Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 i + AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Peningalyktin EINA VITIÐ AÐ HATA SAMVINNU UM BYGGINGU NÝRRAR LOÐNUBRÆÐSLU, SEM LEYSITVÆR ÚRELTAR VERKSMIÐJUR í EYJUM AF HÓLMI MENGUNIN liggnr yfir Vestmannaeyjum eins og slæða og fnykur- inn sem berst úr loðnubræðslunni er svo megn að venjulegum Reykvíkingi, sem heimsækir Eyjar í fögru veðri og logni, slær fyrir bijóst. Vestmanneyingar eru ekkert sælir með fnykinn sinn, sem peyjarnir þar, eins og annars staðar, kalla peningalykt, en þeir gera þó mun minna úr honum en efni standa til. í Vestmanna- eyjum eru tvær fiskimjölsverksmiðjur, sem starfa á undanþágum sem renna út I. september næstkomandi. Þær eru reyndar báðar úreltar, þannig að skynsamlegast virðist að ein ný verksmiðja, með nýtísku tækjabúnaði og mengunarvörnum leysi hinar tvær af hólmi. Aðeins önnur verksmiðjan er starfrækt yfir sumartímann, Fiski- mjölsverksmiðjan, sem Vinnslustöðin og Fiskiðjan eiga í samein- ingu, en Fiskinyölsverksmiðja Einars Sigurðssonar, í eigu Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja er einungis starfrækt á meðan á loðnu- vertíð stendur. Umræðan um framtíðartilhögun loðnubræðslu og fiskimjölsverk- smiðju hefur verið allnokkur í Eyj- um að undanfömu, án þess þó að nokkur niðurstaða hafi fengist. Ég hef upplýsingar um að full- trúar frá íslandsbanka hafa rætt við eignaraðila fískimjölsverk- smiðjanna, til þess að kanna hug þeirra til sameiningar, áður en til byggingar nýrrar og fullkominnar loðnubræðslu kemur. Reyndar tel- ur bankinn að þörfin til skjótra ákvarðana á þessu sviði sé ekki brýn, þar sem svo mikil óvissa ríkir um loðnustofninn og stærð hans. Vill bankinn fara sér hægt í lána- fyrirgreiðslum til byggingar nýrrar loðnubræðslu, þar til ljóst sé að rekstrargrundvöllur slíkrar verk- smiðju sé nokkum veginn tryggð- ur. Því er líklegt að verksmiðjurnar tvær keyri áfram á undanþágum einhverjar loðnuvertíðir enn. Arangurslausar viðræður Eigendur verksmiðjanna hafa ræðst við tvisvar, þrisvar sinnum, síðast fyrir tveimur árum, um þann möguleika að sameina verksmiðj- urnar og byggja eina nýja í stað- inn, en þær viðræður leiddu ekki til þess að af sameiningu yrði. Einn- ig hafa menn í Eyjum rætt mögu- leikann á að stofnað verði almenn- ingshlutafélag um nýja loðnu- bræðslu og fiskimjölsverksmiðju, og er einn stuðningsmaður þeirrar hugmyndar Bjami Sighvatsson, stjórnarformaður Fiskimjölsverk- smiðjunnar og Vinnslustöðvarinnar og stór hluthafi í Vinnslustöðinni. Magnús_ Kristinsson stjórnarfor- maður ísfélags Vestmannaeyja er sömu skoðunar og Bjarni og segir að náist samstaða meðal núverandi eigenda loðnubræðslnanna um byggingu nýrrar og fullkominnar verksmiðju, sem stofnað verði al- menningshlutafélag um, verði út- vegun hlutafjár áreiðanlega ekkert stórmál. Haraldur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Fiskimjölsverksmiðj- unnar og stór hluthafi í Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni, segir það stað- reynd að báðar verksmiðjurnar séu aftarlega á merinni hvað varðar tækjabúnað. „Þær þyrftu auðvitað að sameinast og ný fullkomin verk- smiðja að rísa sem Ieysti þær báðar af hólmi,“ segir Haraldur. Kostar 300 til 400 milljónir En ný fiskimjölsverksmiðja kost- ar á milli 3 og 400 milljónir króna, og út í slíka fjárfestingu fer enginn í dag í sjávarútvegi, nema að rekstr- argrundvöllur sé tryggður. Björn Úlfljótsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar (Vinnslustöðin á 50% í Fiskimjölsverksmiðjunni) segir að samstaða sé um markmið- ið, en ágreiningur um leiðimar. Engin glóra sé í því að reisa tvær nýjar verksmiðjur, um það séu allir sammála. „En þegar rætt var um sameiningu verksmiðjanna, þá gátu menn ekki komið sér saman um hvers virði eignirnar voru. Sigurður Einarsson var í þeím viðræðum sem fram fóru ekki reiðubúinn til þess að leggja loðnuskip sín í nýtt fyrir- tæki og þar með að tryggja nýju verksmiðjunni nægt hráefni. Á þessu strönduðu sameiningarvið- ræðumar, því það er enginn grund- völlur fyrir því að fara út í að reisa nýja bræðslu sem kostar á milli 300 og 400 milljónir, án þess að bræðsl- unni hafi verið tryggt nægt hrá- efni,“ segir Bjöm. Sigurður Einarsson, forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar og aðaleig- andi FSE, segir á allra vitorði að rekstur loðnubræðslna hafi undanf- arin ár gengið illa vegna loðnu- brests. „Menn hafa tvisvar eða þrisvar sinnum rætt hér um að reyna að sameina verksmiðjumar, ff * m é en þær umræður hafa aldrei komist á það stig að hægt væri að stilla upp einhveijum valkostum og gera upp við sig hvað fælist í því að renna fyrirtækjunum saman. Allir hérna virðast sammála um að það sé glórulaust að fara að byggja upp tvær nýjar verksmiðjur, en því mið- ur hefur ekkert gerst,“ segir Sig- urður. Sigurður segir það ekki rétt að hann hafi ekki verið reiðubúinn að leggja loðnuskip sín í nýtt fyrir- tæki. „Ég var tilbúinn að ræða hvort sem var, annars vegar að sameina bara verksmiðjurnar og hafa engin loðnuskip í fyrirtækinu, eða hins vegar að setja öll skipin í fyrirtækið, sem hefðu þá verið fjög- ur loðnuskip frá okkur og tvö frá hinum. Við það hefði ný fiskimjöls- verksmiðja að sjálfsögðu orðið í meirihlutaeign okkar og við þann möguleika fannst mér sem dofnaði vemlega áhugi hinna á slíkum við- ræðum við mig,“ segir Sigurður. Smákóngar aftur í ham Sigurður segir að þegar þessar viðræður hafi farið fram hafi sér verið alveg sama hvor hátturinn yrði á sameiningunni, en í dag hafi hann aðrar skoðanir á þessum þætti og hann hafi vissar efasemdir um hversu skynsamlegt sé að tengja útgerð loðnuskipanna við verk- smiðjurekstur. Raunar má ætla að í þessum sameiningarviðræðum sem öðmm samstarfsviðræðum sjávarútvegs- fyrirtækjanna í Vestmannaeyjum séu smákóngasjónarmiðin helsti þröskuldurinn í veginum til já- kvæðrar niðurstöðu. Ég fékk.upp- lýsingar um það í Vestmannaeyjum og sömuleiðis úr bankakerfinu hér í Reykjavík, að þeir sem hugsanlega hygðu á samstarf eða sameiningu við Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sæju ofsjónum yfir því hversu stór hlutur Hraðfrystistövarinnar yrði við slíka sameiningu. Hraðfrystistöðin hefur tæplega 10% alls loðnukvóta Loðnuskipin fjögur, Guðmundur VE, Heimaey VE, Gígja VE og Sig- urður RE, sem eru í eigu Hrað- frystistöðvarinnar, ráða yfir hvorki meira né minna en 8,6% alls loðnu- kvóta loðnuflotans. Á góðum loðnu- vertíðum hefur þetta jafngilt því skipin hafí veitt frá 50 þúsund og allt upp f 80 þúsund tonn af loðnu. Þannig að meirihlutaeign Hrað- frystistöðvarinnar og þar með Sig- urðar Einarssonar og fjölskyldu í nýrri fiskimjölsverksmiðju yrði mjög ótvíræð, ef verksmiðjurnar tvær sameinuðust og loðnuskipin fylgdu með inn í nýtt sameinað fyrirtæki. Þetta eiga aðrir smákóngar erfitt með að sætta sig við, hvort sem þeir heita Bjarni Sighvatsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvar- innar og Fiskimjölsverksmiðjunnar, Haraldur Gíslason, framkvæmda-, stjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar og hluthafi í Fiskiðjunni og Vinnslu- stöðinni, eða Guðjón R. Rögnvalds- son, stjórnarformaður Fiskiðjunnar og framkvæmdastjóri Sæhamars hf. Þannig að þótt ég hafí fjallað hér á sama vettvangi í grein á mið- vikudaginn um það að sægreifar Vestmannaeyja væru sundurleitur hópur, þá virðast þeir í það minnsta geta snúið bökum saman til þess að koma í veg fyrir að einn úr þeirra röðum verði stórkóngur. Fiskiðjan hafnaði tilboði Hraðfrystistöðvarinnar Sigurður falaðist eftir því í fyrra við stjórnendur Fiskiðjunnar að fá að kaupa hlut Fiskiðjunnar í Fiski- mjölsverksmiðjunni, en Fiskiðjan á 50% í verksmiðjunni. Fiskiðjan hafnaði þessari málaleitan Sigurð- ar. Ég spurði Guðmund Karlsson, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar, hvers vegna þessu hefði verið hafn- að og hvort slíkt hefði ekki einfald- að sameiningu fískimjölsverksmiðj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.