Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
Séra Bolli kvaddur
SÉRA Bolli Gústavsson, nýkjör-
inn vigslubiskup í Hólastifti,
kveður Grenivíkursöfnuð við
messu á sunnudag. Að lokinni
messu verður honum haldið
kveðjuhóf. Sr. Bolli stefnir að
því að á Hólum í Hjaltadal verði
kirkjulegt bókasafn og rann-
sóknarmiðstöð.
Séra Bolli hefur þegar sungið
kveðjumessur sínar í Laufáskirkju
og Svalbarðskirkju en kveðju-
guðsþjónustan í Grenivíkurkirkju
verður á sunnudag klukkan 13.30.
Að henni lokinni munu sóknar-
nefndir kirknanna þriggja halda
honum og fjölskyldu hans kveðj-
usamsæti í skóianum á Grenivík.
Að sögn séra Bolla vinnur hann
að því þessa dagana að ganga frá
eigum sínum í Laufási og flytja
til Hóla, en séra Pétur Þórarinsson
hefur verið skipaður prestur í
Laufási og byijar þjónustu sína
þar um mánaðamót.
Séra Bolli sagðist binda miklar
vonir við að hið nýja starf sitt
yrði fjölbreytt og ánægjulegt. Að
því væri stefnt að á Hólum í
Hjaltadal yrði kirkjuieg miðstöð
fyrir Hólastifti og verið væri að
vinna að reglugerð þar sem kveð-
ið væri á um breytingar á starfs-
sviði vígslubiskupa. Framvegis
væri stefnt að því að vígslubiskup
stæði fyrir námstefnum og ráð-
stefnum á vegum kirkjunnar auk
þess að heimsækja presta og söfn-
uði og vinna að samstöðu og sam-
vinnu prestanna í biskupsdæminu.
Þá væri vígslubiskupum að auki
ætlað að vinna ýmis störf beinlín-
is í umboði biskups íslands, þann-
ig að starfið væri öðrum þræði
að létta á biskupsembættinu.
Mestan áhuga sagðist séra
Bolli hafa á því að á Hólum yrði
komið upp kirkjusögulegu bóka-
safni og þar yrði fræðimannsíbúð
og aðstaða til rannsókna á kristi-
legum efnum og eins yrði hægt
að halda ráðstefnur á vegum
kirkjunnar og skólans að Hólum.
Þá væri sér ofarlega í huga, ekki
síst vegna þess hve gott hljóðfæri
væri í hinni glæsiiega endurgerðu
Hóladómkirkju, að hafa uppi regl-
ulegt tónleikahald. Þá gat hann
þess að fyrir dyrum stæði að Sjón-
Séra Bolli Gústavsson
varpið tæki upp í septemberbyijun
samnorræna guðsþjónustu í Þing-
eyrakirkju og þar kæmu fram ein-
vörðungu prestar og listamenn
úr Hólastifti.
Messan verður síðan send út
samtímis í sjónvarpi á öllum Norð-
urlöndum þann 15. september
næstkomandi.
Danskur kór á Sum
artónleikunum
■ HLJÓMS VEITIN Stjórnin
mun leika norðan heiða um helg-
ina, Stjórnin verður í Sjallanum,
Akureyri, í kvöld og Miðgarði,
Skagafirði, laugardagskvöld.
Hljómsveitin mun síðan taka sér
frí næstu 3 vikurnar og hefja síð-
an leik aftur 23. ágúst nk.
■ SÁLIN hans Jóns míns spilar
á Norðurlandi um helgina. Hljóm-
sveitin mun spila á Dalvík í kvöld
og í Ydölum á laugardagskvöld. Á
þessum viðkomustöðum mun Orv-
arr Atli Örvarsson, hljómborðs-
leikari, nota nýjan hátæknihljóð-
gerfil frá Gong hf. Þessi gerfiil er
nýstárlegur að því leyti að í stað
þess að ýta á hnappa til þess að
velja hljóð þá nemur gerfillinn tal-
aðar skipanir gegnum hljóðnema.
■ SUMARKVÖLD í Sjallanum
nefnist kvöldskemmtun sem efnt
verður til annað kvöld, laugar-
dagskvöld. Meðal þess sem í boði
er á þessari sumarskemmtun eru
léttur kvöldverður, söngur og tisk-
usýning. Guðrún Gunnarsdóttir
og Berglind Björk Jónasdóttir
flytja við undirleik Níelsar Ragn-
arssonar og Rokkbandsins dag-
skrá með sönglögum frægra söng-
kvenna á síðustu árum, tískusýn-
ingarfólk mun sýna undirfatnað
frá Amaro og Þorvaldur Hall-
dórsson mun koma og syngja
gömlu, góðu Sjallalögin. Að dag-
skránni lokinni verður dansað við
leik Rokkbandsins.
HÖFÐABERG
veitingasala 2. hæÖ
Ingimar Eydal
leikur fyrir matargesti
föstudag og laugardag.
Laugardagur:
Hljómsveitin
Herramenn
leikur fyrir dansi.
Borðapantanir
í síma 22200.
Hótel KEA
ÞRIÐJU Sumartónleikarnir á
Húsavík, í Mývatnssveit og á
Akureyri verða nú um helgina.
í þetta sinn kemur fram á tón-
leikunum kór Sankti Morten-
kirkjunnar í Randers í Dan-
mörku.
Þessi kirkjukór einkennist af því
að söngvararnir eru afar ungir, á
aldrinum 14 til 22 ára. Björn Stein-
ar Sólbergsson, talsmaður Sumar-
tónleika, sagði að kórinn hefði kom-
■ HLJÓMS VEITIN Ný dönsk,
mun skemmta í kvöld og annað
kvöld í veitinga-, dans- og kvik-
myndahöllinni 1929 á Akureyri.
Allir velkomnir á þennan de luxe“
dansleik Nýrrar danskrar á Akur-
eyri.
Hellu.
ÞRIR listamenn munu á laugar-
daginn opna myndlistarsýningu
á vegum M-hátíðarnefndar
Rangárvallasýslu og Mennta-
málaráðuneytisins. Sýningin er
sett upp í húsnæði sem áður hýsti
kjötvinnslu hér á staðnum en var
upphaflega byggt sem prent-
smiðja. Listamenn þessir eiga
það sameiginlegt að vera aðflutt-
ir, búa á Hellu eða nágrenni og
starfa hér við list sína.
Elías Hjörleifson sýnir m.a.
vatnslita-, olíukrítar og akrýlmynd-
ir, ailt nýlegar myndir sem hann
hefur ekki sýnt áður á íslandi, en
Elías var búsettur í Danmörku í 27
ár. Þar hefur hann tekið þátt í fjölda
samsýninga og einnig haldið einka-
sýningar. Þá tók hann þátt í sam-
sýningu í FÍM-salnum 1979.
Guðrún Svava Svavarsdóttir nam
í Myndlistarskólanum í Reykjavík
og hefur tekið þátt í mörgum sýn-
ingum, m.a. í FÍM-salnum, Kjar-
valsstöðum, Listmunahúsinu, Gall-
erí Súm, á Akureyri, ísafirði og
Neskaupstað. Guðrún Svava sýnir
olíumyndir, teikningar og blýants-
myndir og nýjar vatnslitamyndir.
Gunnar Órn Gunnarsson sýnir
ið til Akureyrar í vikubyrjun og
verið hér við æfingar. Hingað kæmu
20 af þeim 28 söngvurum sem
væru í kórnum fullskipuðum. Þetta
væri kór sem farið hefði víða um
lönd til að flytja fjölbreytta sönglist
sína, meðal annars til Póllands,
Englands, Noregs og Svíþjóðar, en
þetta væri fyrsta íslandsferðin.
Á tónleikunum syngur kórinn
sálmalög og kirkjutónlist frá ýms-
um öldum, meðal annars eftir Pal-
estrina, Mozart, Bach, Gade og
Martein Lúther auk nútímavérka
eftir stjómandann og fleiri. Kór-
stjóri er Ulrik Rasmussen, en hann
er auk þess organisti í Sankt-Mort-
enkirkjunni. A tónleikunum leikur
hann einnig orgeltónverk og það
gerir jafnframt Lise Lotte Rasmus-
olíumálverk unnin á síðustu tveim
árum sem fæst hafa verið á sýningu
áður. Einnig verður hann með
nokkra skúlptúra. Gunnar Örn hef-
ur haldið fjölmargar einkasýningar
hér heima og erlendis og tekið þátt
í samsýningum víða um heim. Hann
var fulltrúi íslands á Tvíæringnum
í Feneyjum 1988. Verk hans er að
finna í söfnum í Reykjavík, New-
York, Tókýó og Stokkhólmi.
Listamennirnir voru önnum kafn-
ir í vikunni að koma verkum sínum
fyrir og skipuleggja sýningarhaldið,
en þau hafa ekki sýnt áður heima
í héraði. Er það kærkomin tilbreyt-
ing fyrir Rangæinga að fá að sjá
listaverk þeirra á heimavelli.
Sýningin opnar nk. laugardag
kl. 17.00 og við það tilefni mun
kvartet leika djass. Kvartettinn
skipa þeir Rúnar Georgsson á saxó-
fón, Björn Thoroddsen á gítar,
Bjarni Sveinbjörnsson á kontra-
bassa og Guðmundur Steingríms-
son á trommur.
Sýningin stendur yfir dagana 27.
júlí til 11. ágúst og verður opin
daglega kl. 16.00 til 21.00. Að-
gangur er ókeypis.
- A.H.
M-hátíð á Hellu:
Myndlist o g djass
í Kjötvinnslunni
Norðurlandameist-
aramót unglinga
í golfi á Akureyri
BESTU golfleikarar Norður-
landa 18 ára og yngri reyna með
sér á Norðurlandameistaramóti
á Jaðarsvelli á Akureyri um
helgpna. Mótið verður sett í dag
en keppt verður á morgun og
sunnudag.
Keppendur voru komnir á Jað-
arsvöll og voru þar að æfingum í
góðviðrinu í gærmorgun. Móts-
stjórinn, Stefán B. Einarsson,
sagði að á Jaðri ríkti afar milt,
norrænt andrúmsloft, enda væri
veður gott og völlurinn með allra
besta móti svo allir ættu að geta
sýnt bestu hliðar sínar.
Hannes Þorsteinsson hefur um-
sjá með drengjaliði íslands á mót-
inu en Inga Magnúsdóttir annast
stúlkumar. Hannes sagði að ís-
lendingar hefðu jafnan vermt
neðsta sæti á móti sem þessu en
Kór Sankti Mortenkirkju á
tröppum Akureyrarkirkju.
sen, sem að öðru jöfnu leikur undir
við söng kórsins á tónleikunum.
Tónieikamir í Húsavíkurkirkju í
kvöld, föstudagskvöld, hefjast
klukkan 20.30, í Reykjahlíðarkirkju
í Mývatnssveit laugardagskvöld
klukkan 20.30 og í Akureyrarkirkju
klukkan 17 á sunnudag.
í þetta sinn væri ekki óraunhæft
að stefna á þriðja sæti, bæði í
drengja- og stúlknaflokkum. Á
Evrópumóti sem verið hefði í Osló
fyrir skemmstu hefði verið ljóst
að íslendingar ættu að eiga í fullu
tré við Norðmenn og Finna, ekki
síst á heimavelli. Hins vegar væru
Danir og þó einkum Sviar með
mjög sterk lið, enda hefðu þessar
þjóðir skipst á að halda Norður-
landameistaratitlinum.
Stúlkurnar eru þijár í sveit hvers
lands, en árangur tveggja bestu
er talinn til vinnings. í stúlknaliði
íslendinga em Karen Sævarsdótt-
ir, Herborg Amarsdóttir og
Andrea Ásgrímsdóttir. í drengja-
flokki em 6 í hverri sveit en árang-
ur fímm bestu er metinn til vinn-
ings. íslensku strákarnir em Þórð-
ur Ólafsson, Tryggvi Pétursson,
Arnar Ástþórsson, Tómas Jónsson
og Akureyringarnir Örn Arnarson
og Sigurpáll Geir Sveinsson.
Unglingamir leika stíft, 36 holur
hvorn keppnisdaginn. Keppni hefst
klukkan 8 að morgni báða dagana,
en þá verða fyrstu keppendur ræst-
ir út í fyrri hring. Seinni hringur-
inn hefst svo klukkan 13.
■ SAMTÖK um sorg og sorgar-
viðbrögð á Akureyri hyggja á að
gera sér glaðan dag_ á morgun,
laugardag. Að sögn Ólafar Hal-
blaub, talsmanns Samtaka um sorg
og sorgarviðbrögð, er ætlunin að
fara í ferð að Selgili, sunnan Skóga
í Fnjóskadal, og efna þar til grill-
samkomu. Fyrirhugað er að félagar
fari á einkabílum og leggi af stað
frá Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju klukkan 14 á morgun. í
Selgili munu samtökin hafa útigrill
til reiðu en félagarnir ætla að taka
matföng með sér og njóta matar,
skemmtunar og útivistar fram eftir
degi.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Listamennirnir þrír; Elías Hjörleifsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir
og Gunnar Orn Gunnarsson.
Kanadískur söng’vari og
gítarleikari
KANADÍSKI gítarleikarinn og
söngvarinn, George Grosman,
skemmtir gestum á veitinga-
staðnum Gikknum, Ármúla 7, í
kvöld, föstudagskvöld og á
morgun, laugardagskvöld.
Hann mun flytja popp- og blús-
tónlist, þar a' meðal eigin lög.
George Grosman hefur komið
fram opinberlega í 15 ár, meðal
annars í Toronto, Los Angeles og
í London.
á Gikknum
Aðgangur
er ókeypis
fyrir gesti
Gikksins og
þeim er
einnig boðið
upp á „Draft
Happy
Hour“ frá
klukkan
18-21 alla
daga.
George Grosman