Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 32
M0KGUN31AÐID FÖSTUDAGUP 2)6. JÚLj ,1991, ,r Hilmar Guðbjörns- son - Minning Fæddur 13. maí 1943 Dáinn 18. júlí 1991 Þegar fréttin um andlát tengda- föður míns, barst mér til eyma, var eins og kaldur straumur færi um mig. Við höfðm báðir verið konu- lausir heima á meðan eiginkona mín og tengdamóðir voru í Svíþjóð. Á þessum tíma eyddi ég mörgum kvöldstundum hjá honum bæði heima og á vinnstaðnum. Þarna sem við sátum og töluðum og hlógum, óraði okkur ekki fyrir því að þetta væru síðustu stundir okkar saman. En þær höfðum við átt margar frá því að ég varð hluti af fjölskyldu hans fyrir átta árum. Ég á svo erf- itt með að sætta mig við það að allt sem við töluðum þá um að gera í framtíðinni geti ekki orðiö. Við vorum að spá í að fara í Ameríku- ferð og keyra um allt, en það var okkar stóri draumur. En samt gleðst ég yfir því að hafa fengið að eiga þessar stundir með honum. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga með honum það sem við áttum sam- an. Fari hann í friði. Axel Þér ég niður fell við fætur, friðar hæsti gjafarinn, þar mín öndin þreytta grætur, þar minn griðastað ég finn. vinn þú mínu böli bætur, bezti vinur, Jesús minn. Lít í náð til meina minna, mildi Jesús líknarhár. Ó, ég lít til unda þinna, er mín blæða harmasár. Lát mig hugpn hjá þér fínna, hörmunganna þerrðu tár. Þú einn veizt, hvað þjáðu hjarta þrengir böls á huldri leið. Ég vil biðja, en ekki kvarta undir minni þungu neyð: Lát þíns friðar Ijósið bjarta lýsa mér um reynsluskeið. (Þorst. Þork.) Þegar starfsmaður tjaldsvæðis- ins kom snemma morguns þann 18. júlí sl. með þau skilaboð um hringja strax heim, þá áttum við frekar von á slæmum fréttum. Ekki gat okkur þó órað fyrir því að okkur yrði til- kynnt um skyndilegt og ófyrirsjáan- legt andlát föður míns elskulegs. Hann sem var svo stálseginn helg- ina áður þegar hann bauð okkur í gæsasteik sem hann matreiddi á gasgrillinu. Einmitt við það tæki- færi hafði Siggi orð á því að honum finndist aldrei neinn aldursmunur vera á þeim tengdasonUnum og pabba vegna þess að hann væri vinur sinn. Mér þótti svo vænt um þessi orð mannsins míns að ég mundi þau, því að þetta lýsir elsku pabba svo vel. Hann var vinur vina sinna, enda átti hann marga, og allir vissu að það var hægt að reiða sig á hann. Hann var svo sterkur að manni hætti til að taka það sem sjalfsagðan hlut að hann væri alltaf til staðar fyrir okkur þegar við þörfnuðumst hans. Hjartagæsku átti hann nóga og það var ósköp stutt inn að hjartanu hans því að hann mátti helst ekkert aumt sjá án þess að rétta fram hjálparhönd. Ekki man ég heldur eftir því að hafa heyrt hann segja ljótt um ann- að fólk. Hann elsku pabbi minn kenndi mér svo margt sem ég mun búa að allt mitt líf, því að jafnvel margt það sem mér fannst ósann- gjarnt sem bami og unglingi hef ég í seinni tíð tamið mér sem lífsskoðun. Mér þótti alltaf svo und- ur vænt um pabba minn því að hann var réttsýnn og allir, hversu slæmir sem þeir voru, átti rétt á tækifæri til að bæta sig. Ég veit þetta svo vel því að lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir mig og þá fannst mér svo gott hvað pabbi dæmdi vægt þó að dóttir hans ætti í hlut. Það er dýrmætur sannleikur sem ég reyni að lifa eft- ir að þó að mennirnir séu breyskir þá eru þeir samt mannlegir. Þetta ásamt svo mörgu öðru kenndi elsku pabbi mér, beint eða óbeint. Það var honum svo mikilvægt að við bömin hans stæðum okkur með sóma í hveiju því sem að við tókum okkur fyrir hendur enda var hann alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur til þess. Hann pabbi minn var alltaf að. Þrátt fyrir miklar fjar- vistir frá heimilinu í gegnum tíðina, þá kom hann svo ótrúlega miklu í verk, því að felst vann hann sjálf- ur. Auðvitað komu tímar þegar þreytan sótti að en alltaf hafði hann samt tíma fyrir vini sína og ætt- ingja. Verkefnin sem biðu hans oft þegar hann kom heim af sjónum voru svo mörg að einhveijum öðmm hefu fallist hendur. Þær eru ómæld- ar stundimar sem hann eyddi í bílskúrnum sínum til að sjá til þess að við gætum öll ekið á traustum bílum. Oftar en ekki var ljós í bílskúrnum fram á nóttu því að pabbi vildi helst alltaf klára það sem hann var byijaður á. Fyrir allt þetta og svo ótal margt fleira þakka ég og fjölskylda mín nú þegar hann hefur verið tekinn frá okkur. Það var svo áberandi að nýr kafli var að hefjast í lífí hans og elsku mömmu. Þau höfðu svo margt á pijónunum um framtíðina og voru byijuð að leggja meiri rækt við heilbrigt líferni á sál og líkama. En svo barði dauðinn að dyrum, skyndilega og án viðvörunar, og við öll sem elskuðum hann svo heitt og treystum því að hann væri til staðar fyrir okkur, sitjum eftir með harm í hjarta. En Drottinn gaf og Drottinn tók og við leitum huggun- ar í því að honum hafí verið ætlað eitthvað alveg sérstakt á æðri stöð- um. Við þökkum Drottni fyrir lífið sem hann gaf honum og fyrir lífíð sem hann gaf okkur börnunum sínum og barnabömum. Nú legg ég augun aftur 0, Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír Iáttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S.Egilsson) Ég fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M.Joch.) Um leið og ég bið Guð um að gefa mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, bið ég um að hann vemdi og blessi elsku mömmu og systkini mín og gefí okkur styrk í okkar miklu sorg. Fari elsku pabbi minn í friði. Ella Þú, Guð, sem stýrir stjama her og stjómar veröldinni, í straumi lífsins áýr þú mér með sterkri hendi þinni. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem) Mig langar að skrifa nokkur orð í minningu ástkærs föður míns sem hvarf mér svo snöggt. Þegar ég sest niður með blað og penna í hönd þá fara minningarnar að streyma fram. Minningamar eru svo margar að erfítt er að velja. En sá dagur með föður mínum sem mér er ógleymanlegastur var þegar ég var átta ára gömul. Það var páskadagsmorgunn og við systurn- ar vorum vanar að fá súkkulaði- páskaegg á hveijum páskum. Ég man að ég var svolítið óviss hvort við fengjum nokkur egg þessa páska því að pabbi hafði lýst því yfír að við hefðum í raun ekkert gott af öllu þessu súkkulaði sem í páskaeggjum er. En þegar við sát- um við morgunverðarborðið þennan ógleymanlega dag með föður okkar og móður og biðum eftir að þau segðu eitthvað, þá sagði faðir okk- ar, okkur til mikils léttis, að við skildum taka bílskúrslyklana og ná í eggin okkar þar því hann hefði gleymt þeim í bflnum kvöldið áður. Bros færðist yfír andlitin þijú sem höfðu beðið svo spennt. Við vorum heldur ekki seinar á okkur að hlaupa niður og út í skúr. En það sem blasti við okkur þegar við opn- uðum dymar voru engin egg heldur þijú glansandi ný rauð reiðhjól. Ég gleymi aldrei gleðistraumnum sem streymdi um mig þá. Svona var minn elskulegi faðir, betur get ég ekki lýst honum. Áður en harma- fregnin kom ríkti mikil gleði á heim- ili mínu og fjölskyldu minnar í Svíþjóð því að móðir mín og ein systra minna voru þá staddar í heimsókn með fjögur af systkina- börnum sínum. Áð sólin geti horfið svo fljótt og myrkrið dimma skollið á er erfítt að skilja. Sorgin er mik- t Útför JÓNS STEFFENSEN prófessors, Aragötu 3, Reykjavík, sem lést 21. júli, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudag- inn 26. júlí, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Háskóli íslands. t Sonur minn og bróðir okkar, GUÐMUNDUR SIGURJÓNSSON, Háaleitisbraut 15, andaðist þann 23. júlí. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Viggó Sigurjónsson, Magnús Sigurjónsson. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR, Túngötu 9, Álftanesi, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 23. júlí. Jarðarförin auglýst siðar. Sigurbjörn Pálsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað Safnið verður lokað eftir hádegi í dag, föstudaginn 26. júlí, vegna útfarar JONS STEFFENSEN prófessors. Háskólabókasafn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐLAUGAR INGIBJARGAR ÞORVALDSDÓTTUR, Karlsrauðatorgi 19, Dalvik. Aðstandendur. Lokað Skrifstofur Þjóðminjasafns íslands verða lokaðar föstudaginn 26. júlí eftir hádegi vegna jarðarfarar JÓNS STEFFENSENS prófessors. Þjóðminjasafn íslands. il en hann lifír alltaf í huga mínum og fjölskyldu minnar, því þrátt fyr- ir miklar vegalengdir þá urðum við þeirrar gleði aðnjótandi að hittast minnst einu sinni á ári þegar ég kom heim. Einu sinni kom faðir minn líka í heimsókn til okkar og endumýjaði þá kynnin við tengda- soninn og barnabörnin. Maðurinn minn, Kristján og bömin mín tvö, Viktor og Birta, biðja fyrir kveðju með þökk fyrir allt. Eg þakka föður mínum fyrir allt sem hann hefur kennt mér. Sá lærdómur var gulli gæddur. Ég bið góðan Guð að biessa elsku móður mína og systk- ini mín öll. Blessuð sé minning míns ástkæra föður. Ég kveð með bæn- inni sem hann hafði að leiðarljósi: „Guð gefí mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milii.“ Helga Kveðja til elskulegs pabba og afa Ó, Ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og fóður minn og móður. Nú sezt ég upp, þvi sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður! (M. Joch.) En hvað lffíð getur verið órétt- látt, að taka frá okkur hann pabba okkar og afa svona skyndilega. Ekki óraði okkur fyrir því þegar hann talaði við okkur í síma kvöld- ið áður, að þetta væri í síðasta skipt- ið sem hann kvaddi okkur. Hann pabbi sem alltaf var svo hress og lífsglaður, að það væri hann sem hrifinn væri yfír móðuna miklu svo skyndilega. En við trúum því að hans bíði stórt og mikið hlutverk fyrir handan. Það er erfítt að setj- ast niður og ætla að skrifa nokkur kveðjuorð til manns sem ætlaði sér að gera svo mikið í framtíðinni. Það hefur verið höggvið mikið og djúpt skarð í hjörtu okkar en hið æðra hefur valdið og við verðum að reyna að læra að lifa með þetta skarð. Við viljum þakka honum allar góðu samverustundirnar sem við áttum við honum á þessu tilverustigi og biðjum algóðan Guð að vernda hann þar sem hann er staddur nú. Elsku mamma mín, Berglind, Ingvar, Ella og Helga. Megi góður Guð styrkja okkur öll á þessari sorg- arstund, en minningin um góðan mann mun lifa með okkur öllum. Kristín og börn í dag er til moldar borinn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfírði, vinur okkar og félagi, Hilmar Guðbjörns- son, sem lést af hjartaáfalli langt um aldur fram aðfaranótt 18. júlí sl. Hilmar var fæddur í Reykjavík 13. maí 1943. Foreldrar hans eru Guðbjörn Ingvarsson málarameist- ari og Elín Torfadóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum. Skrif um ættir og uppruna Hilmars látum við okkur fróðari aðila skrifa. Að lokinni skólagöngu vann Hilmar við ýmis störf bæði til sjós og lands. m.a. hjá flutningafyrir- tækinu Gunnar Guðmundsson hf., en tvo síðustu áratugina vann hann sem vélstjóri á ýmsum fískibátum. Árið 1965 giftist Hilmar eftirlif- andi konu sinni, Hjördísi Guð- mundsdóttur, Dísu eins og hún er ávallt kölluð. Þau eignuðust sex mannvænleg böm en þau eru: Helga, fædd 19. des. 1963, Elín María, fædd 22. jan. 1965, Kristín, fædd 3. okt. 1966, Þorbjörg, fædd 1. jan. 1968, dáin 6. sept. 1971, Berglind fædd 8. júní 1972, og Ingvar, fæddur 28. jan. 1975. Fyrstu kynni okkar af Hilmari ná lengra en tuttugu ár aftur í tímann hjá flestum okkar, en nán- ari kynni og vinskapur hófst fyrir alvöru þegar við félagarnir komum saman og stofnuðum veiðiklúbbinn „Landsliðið“ árið 1984. í okkar hópi bar Hilmar af í svo mörgu sem við félagarnir eigum svo oft eftir að sakna, en minningin um góðan dreng og kæran vin sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.