 'að ræða. „Ég bendi á að þegar vægi launa var aukið á lánskjaravísi- tölunni var það einmitt til þess að koma til móts við sjónarmið þeirra sem töldu hættulegt að það yrði misræmi á milli launaþróunar og lánskjaraþróunar. Það þarf að ríkja sem mestur stöðugleiki með- an þessi skipan er við lýði. En í framtíðinni tel ég að lánskjörin og verðviðmiðun ef hún er í láns- samningum eigi að ráðast af samningsaðilum en ekki lagafyrir- mælum," sagði Jón Sigurðsson einnig. • Guðmundur Hauksson, Kaupþingi: Fráleitt að hringla með vísitöluna „Eg get ekki annað en verið sammála Erni Friðrikssyni um að laun séu of stór þáttur í lánskjaravísitölunni. Á þetta var margoft bent þegar henni var illu heilli breytt 1989," sagði Guð- mundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, aðspurður um þær hug- myndir forystumanna Alþýðusambands Islands að rjúfaþurfi sjálf- virk tengsl milli launa og lánskjaravísitölu. „Það er hins vegar fráleitt að að búast að samið verði um lán hringla með mælikvarða á borð til lengri tíma með föstum vaxta- við lánskjaravísitöluna, að kjörum, nema byggt sé á einhvers minnsta kosti að því er lítur að þegar gerðum samningum. Slík aðgerð breytir eftir á þeim gildum sem lögð voru til grundvallar við samninsggerðina og þannig vinnubrögð samrýmast ekki nútíma þjóðfélagssiðferði. Ég vona því að menn fari sér varlega ef ætlunin er að breyta lán- skjaravísitölunni," sagði Guð- mundur. „Hugmynd Einars Odds um að leggja lánskjaravísitöluna niður fínnst mér hins vegar engan rétt eiga á sér. Menn verða að átta sig á því að vísitalan er notuð við gerð langtímasamninga og fyrr en tekist hefur að skapa festu í efnahagsmálum er ekki við því konar verðviðmiðun, annað hvort vísitölu eða gengi. Af slíkum viðmiðunum er lánskjaravísitalan, að minnsta kosti eins og hún var fyrir breytinguna 1989 líklega réttlátust í okkar þjóðfélagi. Aðilar vinnumarkaðarins hafa barist fyrir lækkun raunvaxta. Afnám lánskjaravísitölunnar mun ekki lækka raunvexti. Það markmið næst þegar eftirspurn eftir fjármagni minnkar frá því sem nú er sem afleiðing af því að efnahagsmálin eru komin í betra jafnvægi. Vaxtastigið ræðst af framboði og eftirspurn á fjár- magnsmarkaði ekki í kjarasamn- ingum," sagði Guðmundur enn- fremur. 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.