Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 11
MÓRGUK'BIJADID FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991
aðeins hinir innvígðu skilji launhelg-
ar marxismans. Arni segir og beinir
orðum sínum til mín: „Hann hefur
aldrei skilið að marxismi er ekki þjóð-
skipulag ... heldur söguskýring." (!)
Var það „söguskýring" sem var árið
1961 „fyrir löngu stokkin af spjöld-
um sögunnar inn í líf þjóðanna“?
Hvað um þessa setningu í stefnuskrá
Alþýðubandalagsins: „Flokkurinn
reisir stefnu sína og starf á þjóðfé-
lagsgreiningu marxismans ...“? Er
Gorbatsjov að leggja niður söguskýr-
ingu í Moskvu um þessar mundir?
Atti að skapa hinn nýja mann vegna
söguskýringar?
Marxisminn hefur verið boðaður
eins og pólitísk trúarbrögð. Hann
hefur verið rökstuddur með vísan til
vísindalegra sannana og einnig með
trúarlegri fullvissu. Gerðar hafa ver-
ið tilraunir til að lofa öllum öllu, til
að spanna öll svið mannlegrar vit-
undar og vilja, um leið og ráðist
hefur verið af mikluni hugsjónahita
og grimmd gegn hugmyndafræðileg-
um andstæðingum. En til þess að
gefa öllum allt, þarf fyrst að taka
allt frá öllum.
Hlutverk Sovétríkjanna
Árni Bergmann og Amór Hanni-
balsson prófessor fóru til náms í
Moskvu 1954 og voru meðal fýrstu
Vesturlandabúa sem fóru til lang-
tímanáms í Sovétríkjunum eftir stríð.
Árni hreifst af sósíalismanum og
Sovétríkjunum eins og greinin í Rétti
sýnir en Arnór áttaði sig á hinu sanna
eðli kommúnismans og sovéska
stjómkerfisins. Á fyrri hluta sjöunda
áratugarins ritaði Amór tvær bæk-
ur, þar sem hann gerði upp við
kommúnismann og alræðisstjómina
í Sovétríkjunum.
í Þjóðviljagreininni 20. júlí beinir
Árni orðum sínum til mín með þess-
um hætti og vísar enn til hinna
marxísku launhelga: „Ástæðan er sú,
að hann hefur aldrei losnað undan
þeirri barnatrú, að marxismi og sós-
íalismi væm eitthvað sem ættu
heima í Sovétríkjunum og fylgiríkj-
um þeirra og hvergi annarsstaðar."
í bókinni Kommúnismi og vinstri
hreyfmg á íslandi segir Amór
Hannibalsson, að það sé enginn veg-
ur að skýra frá hugmyndum komm-
únista um framtíðina án tilvísana til
Sovétríkjanna. Við inngöngu Islands
í Sovétbandalagið yrði verk þeirra
fullkomnað. Lýsing á ástandinu í
Sovét hafi því verið hin raunverulega
stefnuskrá Kommúnistaflokks Is-
lands. Ef baráttan fyrir málstað Sov-
étríkjanna og trúin á þau félli burt,
þá hryndi allt annað í rústir. Arnór
segir einnig, að sjálf tilvera Sovét-
ríkjanna skipti í raun og vem ekki
höfuðmáli, heldur tilvera þeirra til
þess að hægt væri að trúa á þau.
Hann vitnar síðan í Kristin E. Andr-
ésson, sem var forystumaður komm-
únista á íslandi og menningarlegur
leiðtogi, er komst þannig að orði í
Þjóðviljanum 1956, að í sjálfu sér
kæmi kommúnistum Rússland ekk-
ert fremur við en önnur lönd. „En
það er annað sem okkur varðar, og
varðar umfram allt annað: hugsjón
sósíalismans ..."
Engu er líkara en Árni Bergmann
hafi haft þessi orð Kristins E. Andr-
éssonar að leiðarljósi. þegar hann
skrifaði Þjóðviljagreinina 20. júlí
1991. Ámi vill þó helst geta lagt á
flótta bæði frá Sovétríkjunum og
kjarna marxismans.
Forseti MÍR
Menningartengsl íslands og Ráð-
stjórnarríkjanna, MÍR, er félags-
skapur sem var stofnaður árið 1950
og tók upp þráðinn frá starfsemi
Sovétvinafélagsins sem starfaði í tíð
Kommúnistaflokks íslands. Var
Kristinn E. Andrésson forystumaður
í MÍR.
Sovétstjómin leit á félög af þessu
tagi sem nauðsynlegan lið í barátt-
unni til að halda merki Sovétríkjanna
sem hæst á loft og koma sovéskum
sjónarmiðum á framfæri. Vináttufé-
lögin störfuðu í tengslum við bræðra-
félög í Sovétríkjunum, sem aftur
tengdust flokknum og alþjóðadeild
hans en Míkhaíl Suslov hafði forystu
fyrir henni þegar MÍR var stofnað.
Stalínistinn Suslov var hugmynda-
fræðingur flokksins og í kringum
1950 beitti hann sér af miklu afli
fyrir stofnun alls kyns félaga, sem
þjónuðu sovéskum hagsmunum leynt
og ljóst. Til þess átaks má rekja
upphaf friðarhreyfinganna svo-
nefndu, sem hafa starfað í þágu
Sovétríkjanna hér á landi og annars
staðar.
í bókinni Miðvikudagar í Moskvu
segir Árni Bergmann frá því, þegar
hann hitti Kristin E. Andrésson í
Moskvu eftir innrás Sovétmanna í
Tékkóslóvakíu 1968. í bókinni stend-
ur þetta á blaðsíðu 200: „Það eina
sem hann sagði um innrásina var:
„Þetta verður lengi notað.“ Ég leit
á hann undrandi, en sagði ekki neitt.
Sovétríkin höfðu áratugum saman
verið svo mikill þáttur í lífi Kristins
að þeim varð ekki til hliðar þokað,
hvað sem í skærist."
Fjórum árum eftir innrásina í
Tékkóslóvakíu, sem Þjóðviljinn og
alþýðubandalagsmenn segja, að hafi
valdið þáttaskilum í samskiptum sós-
íalista á íslandi við Sovétríkin, eða
árið 1972 tók Árni Bergmann við
af Kristni E. Andréssyni sem forseti
MÍR, en Árni varð varaforseti félags-
ins 1970. Hætti MÍR að vera Sovét-
vinafélag þegar Ámi komst í forystu-
sveit þess? Var sá maður valinn í
forsæti í MÍR sem talinn var óvin-
veittur Sovétríkjunum? Er goðgá að
halda því fram, að forseti og forystu-
maður MÍR hafi „verið ötull talsmað-
ur sovéskra sjónarmiða um árabil“?
(Því miður skortir mig vitneskju um
það, hve lengi Árni var í forystu
fyrir félaginu, enda lætur hann ekki
getið um þátttöku sína í stjóm þess
í bókum sem veita almennar upplýs-
ingar um samtímamenn.)
Málsvarinn
Þótt þeir Árni Bergmann og Ög-
mundur Jónasson hafí tekið kipp
vegna ummæla minna um hlut Árna
í fjölmiðlaumræðum á undanfömum
ámm, var ég ekki að segja annað
en það, sem hefur komið fram áður.
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins,
sem birtist 20. desember 1981, stóð
meðal annars:
„Þegar fulltrúar ríkisfjölmiðlanna
efna til umræðna, þar sem ætlunin
er, að „öll“ sjónarmið komi fram,
kalla þeir yfirleitt á Árna Bergmann,
ritstjóra Þjóðviljans. Hann bregst
þeim ekki, heldur kemur á vettvang
Bragi Benediktsson, sóknarprestur á Reykhólum, ásamt Jóni Kr.
Ólafssyni og vinnufélögum, þeim Gísla R. Bjarnasyni, Viðari Ástvalds-
syni og Finni Hilmarssyni, öllum frá Bíldudal.
Reykhólasveit:
Kirki uPíirður feg’raður
Miðhúsum. ^
og ber í bætifláka fyrir sósíalismann
og kenningar Marx eftir bestu getu
og í takt við „sósíalíska umræðu
samtímans“. Hæpið er þó að slá því
föstu að Árni sé Suslov Alþýðuband-
alagsins, því að enn veita þeir Einar
Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason
Alþýðubandalaginu fræðilega leið-
sögn í ræðu og riti. Sovétríkin eru
misjafnlega hátt skrifuð hjá Árna ..."
í þessu Reykjavíkurbréfí er einnig
rætt um bók Árna Miðvikudaga í
Moskvu. Minnt er á, að ritdómur
marxistans Hjalta Kristgeirssonar
um bókina í Þjóðviljanum hafí verið
undir fyrirsögninni: Hvað er langt
til sunnudagsins? Spumingin snýst
um hve lengi þurfi að bíða eftir því,
að hin sósíalíska þjóðfélagsgerð í
Sovétríkjunum þróist úr miðvikudegi
í eilífan sunnudag, þúsund ára ríki
kommúnismans. Þá er í Reykjavíkur-
bréfinu minnt á, að Þráinn Bertels-
son, sem um skeið var ritstjóri Þjóð-
viljans, hafi skrifað um bók Áma í
Helgarpóstinn undir fyrirsögninni:
„Ekki uppgjör — ástarjátning." Vísar
Þráinn þar til umsagnar útgefandans
Máls og menningar á bókarkápu, en
þar segir um bókina: „Hún er upp-
gjör manns við staðnað þjóðskipulag
— en um leið ástaijátning til þeirrar
þjóðar sem við það býr.“ Af þessu
tilefni segir Þráinn Bertelsson: „Ást-
arjátningin sem Mál og menning
auglýsir kemst til skila, en ósköp
átti ég erfitt með að átta mig á upp-
gjörinu „við staðnað þjóðskipulag“.“
Við þessi 10 ára gömlu ummæli
þarf í raun engu að bæta. Þau hafa
hins vegar allt önnur áhrif nú en þá,
vegna þess að nú efast enginn skyn-
samur maður um, að ástaijátningar
í garð marxisma, sósíalisma og Sov-
étríkjanna séu til marks um bren-
glaða pólitíska dómgreind. Einmitt
þess vegna óttast Arni Bergmann,
Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið
uppgjör við fortíðina og vilja með
öllum ráðum reyna að kæfa umræð-
ur um hana.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
JÓN Kr. Ólafsson söngvari frá
Bíldudal er hér á Reykhólum
með mönnum sínum að fegra og
snyrta kirkjugarðinn á Reykhól-
um.
Jón byijaði á því að laga til kirkj-
ugarðinn á Bíldudal 1966. Síðan
lagaði hann kirkjugarðinn í Flatey
á Breiðafirði og Hjarðarholtskirkju-
garð í Dalasýslu.
Jón leiðbeinir fólki um vai á leg-
steinum og hann hvetur fólk til
þess að sýna forfeðrum þá virðingu
sem þeim ber.
Jón hefur lært að fegra og snyrta
kirkjugarða og síðastliðið vor var
hann á námskeiði sem var undir
stjórn Aðalsteins Steindórssonar,
yfirmanns kirkjugarða. Þar voru
flutt mörg erindi og sem dæmi nefn-
ir hann Björn Th. Björnsson list-
fræðing.
Jón er líka kirkjuvörður á Bíldu-
dal, meðhjálpari og syngur í kirkju-
kórnum og syngur oft einsöng í
kirkjukómum.
Jón byijaði að syngja hjá séra
Jóni Kr. ísfeld, en hann var prestur
á Bíldudal frá 1944 til 1960.
- Sveinn
I / SUMAR rekur íþrótta- og
tómstundaráð þijá tennisvelli á
svæði Skautasvellsins í Laugar-
dal. Vellimir eru opnir alla daga
frá klukkan 9-21 og eru leigðir á
500 krónur á klukkustund. Spaðar
og boltar eru leigðir á 100 krónur.
Mjög góð búningsaðstaða er við
vellina. Veitt er aðstoð við útvegun
mótspilara og möguleikar eru á að
fá tilsögn í tennis. Tennisvellirnir
eru einnig við gervigrasvöllinn í
Laugardal og eru þeir leigðir á 300
krónur á tímann. Áthygli er vakin
á því að bað- og búningsaðstaða
er opin öllum þeim sem trimma í
Laugardalnum gegn 100 krónu
gjaldi.
Frá Iþrótta- og tómstundaráði.