Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
15
Ljósmynd/ Þorsteinn Signrðsson
Ratsjárturnarnir á Straumnesfjalli sumarið 1960. I stærri kúlunni
var aðalratsjárloftnetið sem snerist í láréttum fleti, en hæðarratsjá
í þeirri minni. í stjómstöðvarbyggingunni til vinstri sátu bandarísku
hermennirnir og rýndu í skjáina.
Kristbjarnar. Að vetrinum voru
einnig oftast nokkrir menn í stöð-
inni sem sáu um snjóruðning og
drógu björg í bú á stórum sleða sem
dreginn var af jarðýtu og var þetta
oft eina farartækið sem fært var á
fjallið sökum snjóa og veðurs. Jón
Vagnsson frá Látrum, Kristján
Lyngmó á ísafirði og Einar Jónsson
og Halldór Þorvaldsson úr Reykja-
vík höfðu þetta verkefni með hönd-
um lengst af.
Starfsemi ratsjárstöðvarinnar á
Straumnesíjalli var hætt sumarið
1960. Þess misskilnings gætir oft
að stöðin hafi verið orðin úrelt og
annars konar tækni tekin við. Hið
rétta er hins vegar að árið 1960
var ákveðið að leggja niður starf-
semi stöðvanna á Stokksnesi og
Straumnesfjalli sökum kostnaðar
og erfiðleika samfara úthaldi á rúm-
lega eitt hundrað manna liði á hvor-
um stað við erfiðar aðstæður á af-
skekktum stöðum með tilliti til þess
að á þessum tíma var engin umferð
sovéskra flugvéla á þessu_ svæði,
ólíkt því sem síðar varð. Á sama
tíma var bandaríski fiotinn að taka
við stjórn varnarliðsins á Islandi og
hefja starfrækslu ratsjárflugvéla á
svæðinu. Tækjabúnaður stöðvanna
á Langanesi og Miðnesheiði var
endurnýjaður og þeim einkum ætlað
að sjá um ratsjáreftirlitið á jörðu
niðri.
Á Straumnesfjalli og Stokksnesi
voru fáeinir íslenskir og bandarískir
eftirlitsmenn um veturinn er héldu
húsum heitum og gættu tækja og
búnaðar sem þeið niðurrifs á kom-
andi sumri. í janúar 1961 gerði
mikið óveður á Norðurlandi sem
reif uppblásnu hlífðarkúluna utan
af öðru ratsjárloftnetinu á Heiðar-
fjalli á Langanesi og feykti henni
á haf út, í meira eða minna heilu
lagi. Við þetta urðu skemmdir á
loftnetinu sem varð til þess að her-
sveit sú er starfrækti stöðina var
flutt í skyndi til Stokksness og hóf
aftur starfsemi þeirrar stöðvar sem
staðið hefur óslitið síðan. Stöðin á
Heiðarfjalli var starfrækt sem fjar-
skiptastöð til ársins 1970 er henni
var endanlega lokað og hún rifín.
Vorið 1961 var hafist handa við
að rífa stöðina á Straumnesfjalli
ásamt mannvirkjum á Látrum.
Bandaríski flugherinn afsalaði sér
stöðinni og öllu því sem henni fylgdi
að Látrum í hendur íslenska ríkisins
og sá Sölunefnd vamarliðseigna um
verkið. Því miður virðast engar
kvaðir varðandi umgengni á svæð-
inu hafa fylgt, eða þeim ekki sinnt,
enda litlar áhyggjur manna af um-
hverfisspjöllum á svo afskekktum
stöðum á þessum tíma. Leit því allt
svæðið út eins og eftir loftárás \
mörg ár eftir þessar aðgerðir. Á
síðasta áratug veitti Sala varnarl-
iðseigna fé til þess að hreinsa
mætti til á Látrum. Þar eð álíka
tækjabúnaði og notaður var við að
flytja og reisa steinhúsin á fjallinu
var ekki lengur til að dreifa þegar
farið var að rífa stöðina standa þau
þar enn. Allt lauslegt, innanstokks
sem utan, var þó fjarlægt og sums
staðar beitt stórvirkum tækjum á
húsin til þess að bijóta sér leið að
dýram tækjum sem ná þurfti út.
Þannig var á einum stað farið inn
í gegnum vegg á jarðýtu og snúið
við á gólfinu og út sömu leið.
Stigahlíð/Bolafjall
Eftirlit með ferðum flugvéla fer
enn fram með ratsjám í flugvélum
og á jörðu niðri. Með stöðugt auk-
inni umferð flugvéla um loftvarnar-
svæði íslands á undanförnum 30
árum er þörfin á ratsjárstöðvum á
norðanverðu landinu löngu orðin
brýn. Ekki hefur þó orðið úr fram-
kvæmdum aftur á þessu sviði fyrr
en nú, að tæknin leyfir starfrækslu
nýrra stöðva með takmörkuðum
mannafla til daglegs viðhalds. Nýja
stöðin á Bolaijalli, sem taka á í
notkun í vetur, verður af þessari
gerð og verða ratsjármerkin send
varnarliðinu og Flugstjórnarmið-
stöðinni í Reykjavík til úrlestrar og
notkunar við eftirlit og stjórnun
flugumferðar á svæðinu.
Höfundur bjó ásamt fjölskyldu
sinni að Látrum á þeim tíma er
ratsjárstöðin á Straumnesfjalli var
íbyggingu ogrekstri. Hann hefur
kynntsérsögu og umsvif erlendra
herja á íslandi.
Ljósmynd/Kristbjörn H. Eydal
Jarðýtur voru gjarna einu farartækin sem fært var á Straumnes-
fjall að vetrinuin. Fór þá ein fyrir og ruddi leiðina en önnur fylgdi
eftir og dró fólk og varning á sleða. Leiðin rudd í fjallinu ofan við
Látra. Frægt er afrek Jóns Vagnssonar frá Látrum er hann lét sig
hafa það að aka jarðýtu afturábak niður snarbratta hlíðina og niður
á jafnsléttu eftir að hafa farið útaf veginum við snjómokstur.
Ólafsvík:
Nýr veitingastaður
Ólafsvík.
NÝVERIÐ opnuðu hjónin Arn-
ljótur Arnarsson og Agla Egils-
dóttir veitingastað í gistiheimil-
inu Höfða í Olafsvík og fá Ólafs-
víkingar og aðrir gestir að njóta
ljúffengra kræsinga i fallegu
umhverfi. Er staðurinn einnig
með vínveitingaleyfi.
Mikið kapp var lagt til að gera
staðinn sem huggulegastan og vora
það að mestu iðnaðarmenn hér úr
bæ sem unnu að lagfæringu staðar-
ins og fórst þeim það mjög vel úr
hendi.
Alls era starfsmenn sex talsins
og er Ingólfur Ingvarsson mat-
reiðslumeistari staðarins.
- Alfons
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Starfsfólk Höfða, frá vinstri; Annette, Thelma, Sigurbjörg, Arnljótur
og Ingólfur.
■ DAGANA 25.-28. júlí verður
stærra samkomutjald hvítasunnu-
manna reist við Laugarnesskóla.
Tjaldsamkomur safnaðarins í
Reykjavík hafa sett svip á borgina
í mörg ár og mikill fjöldi borgarbúa
hefur lagt leið sína á samkomurn-
ar. Eins og fyrr mun léttur og lífleg-
ur söngur vera áberandi á samkom-
unum. Þar munu gestir frá Hol-
landi og Kanada einnig taka þátt.
Ræðumenn auk gestanna verða
Hafliði Kristinsson, forstöðumað-
ur Fíladelfíusafnaðarins, Guðni
Einarsson, framkvæmdastjóri
Fíladelfíu-forlags, og G. Theódór
Birgisson, æskulýðsleiðtogi. Tjald-
ið rúmar 400 manns í sæti og er
upphitað. Allir era hjartanlega vel-
komnir á samkomumar, sem verða
hvert kvöld, frá fímmtudegi til
sunnudags og hefjast klukkan
20.30. Til að komast með strætis-
vögnum að tjaldinu, er fólki beint
á leiðir 4 og 5.
Honda f91
CMc
Sedan
16 ventla
Verð frá kr. 1.090 þús.
GLi-special
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALLA.
ÍHONDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., S(MI 689900
Borgarkringlan, sími 67 99 55
Svisslendingar hafa áratugum saman verið heimsþekktir
fyrir gæðavörur sem endast. Eins og RAICHLE gönguskórnir.
RAICHLE setur þægindi og öryggi göngumannsins í öndvegi.
Hjá RAICHLE eru gæðin Nr.1.
RAICHLE NEPAL er gerður úr Regatta nautshúð
og Gore-Tex.® Með vatnsheldri tungu og
Vibram sóla.