Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. JULI 1991 29 Gunnar L Júlíus- son — Minning Fæddur 14. janúar 1922 Dáinn 14. júlí 1991 Við skyndilegt fráfall Gunnars Ingibergs leita á hugann minningar um góðan mann. Ljúfmenni, sem skilur eftir sig stórt skarð í ástvina- hópi. Gunnar var fæddur í Reykjavík 14. janúar 1922. Foreldr- ar hans voru Ágústína Jónsdóttir frá Búrfellskoti í Grímsnesi og Júl- íus Þorkelsson frá Ártúnum í Kjal- arnesi. Þau eignuðust sex börn. Áður átti Ágústína son með Hafliða Hafliðasyni frá Litlabæ í Kjós. Af börnunum eru eftirlifandi Sigurður, sem var tugi ára starfsmaður Vega- gerðar ríkisins, giftur Klöru Tómas- dóttur; Guðfinna, starfsstúlka hjá sundlaujrunum í Reykjavík og Bjarni, rafvirkjameistari, starfs- maður Landsvirkjunar, giftur Ritu Júlíusson Abbing. Þau Ágústína og Júlíus slitu samvistir 1931. Elsta barnið var þá ellefu ára og það yngsta nýfætt. Það kom því í henn- ar hlut að sjá heimilinu farborða og annast uppeldi barnanna, sem var ekki auðvelt á þessum árum. En atorka húsmóður og nægjusemi ásamt ýtrustu sparsemi á lífsins gæði, gerði henni kleift að komast yfir þess þolraun. Fyrstu bernskuminningar mínar og Olafs bróður míns eru tengdar heimili Gunnars, en þar vorum við tíðir gestir í fjölda ára. Á þessum árum átti fjölskylda hans heima í bakhúsi við Laugarveg 73, en for- eldrar okkar bjuggu þá í húsinu á móti, svo það var stutt fyrir litla stráka að stofna til kynna. Agústína móðir Gunnars hafði til umráða þrjú herbergi og þar var stundum gestkvæmt á kvöldin. Var þá spilað á spil, teflt eða gjarnan skotið á fundi, sem stóð fram eftir nóttu. Reykjavík var að vísu minni þá en nú, en þó áttu sumir langt á nátt- stað og auraráð manna voru minni. Aðkomumenn þáðu því oft gistingu þótt hvílurúmið væri aðeins gólfið og rúmfötin eitthvað af teppum. En strax og börnin höfðu aldir til fóru þau að létta undir með heim- ilinu og þar var Gunnar ásamt systkinum sínum hinn trausti heim- ilismaður sem allir gátu leitað til. Mörg sameiginleg áhugamál *<***¦ '***%, JtÉM drógu okkur bræðurna og Gunnar saman. Veiðiferðir í ýmis vötn og fjallaferðir, sem voru ekki síður farnar til að njóta hvíldar i fögru umhverfí. Margar ánægjustundir eigum við úr þessum ferðum og gott er að eiga þær minningar. Vegna greiðvikni og hjálpsemi Gunnars við vini og skyldmenni var það löngum viðtekin regla að til hans var leitað fyrr en flestra ann- arra. Þar var aldrei neitt eftirtaið, sem veitt var hjá Gunnari en greiði framkvæmdur af heilum hug. í alvöru lögguleik Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Leikaralöggan „The Hard Way"). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri. John Badham. Handrit: Daniel Pyne og Lem Dobbs. Aðalhlutverk. James Woods, Michael J. Fox, Stephen Lang, Annabella Sciorra. Uni- versal. 1991. í hinni ágætu hasargaman- mynd Leikaralöggan eftir John Badham fer James Woods með hlutverk hinnar dæmigerðu harð- hausalöggu, tryllingslegur og æstur eins og fer honum best.' Hann leitar að geðsjúkum morð- ingja (Stephen Lang), svokallaðri Boðflennu, sem skilið hefur eftir sig sundurskotin lík um alla borg og Woods er orðinn verulega pirr- aður þegar hann er tekinn í annað aðkallandi mál; að gæta Holly- woodleikara sem langar að kynn- ast því hvernig alvörulöggur lifa og starfa. Súperlöggan á að vera barnapía. Woods þolir ekki slíka vitleysu, æsingurinn í honum fimmfaldast og hatrið í garð leik- arans blossar upp. Michael J. Fox leikur Holly- woodleikarann sem finnst tími til kominn að hann kynni sér raun- veruleikann bæði fyrir utan gerils- neytt billjóndollara Beverly Hills- heimilið hans og kjánalegu bíó- myndirnar sem gert hafa hann frægan og er n.k. sambland af Indiana Jones-æfintýrum og Jackie Chan B-myndum ef marka má sýnishorn úr þeim. Hann sæk- ist eftir veigameira hlutverki fyrir sína næstu mynd og hann télur sig geta ráðið við ekta Clint Eastwood-hlutverk með dulítilli hjálp Woods. Þessir tveir gerólíku persónu- leikar og átökin á milli þeirra eru uppistaðan í velheppnaðri afþrey- ingarmynd, skemmtilegri mestan part og ágætlega leikinni, sér- staklega af hálfu stjarnanna Wo- ods og Fox. Ólíkara par er varla hægt að hugsa sér. Woods er þessi atvinnumannslegi harðjaxl og nagli, frægur fyrir hrjúfar og neikvæðar mannlýsingar, bestur í að leika taugastrekkta og lokaða kappa hvers veröld er á heljar- þröm. Hér er hann sérfræðingur í að elta uppi morðingja og koma þeim í Edens fína rann. Það er ekki oft sem maður hlær að túlk- unum hans en hér sýnir hann á sér óvæntar kómískar hliðar í við- ureign sinni við leikarann. Fox er alger andstæða, allur á mjúku línunni, gæludýr bandarísku þjóð- arinnar bæði í raunveruleikanum og í myndinni, alamerískur dreng- ur, hreinn og strokinn með hjartað á réttum stað. Þótt frásagnirnar af ólíkum löggufélögum hasar- myndanna séu löngu orðnar að ofnotaðri klisju má lengi reyna á þeim nýja fleti. Hér hefur þeim handritshöfundum Daniel Pyne og Lem Dobbs tekist að skapa skondnar andstæður er virka sem vítamínsprauta fyrir myndina í höndunum á góðum leikurum. Leikstjórinn Badham („Bird on a Wire") hefur áður blandað sam- an gamni og alvöru í hasarmynd- ir sínar og gert verri hluti en nú. Honum tekst prýðilega upp og útkoman er skemmtun sem allir ættu að geta sætt sig við. Mitt í sambúðarörðugleikum stjarnanna er eltingarleikurinn við morðingjann, glettilega vel leikinn af Stephen Lang („Last Exit to Brooklyn"). Badham stýrir has- arnum af fimi - fáir hafa hlotið meiri æfingu í að filma kapp- akstra - og það er í lagi þótt teygist á eltingarleiknum því myndin virkar eftir allt best í lýs- ingu á sambandi Fox og Woods. Bandham finnur nokkra góða tökustaði fyrir hasarleikinn, m.a. í kvikmyndahúsi þar sem nýjasta afurð Foxpersónunnar er til sýnis. Húmorinn og hið létta yfirbragð myndarinnar fellur í góðan jarð- veg, sérstaklega er gaman að Hollywoodbröndurunum hér og hvar (Hinrik V er bara enn ein framhaldsmyndaröðin). Virðing- arleysið gagnvart þeim sem byggja kvikmyndaborgina er al- gert. Leikaralöggan nær takmarki sínu sem góð afþreying og skemmtun og er vel bíómiðans virði. Oft undraðist ég handatiltektir hans og afköst þegar hann gekk að verki og fannst það allt með ólíkindum. Á yngri árum stundaði Gunnar sjómennsku á ýmsum bátum og var hann eftirsóttur til starfa. Eftir að hann hætti til sjós lagði hann fyrir sig byggingarvinnu, en síðustu tuttugu árin vann hann hjá Breiðfjörðs blikksmiðju. Gunnar kvæntist 1949 eftirlif- andi konu sinni, Unni Jónu Geirs- dóttur frá Akranesi, sem er mikil afbragðskona, gjörvileg og mörgum kostum búin. Hefur hún vrið traust- ur lífsförunautur og stutt mann sinn í hvívetna. Börn þeirra eru; Ragnheiður Hrefna, sjúkraliði, maki Karl Hjart- arson, lögregluþjónn; Snorri Ingi, sem lést í frumbernsku; Sigurgeir Snorri, starfsmaður í Odda; Mar- grét Beta Sigurveig, maki Benedikt Eyjólfsson, verslunareigandi og Ágústína Igveldur, póstfreyja. Gunnar var tíður gestur á heim- ili foreldra minna í tugi ára og bar mikla elsku til móður minnar. Hann var eins og einn af okkur systkinun- um; svo mikill auðfúsugestur var hann á heimilinu. Það vr því sjálf- gefið að frumburður hans og Unnar Jóu bæri nafn Ragnheiðar móður minnar. Samverustundir okkar voru hin síðari ár færri en skyldi, en er við hittumst var hugur okkar brátt kominn á æskustöðvarnar og upp voru rifjuð ýmis bernskubrek, mis- góð eftir atvikum. Ég þakka Gunn- ari innilega öll hin gömlu kynni og sendi öllum hans aðstandendum, einkum konu hans og börnum inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur Egilsson í dag kveðjum við góðan og ósér- hlífinn samstarfsmann. Við sam- starfsmenn Gunnars Júlíussonar hjá Breiðfjörðs blikksmiðju hf. vilj- um minnast hans í örfáum orðum. Gunnar hóf störf hjá Breiðfjörðs blikksmiðju hf. í byrjun ágúst 1971 og var því búinn að vinna þar í 20 ár. Gunnar var einn af þessum mönnum sem lét sig ekki muna um að ganga í öll störf, sérstaklega þau störf sem ekki eru vinsæl hjá öðr- um. Hann var fyrstur til að mæta á morgnana, enn vinnudagurinn byrjaði kl. 7.30 og þegar aðrir mættu til vinnu, beið eftir þeim heitt kaffi á könnunni, og ef starfs- menn komu að kaldri kaffikönnu, var það merki um að Gunnar var ekki mættur vegna veikinda, en hann hafði um nokkurra ára skeið kennt sér þess sjúkdóms, sem að lokum hafði yfirhöndina. Gunnar tók sér aldrei langt veikindafrí, var yfirleitt mættur um leið og hann hafði krafta til. Hans verkefni var meðal annars að vera við rennuvél- ina og sjá til þess að rennurnar kæmu vel út og oftar en ekki gleymdi hann bæði kaffi og mat- artíma vegna áhuga við þau störf sem hann tók að sér. Gunnar var giftur Unni Jónu Geirsdóttur, f. 15. maí 1923, mikilli dugnaðarkonu og var hann mjög stoltur þegar hann sagði okkur vinnufélögunum frá því þegar Jóna var annaðhvort að sauma einhverja flíkina, flísaleggja eða mála íbúð sem þau áttu á Kleppsvegi 48, Reykjavík. Við samstarfsmenn Gunnars vilj- um votta Unni Jönu, börnum og fjölskyldum þeirra innilega samúð- um leið og við kveðjum góðan mann og vinnufélaga. Starfsmenn hjá Breiðfjörðs Blikksmiðju hf. Svipmynd frá sumarspilamennskunni. Morgunblaðið/Arnór Brids Arnór Raqnarsson íslandsbanka-bikarkeppnin 1991 Fyrsta leik í annarri umferð íslands- banka-bikarkeppninnar er nú lokið. Þar spiluðu saman sveit Sigurðar Skúlasonar, Hornafírði, og sveit Asgríms Sigurbjörnssonar, Siglufirði. Leikurinn var spilaður á Hornafírði laugardaginn 20. júlí og unnu Siglfirð- ingarnir þann leik með 174 IMPum gegn 42 og urðu þar með fyrsta sveit- in til að komast áfram í 3. umferð. Miðvikudaginn 24. júlí eru á dag- skrá leikir milli sveita Fasteignaþjón- ustu Suðurnesja og Sigmundar Stef- ánssonar, sá leikur verður spilaður í Keflavík og leikur Myndbandalagsins og Guðlaugs Sveinssonar sem verður spilaður í Reykjavík. Leikur sveitar Samtex og Eiríks Hjaltasonar hefur verið ákveðinn á síðastadegi 2. umferðareða 18. ágúst. BSÍ vill minna fyrirliða sveita á að taka vel á móti gestum sínum og láta vita um úrslit um leið og leiknum er lokið. Sumarbrids Ágæt þátttaka var í Sumarbrids sl. fimmtudag. 60 manns mættu til leiks. Spilað var í 2 riðlum. Úrslit urðu (efstu pör); A) JónGuðmundsdon-ÚlfarGuðmundsson 255 Ólína Kjartansdóttir - Rapheiður Tómasd. 242 Jón Stefánsson—Cecii Haraldsson 232 Lárus Hermannsson - Guðlaugur Sveinsson 231 Bergsveinn Breiðfjðrð - Sigurleifur Guðjónss. 231 Hjálmar S. Pálsson - Páll Þ. Bergsson 231 B) Sigurður B. Þorstéinss. — ísak Ö. Sigurðss. 181 Friðrik Indriðason—Friðrik Sigurðsson 178 Asthildur Sigurgísladóttir - Lárus Arnórsson 177 Björn Arnórsson—Ólafur Jóhannesson 169 SævinBjarnason-RagnarBjörnsson 168 AlbertÞorsteinsson-BjörnSvavarsson 168 Leikfélagarnir Tryggvi Björgvinsson og Óli Gunnar Hákonsson. Þeir afhentu Hjálparsjóði Rauða krossins 1.700 kr. sem þeir söfnuðu til sjóðsins með hlutaveltu. Þau heita Gunnar Ingi Sveinsson og Birna Hrönn Björnsdóttir. Þau sðfnuðu 4.400 kr. til Hjálparstofnunar kirkjunnar á hlutaveltu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.