Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 33
ætíð var svo hjálpsamur og traustur mun lengi lifa. Séreinkenni Hilmars í samskiptum við okkur félagana svo og aðra, var þessi skemmtilegi léttleiki og dillandi hlátur sem vakti athygli allra sem í kringum hann voru. Hvort sem það var í veiðiferð- um eða við önnur tækifæri, var hann hrókur alls fagnaðar. Hilmar átti auðvelt með að kynnast fólki og er okkur það minnisstætt þegar við komum að ókunnugum bódabæ og börðum þar dyra, þá leið ekki á löngu þar til Hilmar talaði við heim- ilisfólkið eins og hann hefði þekkt það lengi, slíkt var viðmót Hilmars. En nú er hann Hilmar horfinn og fer ekki í fleiri veiðiferðir með okkur, en minningin um hann verð- ur þó með okkur um alla framtíð. Við félagarnir sitjum hér eftir, dofnir og ekki síst undrandi, því það er erfitt að hugsa sér að þessi lífsglaði maður skuli vera allur. Með þessum fátæklegu orðum, kveðjum við þennan félaga okkar, með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Elsku Dísa og börn svo og aðrir aðstandendur, vottum við ykkur dýpstu samúð. „Landsliðsfélagar" Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Hilmari Guðbjörnssyni, tengda- föður mínum, fyrir rétt tæpum tveimur árum. Ég man þegar við hittumst í fyrsta sinn, Hilmar var þá úti í bílskúr að vinna við bíl ein- hvers fjölskyldumeðlims. Það átti eftir að koma á daginn að Hilmar varði drjúgum hluta sinna frístunda f að halda bílum fjölskyldunnar gangandi, enda einkar laginn og vandvirkur við bílaviðgerðir sem og aðrar viðgerðir. Hilmar var geysi- lega metnaðarfullur, hann var aldr- ei sáttur við hálfkláraða hluti eða hroðvirknisleg vinnubrögð, heldur varði hann lengri tíma í það sem hann var að gera og gerði hlutina vel í eitt skipti fyrir öll. Ég er einstaklega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Hilmari. kynni okkar voru alltof stutt en mjög ánægjuleg og sérstaklega lærdómsrík. Hilmar var ekki aðeins tengdafaðir minn, heldur einnig nágranni og náinn vinur. Þau voru ófá skiptin sem við settumst niður yfir kaffibolla og ræddum fjöl- skyldumál, dægurmál og um fram- tíðina. Skoðanir okkar voru stund- um ólíkar á einstökum málum, en slíkt er aðeins hollt og eðlilegt, enda koma þá fram fleiri sjónar- mið. Hilmar fylgdist mjög vel með öllu því sem var að gerast á hveijum tíma og hafði frá mörgu að segja sem hafði drifið á hans daga um tíðina. Einnig átti hann þátt í að kenna mér, nýgræðingnum, rétt vinnubrögð við vinnu og viðhald heimilisins svo og lítilega við bila- viðgerðir. Reynsla hans sem hann miðlaði til mín og vináttu munu reynast mér ómetanlegt veganesti fyrir framtíðina. Hilmar var tekinn frá okkur ást- vinum hans svo óvænt og svo snöggt. hann varð aðeins 48 ára gamall. Hilmar stóð í miklum fram- kvæmdum við hús fjölskyldunnar í Hafnarfirði og hafði, þegar hann var kallaður burt, nánast endur- byggt húsið að innan. Auk þess var hann byijaður að vinna að miklum endurbótum utanhúss og voru verk- efnin nánast óþtjótandi. Hilmar lagði mikinn metnað í þessar viðam- iklu endurbætur hússins og gaf sig allan í verkefnið. Ég tel að það sýni best mannkosti Hilmars að þrátt fyrir allt það sem hann hafði á pijónunum í þessu lífi, er enn meiri þörf fyrir hans annars staðar þar sem honum eru ætluð enn stærri og viðameiri verkefni. Hilmar var ríkur maður. Hann eignaðist yndislega konu, Hjördísi Guðmundsdóttur og sex börn. Eitt þeirra lést úr veikindum í æsku en hin eru uppkomin og þijú þeirra komin með fjölskyldu. Ég votta elsku tengdamóður minni Hjördísi Gumundsdóttur, bömum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurður Þórarinsson MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2ö' JÚLÍ 1991 33 EinarL Guðmunds son - Kveðjuorð Fæddur 22. ágúst 1907 Dáinn 24. júní 1991 Togarajaxlinn, tengdapabbi minn, er fallinn frá. Þó ég hafí ekki kynnst honum fyrr en hann hætti tií sjós finnst mér þetta orð lýsa honum best. Hann var nefnilega hvorki lin- gerður né sjálfhverfur maður, hann tengdafaðir minn, heldur skapharð- ur dugnaðarforkur. Hann var sann- arlega maður vinnunnar og þoldi illa hags eða slugs. Þegar hann vann í Norðurtanganum minnist ég þess ekki að tímakaupið hafi verið það sem var honum efst í huga, heldur hvað færu mörg tonn í gegn um húsið. Nei, hann var enginn nútíma- maður sem vaknar á síðustu stundu og drattast í vinnuna ívið of seinn. Einar þurfti ekki vekjara þótt hann vaknaði klukkan fimm tií að geta rölt niður ^ftir í rólegheitunum og notið morgunkyrrðarinnar áður en hann mætti til vinnu. Hann var allt- af tengdur náttúrunni og sveitalífinu sem hann var sprottinn úr, til að mynda var hann alla tíð Ijárglöggur. Einar var Önfirðingur að upp- runa, fæddur á Selabóli, fimmti í röð sjö systkina. Foreldrar hans voru Theódóra Jakobsdóttir ættuð úr Breiðafirði og Guðmundur Einarsson sem var Önfirðingur. Þegar Einar var fárra ára gamall fluttust þau að Vífilsmýrum og bjuggu þar allan sinn búskapð eftir það. Systkinin voru Þorgerður, Guðmunda, Kristín og Gyða, sem allar eru látnar, þá kom Einar, en yngst eru þau Krist- inn, fyrrum bóndi á Vífilsmýrum, nú búsettur á Akureyri, og Ingveld- ur búsett í Reykjavík. Árið 1939, þann 26. september, kvæntist Einar Björgu Aðalheiði Jónsdóttur á Hlíðarenda á ísafirði, og þar hafa þau alla tíð búið. Börn þeirra fimm eru: Garðar Sævar, ókvæntur, Þorgerður Sigrún, gift Guðmundi Marinóssyni og eiga þau tvær dætur, Ingibjörg Steinunn, gift Jóni Kr. Kristjánssyni og eiga þau tvö börn, Guðmund Sigurbjörn, kvæntur Ingibjörgu Daníelsdóttur og eiga þau tvö börn en Ingibjörg á einnig tvö börn af fyrra hjónabandi. Yngstur er Tryggvi Sæberg sem er ókvæntur. Þau eru öll búsett á ísafirði. Barnabarnabörnin eru orðin þijú. Sem drengur og unglingur hafði Einar farið að heiman um tíma sem vinnumaður, bæði í Önundarfirðin- um og inn í Æðey, en síðan tók sjó- mennskan við. Hann kom snemma til ísafjarðar og var þar lengi á Sam- vinnubátunum og síðar á Huganum III. með mági sínum Indriða Jóns- syni. Þegar Borgirnar komu til ísa- fjarðar var hann á þeim, fyrst á ís- borgu og síðan Sólborginni með Páli Pálssyni, allt þar til hún var seld. Þegar síðutogararnir hurfu úr bænum fór Einar eina vertíð á línu en kunni ekki jafn vel við sig þar og á togurunum. Árið 1962 fór hann því á togara suður til Reykjavíkur. Var hann þar lengst á Ingólfi Arnar- syni með Siguijóni Stefánssyni skip- stjóra, sem hann hafði.miklar mætur á. Alltaf kom hann þó vestur á sumr- in og var þá á færum. Hann kom ekki alkominn vestur aftur fyrr en hann var kominn um sjötugt og hætti þá til sjós. Það sem eftir var starfsævinnar vann hann í hrað- frystihúsinu Norðurtanganum, og þar var hann þegar ég kynntist hon- um. Ég man vel þegar við Einar hitt- umst fyrst. Hann leyndi ekki rann- sakandi augnaráðinu, tilvonandi tengdadóttir kom honum við. Alla tíð hefur hann látið sig um okkur varða, án þess þó að vera nokkurn tíma uppáþrengjandi. Það var dagleg regla meðan Bjössi var á línu á Norðurtangabátum að hann gekk við hjá mér þegar hann kom heim úr vinnu, til að láta mig vita hvenær hann yrði í landi það kvöldið og jafn- vel hvað þeir væru með. Hann leit oft inn til mín í kaffi og það var góður félagsskapur. Honum var al- veg jafn eðlilegt að vera góður við börnin og að tala við mig um ætt- fræði, aflabrögð eða pólitík. Um- ræðuefnin voru næg því allstaðar var hann vel heima, enda las hann alltaf mikið, bæði bækur, blöð og tímarit og fylgdist vel með fréttum. Hann hafði ákveðnar skoðanir sem hann mótaði á eigin spýtur, því hann var á verði gegn áróðursmali fjölm- iðla eða fljótfærnislegum fréttaflutn- ingi. Og alltaf var kryddað með spaugi. Þegar Einar var kominn um átt- rætt var fjölskyldan farin að impra á því við hann, hvort honum þætti ekki alveg nóg að vinna hálfan dag. Slíkt og þvílíkt hafði auðvitað aldrei hvarflað að honum og var einfald- lega ekki til umræðu. Hann gekk til vinnu hvernig sem viðraði, og vann sinn fulla vinnudag og vel það fram undir árslok 1988 þegar hann varð að fara í læknismeðferð. Þegar veikindin neyddu hann til að hætta vinnu kveið ég því að sú breyting yrði erfið svo vinnusömum manni, sem mér hafði varla þótt una sér í sumarfríi. Hann lagaði sig hins vegar merkilega vel að aðstæðum. Ég ætla ekki að efa að þetta hafi verið honum erfitt, en hann lét ekki á því bera og gerði alltaf það besta úr öllu. Jafnvel sjúkraferðirnar suður gerði hann sér að upplyftingu þar sem hann hitti gamla kunningja og nýtt fólk sem hann gat rakið lífshlaupið úr. En það átti ekki af honum að ganga, því í sumarbyijun 1989 veiktist hann það illa að hann missti jafnvægisskynið varanlega. Það sumar er mér sárast um eftirá, því það var ekki fyrr en um haustið að nokkur áttaði sig á að til eru göngu- grindur sem hægt er að nota úti við. Hann sat því mest á kvistinum sínum og naut lítillar útivistar. En strax og hann fékk grindina fór hann á stjá, leit til gömlu starfsfélag- anna í Norðurtanganum, fékk aflaf- réttirnar og gat setið og rabbað á bekkjum bæjarins. Upp úr því fór hann líka að fara í æfingar á endur- hæfingardeild sjúkrahússins og yfir í dagdeildina á Hlíf að spila, og voru bæði líkamsræktin og félagsskapur- inn honum mikils virði. Hinn erfiði lokasprettur er nú á enda. Það tekur á að fylgjast með þess konar baráttu, en að leiðarlok- um er það ekki sársauki eða sorg sem stendur eftir, heldur væntum- þykjan og aðdáun á manni sem gat nýtt sér skaphörku togarajaxlsins og óendanlega kímnigáfuna allt til hins síðasta. Hann gekk teinréttur alla leið. Inga t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN JÓNSSON bóndi, Smjördölum, Sandvíkurhreppi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 27. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Laugardælum. Stefán Sigurjónsson, Svanbjörg Gísladóttir, Eiríkur Sigurjónsson, Guðbjörg Hulda Albertsdóttir, Jón Kristinn Sigurjónsson, Kristfn Alda Albertsdóttir, Grétar Sigurjónsson, Margrét Sigurjónsdóttir og barnabörn. t ipÉ%| Elskulegur sonur okkar og bróðir, BARÐI PÁLL ÓSKARSSON, sem lést af slysförum laugardaginn I r **"v*s), -•>- ^ 13. júlí sl., verður jarðsunginn frá Eyrar- I } 'f- 1 bakkakirkju laugardaginn 27. júlí kl. ji M 14.00. R .--41 Þórunn Vilbergsdóttir, Óskar Magnússon og systkini hins látna. t innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og Utf°r ÓLA BJARNA JÓSEFSSONAR bifreiðastjóra hjá Reykjavíkurborg. Sesselja Eiríksdóttir, Unnur Óladóttir, Jón Aðalbjörn Kratsch, Katrfn Óladóttir, Hafliði Sívertsen, Kristján Ólason, Kristín Halla Þórisdóttir og barnabörn. t Ástkær afi okkar, SIGURJÓN JÓHANNESSON, Fálkagötu 10a, Reykjavík, lést þann 24. júlí á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin fer fram í Nýju kapellunni í Fossvogi þann 1. ágúst kl. 13.30. Matthildur Kristmannsdóttir, Helena Kristmannsdóttir. t Þökkum hjartanlega alla alúð, samúðarkveðjur og vináttuþel vegna andláts og útfarar KRISTBJARGAR EIÐSDÓTTUR frá Hánefsstöðum í Svarfaðardal. Eyvör Friðriksdóttir, Oddur Guðmundsson, Sigrún Friðriksdóttir, Helgi Björnsson, Sigursveinn Friðriksson, Eiður Friðriksson, Erla Guðjónsdóttir, Valgerður Friðriksdóttir, Anton Þór Baldvinsson, Lilja Friðriksdóttir, Ómar Arnbjörnsson, Hafliði Friðriksson, Guðrún Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför mannsins míns, EIRÍKS ÞORSTEINSSONAR, Glitstöðum, fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 27. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í Hvammi. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu heiðra minningu hans, er bent á að láta Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi njóta þess. Katrfn Jónsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, AGNARS EYLANDS HALLDÓRSSONAR, Njörvasundi 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sementsverksmiðju ríkisins. Lilja Halldórsdóttir, Stefanía Halldórsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.