Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
3
Evrópska efnahagssvæðið:
Asetningur EB að
ljúka samning-
um fyrir 1. ágúst
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Yfirsamninganefndir Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og
Evrópubandalagsins (EB), sátu sameiginlegan samningafund í Bruss-
el í gær. Að sögn Hennings Christophersens, eins framkvæmda-
stjóra EB, er það ásetningur bandalagsins að ljúka samningaviðræð-
unum fyrir 1. ágúst nk. Að loknum fundinum í gær sögðust samninga-
menn bandalaganna hóflega bjartsýnir á að það tækist. Sem fyrr
stranda viðræðumar á ágreiningi um sjávarafurðir og kröfum EB
um aðgang að fiskimiðum aðildarrikja EFTA og óhefta umferð flutn-
ingabíla um Sviss og Austurríki. Gro Harlem Brundtland, forsætisráð-
herra Noregs, er væntanleg til Bmssel í dag til viðræðna við full-
trúa úr framkvæmdastjórn EB.
Samkvæmt heimildum í Brussel
er stefnt að því að leysa öll útistand-
andi ágreiningsmál fyrir mánudag
en þá koma utanríkisráðherrar EB
saman til fundar í Brussel. Perrti
Salolainen, utanríkisráðherra Finn-
lands, verður í Brussel fram á
þriðjudag en hann hefur verið í stöð-
ugu sambandi við fulltrúa Hollend-
inga og aðila úr framkvæmdastjóm
EB. Heimildir herma að haldið sé
opnum þeim möguleika að EFTA-
ráðherrar komi saman til skyndi-
fundar í Genf á laugardag eða
sunnudag til þess að fjalla um
samningana. Gert er ráð fyrir því
að samninganefndir bandalaganna
haldi fundi yfir helgina til þess að
freista þess að finna málamiðlun
fyrir ráðherrafund EB. Heimildar-
menn Morgunblaðsins í Brussel
segja að EB hafi lækkað kröfur
sínar um veiðiheimildir í 20 þúsund
tonn þorskígilda en að öðru leyti
standi báðir aðilar fast á kröfum
sínum í sjávarútvegi. Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra Nor-
egs, er væntanleg til Brassel í dag
en hún mun ræða við Jacques Del-
ors, forseta framkvæmdastjórnar-
innar, og Frans Andriessen, sem fer
með samningana um evrópska efna-
hagssvæðið, á fundi sem hefst
klukkan sjö í kvöld. Reiknað er með
því að viðræður Norðmanna og EB
um sjávarafurðir verði aðalmálið á
dagskrá fundarins.
Vinnu við íslenska orðtíðnibók að ljúka:
Sagriorðið að vera kom
fyrir 22.183 sinnum
HJÁ Orðabók Háskólans er nú
unnið að útgáfu íslenskrar orð-
tíðnibókar, en í henni eru niður-
stöður úr rannsókn á tíðni hálfr-
ar milljónar lesmálsorða í 100
textum.
Að sögn Jörgens Pind, forstöðu-
manns Orðabókar Háskólans, hófst
vinna við þessa bók árið 1986 en
hún verður útgefin í nóvember á
þessu ári. Tekin vora 100 textasýni
sem hvert og eitt var um 5.000 orð
að lengd og talið hversu oft orð
koma fyrir í þeim. Þannig fengust
upplýsingar um tíðni ríflega
500.000 lesmálsorða. Ólík flettiorð
í textanum reyndust vera 31.871.
Sem dæmi um tíðni orða má nefna
að sagnorðið að vera kom fyrir
22.183 sinnum, að koma taldist í
3.090 skipti og að fara 2.171 sinni.
Jörgen sagði að m.a. hefði verið
rannsakað hversu algeng ólík föll
orða væra og myndi bókin innihalda
upplýsingar um tíðni einstakra
beygingarmynda. Þessi rannsókn
leiddi t.d. í ljós að nefnifallsmyndir
nafnorða birtast í 31,2% tilfella en
eignarfallsmyndin kemur sjaldnast
fyrir eða í 11,9% tilvika.
Útlendingar líta á útsölur á Laugaveginum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Erlendir ferðamenn sækja
í útsölur á Laug’aveginum
TÖLUVERÐ aukning hefur orðið í innkaupum erlendra ferða-
manna að sögn verslunarmanna á Laugaveginum. Telja verslunar-
menn að ferðamenn sýni meiri áhuga á útsölum og að þeir versli
þar að auki meira.
Þorbjörg Guðjónsdóttir, einn af
forsvarsmönnum Laugavegssam-
takanna, sagði að erlendir ferða-
menn hafi aldrei verslað eins mik-
ið í miðbænum og i sumar. Hún
sagði að verð á vöram væri oft
sambærilegt hérlendis og í heima-
löndum ferðamannanna eða jafn-
vel lægra og þess vegna versli
þeir hér. Benti Þorbjörg á að er-
lendu ferðamennirnir sýndu útsöl-
um töluverðan áhuga. Þorbjörg
sagði að sala á Laugaveginum
hefði almennt gengið mjög vel í
sumar en verið aðeins hægari í
Kvosinni.
Erla Vilhjálmsdóttir eigandi
verslunarinnar Tékk-Kristals
sagði að sala til erlendra ferða-
manna hefði aukist ár frá ári. Að
sögn Erlu setti verslunin upp „Tax
free“ merki á seinasta ári og sagði
hún að ferðamenn leituðu í versl-
anir þar sem þeir sæju að þeir
fengju virðisaukaskattinn endur-
greiddan. Til þess að fá endur-
greitt þarf að kaupa fyrir minnst
5.000 krónur og sagði Erla að
erlendu ferðamennirnir bættu oft
við innkaupin ef eitthvað smáveg-
is vantaði upp á að þessari upp-
hæð væri náð. Að sögn Erlu sýna
ferðamennirnir mestan áhuga á
vörum er minna á land og þjóð
eða eru unnar af íslendingum.
Halldóra J. Lárusdóttir hjá
herrafataversluninni Herramenn
sagði að hún hefði orðið vör við
aukningu í sölu til erlendra ferða-
manna í sumar. Að sögn Halldóru
er töluvert um það að erlendir
ferðamenn versli hjá henni. Hún
sagði að oft væri þetta fólk sem
kæmi hingað á viðskiptaferðalög-
um eða sem ráðstefnugestir. Hall-
dóra sagði að „Tax free“ merkið
sem verslunin hefði uppi drægi
að sér athygli ferðamannanna og
bæðu þeir oft um að reiknaður
væri út virðisaukaskatturinn á
vörunni til þess að sjá hvað þeir
fengju endurgreitt ef þeir keyptu
vöruna hérlendis.
Að sögn Mörtu Bjarnadóttur,
eiganda tískuvöraverslunarinnar
Evu, er töluvert um að ferðamenn
sýni útsölunum í júlí og ágúst
áhuga. Marta sagði að þeir er-
lendu ferðamenn sem versluðu hjá
henni væru oftast fólk á viðskipta-
ferðalögum. Hún sagði að sér
fyndist sala til erlendra ferða-
manna hafa verið svipuð hjá sér
í sumar og undanfarin ár.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra:
Vísitölubinding er ekki heilög
kýr ef stöðugleiki er tryggður
Hilmar Ólafsson
Lést í bílslysi
MAÐURINN sem lést í umferðar-
slysi við Gfjúfurárbrú í Húna-
vatnssýslu í fyrradag hét Hilmar
Ólafsson, 26 ára gamall, til heim-
ilis í Safamýri 44 í Reykjavík.
Hilmar var bifvélavirki, fæddur
15. júlí 1965. Hann var ókvæntur
og barnlaus.
„Ég var á sínum tíma mjög
andvígur því að launaþátturinn
yrði tekinn inn í lánskjaravísi-
töluna með þeim hætti sem þá
var gert. Það að vísu gagnaðist
þáverandi ríkisstjórn um hríð,“
sagði Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, aðspurður um þær
hugmyndir sem settar hafa ver-
ið fram af fulltrúum Alþýðusam-
bands íslands að rjúfa þurfi
sjálfvirkni sem sé á milli launa
og lánskjara eftir að launavísi-
tala var tekin inn í lánskjaravísi-
tölu með þriðjungsvægi í upp-
hafi árs 1989 og hugmyndir
formanns Vinnuveitendasam-
bandsins. um að tímabært sé að
afnema lánskjaravísitöluna í
kjölfar kjarasamninga í haust.
Davíð sagðist hafa verið mótfall-
inn þessari breytingu á lánskjara-
vísitölunni af tveimur ástæðum.
Annars vegar vegna þess að það
væri afskaplega hættulegt að
hringla með hluti af þessu tagi sem
séu sérstaklega gerðir til að skapa
traust eins og vísitölur eigi að gera.
Hins vegar eigi skammtímaávinn-
ingar ríkisstjórna ekki að ráða
aðgerðum sem þessum. Auk þess
hafi þessi aðgerð verið skammgóð-
ur vermir því þó laun hafi farið
lækkandi í tíð fyrri ríkisstjórnar
svo sem kunngt sé og þess vegna
vísitalan hækkað minna en annars
hefði verið, þá hafi verið búist við
því að þessi þjóð myndi heldur
bæta sinn hag og laun að hækka
meira en annar kostnaður þegar
til lengri tíma væri litið.
„Þess vegna var þessi ráðstöfun
ekki skynsamleg og ég var mjög
ósáttur við hana af þessum ástæð-
um. Af sömu ástæðum þá er ég
ekki heldur fyrir það að hringla
með málið ennþá einu sinni, því
það er ekki æskilegt. Nú, megin-
markmið í kjarasamningum laun-
þega, vinnuveitenda og ríkisstjórn-
ar fyrir hönd þjóðarinnar hlýtur
að vera að samningarnir tryggi
kaupmátt og stöðugleika. Árs stöð-
ugleiki vegna samninga er nátt-
úralega ekki til þess fallinn að
gera sparifjáreigendur og aðra
slíka örugga og þess vegna þarf
jafnvægi að ríkja lengur til þess
að menn geti verið rólegir. Ég segi
fyrir mig, náist það fram í samn-
ingum að stöðugleiki sé tryggður
um lengri tíma þá eru vísitölur og
vísitölubinding ekki heilagar kýr.
Þetta er afskaplega vandmeðfarið
og mjög áríðandi að menn stígi
varlega til jarðar þegar um mál
af þessu tagi er fjallað. En forsend-
an fyrir umræðunni er sú að menn
sjái fram á að samningamir hafi
ekki gefið tilefni til kollsteypu í
efnahagslífinu, verðbólgusprengju
eða annars slíks og þá geta menn
farið af fullri alvöra að ræða þessi
mál,“ sagði Davíð ennfremur.
Sjá einnig ummæli viðskipta-
ráðherra og forstjóra Kaup-
þings á miðopnu.
Afgreiðsla á Keflavíkurflugvelli:
Flugleiðir sjá ekki
eftir samningnum
- segir Sigurður Helgason forstjóri
SIGURÐUR Helgason forstjóri Flugleiða segir að fyrirtækinu hafi
ekki verið tilkynnt um þá ákvörðun utanríkisráðherra að segja upp
samningi við félagið um flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli og viti
ekki hvaða hugmyndir hið opinbera hafi um skipan þessara mála.
Að sögn Þrastar Ólafssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, verð-
ur samningnum sagt upp fyrir 1. október í haust og verður hann
þá laus 1. apríl.
Sigurður Helgason sagði að
Flugleiðir hafi ekkert við það að
athuga að öðrum flugfélögum kunni
að vera leyft að annast eigin af-
greiðslu enda hafi þær skyldur sem
Flugleiðir hafi tekið á sig við af-
greiðslu allra farþega- og fragt-
flutninga um völlinn valdið félaginu
kostnaði sem gert hafi afgreiðslu
eigin véla dýrari en ella.
Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður
utanríkisráðherra segir að í fram-
haldi af starfi nefndar sem starfaði
í tíð fyrri ríkisstjórnar hafi verið
ákveðið að kanna möguleika á að
færa afgreiðslumál á Keflavíkur-
flugvelli í annað horf og skoða hvort
auka eigi fijálsræði í þeim efnum.
Nauðsynlegt væri því að hafa samn-
inginn lausan. Hann kvaðst eiga
von á að mál þessi yrðu tekin upp
við Flugleiðir með haustinu.