Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 44
-8™ve' CSgtv, LVKILIJlWj AÐ CÓBH KVÖLUI
setryggt Jjl ioraunDlnínD
'sjóváSSalmennar LÉTTÖL
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Flugleiðir:
Yfír 400 millj.
tap fyrstu
6 mánuðina
ÚTLIT er fyrir að afkoma
Flugleiða hf. fyrstu sex mán-
uði þessa árs verði svipuð og
í fyrra, að mati Sigurðar
Helgasonar forstjóra félags-
ins. Fyrri hluta síðasta árs
varð um 440 milijóna króna
tap á rekstrinum, en árið í
heild skilaði um 400 miiyóna
króna hagnaði.
Sigurður lagði áherslu á að
miklar sveiflur væru í afkomu
félagsins, þannig væri yfírleitt
hagnaður fimm mánuði ársins
en tap hina sjö mánuðina. Sveifl-
urnar geta verið miklar á skömm-
um tíma, þannig varð tapið fyrstu
sex mánuðina í fyrra um 440
milljónir króna, en eftir fyrstu
átta mánuðina var hagnaður um
600 milljónir.
Sigurður sagði að rekstur
Ameríkuflugsins, milli íslands og
Bandaríkjanna, hefði gengið
samkvæmt áætlun á þessu ári,
eftir þeim upplýsingum sem þeg-
ar liggja fyrir sé sætanýting á
tímabilinu maí til ágústloka vel
yfir 90%.
Hins vegar sagði hann að Evr-
ópuflugið, milli Islands og Evr-
ópulanda, næði ekki að uppfylla
þær áætlanir sem um það voru
gerðar. Svo virðist að ferðir ís-
lendinga, sem og Evrópubúa,
verði færri en vænst hafði verið.
Sjá frétt á miðopnu.
Frá slysstað við Mývatn. Björgunarsveitarmenn aðstoða við vettvangskönnun.
Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn
Þrír slasaðir el'tir brotlend-
ingii flugrélar við Mývatn
Vætusamt
um helg’ina
-wgíVÆTUSAMT verður um sunnan-
og austanvert landið um helgina.
Afram verður frekar hlýtt um
allt land.
Búast má við áframhaldandi
rigningu á Suður- og Austurlandi
á laugardag og sunnudag. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu
Islands verður helst þurrt í innsveit-
um á Norðurlandi. Hiti mun haldast
í 12-14 stigum.
LÍTIL einkaflugvél brotlenti í gær, skömmu eftir flugtak, í hraun-
klungri á milli þjóðvegar og vatns, beint suður af flugvellinum í
Mývatnssveit. í vélinni voru flugmaður og tveir farþegar. Einn
mannanna slasaðist þeirra mest en allir voru þeir fluttir á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Flugvélin hefur skollið niður á hraunklett
og kastast til hliðar og er mjög mikið brotin og rifin og samankuðluð.
Það var klukkan 15.02 að Flug-
umsjón bárust tilkynningar um
slysið. Lögreglan á Húsavík var
kölluð út ásamt Björgunarsveitinni
Stefáni í Mývatnssveit. Löggæslu-
menn voru skammt undan og komu
mjög fljótt á staðinn. Að sögn lög-
gæslumanns hafði tveimur mann-
anna gengið vel að komast úr flak-
inu en sá þriðji hefði virst mest slas-
aður og lengri tíma tekið að færa
hann á brott. Þeir tveir fyrrnefndu
voru fluttir í sjúkrabíl til Akureyrar
en sá þriðji var fluttur þangað með
flugvél sem stödd var á flugvellin-
um í Mývatnssveit.
Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri fengust þær upplýsingar í
gærkveldi að einn mannanna væri
í aðgerð en verið væri að rannsaka
hina tvo og ekki væri tímabært að
segja til um ástand þeirra. Enginn
þeirra var í lífshættu.
Flugvélin sem um ræðir er einka-
flugvél frá Akureyri, af gerðinni
Piper Tripacer, fjögurra sæta og
Burger King hættir að
kaupa íslenskan þorsk
„VEITINGAHÚSAKEÐJAN Burger King hefur í hyggju að hætta að
kaupa íslenskan þorsk af okkur um mánaðamót ágúst og september
næstkomandi vegna hás verðs á þorski miðað við verð á Alaska-ufsa,
svo og nýlegri markaðskönnun Burger King, sem sýndi engin viðbrögð
viðskiptavina þegar Alaska-ufsi var notaður í stað þorsks,“ segir Magn-
ús Friðgeirsson framkvæmdastjóri Iceland Seafood, dótturfyrirtækis
íslenskra sjávarafurða hf. í Bandaríkjunum. Burger King er stærsti
viðskiptavinur Iceland Seafood hvað varðar unna vöru og byrjaði að
kaupa þorsk af Sambandinu árið 1955 en Burger King hefur ekki
keypt fisk af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í neinum mæli.
Magnús Friðgeirsson segir að
slensk þorskblokk kosti nú 2,05-2,10
bandaríkjadali pundið en Alaska-ufsi
1,45-1,50 dali pundið. Þorskblokkin
hafi hins vegar kostað 2,50-2,55
dali pundið í apríl síðastliðnum en
Alaska-ufsinn 1,55-1,60 dali pundið.
„Burger King ætlar að miða sína
verðlagningu við verð á Alaska-ufsa
frá og með mánaðamótum ágúst og
~yeptember næstkomandi en það á
eftir að koma reynsla á þetta,“ segir
Magnús.
Hann upplýsir að vörulýsingin hjá
Burger King geri hins vegar ráð fyr-
ir annaðhvort þorski eða Alaska-ufsa
en meðan þessi munur sé á verði
þorsks og ufsa geti Iceland Seafood
ekki afgreitt þorsk til Burger King,
nema Alaska-ufsinn verði uppurinn
einhverra hluta vegna. Iceland Se-
afood hafi notað nær eingöngu
íslenskt hráefni fyrir Burger King
en þurfi nú að sækja hráefnið til
Kyrrahafsins og íslenski fiskurinn
fari í afurðir fyrir aðra viðskiptavini.
„Framboðstími Alaska-ufsa er nú
þrengri en undanfarin ár og það
gæti haft áhrif á þetta í framtíðinni.
Það borgar sig ekki fyrir okkur að
selja þorskinn fyrir saina verð og
Alaska-ufsa meðan aðrir viðskipta-
vinir okkar greiða hærra verð fyrir
þorskinn."
Magnús segir að nú sé þrýstingur
á að lækka þorskverðið í Banda-
ríkjunum, því nú standi þorskveiðar
við Kanada sem hæst og fiskneysla
sé lítil á þessum árstima. „Þetta er
árviss viðburður en við gerum ráð
fyrir að kanadísku vertíðinni ljúki
því sem næst í ágúst og gerum ráð
fyrir að verðið styrkist þá aftur. Eft-
irspurnin fer vaxandi frá ágúst til
október en það fer að halla undan í
nóvember og eftirspurnin minnkar
verulega í desember. Hins vegar er
mikil eftirspurn yfir föstuna en heil-
mikil lægð í maí og út júlí,“ segir
Magnús.
hefur einkennisstafina TF TOM.
Hún hafði verið á flugi þarna um
slóðir og lent tví- eða þrívegis á
flugvellinum.
Sjónarvottur að slysinu og sá sem
fyrstur kom á slysstað var Þór
Kjartansson, ungur Flugbjörgunar-
sveitarmaður úr Reykjavík sem
starfar í sumar við ferðaþjónustu í
Mývatnssveit. Hann sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið hafa verið á
tjaldsvæði skammt frá flugbrautar-
enda. Hann hefði séð vélina fljúga
um og veitt henni eftirtekt vegna
þess að hann hefði ekki séð vél með
þessum einkennisstöfum fyrr. í
þessu síðasta flugtaki hefði flugvél-
in „misst mótor“, eins og kallað er,
skömmu eftir að hún kom út yfír
flugbrautarendann, en flugvöllur-
inn í Mývatnssveit stendur hátt.
Fljótt hefði drepist á mótornum,
hann svo hrokkið í gang í andartak
en síðan drepist á honum á ný. Flug-
vélin hefði misst hæð jafnt og þétt
meðan á þessu stóð en að lokum
svifið vélarvana í átt að vatninu,
tekið nokkra beygju til hægri áður
en hún skall niður á hraunklettinn
og kastaðist til hliðar. Þór sagðist
hafa gripið sjúkragögn og ekið
áleiðis að slysstaðnum og komið
fyrstur manna að flakinu. Um að-
komuna vildi hann ekki hafa fleiri
orð, en fljótlega hefðu fleiri komið
til hjálpar, meðal annars lögregla
og björgunarsveit.
Sem fyrr segir er flugvélin mjög
mikið brotin og varla talið að henni
verði flogið aftur. Slysstaðurinn er
skammt vestur af aðaltjaldsvæðun-
um í Mývatnssveit, á milli þjóðveg-
arins og vatnsins. Innan við hundr-
að metra vantar á að hún hefði náð
að nauðlenda á vatninu.
Flugvél Flugmálastjórnar kom til
Mývatnssveitar um tveimur stund-
um eftir slysið með fulltrúa frá
Loftferðaeftirlitinu og Flugslysa-
nefnd, sem hófust þegar handa við
rannsókn á slysinu. Orsakir þess
að drapst á mótor flugvélarinnar
eru enn óljósar.
\Flugvölluf
í
ReyKlaldíO
J
Cy-jMýuatn
\ > '£ I
Þór sló KR
úr bikamum
ÞÓR frá Akureyri, sem er í
öðru sæti 2. deildar, lagði
KR-inga að velli í átta liða
úrslitum bikarkeppni KSI í
gærkvöldi en KR er í efsta
sæti 1. deildar. Úrslit leiksins
urðu 4:2.
Bikarmeistarar Vals slógu
Breiðablik út í vítaspyrnukeppni
þar sem úrslit réðust ekki fyrr
en í tíundu og síðustu vítaspym-
unni.
Víðismenn, sem hafa ekki
unnið leik í 1. deild í sumar,
unnu Stjörnuna 3:2 og eru
komnir í undanúrslit eins og
FH-ingar sem unnu Leiftur á
Ólafsfirði 2:1 og gerðu þeir sig-
urmarkið á síðustu mínútu
framlengingar.
Nánar bls. 38 og 39