Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 Fólk er hreinlega búið að gefast upp AÐ KOMA til Moskvu er eins og að ferðast mörg ár aftur í tím- ann. Þegar ég kom á lestarstöðina vatt sér upp að mér gömul kona og spurði hvort ég gæti selt henni vatn. Ég rétti henni kókdollu sem ég hafði haft með mér í lestina og konan var svo hamingjusöm á svipinn að hón kom ekki upp orði. Aðrir viðmæl- endur mínir höfðu á orði að kommúnískir valdhafar væru að syngja sitt síðasta og í kosningum sem verða í landinu eftir rúm tvö ár tækju ný öfl við stjórninni. á nýjan leik í Sovétríkjunum. Vinur minn Rússinn Kirill og ég erum á leiðinni á fund með herra Prígerin sem á sæti í mið- stjórn sovéska kommúnistaflokks- ins og er í hópi svokallaðra harðl- ínukommúnista. Lag Madonnu „Get in to the Groove“ glymur í lélegu hátalarakerfi bílsins við góðar undirtektir leigubflstjórans. „Herra Prígerin er ekta kommi. Það eru fáir svona eftir,“ segir Kirill. Þegar við komum á áfanga- stað tekur herra Prígerin á móti okkur. Handtak hans er traust og ég legg mína fyrstu spumingu fyrir hann. Segðu mér frá starfi þínu innan kommúnistafiokksins. Ég er mikill kommúnisti. Faðir minn tók þátt í byltingunni en hann lést 1938. Honum tókst samt að gera mig að manni. Hann gerði mig að kommúnista. Undir Khrústsjov varð ég anti-stalínisti en það er margt rangt sem Vesturlönd hafa ritað um Stalín. Vissulega gerði hann margar skyssur í starfi sínu en nútíma- stjómmálamenn geta lært margt af verkum hans. Ég á að baki þriggja mánaða starf í miðstjóm flokksins og starfa að uppbygg- ingu efnahagsmála verkalýðsins. Það er óskandi að lífið hefjist þá Kommúnistaflokkurinn styður lýðræði og lýðræðisþróun alla. Sósíalisminn verður ekki að vera- leika án lýðræðis. En hefur kommúnisminn ekki brugðist. Þjóðin hefur verið í 70 ár undir oki kommúnismans, ekki rétt? Heyrðu vinur, þetta verður að skoða í sögulegu samhengi. Sov- étríkin áttu við mikla fátækt að stríða og það var hungursneyð í landinu undir stjóm keisarans. Fólkið framleiddi korn en það til- heyrði landeigendum og komst ekki til fólksins. Öll framleiðsla var á niðurleið. Eftir að fólkið tók stjóm landsins í sínar hendur upp- úr 1920 náðu Sovétríkin að verða að því stórveldi sem þau era í dag. Síðan hófst heimsstyijöld og þjóðin missti 30 milljónir manna. Samt náðum við okkur upp þrátt fyrir þær hörmungar sem stríðið leiddi yfír okkur. Þjóðin er á réttri leið. Hægri en ákveðinni leið. Það hefur kostað okkur gífurlega fjár- muni og fómir að taka þátt í víg- búnaðarkapphlaupi við Bandarík- in. En Sovétríkin byggðu upp öfiugasta her í heimi? Þetta þarf líka að skoða í sögu- legu samhengi. Eftir byltinguna sem átti sér stað með miklum fórnum reyndu nasistar að taka landið og ekki áttu rússnesku hershöfðingjamir von á innrás. 1961 hófst kalda stríðið. Við vor- um hræddir við Bandaríkin og Bandaríkin vora hrædd við okkur. Ég álít að aldrei hefði getað kom- ið til átaka en það era margir á annarri skoðun. Uppbygging hersins hefur eingöngu átt sér stað vegna ótta við stríð. Það er umræða og starf í landinu til að fyrirbyggja að átök bijótist út en hver gat séð fyrir að Hitler mundi ráðast inn í Sovétríkin eins og gerðist? Enginn. Hverjar eru þínar hugmyndir um bætt atvinnulíf? Það þarf markvissar breyting- ar. Við þurfum að auka fram- leiðslugetuna og halda áfram að hlú að menntakerfínu. Hvað með rétt fólks til að eiga fasteignir? Afhveiju má fólk ekki eiga íbúðina sem það býr í? Ég er á móti því að fólk geti átt fasteignir. Það er í mótsögn við mitt starf innan flokksins. Eg er kommúnisti og er á móti stétta- skiptingu. Kommúnisminn stuðlar að vellíðan samborgaranna. Öll stjómmálaumræða í dag snýst um að halda þróuninni áfram í okkar fagra landi. Eða eigum við að verða kapítalismanum að bráð? í kapítalískum löndum er fólk notað eins og þrælar í verksmiðjunum og það er ekki hlúð að landbúnað- inum. í Sovétríkjunum er yfír- stjóm landsins kosin af fólkinu Prígerin og við stjórnum í þágu fólksins. Við dreifum fasteignum til fólks- ins og allir fá jafnt. Hér er engin stéttaskipting. Sósíalisminn á allt undir fólkinu í landinu og starfí þess og vellíðan. Okkar kerfí gengur upp og leiðir til góðra hluta. En fólk uppsker ekki laun erfið- is síns. Það er matarskortur og ég heyri fólk tala um að þjóðin sé búin að gefast upp. Þetta er ekki rétt. Fólk sem vinnur vel getur fengið stöðu- hækkun. Einn kunningi minn byijaði að vinna í verksmiðju og starfar nú við undirbúning for- setakosninga í landinu. Það er ekkert launungarmál að það þarf að auka framleiðslugetu þjóðar- innar og við vinnum að lausn van- dans. Hver er þín skoðun á sjálfstæðis- hugmyndum sambandslýðvelda Iandsins? Sovétríkin era ein stór heild og þurfa að vera það áfram ef draum- ar okkar eiga að rætast. Hnefa- leikamaður sem er að æfa sig fyrir keppni getur ekki æft sig með aðra hönd bundna aftur fyrir bak. Hann þarf á báðum höndum að halda og sameinuð Sovétríki era nauðsyn. Nú er kommúnistafiokkurinn gagnrýndur fyrir að hafa slæma stjómendur í framleiðslufyrir- tækjum þjóðarinnar. Hvað er til bóta? Þetta er mjög fiókin spuming. Ég hitti marga vestrrena stjórn- endur þegar ég ferðast í starfi mínu og ég var ekki hrifinn af því sem ég sá á Vesturiöndum. Okkur stjórnendur era mjög hæf- ir í starfí og hafa mikinn skilning á hinum mörgu mannlegu þáttum sem skipta máli. En enginn er fullkominn. Við í kommúnista- flokknum styðjum réttlæti verka- lýðnum til handa. Styður þú efnahagstillögur Gorbatsjovs? Svarið er mjög einfalt. Ég er forseta voram ósammála í mörgu og nú á síðustu vikum hefur litið út fyrir það að hann styðji rétt fólks til þess að eiga t.d. fasteign- ir. Ég er þessu algjörlega ósam- mála. Margir tala ekki um annað en frjálst efnahagskerfí en vita ekki hvað verið er að taia um. En nú er vaxandi fátækt íland- inu. ígær var þáttur í sjónvarpinu sem sýndi tómatakaupmann henda 30 tonnum af tómötum ein- göngu vegna þess að hann hafði boðið þá á lægra verði en aðrir kaupmenn en var hindraður af stjórnvöldum. Mér er ekki kunnugt um þetta sérstaka mál en vissulega era smávandamál sem við eram að leysa. Ekkert stjómmálakerfi er fullkomið. Fólk heldur að þetta sé korrimúnískur áróður en við erum á réttri leið. Þó ekki sé mik- ill matur í búðunum sveltur eng- inn. Sérðu einhvern svelta? Nei. Við erum á réttri leið, sagði Prí- gerin að lokum. MYNDIR OG TEXTI: Ari Gísli Bragason Er Lenín þama inni? Á Rauða torginu í Moskvu er grafhýsi Leníns. Það þykir einhver mesti heiður innan öryggislög- reglunnar sovésku, KGB, að fá að gæta grafhýsisins. Þegar ég kalla til varðanna á ensku: „Er Lenín þama inni?“ og ekki er svar- að segir leiðsögumaður minn mér eftirfarandi sögu: Sasha, ungur maður frá Georgíu, fékk tilkynn- ingu um að hann hefði verið til- nefndur af KGB til að gæta Lenín- grafhýsisins. Mánuðir liðu. Faðir drengsins leggur í ferðalag með matarkörfu til Sasha síns. Hann er mættur á Rauða torgið, stoltur af syni sínum. Sasha stendur þráðbeinn, vopnaður í fullum skrúða fyrir framan grafhýsið. „Sasha, ég er kominn úr sveitinni með matarkörfu til þín. Við eram svo stolt af þér í sveitinni. Sasha ... Sasha. Pabbi stígur inn fyrir girðinguna. Ekkert svar. Sasha kallar: „Ef þú stígur feti nær, skýt ég.“ „Sasha, þetta er hann pabbi þinn.“ Pabbi stígur feti nær. Bang. Viku síðar stendur Sasha vopnaður í fullum skrúða með orðu. Hann fægir orðuna og hvíslar: „Bráðum kemur mamma." Sjálfur hafði Lenín óskað eftir því að fá að hvfla við hlið móður sinnar eftir andlát sitt en fékk engu um það ráðið. Leiðsögumað- ur minn bendir mér á uppgröft sem á sér stað við Rauða torgið. Það á að fara að endurreisa kirkju sem Stalín lét rífa á sínum tíma. Svo segir hann mér aðra sögu af Lenín. Þessi er í léttari kantinum: Lenín ku hafa vaknað upp á hótel- herbergi í New York 1985. Hann var stirður, kallinn, búinn að sofa í nokkra áratugi. Honum tekst þó að labba útað glugganum og draga gluggatjöldin frá. Blasir þá við honum miðborg Manhattan með sína skýjakljúfa og stórbygg- ingar. Það færist eitt bros yfir andlit hans og hann segir: „Já, svona hafði ég einmitt hugsað mér það.“ Við göngum áfram í átt að Arbat-göngugötunni og á ieiðinni spyr ég Kirill um vinsældir Gorb- atsjovs. „Gorbatsjov er óvinsæl- asti maðurinn í Sovétríkjunum í dag. Eftir 2xh ár þegar kosningar verða í landinu nær hagn og kommúnistaflokkurinn ekki kjöri og þá fáum við frelsi. Þegar for- seti vor er í útlöndum að baða sig í frægð sinni þá stigmagnast gagnrýni á hann og fólk hefur á orði að nú eigi aldeilis að senda hann gangandi afturábak tii Sí- beríu þegar hann komi heim. Svo þegar hann kemur heim þá heldur hann ræðu í sjónvarpinu og allt dettur í dúnalogn. Enn um sinn. Jeltsín er ekki vinsæll heldur, hann er bara skárri kostur þessa stundina. Fólk hefur á orði að Jeltsin sé nú þegar byijaður að semja við kommúnista og slaka á sínum fyrri kröfum. Þetta verður hann að gera til að halda völdum. Kommúnistar ráða og stjóma öll- um helstu valdsviðum landsins. Á Arbat Á göngugötunni Arbat sitja listamenn á öllum aldri og selja iistaverk sín, málverk, útskoma gripi, gamlar trúarmyndir og tré- myndir af frægum stjórnmála- mönnum. Ég skoða eitt trémynd- asettið. Fyrst er mynd af Gor- batsjov og er hann með Afganist- an grafið á skallann. Brezhnev er næstur með vodkaflösku Khrústsjov er sýndur með maí- skom af því að hann lét planta maís í stórum stíl í Sovétríkjun- um af því að honum fannst maís svo góður í Ameríkuheimsókn sinni. Síðasta trémyndin er mál- uð á hauskúpu og ég spyr unga listamanninn hvað hauskúpan standi fyrir: „Þetta er vofa kommúnismans, vofan sem er að drepa þjóðina,“ segir hann. Á Arbat er staður þar sem orðið er fijálst. Þar stendur eldri maður og er að halda ræðu. Honum er greinilega heitt í hamsi. Mér sýnist hann vera aðeins kenndur og ég spyr Kirill hvað hann sé að segja. „Hann er að gagnrýna stjórnendur landsins og segir að það hafi verið betra þegar Brezhnev var við völd. Þá hafi verið matur í búðunum og hægt að kaupa ódýrt vodka. Nú sé lítill matur í búðunum og búið að hækka áfengi og tóbak upp úr öllu valdi.“ Ég spyr Kirill hvað honum finnist um fjölflokkakerfi og aukið frelsi í landinu. Hann seg- ir að Vesturlönd skilji ekki vand- ann: „Við þekkjum ekkert annað en kommúnistaflokkinn og það er hægara sagt en gert að koma af stað nýjum stjómmálaöflum. Fólk á allt sitt undir ríkinu og er hreinlega búið að gefast upp. Fólk spyr hvað glasnost og pere- strokja hafi gefið því. Ekkert. Ekkert nema minni mat, lengri biðraðir og aukna eymd. Þetta skilja Vesturlöndin ekki. Síðan er forseti vor hafinn upp til skýj- anna alls staðar nema í heima- landi sínu. Ég spyr fyrir hvað?“ Það er langt liðið á daginn og við Kirill tökum leigubíl í íbúð mína. Á leiðinni sé ég stóran garð út um glugga bílsins með risavöxnum styttum fyrir fram- an og spyr hvaða starfsemi fari þarna fram. „Þetta er garður sem heiðrar landbúnaðinn í land- inu. Þegar ég var í gagnfræða- skóla fórum við krakkarnir í bekknum á matvælasýningu þar sem átti að sýna allar hinar glæstu framleiðsluvörar þjóðar- innar. Við urðum svo reið þvi ekki höfðum við séð þessar mat- vörur. Ég kannaðist við eina teg- und af skinku sem ég hafði séð til sölu í dollarabúð og ekki hef- ur þorri þjóðarinnar efni á að versla fyrir dollara."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.