Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
27
Minning:
Þorsteinn Jóns-
son, Ulfsstöðum
Fæddur 5. apríl 1895
Dáinn 18. júlí 1991
Þorsteinn var sonur hjónanna
Jóns Þorsteinssonar og Guðrúnar
Jónsdóttur, en þau bjuggu á Úlfs-
stöðum í Hálsasveit, Borgarfjarðar-
sýslu. Jón var sonur Þorsteins Áma-
sonar og Guðrúnar Jónsdóttur en
Þorsteinn bjó 30 ár á Hofsstöðum
í Hálsasveit, þjóðhagi og höfðings-
maður. Hann var sonur Þuríðar
Þorsteinsdóttur og Árna Einarsson-
ar, bændahjóna í Kalmanstungu og
víðar. Þuríður í Kalmanstungu var
orðlögð skörungs- og gæðakona.
Árni, maður hennar, var glæsi-
menni sem var af Húsafellsætt
eldri, kominn af séra Sigvalda Hall-
dórssyni.
Guðrún, móðir Þorsteins á Úlfs-
stöðum, var dóttir Jóns Þorvalds-
sonar og Helgu Jónsdóttur, hjóna
á Úlfsstöðum, bæði af Deildar-
tunguætt, bræðraböm. Hann var
sonur Þorvalds Jónssonar á Stóra
Kroppi en hún var dóttir Jóns Jóns-
sonar í Deildartungu, bróður Þor-
valds. Náskyld Þorsteini í þá ætt
vom góð skáld og andans menn.
Þorsteinn átti því láni að fagna
að ungmennafélagshreyfingin var
ung og fersk á æskudögum hans.
Skáld og hagyrðingar birtu Ijóð sín
og sögur í riti ungmennafélagsins
sem að vísu var handskrifað og
gekk manna á milli. Þorsteinn var
einn þeirra sem skráði ljóð sín í
ritið. I honum bjó einhver sú birta
hugsana og skáldskapar sem lýsti
honum alla ævi.
Þegar Þorsteinn kynntist kenn-
ingum Helga Pjeturs var hann und-
ir eins gripinn hrifningu sem aldrei
skildi við hann síðan. Hann skrifaði
greinar í blöð og tímarit, hann gaf
út bækur, þær urðu fimm talsins.
Flestar bækurnar fjölluðu um kenn-
ingar Helga Pjeturs, en einnig var
í þeim að finna kvæði og spak-
mæli. Eitt þeirra er einkar Ijúft og
gott að vitna til en það er svona:
„Viljirðu boða komu vorsins og
vinna að komu þess þá farðu að
dæmi sólarinnar, hún aðeins skín.“
Þorsteinn ólst upp í föðurhúsum
með einni systur, Ragnhildi. Móður
sína misstu þau 1904, þá var hann
8 ára en hún 6. Jón giftist Guð-
björgu Pálsdóttur nokkmm árum
síðar og bjuggu þau lengi á Úlfs-
stöðum en áttu engin böm saman.
Þorsteinn varð sterkur maður og
þótti dugmikill til erfiðisvinnu en
hugur hans var engu að síður bund-
inn við skáldskapinn og viskuna.
Hann aflaði sér staðgóðrar þekk-
ingar þótt skólaganga væri stutt.
Átta mánuði dvaldi hann í Sviss
með Þorsteini Jónssyni vini sínum
og lærði þar að lesa og tala þýsku.
Þorsteinn staðfesti ráð sitt með
Áslaugu Steinsdóttur. Hún er ættuð
úr Húnavatnssýslu, dóttir Steins
Ásmundssonar og Valgerðar Jónas-
dóttur. Þau fóru að búa í Geirshlíð-
arkoti í Flíkadal árið 1936, fluttu
að Úlfsstöðum 1942 og hafa búið
þar síðan. Þau eignuðust 4 dætur.
Sú elsta, Steingerður er dóttir Ás-
laugar en kjördóttir Þorsteins. Hún
er húsfreyja í Reykjavík, gift Þor-
steini Guðjónssyni. Næstelst er
Guðrún Elsa, húsfreyja á Úlfsstöð-
um, gift Sveini Víkingi Þórarins-
syni. Ragnhildur á heima á Úlfs-
stöðum, ógift og hefur verið ellistoð
foreldra sinna. Ásdís er gift Þor-
steini Þorsteinssyni, bónda á Skálp-
astöðum í Lundarreykjadal. Áslaug
reyndist Þorsteini hinn mesti styrk-
ur og skjól í lífinu, dugnaðarforkur
sem kunni vel að meta andríki hans.
Ekki var sigling Þorsteins á ólgu-
sjó lífsins áfallalaus. Hans fyrsti
og mesti missir var að missa móður
sína átta ára gamall. Hann mátti
sjá á bak systur sinni árið 1934
þegar hún dó frá þremur ungum
dætram og sambýlismanni. Þau
bjuggu þá á Úlfsstöðum. Svo var
það vissulega mikill missir eigna
þegar hús hans brann til kaldra
kola, gott hús á Úlfsstöðum. Þar
brunnu bæði eigur og handrit, en
það var skaði en ekki harmur. Dug-
legir menn hjálpuðu honum að
koma sér upp betri húsum en þeim
sem fyrir voru, og eignirnar komu
smám saman aftur.
Ómetanlegt er fyrir mannlegt
samfélag að hafa notið manna eins
og Þorsteinn á Úlfsstöðum var. Það
er hægt að segja um hann eins og
Halldór Laxness sagði um Ragnar
í Smára: „Hann er happ í mannlegu
samfélagi." Þetta andlega ljós sem
lýsti Þorsteini skein út úr andliti
hans svo að það var alltaf eins og
hátíð í kringum hann. Hann var það
sem í daglegu tali er kallað að vera
bráðskemmtilegur. Kenningar
Helga Pjeturs voru honum hug-
stæðar og hann var þess fullviss
að þær boðuðu komu vorsins í sam-
félaginu. Ungir menn sem kynntust
Þorsteini fóru að lesa Nýal og virð-
ing Helga Pjeturss óx í sveitinni.
Þorsteinn varð kunnur fyrir greinar
sínar og bækur og varð vel metinn
heimspekingur langt út fyrir sína
sveit. Væri óskandi að hann hefði
haft minna af basli og búsáhyggjum
sem bóndann þjaka svo aflcöst til
mennta og skrifta hefðu orðið meiri.
Þorsteinn var einn af framkvöðlum
að stofnun félags nýalssinna og
hefur aila tíð verið vel metinn í
þeim hópi.
Nú er Þorsteinn væntanlega
horfínn til annarra reikistjarna þar
sem allir geta notið hæfileika sinna
til fulls. En hann mun lengi enn
vera með okkur i verkum sínum.
Þeir sem vel lifa deyja aldrei.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Kristleifur Þorsteinsson.
Mig langar til að minnast tengda-
föður míns, Þorsteins Jónssonar á
Úlfsstöðum í Hálsasveit með nokkr-
Vinur okkar og samverkamaður
Benedikt Jónsson, sem lést í
Reykjavík fyrir skömmu, er okkur
hjónum báðum harmdauði. Við
kynntumst honum er hann vann við
hafnargerð í Þorlákshöfn fyrir hart-
nær 30 árum. Þau kynni leiddu til
þess að við stofnuðum saman bygg-
ingarfyrirtækið Almenna verktaka
árið 1970. Þar störfuðum við saman
í nokkur ár, eða þar til Benedikt
hóf störf hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. Þar sýndi
hann svo ekki varið um villst að
hann var útsjónarsamur verkmað-
ur, listhneigður og smekkvís. Um-
hverfi Rannsóknastofnunar bygg-
ingariðnaðarins ber verkum hans
glöggt vitni, svo og hvern áhuga
hann hafði á tijárækt, en hann kom
upp myndarlegum tijágarði við
stofnunina í Keldnaholti.
í samstarfinu hjá Almennum
verktökum duldist okkur ekki hve
Benedikt var úrræðagóður og lét
vel að stjórna. Hann var þá enda
búinn að vera yfirverkstjóri við
margar helstu virkjunarfram-
kvæmdir landsins auk þess sem
hann hafði annast yfirverkstjórn við
nokkrar hafnargerðir, m.a. í Þor-
lákshöfn. Benedikt hafði orð fyrir
að geta oft ráðið bót á vanda sem
aðrir voru gengnir frá, jafnvel þótt
um væri að ræða honum mun
menntaðri menn. Þessu til staðfestu
má nefna að þegar stífla gaf sig
fyrir ofan Steingrímsstöð, sem er
efst Sogsvirkjanna, þá glímdu er-
um orðum. Hann andaðist í hárri
elli á heimili sínu að morgni 18.
júlí síðastliðinn, saddur lífdaga. Á
Úlfsstöðum átti hann heima alla
ævi, að undanteknu einu ári er
hann bjó í Geirshlíðarkoti, Flókadal.
Foreldrar hans voru hjónin Jón
Þorsteinsson, bóndi á Úlfsstöðum,
og Guðrún Hallfríður Jónsdóttir,
fyrri kona hans. Móður sína missti
Þorsteinn 8 ára að aldri og syrgði
hana mjög. Vera kann að sá tregi
hafi fyrst í stað torveldað honum
að þýðast stjúpmóður sína, Guð-
björgu Pálsdóttur, en sjálfur sagðist
hann hafa lært að meta hana því
meir sem samleið þeirra varð lengri
og hjá honum átti Guðbjörg skjól
sín síðustu ár, þá orðin ekkja.
Ekki naut Þorsteinn langrar
skólagöngu í bernsku, frekar en
títt var. En tvítugur að aldri settist
hann í Hvítárbakkaskólann, þá ný-
lega stofnaðan. Þar opnaðist honum
ný sýn með víðari sjónhring en áð-
ur, og líkt og svo margir aðrir nem-
endur þessa skóla bjó hann að dvöl-
inni þar alla sfna ævi.
Mest áhrif á líf hans mun það
þó hafa haft er hann komst í kynni
við heimspeki dr. Helga Pjeturss,
nýalskenninguna. Sjálfur lýsti Þor-
steinn því svo að það hefði verið
sér eins og að ganga út úr myrkri
í bjart ljós er hann fyrst las þessi
rit. Þar fann hann svör við þeim
spurningum, sem ákafast leituðu á
lendir sem innlendir sérfræðingar
við að loka gatinu sem vatnið foss-
aði um, en án árangurs. Benedikt
var fjarverandi er þetta gerðist.
Þegar náðist í hann var hann spurð-
ur hve langan tíma hann teldi að
það tæki að loka þessu gati. „Tvo
sólarhringa", svaraði hann og stóð
við orð sín.
Þegar þessir eiginleikar eru hafð-
ir í huga þá er ekki að kynja þó
Bepedikt kæmi sé vel í starfi og
væri vel metinn, jafnt af okkur sem
öðram. Hann var einnig á sinn hátt
gamansamur, t.d. gerði hann það
oft að skrifa heldur skemmtileg
bréf en nota síma, þegar hann átti
erindi við okkur, samstarfsfólkið.
Við söknum sannarlega vinar í stað
þegar Benedikt er nú horfinn okkur.
Eðlilega eiga þó aðrir um sárar
að binda við fráfall Benedikts Jóns-
sonar. Yfir moldum hans standa
nú fjölmargir afkomendur hans.
Með konu sinni, Elfnu Þorsteins-
dóttur, eignaðist Benedikt sjö börn
sem öll eru gift og eiga mörg börn.
Eiginkonu sína missti Benfedikt árið
1984. Hún hafði þá átt við langvar-
andi vanheilsu að stríða.
Frá Benedikt er fjölmennur ætt-
boginn kominn. Sjálfur var hann
einn átta barna Jóns Jónatanssonar
alþingismanns og búrfræðiráðu-
nautar á Ásgautstöðum í Flóa og
konu hans Kristjönu Benediktsdótt-
ur rjómabústýru. Fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur árið 1918, þar sem
Benedikt lauk bamaskólaprófí. Eft-
Benedikt Jóns-
son - Kveðjuorð
hann um þetta leyti — svör sem
fyrst og fremst byggðu á rökhugs-
un, þar sem ályktanir byggðar á
athugunum voru undirstaðan.
Þessi aðferð féll vel að eðli Þor-
steins sjálfs. Engum manni hef ég
kynnst með svo ríka þrá til að skilja
umhverfi sitt og aðstæður sem
hann. Mér er í minni frásögn hans
af því, að sem ungur maður við
slátt á Úlfsstöðum undraðist hann
að skuggi orfsins vísaði ekki full-
komlega í gagnstæðar áttir kl. 7
að morgni og 7 að kvöldi. Þetta var
andstætt því sem hann þá taldi sig
best vita um snúning jarðar og
gang hennar um sólu. Flest okkar
hefðu eflaust yppt öxlum og sagt
við sjálf okkur að svona væri þetta
bara og ekki hugleitt það frekar.
En það er andstætt eðli Þorsteins
að sætta sig við sh'kt misræmi skoð-
ana sinna við fyririiggjandi stað-
reyndir. Ekki lágu honum á lausu
fræðibækur um þessi efni, né gat
hann þá leitað skilnings til sér fróð-
ari manna. En hann hætti ekki
heilabrotum fyrr en hann hafði af
eigin rammleik öðlast skilning á
hvernig möndulhalli jarðar orsakar
tímabundna misvísun af þessu tagi.
Þá hafði hann velt málinu fyrir sér
fram og aftur svo mánuðum ef
ekki misserum skipti.
Sama skilningsþrá réði afstöðu
hans til trúarbragða. Þar þótti hon-
um gæta um of misræmis milli
skoðana manna og þekktra stað-
reynda. Nýalskenningin ein virtist
standast það próf. Og því var það
að henni fylgdi Þorsteinn alla daga
síðan af heilum og óskiptum huga.
Ekki þó þannig að hann tryði í
blindni, efasemdalaust, heldur velti
hann fyrir sér sjálfur hvetjum ein-
stökum þætti og bar saman við eig-
in reynslu og ályktanir. Ekki mun
á neinn hallað þótt fullyrt sé að
hann hafi verið allra manna hand-
gengnastur þeim fræðum, að dr.
Helga einum frátöldum. Þannig tel
ég að Þorsteini hafi auðnast að
skýra betur og auka við ýmsa þætti
kenningarinnar, og enda færa hana
yfir á ný svið með athugunum sín-
um á þýðingu minninga fyrir fram-
þróun lífsins.
Fátt var Þorsteini heitnum hug-
leiknara en að ræða þessi áhuga-
mál sín. Þar naut hann rökfestu
sinnar og skýrrar hugsunar, sem
og yfirgripsmikillar þekkingar á
heimspeki og náttúrufræðum.
Sama var hverjir í hlut áttu, háir
sem lágir, sínum skoðunum hélt
Þorsteinn fram af fullri einurð og
festu en þó stillingu og tillitssemi.
Alltaf virti hann að fullu sannfær-
ingu annarra manna og rétt þ^*ra
til að halda henni fram. Sigur í
kappræðu var honum ekki keppi-
kefli heldur hitt að fá viðmæland-
ann tiil að velta þessum málum
fyrir sér frá nýjum sjónarhornum.
Því var það að vonum að hann
skyldi hafa forgöngu um stofnun
félags nýalssinna á sínum tíma, og
vera þeirra fremsti hugmyndafræð-
ingur meðan heilsa og þrek entust.
Um það hlutverk eru ritverk hans
órækur vitnisburður, en fimm bæk-
ur gaf hann út, sem allar fjalla um
þessi efni. Þar er líka að fínna flest
kvæða Þorsteins en hann var mjög
ljóðelskur og skáld betra en flestir
vita.
Það sem að framan er talið væri
fullt ævistarf fyrir meðalmann. Því
er með óiíkindum að samhliða þessu
tókst honum að sinna búi sínu til
jafns við aðra, rækta tún og húsa
upp jörðina. Meðal annars varð
hann tvívegis að reisa íbúðarhús
yfír sig og sína, þar sem eldra hús-
ið eyðilagðist í bruna á nýársdag
1952. Án traustrar samheldni
fjölskldunnar hefði þetta verið
ómögulegt. Kona Þorsteins, Áslaug
Steinsdóttir frá Litla Hvammi í
Miðfirði og dætur þeirra fjórar, tóku
fullan þátt í búskapnum og frft«-
kvæmdum öllum. Þegar svo aldur-
inn færðist yfir, búsumsvif minnk-
uðu og heilsu Þorsteins tók að hraka
annaðist Áslaug hann af þeirri
nærfærni og dugnaði sem öllum er
til þekktu, verður ógleymanleg.
Orðum þessum fylgja samúðar-
kveðjur og þakkir til hennar.
Andlát Þorsteins ber að með þeim
hætti sem ég veit að hann sjálfur
hefði helst kosið. í hvílunni þar sem
hann hafði svo oft fest blund eftir
langan vinnudag sofnaði hann
og rólega, en nú fastari svefni en
fyrr, eftir nær aldar langan starfs-
dag. Og á sama hátt og hann ætíð
áður hafði vaknað til nýs dags var
hann sannfærður um að vakna af
þessum blundi til nýrra starfa,
orkuríkari og þrekmeiri en fyrr.
Okkur, sem eftir lifum nú um stund
er það gæfa að hafa þekkt slíkan
mann.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Skálpastöðum.
ir það varð hann verksins maður.
Það er hveiju landi gæfa að eiga
fólk sem vinnur hörðum höndum
að uppbyggingu þess. Benedikt var
í framvarðasveit við ýmsar þjóð-
þrifaframkvæmdir, svo sem að ofan
greinir. Þegar hann nú er til hvildar
borinn á hann að baki langt og
gæfuríkt starf sem mun skila okkur
öllum arði um ókomin ár.
Hulda og Eggert Waage
Hann Benni var alltaf kallaður
„Benni gamli“ af sameiginlegum
kunningjum okkar. Mér er vel í
minni hvernig ég kynntist Benna,
en það var árið 1970. Þá vann hann
sem verkstjóri með pabba mínum
við gangstéttarlagningu.Ég spurði
pabba um þennan hæga og hugs-
andi mann. Pabbi sagði mér að
hann væri handlagnasti maður sem
hann þekkti og því til staðfestu
sagði hann mér að hann hefði verið
ráðinn verkstjóri við Ljósafossvirkj-
unina eingöngu vegna þess hversu
snilldariega hann handlék skóflu.
Mér fannst þetta fremur léttjtyg
meðmæli, en eftir því sem tímar
liðu fram og ég kynntist Benna
betur, þá skildi ég að það var alveg
sama hvað þessi maður gerði, allt
gerði hann vel.
Leiðir okkar skildu árið 1978.
Ég hitti Benna ekki aftur fyrr en
árið 1985, þá var ég við Meistara-
skólann og heimsótti Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins,
þeirra erinda að skoða þá starfsemi
sem þar fór fram. Þar vann þá
Benni við alls kyns störf inni sem
úti, var þar nokkurs konar þúsund
þjala smiður. Við Meistaraskólann
vann ég við gerð fijáls verkefnis
og fjallaði um sérhönnuð gróðurhús
og léttsteypulagnir. Öll sú \wka
sem þetta verkefni inniheldur er
runnin frá Benna. Ég fékk toppein-
kunn, 10, fyrir verkefnið, það gat
ég þakkað Benna. Það er hver þjóð
rík sem á mann eins og Benedikt
Jónsson. Ég mun sakna Benna,
míns gamla vinar, og vona að við
eigum eftir að hittast aftur handan
móðunnar miklu.
Sigurður Waage