Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
21
Staníslav Sjatalín, einn helzti hagfræðingur Sovétríkj-
anna, í viðtali við Morgunblaðið:
Gorbatsjov verður að
hætta sem aðalritari
kommúnistaflokksius
Telur enn unnt að koma fram umbótum á 500 dögum
Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
STANÍSLAV S. Sjatalín, einn lielzti hagfræðingur Sovétríkjanna,
meðlimur Æðsta ráðsins og einarður stuðningsmaður umbótastefnu
Míkhaíls Gorbatsjovs, segist telja að Gorbatsjov eigi að segja af sér
embætti aðalritara kommúnistaflokksins á miðstjórnarfundi flokks-
ins í dag, til þess að greina forsetaembættið frá flokknum. Sjatalín,
sem varð þekktur fyrir samningu efnahagsáætlunarinnar sem við
hann er kennd um markaðsvæðingu Sovétríkjanna á 500 dögum
segist í viðtali við Morgunblaðið enn vera þeirrar skoðunar að umbót-
um verði að koma á með hraði. Þolinmæði almennings sé á þrotum.
Alls konar skortur er landlægur í Sovétríkjunum og þessi biðröð
er eftir tóbaki. í viðtalinu segir Sjatalín, að án stuðnings frá almenn-
ingi verði engum efnahagsumbótum komið á.
Staníslav Sjatalín er lágvaxinn
maður og hokinn, en frá honum
stafar krafti og snerpu, þótt hann
virtist þreyttur þegar hann tók á
móti mér í skrifstofu sinni í Þjóð-
hagsstofnuninni í Moskvu í gær.
Hann sat og drakk heitt toddý á
meðan við ræddum saman og tíndi
upp í sig úr konfektskál á borðinu.
Hann hugsaði oft lengi áður en
hann svaraði, tók höndum um höf-
uðið eða sló á skallann á sér.
- Menn greinir á um hvort
efnahagskreppan í Sovétríkjunum
sé afleiðing kommúnisma eða öðr-
um þáttum sé um að kenna. Hver
er yðar skoðun?
„Það er erfitt að svara þessari
spurningu, vegna þess að menn
greinir líka á um hvort yfirleitt
hafi verið byggt upp kommúnískt
kerfi í þessu landi og hvort við
höfum búið við sósíalisma. Það,
sem þó er víst, er þetta: efnahags-
ástandið núna er afleiðing hinnar
svokölluðu sósíalísku tilraunar,
sem hófst í október árið 1917.
Menn verða hins vegar að gera sér
grein fyrir því að fólki getur vegn-
að misvel með sömu hugmynda-
fræði. Pólitískar hugmyndir skipta
miklu í hagfræði, en margar lausn-
ir byggja á dugnaði og útsjónar-
semi fremur en hugmyndafræði.
Ef við lítum framhjá kommúnis-
manum, þá er vanhæfni sovézkra
fyrirtækja mikið vandamál og
rangt hugarfar gagnvart viðskipt-
um er ein rótin að vanda okkar.
Jafnvel núna, þegar lýðræði er að
komast á legg í landi okkar og
fólk má segja það sem það- vill,
gerum við mikið af heimskulegum
mistökum."
- Lífskjör fólks hér í Moskvu
virðast afar slæm og eru sögð
hafa versnað mikið á síðustu árum.
Hversu miklar fórnir er sovézk al-
þýða tilbúin að færa áður en mark-
aðskerfi kemst á og lífskjör fara
að batna á ný?
„Hversu Jengi heldur fólk þessa
eymd út? Ég skal segja yður að
sovézk stjómvöld eru heppin að
þjóðin hefur mikið viðnámsþol og
gerir sem betur fer ákaflega litlar
kröfur, þegar við lítum á efnahags-
ástandið í dag. En þolinmæði fólks-
ins er á þrotum. Traust þess á
stjórnvöldum er að þverra. Fram-
farirnar á síðustu mánuðum, t.d.
viðræðurnar um nýjan sambands-
sáttmála, sem á að bæta sam-
skipti lýðveldanna, og hjáipar-
beiðni Gorbatsjovs til Vesturlanda
á fundi iðnríkjanna í Lundúnum
fá mig samt til þess að trúa því
að forsetinn sé á réttri leið og að
við getum vænzt frekari árang-
urs.“
- Margir hafa gagnrýnt Gorb-
atsjov fyrir þær tillögur, sem hann
kom með á leiðtogafundinn í Lund-
únum. Margar áætlanir um mark-
aðsvæðingu efnahags Sovétríkj-
anna hafa verið gerðar, en engin
ein orðið ofan á. Þín eigin 500
daga-áætlun......og áætlun Ryz-
hkovs, fyrrverandi forsætisráð-
herra, sem ég andmælti harðlega,"
grípur Sjatalín fram í. .. neyðará-
ætlun Pavlovs forsætisráðherra,
sem gerir ráð fyrir umbótum með
miklum ríkisafskiptum, og loks
áætlun Javlínskíjs og Harvard-
hagfræðinganna. Gorbatsjov hefur
verið ásakaður um að reyna að búa
til málamiðlun, sem sé hvorki fugl
né fiskur og komi að engum not-
um. Hver er skoðun yðar á tillögum
Gorbatsjovs?
„Samkvæmt mínum skilningi er
Javlínskíj-áætlunin í rauninni eng-
in áætlun, vegna þess að þar er
dvalið ákaflega stuttlega við sjálft
gangverk hagkerfisins. Hún er for-
kynning á vestrænum kenningum
um hvernig á að komast upp úr
kreppunni. Það er rétt að Gor-
batsjov er að blanda saman áætl-
unum Javlínskíjs og Pavlovs. í
fyrra var reynt að hræra saman
500 daga-áætluninni og áætlun
Ryzhkovs, sem endaði með hör-
mungum. Ef ég á að vera alveg
hreinskilinn, verð ég að viðurkenna
að ég veit ekki hvaða efnahag-
spakki var í farteski Gorbatsjovs
á Lundúna-fundinum. Hafi það
verið Pavlov-áætlunin, er það
óréttlætanlegt. Hún er í ákaflega
litlum metum hjá mér. Ég held
hins vegar að Gorbatsjov hafi
kynnt miklu róttækari áætlun. Ég
veit ekki nákvæmlega fyrir hvað
hann hefur verið gagnrýndur á
Vesturlöndum, en ég tel sennileg-
ast að málflutningi forsetans hafi
verið fundið til foráttu að hann
tiltók engar áþreifanlegar aðgerðir
til að breyta gangverki efnahags-
lífsins og rétta það úr kútnum.“
- Forsetinn var líka gagnrýnd-
ur fyrir að reyna að búa til áætlun
um markaðsvæðingu án lýðræð-
isumbóta til að friða harðlínu-
menn..
„Það er alveg rétt. Svo við snú-
um aftur að 500 daga-áætluninni
— ekki af því að ég er höfundur
hennar, ég stýrði aðeins vinnu
hópsins, sem samdi hana — þá var
hún tilraun til að búa til almennan
grundvöll til að sætta sjónarmið
allra lýðvelda og pólitískra sjónar-
miða í landinu. Eg tel ennþá að
það hafi verið skref, sem við áttum
að stíga, en var aldrei stigið. Nú
hafa því miður skilið leiðir á ný
milli efnahagsumbóta og lýðræðis-
þróunar. Það er því kominn tími
til að gera pólitískar breytingar.
Ég er einn af formönnum undir-
búningsnefndar um stofnun nýs
lýðræðisflokks sem á að sameina
öll lýðræðisöfl í landinu. Stofnun
slíks flokks er nauðsynleg til þess
að efnahags- og lýðræðisþróun
geti haldizt í hendur og helzt stutt
hvor aðra.“
- Hvert teljið þér að eigi að
vera hlutverk Vesturlanda í efna-
hagsumbótum í Sovétríkjunum?
Hver er t.d. yðar skoðun á niður-
stöðu leiðtogafundarins í Lundún-
um? Hefðu leiðtogar Vesturlanda
átt að láta meiri fjárstuðning af
hendi rakna en þeir gerðu, í stað
þess að bjóða Gorbatsjov aðallega
ráðgjöf í efnahagsmálum?
„Eg legg á það mikla áherzlu
að djúpstæðar breytingar á efna-
hagslífi Sovétríkjanna geta ekki
orðið án aðstoðar Vesturlanda,
þótt við verðum sjálfir að vinna
mest af verkinu. Ég held að ekki
þjóni tilgangi að tala um stór lán
eða miklar beinar fjárfestingar
vestrænna fyrirtækja sem stendur.
Slíkt gæti auðvitað lagfært
greiðsluhallann og bætt ástandið
lítillega.
En án þess að hafa markað-
skerfi, sem virkar, getum við ekki
búist við að hjálp af því tagi komi
að gagni. Ef fjárhagsaðstoð er lát-
in í té þeim, sem ekki kann að
nota hana, er það slæmt, bæði
fyrir veitanda og þiggjanda. í
þessu tilviki lifir annar í heimi
blekkinga, hinn í heimi vonbrigða.“
- Leóníd Abalkín, fyrrverandi
forsætisráðherra, varaði menn í
gær við að búast við kraftaverkum
í sovézku efnahagslífi. Hann sagði
að það myndi taka a.m.k. fimm
ár að koma á nauðsynlegum um-
bótum. Eruð þér enn bjartsýnir á
að hægt sé að innleiða markað-
skerfi á 500 dögum?
„500 dagar eru nákvæmlega
tíminn, sem við getum einbeitt
okkur að kerfisbreytingum án þess
að fara að velta fyrir okkur hvort
við munum halda út öllu lengur.
Ég er ekki svo heimskur að halda
að á 500 dögum getum við byggt
upp fullkomið markaðskerfi. Þessi
tími er ætlaður til þess að sameina
kraftana og byija að þoka málun-
um í rétta átt.
Abalkín er vinur minn en ef
við eigum að bíða í fimm ár eftir
breytingunum, þá verða engar
breytingar. Almenningur mun ekki
þola þær aðstæður, sem hann býr
við nú, í svo langan tíma. Tvö ár
ættu að nægja okkur til að brauð-
fæða landið.“
- Getið þér sagt mér í stuttu
máli hver þér teljið mikilvægustu
verkefni Gorbatsjovs í efnahags-
málum á næstu mánuðum?
„í fyrsta lagi þarf skjóta, en vel
úthugsaða einkavæðingu. Það þarf
að skapa öllum eignarfonnum skil-
yrði.
í öðru lagi þarf að útrýma gífur-
legum fjárlagahalla. Það gerist
aðeins með því að skera stórlega
niður fjárveitingar til hersins, KGB
og/íkiskerfisins.
í þriðja lagi þarf að koma á
einkaeign á landi og öðrum hlutum.
í fjórða lagi verður þegar í stað
að skapa vestrænum fjárfestingum
lagalegan grunn í Sovétríkjunum.
Það á að leyfa vestrænum fyrir-
tækjum að kaupa hér eignir, jafn-
vel landareignir af ákveðinni
stærð.
í fimmta lagi þarf Gorbatsjov
að segja af sér sem aðalritari
kommúnistaflokksins á miðstjórn-
arfundi flokksins í dag eða á morg-
un.
Það þarf að greina á milli for-
setaembættisins og flokksins. Það
verður að gera greinarmun á Gor-
batsjov og ríkisstjóminni. Ég er
afar gagnrýninn á stjórnina. En
forsetinn þarf stuðning.
Hann á að sýna þjóðinni að
hann þarf stuðning hennar. Engar
umbætur komast á án þátttöku
almennings.“ - Hvaða áhrif
getur niðurstaða miðstjórnarfund-
arins haft á efnahagsumbætumar?
Geta harðlínumenn komið í veg
fyrir þær?
„Það er ekki hægt að stöðva
eimreiðina, en e.t.v. geta þeir hægt
á henni. Þess vegna ættu umbóta-
sinnar í flokknum að sameinast í
einni hreyfingu eins fljótt og hægt
er til þess að afturhaldsmönnum
takist ekki að halda aftur af efna-
hagsumbótunum. “
UTSALA
-fierra-
GARÐURINN
Kringlunni