Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
17
Gönguferð um gosbeltið, 8. ferð;
Bláfjöll - Draugatjöm
eftir Tómas
Elnarsson
8. raðganga Ferðafélags íslands
um gosbeltið suðvestanlands verður
farin nk. sunnudag, 28. júlí. Verður
þá gengið um Bláfjöll, frá skíða-
svæðinu við Kóngsgil að Drauga-
tjörn undir Húsmúla, vestan við
Kolviðarhól.
Fjallaklasinn vestur af Vífilsfelli
nefnist einu nafni Bláfjöll. Það eru
ekki nema um það bil 20 ár síðan
almenningur gerði sér grein fyrir
tilvist þeirra og þá vegna þess að
áhugamenn fóru að huga að tryggu
svæði í nágrenni höfuðborgarinnar
til að geta iðkað skíðaíþróttina
áfallalaust.
Bláfjöllin eru mynduð við eldgos
undir ísaldarjökli og er líklegt að
gosin hafi verið mörg. Þar er að
finna þykk lög af bólstrabergi, t.d.
syðst í Jósefsdal og vestan í Há-
kolli. Uppi á fjallinu þekur grágrýti
allstór svæði og þar má sjá stóra
gíga, sem þessi grágrýtishraun hafa
líklega runnið frá.
Allt þetta svæði er forvitnilegt
til skoðunar, ekki síst fyrir þá sem
hafa áhuga á þessum fræðum. En
Bláfjöllin bjóða upp á meira en jarð-
fræðina eina.
Upp af Kóngsgilinu er hæsti
hnúkur Bláfjalla. Hann hefur ekki
enn fengið nafn, en er jafnan
kenndur við hæð sína, 702 m y.s.
Útsýnið af hnúknum er bæði vítt
og mikið. Til norðurs og vesturs
yfir höfuðborgarsvæðið, Snæfells-
nes og norðanverðan Reykjanes-
skagann, en í austurátt yfir lág-
sveitir Suðurlands og þann fjalla-
hring sem umlykur þær.
Frá 702 m hæð verður gengið
norður eftir fjallinu í átt til Ólafs-
skarðshnúka, sem eru nyrst í þeim
að austanverðu. Hæðarhryggur
gengur skáhallt eftir fjöllunum (SV-
NA). Hefur hann verið nefndur Blá-
fjallahryggur og er best að fylgja
honum sem mest, því þaðan er út-
sýnið best.
Þegar tekur að nálgast Ólafs-
skarðshnúkana fer Jósefsdalur að
koma í ljós. Þetta er djúpur og
þröngur smádalur er Vífílsfell að
norðan og Sauðadala- og Ólafs-
skarðshnúkar að austan og sunnan.
Jósefsdalur er rennsléttur í botninn
og sumarfagur. Sú sögn er varð-
Jósefsdalur.
Á slóöum
Ferðafélags
íslands
andi nafnið á dalnum, að í fyrnd-
inni hafi búið þar maður er Jósef
hét. Hann var a'fburða smiður, en
orðljótur fram úr hófi og því vel
metinn hjá þeim í neðra. Eitt sinn
keyrði orðbragð hans svo um þver-
bak að kölski sá sér ekki fært ann-
að en að sökkva bænum og taka
Jósef til sín með manni og mús.
Eftir þetta hefur ekki verið búið í
dalnum.
Árið 1936 byggðu félagar úr
Glímufélaginu Ármanni skíðaskála
í Jósefsdal. Stóð hann þar fram
yfir 1970, en þá fluttu þeir starf-
semi sína í Kóngsgil í Bláfjöllum.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans! y
Skálinn í Jósefsdal var síðan rifinn
og allt jafnað við jörðu. Sjást þar
nú lítil ummerki um það mikla líf
og starf sem blómstraði í dalnum
á þeim tíma.
Austan við Bláfjöll eru merkar
eldstöðvar. Fast upp við þau er
Leiti, gígur, sem mun hafa gosið
fyrir um 4600 árum. Nú lætur hann
ekki mikið yfir sér, en á sínum tíma
mun þaðan hafa komið mikið hraun,
sem rann í tveimur kvíslum. Önnur
til norðurs og alla leið ofan í Elliða-
árvog, en hin til suðurs ofan í Ölf-
us. I nyrðri álmu Leitahrauns eru
Rauðhólar en Raufarhólshellir í
þeirri syðri.
Austan við Bláfjöll eru tvær eld-
borgir, og hraunbreiður umhverfís
þær. Frá þeim hafa hraun runnið
um skarðið milli Sauðdalahnúka og
Lambafells og breiðst út þar fýrir
norðan. Þetta er Svínahraun, sem
þjóðvegurinn austur fyrir fjall ligg-
ur eftir. Margt bendir til þess, að
þessi hraun hafi runnið fyrir um
1000 árum og jafnvel, það syðra,
árið sem kristni var lögtekin á Al-
þingi.
Frá nyrðri eldborginni liggur fal-*
lega mynduð hrauntroð langleiðinaí
norður að vegi og er hún kjörin'
gönguleið svo langt sem hún nær.;
Þessari gönguferð á að ljúka við‘
Draugatjörn sunnan undir Hús-
múla. Þar er rúst af gömlu sælu-
húsi, sem var athvarf þreyttra ferð-
amanna á leið yfír Hellisheiði, fram
yfír miðja síðustu öld. En sökum
þess, að mönnum fannst draugar
ríða þar húsum meira en eðlilegt
þótti, var brugðið á það ráð að
byggja sæluhús á Kolviðarhóli. Þar
var ferðamönnum veitt þjónusta
fram á miðja þessa öld. En sú saga
verður ekki sögð hér. (Fróðleiks-
molar um jarðfræði eru sóttir í rit
Jóns Jónssonar jarðfræðings.)
Höfundur er kennari.
franeital
REGNFATNAÐUR
VATNSHELDUR OG ANDAR
JAKKI
FRÁ KR. 8.980
BUXUR
FRÁ KR. 6.990
VELJIÐ AÐEINS ÞAÐ BESTA.
ALLT ANNAÐ ER
MÁLAMIÐLUN
SKATABUÐIN
-SWAK FKAMUK
SNORRABRAUT 60, SÍM112045
SKOUTSALA
Skóverslun Þórdar
Laugavegi'41,
sími 13570.
Borgarnesi
Brákarbraut3,
sími 93-71904.
Kirkjustræti 8,
sími 14181.
Philico sparar peninga
Þvottavélarnar frá Philico taka inn á sig heitt og kalt
vatn og stytta með því þvottatímann og umfram allt:
þær evða minna rafmagni
L64
• Vinduhraði: 600 snúningar
• Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali
• Sérstakt ullarþvottakerfi
• Fjölþætt hitastilling
• Sparnaðarrofi
• Stilling fyrir hálfa hleðslu
L85
• Fullkomin rafeindastýring
• Val á vinduhraða: 500/800 snúningar
• Vökva höggdeyfir
• Ryðfrítt stál í tromlu og ytri belg
L105
• Stillanlegur vinduhraði: 400/1000 snúningar
• Sérstaklega styrkt fyrir mikið álag
• Fjöldi mismunandi þvottakerfa
• Sjálfstæð hitastilling
• Traustur vinnuþjarkur
Heimilistæki hf
SÆTUNI8 SIMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
ÍSaMUftífUM