Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
19
anna tveggja: „Við vorum á þeim
tíma með aðrar hugmyndir um
framtíðarfyrirkomulag. Við vorum
í sameiningarviðræðum við
Vinnslustöðina og eins við ísfélagið.
Við höfðum í huga, ef af samruna
við Vinnslustöðina hefði orðið, að
gúanóið fylgdi í þeim pakka, en
eins og þú veist þá á Vinnslustöðin
50% á móti okkur í Fiskimjölsverk-
smiðjunni."
Sigurður Einarsson bendir á að
þótt hlutur Hraðfrystistöðvarinnar
í loðnukvótanum sé jafnhár og raun
ber vitni, þá hafi bræðsluafurðir á
undanförnum árum ekki hækkað í
verði, heldur staðið í stað. „Verðið
á fiskimjölinu í dollurum er ósköp
svipað og það var fyrir fímmtán
árum, en á sama tíma hefur verðið
á þorskblokkinni fjór- eða fimm-
faldast í dollurum," segir Sigurður.
Óvissan hvað varðar framtíð
loðnuveiða gerir það að verkum að
ákvörðun um nýja loðnubræðslu,
fullkomna að tækjum og mengunar-
varnabúnaði verður ekki tekin um
sinn. Jafnlengi verður því frestað
að ákveða hverjir koma til með að
eiga nýja bræðslu og hvort stofnað
verður almenningshlutafélag um
byggingu hennar og rekstur. En
eitt Iiggur þó Ijóst fyrir - það verða
ekki reistar tvær nýjar fiskimjöls-
verksmiðjur í Vestmannaeyjum. ís-
landsbanki hefur gert Eyjamönnum
grein fyrir því að bankinn muni
ekki koma nálægt fjármögnun
tveggja nýrra verksmiðja. Þessi af-
staða bankans er eigendum beggja
verksmiðja Ijós, og því mun reyna
á heimamenn hvort þeir nái saman
í þessum efnum, áður en ljóst verð-
ur hvort ný fiskimjölsverksmiðja rís
í Vestmannaeyjum.
Fjöruskoðun
í Kollafirði
í DAG klukkan 17-19 og á morg-
un klukkan 10-12 stendur Nátt-
úruverndarfélag Suðvestur-
lands fyrir kynningu á fjöru-
skoðunarverkefninu Fjaran
mín, sumarið 1991.
Kynningin verður í Hafnarhús-
inu að vestanverðu. Þar verða
einnig eyðublöð afhent með korti
yfir alla strandlengju Kollafjarðar,
þ.e. frá Gróttutöngum að Kjalar-
nestöngum. Alls eru þetta 150
reinar, 4 á Seltjarnamesi, 76 í
Reykjavík, 8 í Mosfellsbæ og 51
á Kjalarnesi.
Þátttaka í ijöruskoðuninni er
auðveld og skemmtileg. Tilvalið
fyrir ijölskylduna að taka sér eina
eða fleiri fjörureinar (ein fjörurein
er um 500 m langur fjörubútur).
Skilyrði til fjöruskoðunar eru góð
um þessa helgi. Háíjara er milli
klukkan 13 og 14, báða dagana.
Þátttökugjald er ekkert.
ZERO BASE
REGNGALLI y
Jakki og buxur /
Grei&slukjör:
Ekkert út, 1. greiösla í sept.
og eftirstöövar á þremur árum
sem kemur ekki aftur!
HUSTJALD
+ 2 SVEFNPOKAR (-5°C)
5 MANNA TJALD m/fortjaldi
+ 2 SVEFNPOKAR (-5°C)
KULUTJALD DD-200
+ SVEFNPOKI (-5°C)
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Komið við í einni glæsilegustu
þjónustumiðstöð landsins.
Opið frá kl. 8-23.30 alla daga.
Kjörbúð með miklu matvöruúrvali : Veitingasalur -
Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs
Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals
snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn.
KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF.