Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 26. JULI 1991
Evrópudómstóllinn:
Óheimilt að skilyrða
útgerð fiskiskipa
búsetu eða ríkisfangi
Bmssel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemborg úrskurðaði í gær að breskum
stjórnvöldum væri óheimilt að skilyrða útgerð fiskiskipa frá Bret-
landi, að hluta til eða á annan hátt, með búsetu eða ríkisfangi í Bret-
landi. í niðurstöðum úrskurðarins segir að stjómvöldum í aðildarríkj-
um Evrópubandalagsins sé heimilt að setja reglur um fiskiskip, sem
gerð séu út frá sérhveiju aðildarriki en óheimilt sé að tengja þær á
einhvern hátt við lögheimili eða þjóðemi eigenda útgerðar.
EB-fréttir
Breskur dómstóll vísaði máli
Spánvetja gegn Bretum, vegna
breytinga sem gerðar voru á bresku
skipaskráningarlögunum og tóku
gildi 1. desember 1988, til Evrópu-
dómstólsins til að fá skorið úr um
hvort breytingamar brytu í bága við
Rómarsáttmálann. Niðurstaða dóm-
stóls Evrópubandalagsins var, að
ákvæði í lögunum um að 75% eig-
enda útgerða frá Bretlandi yrðu að
vera breskir þegnar, bryti í bága við
52. grein Rómarsáttmálans.
Bresku lögin gerðu jafnframt ráð
fyrir að sama hlutfall ætti að gilda
um þjóðerni starfsmanna fyrirtæk-
isins. Nú kemur aftur til kasta
breskra dómstóla að útkljá málið.
Ágreiningur var jafnframt um þá
ákvörðun breska dómarans að fresta
gildistöku breytinganna á siglinga-
lögunum, vegna þess að þau brytu
að öllum líkindum í bága við stofn-
sáttmála EB.
Lávarðadeild breska þingsins vís-
aði því máli til úrskurðar í Lúxem-
borg en kveðinn var upp úrskurður
um það efni 19. júní á síðasta ári.
Samkvæmt honum var dómarinn í
fullum rétti samkvæmt sáttmálum
EB í að fresta gildistöku laganna á
þeim forsendum sem hann gaf, en
í þeim vísaði hann m.a. til þess að
lögin hefðu mikinn kostnað í för
með sér fyrir viðkomandi fyrirtæki.
Gert er ráð fyrir því að spönsku
útgerðirnar sem um ræðir, geti kraf-
ist skaðabóta af breska ríkinu vegna
taps sem þau hafa orðið fyrir af
völdum lagasetningarinnar. Úr-
skurður dómstólsins í Lúxemborg
staðfestir rétt aðildarríkjanna til að
setja reglur um útgerð fiskiskipa
annarra aðildarríkja, sem af ein-
hveijum ástæðum kjósa að sigla
undir fána annars ríkis. Hins vegar
er ítrekað af hálfu dómstólsins að
óheimilt sé að setja reglur sem bijóti
í bága við grunnréttindi þegna EB
til að stofna og reka fyrirtæki hvar
sem er innan bandalagsins. Bent er
á að samkvæmt úrskurðinum megi
setja reglur um löndunarskyldu og
sömuleiðis að raunverulega sé gert
út frá viðkomandi ríki, þ.e. að skrif-
stofur og önnur starfsemi fyrirtæk-
isins sé þar, engar hömlur megi hins
vegar setja vegna þjóðemis eða bú-
setu starfsmanna eða eigenda.
Bljúgir bankamenn
Forstjóri Fuji-bankans í Japan, Yoshiro Yamamoto
(t.v.), framkvæmdastjórinn Yoshihisa Tomoda (í
miðið) og fjölmiðlafulltrúi bankans, Takaia Ukita,
hneigja sig í afsökunarskyni á blaðamannafundi í
höfuðstöðvum bankans í Tókýó vegna þess að þrír
starfsmanna bankans höfðu orðið uppvísir að stór-
kostlegum fjársvikum sem kosta munu bankann um
20 milljarða jena (um 9 milljarða ISK).
Stjórn Suður-Afríku sætir gagnrýni:
Fjármagnaði kosningabaráttu
andstæðinga SWAPO í Namibíu
Jóhannesarborg, Kingston. Reuter.
SUÐUR-Afríkustjórn viðurkenndi í gær að hafa veitt sjö flokkum í
Namibíu leynilega fjárhagsaðstoð í þingkosningunum í landinu 1989.
Það var liður í misheppnaðri tilraun til að koma í veg fyrir að
SWAPO-hreyfingin, sem barðist fyrir sjálfstæði landsins frá Suður-
Afríku í 23 ár, kæmist til valda. Nelson Mandela, forseti Afríska
þjóðarráðsins (ANC) í Suður-Afríku, krafðist þess í gær að mynduð
yrði þjóðstjórn til bráðabirgða vegna uppljóstrana um að stjórnin
hefði stutt fjárhagslega við bakið á Inkatha-frelsisflokki Zulu-manna.
Pik Botha, utanríkisráðherra
Suður-Afríku, sagði á blaðamanna-
fundi í gær að stjómin hefði varið
100 rnilljónum randa (2,2 milljörð-
um ÍSK) til sjö flokka í Namibíu
Júgóslavía:
Níu Króatar falla í
árás sambandshersíns
Zagreb. Reuter.
NÍU króatískir þjóðvarðliðar að minnsta kosti féllu og 15 særðust
þegar sambandshermenn skutu á þá frá þorpum á landamærum
Króatíu og Serbíu.
í yfirlýsingu hersins sagði, að
ráðist hefði verið á hermenn, sem
gætt hefðu þriggja brúa yfir Dóná,
og hefðu þeir svarað kröftuglega
fyrir sig í tæpa klukkustund. I fyrri-
nótt kom einnig til átaka og féllu
þá tveir króatískir þjóðvarðliðar og
einn sambandshermaður. Talið er,
að þessi átök muni kynda enn frek-
ar undir óvildinni milli Króata og
Serba en á einni viku hafa um 40
manns fallið af hvorumtveggja.
Mánuður er síðan Króatar og Sló-
venar sögðu skilið við Júgóslavíu
og lýstu yfir sjálfstæði.
í fyrradag féllust yfirmenn hers-
ins á að leysa alla Slóvena undan
herskyldu frá og með 15. ágúst og
samist hefur um, að sambandsher-
inn fari frá Slóveníu gegn því, að
slóvenska þjóðvarðliðið leggi niður
vopn.
til að koma í veg fyrir að SWAPO,
Þjóðarsamtök Suð-vestur Afríku,
kæmist til valda í þingkosningun-
um 1989.
Nambibía hlaut sjálfstæði árið
eftir og kosningarnar fóru fram
samkvæmt áætlun sem Sameinuðu
þjóðimar beittu sér fyrir. Suður-
afrískir stjómarandstæðingar segja
að fjárhagsaðstoðin hafi brotið í
bága við áætlunina.
Mandela er nú á ferð um Róm-
önsku Ameríku og sagði að stjóm
Suður-Afríku hefði bragðist trausti
almennings og því bæri að mynda
bráðabirgðastjórn með þátttöku
sem flestra stjórnmálaafla. Hann
minntist ekki á hvort F.W. de
Klerk, forseti landsins, ætti að vera
í stjórninni.
Pik Botha sagði einnig að stjórn-
in iðraðist ekki að hafa veitt
Inkatha fjárhagsaðstoð og furðaði
sig á að hún skyldi hafa sætt gagn-
rýni. Það væri óskiljanlegt hvers
vegna ANC hefði hætt samninga-
viðræðum við stjórnina um breyt-
ingar á stjórnarskránni vegna
þessa máls.
Gill Marcu, talsmaður ANC,
sagði að aðeins væri hægt að hlæja
að viðbrögðum Botha. „Ef stjórnin
heldur að þetta sé ys og þys út af
engu skýrir það aðeins hvers vegna
vandamál okkar era svo mörg.
Þetta sýnir fyrirlitningu stjómar-
innar í garð almennings," sagði
hann. „Þeir leggja það á vana sinn
að ljúga og það er hluti vandans.
Þeir hafa logið svo lengi að þeir
eru farnir að trúa eigin lygum.“
Leiðtogar ANC saka stjóm de
Klerks forseta um að hafa tekið
afstöðu með Inkatha í stríði hreyf-
ingarinnar við liðsmenn ANC í
byggðum blökkumanna sem hefur
kostað 2.000 manns lífið á einu ári.
Þeir sem gagnrýna fjárhagsað-
stoðina við Inkatha segja hana
sönnun þess að þessar ásakanir séu
réttar. Suður-afríska dagblaðið Cit-
izen hafði eftir háttsettum embætt-
ismönnum í gær að stjórnin hefði
ákveðið að engum ráðherra yrði
vikið úr henni vegna þessa máls.
Þá kvaðst breska dagblaðið The
Guardian hafa undir höndum leyni-
skjöl sem sýndu að suður-afríska
leyniþjónustan og Inkatha hefðu
varið fé til Sameinuðu verkalýðs-
samtakanna í Suður-Afríku (UW-
USA) til að geta stjórnað starfsemi
þeirra.
Isaac Bashevis
Singer látinn
Nóbelsverðlaunaskáldið Isaac
Bashevis Singer lést á hjúkrunar-
heimili á Miami í Flórída í Banda-
ríkjunum á miðvikudag, 87 ára
að aldri. Singer fæddist í Rad-
zymin, litlum bæ í grennd við
Varsjá í Póllandi, árið 1904 en
1935 fluttist hann til Bandaríkj-
anna og gerðist bandarískur rik-
isborgari. Þegar hann kom þang-
að starfaði hann sem blaðamaður
við gyðingadagblaðið Jewish
Isaac Singer
HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS
hejurvmilmgitm
Daily Forward
og voru verk
hans fyrst birt
í því.
Singer varð
þekktur á al-
þjóðavettvangi
eftir að farið var
að þýða verk
hans og vora
leikrit og kvik-
myndir gerð eftir nokkram bóka
hans sem urðu yfir 30 talsins.
Singer skrifaði alltaf á jiddísku.
Hann sagðist verða að gera það því
enskuna skorti þau „vítamín" sem
jiddískan hefði. Þá sagðist hann
hafa gaman af því að skrifa drauga-
sögur og honum fyndist ekkert
tungumál hæfa þeim betur en ein-
mitt jiddískan, sem er deyjandi
tungumál.
Singer bjó lengst af á Manhattan
í New York. Hann kvæntist árið
1940 og átti einn son, Israel Zam-
ir, sem býr í ísrael og er þekktur
þýðandi þar.
Árið 1978 fékk Singer bók-
menntaverðlaun Nóbels. Meðal
verka hans sem þýdd hafa verið á
íslensku má nefna Þrælinn, Töfra-
manninn frá Lúblín og Ovini —
ástarsögu.