Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGU,R26.,JÚLÍ 1991
Sumar-
bústaða-
fólk!
í VÖRUHÚSIVESTUR-
LANDS fáið þið allt sem þarf
til að lagfæra og dytta að
bústaðnum, auk matvöru,
fatnaðar og til dægrastytting-
ar: spil, bækur, blöð og
videospólur.
Komið við hjá okkur í sumar.
VÖRUHÚS VESTUR-
LANDS
Birgðamiðstöð sumar-
bústaðafólks
Vöruhús'ii?
Vesturlands
Borgarnesi
sími 93-71 200
ÁRNI, MARX OG
SOVÉTRÍKIN
eftir Björn Bjarnason
Ein leið marxista til að verjast er
að saka viðmælendur sína um þekk-
ingarleysi á launhelgum fræðanna.
Til þessa ráðs grípur Árni Berg-
mann, ritstjóri Þjóðviljans, í blaði
sínu laugardaginn 20. júlí, þegar
hann svarar grein eftir mig er birtist
í Morgunblaðinu 17. júlí. Þar rök-
studdi ég fullyrðingu í Morgunblaðs-
grein 11. júlí þess efnis, að Ámi
hefði „verið ötull talsmaður sovéskra
sjónarmiða um árabil“. Fyrir þessi
orð sakaði Árni mig um að hafa í
frammi lygar um sig. í greininni 20.
júlí endurtekur Ámi ekki lygaásak-
anir sínar. Hann segir hins vegar
heilaspuna hjá mér, að kallað hafi
verið í sig til umræðna í fjölmiðlum
eða annars staðar „þar sem menn
hafa viljað fá sjónarmið íslendings
sem ekki gekk á hólm við grundvall-
arviðhorf að baki sovéska hag- og
stjórnkerfisins" eins og segir í grein
minni. Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB og fyrmm fréttamaður
sjónvarpsins, vottar síðan Árna til
stuðnings um þetta sama efni á síð-
um Morgunblaðsins 23. júlí og segist
ekki hafa kallað á Árna í viðtals-
þætti vegna skoðana hans heldur af
því að hann sé „flestum hérlendum
mönnum fróðari um erlend málefni".
Sér Ögmundur síðan ástæðu til að
segja, að ég geti ekki unnt Áma
sannmælis, af því að ég sé pólitískur.
andstæðingur hans. Lesi ég þessi orð
Ögmundar með sama hugarfari og
hann grein mína ætti ég að kvarta
undan því, að hann láti mig ekki
njóta sannmælis vegna þess að við
séum pólitískir andstæðingar.
Skrif þeirra Áma og Ogmundar
em með þeim hætti, að nauðsynlegt
er að færa enn frekari rök fyrir full-
yrðingunni um varðstöðu Árna um
gmndvallarviðhorfin að baki sovéska
hag- og stjómkerfinu.
Samanburðarfræðin
í grein, sem birtist í tímaritinu
Rétti 1. hefti 44. árgangi 1961, seg-
ir Árni Bergmann:
„í heiminum eru tvö þjóðfélags-
kerfi, — hið sósíalístíska og kapítal-
istíska, tvö þjóðfélagskerfi, sem eiga
í samkeppni, — vonandi alltaf frið-
samlegri — um það, hvort þeirra sé
lífvænlegra og heppilegra fyrir
mannlegt samfélag. Þessi tvö þjóð-
félagskerfi eru vissulega ekki aðeins
reist á gjöróiíkum efnahagslegum
gmndvelli; þau hafa ólík þjóðfélags-
legt siðgæði, ólíka réttvísi, ólíkar
uppeldishugsjónir, ólíka heimspeki,
ólíkan skilning á frelsi, — svo mætti
lengi telja. Allar þessar andstæður
eru vissulega merkilegar og verðar
umræðu og kappræðu milli fylgis-
manna sósíalisma og kapítalisma.
Samt er hætt við því, að allar umræð-
ur, sem ekki byggjast fyrst' og
fremst á samanburði efnahagsþróun-
ar sósíalistískra og kapítalistískra
landa, verði nokkuð loftkenndar og
þýðingarlausar."
í þessum orðum leggur Árni Berg-
mann höfuðáherslu á nauðsyn sam-
anburðarins milli hinna tveggja ólíku
þjóðfélagskerfa. Hann hefur verið
þessum orðum sínum trúr síðan, enda
hefur hugtakið samanburðarfræði
orðið til í umræðum um skrif hans.
Þessi fræði byggjast á því, að bera
saman þjóðfélagskerfin og helstu
fulltrúa þeirra, Sovétríkin og Banda-
ríkin, og komast að þeirri niðurstöðu
að Sovétríkin séu ívið skárri en
Bandaríkin, ekki síst þegar fram-
ganga ríkjanna á alþjóðavettvangi
og í samskiptum við aðrar þjóðir er
metin. Er unnt að benda á aragrúa
dæma því til sönnunar, að þessari
aðferð hefur Árni Bergmann beitt
af kostgæfni í skrifum síðan hann
varð blaðamaður á Þjóðviljanum
1962, eða fyrir tæpum 30 árum.
Undir lok greinarinnar í Rétti seg-
ir Árni: „Meira kaup, styttri vinnu-
tími, hærri ellilaun, minni skattar,
meira húsnæði, meira vöruúi-val, —
þetta er sjöáraáætlunin. Þetta veit
hver sovéskur borgari, og einmitt í
þessari vitneskju er fóiginn siðferði-
legur styrkur hans.“ Hann kemst að
þeirri niðurstöðu, að í Sovétríkjunum
séu „furðuhraðar framfarir í átt til
velmegunar og menningar.“ Hann
minnir á, að um miðja síðustu öld
hafi Karl Marx og fleiri svarað spurn-
ingum um möguleika sósíalismans. í
greinarlok segir Árni Bergmann:
„Síðan eru liðin meira en hundrað
ár og fræðikenningin er fyrir löngpi
stokkin af spjöldum bókanna inn í
líf þjóðanna. Og nú í dag sannar
saga Sovétríkjanna, saga allra sósíal-
istísku ríkjanna réttmæti þeirra
svara, sem fyrir löngu síðan voru
gefin, sannar yfirburði sósíalism-
ans.“
í sjálfu sér er kaldhæðnislegt að
þurfa að rilja þessi orð upp núna,
þegar Mikhaíl Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, sem komst til æðstu
valda innan einræðiskerfis kommúni-
staflokksins með marxismann að
leiðarljósi, leggur til að flokkurinn
falli frá marx- og lenínismanum,
uppsprettu sósíalismans. Draumsýn
Árna um framtíð Sovétríkjanna og
sósíalismans er að engu orðin. Sam-
anburði hinna ólíku þjóðfélagskerfa
lýkur á þann veg í sjálfum Sovétríkj-
unum, að sósíalisminn víkur í skömm
fyrir kapítalismanum.
Sérkennileg söguskýring
Ámi Bergmann minnir á í greininni
í Rétti að aðrar uppeldishugsjónir
lágu að baki stjórnkerfi kommúnista
í Sovétríkjunum en því sem ríkir í
lýðræðislöndunum. Ætlunin var að
skapa hinn nýja mann homo sovietic-
us. Þegar alræðið hi-ynur til grunna
hafa margir mestar áhyggjur af and-
legri velferð þeirra, sem máttu þola
innrætingu og afskiptasemi kerfis-
ins. Markmið þess var að drepa niður
allt frumkvæði og að einstaklingarn-
ir yrðu eins og viljalaust verkfæri
eða eign ríkisvaldsins, sem átti allt
og skyldi leysa allan vanda.
Jan Kiivit, lútherskur prestur í
Eistlandi, komst þannig að orði ný-
lega, að aldrei mætti gleyma mann-
lega þættinum, þegar rætt væri um
trúmál og stjórnmálaástand í Austur-
Evrópu. í tilrauninni til að skapa
Björn Bjarnason
„Engan þarf að undra
þótt þeir, sem hafa var-
ið kenningar Marx um
langan aldur og verið
þeirrar skoðunar, að
með þeim og í Sov-
étríkjunum hafi verið
lagður grunnur að
framtíðarríkinu, eigi
nú í sálarstríði og leiti
leiða út úr því. Er með
öllu ástæðulaust að
gera lítið úr slíkum
vanda.“
homo sovieticus hefði sálarlífinu ver-
ið spillt og persónuleikanum breytt.
Sagnfræðingar ættu ef til vill eftir
að komast að þeirri niðurstöðu, að á
þeim vettvangi hefði ríkisstjórn
kommúnista náð mestum árangri.
Engan þarf að undra þótt þeir, sem
hafa varið kenningar Marx um lang-
an aldur og verið þeirrar skoðunar,
að með þeim og í Sovétríkjunum
hafi verið lagður grunnur að framtíð-
arríkinu, eigi nú í sálarstríði og leiti
leiða út úr því. Er með öllu ástæðu-
laust að gera lítið úr slíkum vanda.
Skynsamlegasta ráðið gegn honum
er að horfast í augu við staðreyndir
og gera af hreinskilni upp við fortíð-
ina.
í Þjóðviljanum laugardaginn 20.
júlí grípur Árni Bergmann til hins
gamalkunna ráðs marxista, að saka
viðmælanda sinn um skilningsleysi,
Bel canto söngur
Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Gunnar Guðbjörnsson og Jónas
Ingimundarson héldu tónleika í
Gerðubergi sl. miðvikudag og eins
og ávallt hefur verið á söngtón-
leikum þar á bæ, var húsfyllir.
Efnisskráin að þessu sinni var af
léttara taginu en Gunnar hefur
áður sannað sig í átökum við
ýmis Ijóðastórvirki. Tónleikarnir
hófust á íslenskura lögum var þar
fyrst fengist við Draumalandið og
Gígjuna, eftir Sigfús Einarsson.
Undiriitaður hefur nokkrum sinn-
um látið þess getið, við flutning
Gígjunnar, að flestir söngvarar
fara eftir ranglega tilfærðum
texta í útgáfu lagsins, þar sem
standa á „þar hnígur máninn
aldrei niðr í sæ“ en er því miður
snúið upp á sólina, þó fyrr í ví-
sunni standi „nú hverfur sól og
kveður jarðarglaum".
Lög Sigfúsar voru mjög vel
sungin og framburður texta sér-
lega skýr og á það við um konsert-
inn í heild. Látlaust lag. Hjá vögg-
unni eftir Eyþór Stefánsson söng
Gunnar mjög fallega og þó sama
megi segja um flutning þeirra
félaga á laginu I íjarlægð, eftir
Karl O. Runólfsson, þarf að fara
varlega með breytingar á hraða,
því ef lag er óþarflega hægt sung-
ið, er ekki aðeins að það reyni á
tónúthald söngvarans heldur og
lagrænt samhengi tónanna. Minn-
ing eftir Markús Kristjánsson er
gott tónverk og var sérlega vel
flutt en þar á eftir fylgdu tvö lög
eftir Atla Heimi Sveinsson. Krot-
að í sand og Desember. Fyrra
lagið er viðamikil tónsmíð en í
seinna laginu kemur ljóslega fram
sú vinnuaðferð Atla, að á móti
mjög einföldu og tónölu lagferli
söngraddar er samið nútímalegt
undirspil, sem oftlega er besti
hluti verksins og sniðuglega gert.
Bæði lög Atla svo og Maístjarnan,
sem var síðasta lagið fyrir hlé,
voru mjög vel flutt.
Bel canto raddir, eru mjög við-
kvæmar fyrir styrkleikabreyting-
um og að því leyti virðist rödd
Gunnars vera í nokkurri mótun.
Hann á til einstaklega fallegt
píanissimo og í miðraddarstyrk
fær röddin nokkra dýpt, sem þó
er ekki fullgerð þegar hann beitir
henni í fullum styrk. Þarna á ald-
urinn eftir að gefa Gunnari meiri
hljómdýpt, sem þó má fara var-
lega í að búa til of snemma og
þrátt fyrir að hljómur raddarinnar
sé enn nokkuð grunnur, er röddin
einstaklega falleg. Gunnar hefur
aflað sér góðrar menntunar, tam-
ið sér skýran framburð, er vax-
andi í túlkun og músíkalskri út-
færslu og hefur að nokkru öðlast
öryggi þess sem þorir að gefa
allt, sem hann á til að miðla.
Seinni hluti efnisskrár var úr
kistu erlendra höfunda og hófst á
tveimur aríum eftir Lehár og er
undirritaður ekki viss um að
Gunnari henti slík tónlist, sérstak-
lega hvað varðar túlkun, þó hann
gæti eflaust bætt þar miklu við,
ef hann legði vinnu í slíkt. Næsta
verkefni var samsafn af vinsælum
dægursöngverkum, sem öll eiga
það sammerkt að vera samin fyr-
ir svokallaða „knallsöngvara" og
merkilegt nokk, þá söng Gunnar
þessi „knalllög" mjög vel, sérstak-
lega Granada, eftir Lara. Tónleik-
unum lauk með tveimur meistara-
verkum, Ecco ridente, eftir Ross-
ini, og II _mio tesoro intanto eftir
Mozart. í Ecco ridente, sem er
kavatínan fræga úr Rakaranum,
mátti heyra að enn skortir á að
Gunnar geti leikið sér tónrænt að
þessari bel canto aríu, þó margt
væri fallegt að heyra í söng hans.
Mozart arían var að þessu leyti
mun betur flutt og á köflum mjög
vel útfærð.
Gunnar Guðbjörnsson er efni í
mjög góðan söngvara. Hann hefur
aflað sér góðrar tækni en þarf enn
að bíða þess að rödd hans öðlist
meiri hljómdýpt, mótist í átökun-
um við passandi verkefni og þar
með í leikrænni og músíkalskri
túlkun. Jónas Ingimundarson lék
vel og er það ekki ónýtt fyrir
unga söngvara, að eiga að jafn
vinnufúsan samstarfsmann og
Jónas er, auk þess sem hann á
það til að slá svo járnið að neisti
af.