Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 * „Jfartn er~ £>fciptCrieryLL." Ast er... i-rt> ... í veðurspánni. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1991 Los Angeles Times Syndicate Er þetta skrifstofan þar sem ég féll út um gluggann ...? Með morgimkaffLnu Þú segir að vinnan sé að ná yfirtökunum í lífi þínu ...? HÖGNI IIREKKVÍSI —Éf //HANN BR. FRA&ÆR (PJÁLFARI f " Öldrun, langlífi og orkan Á síðustu árum hafa risið upp alls konar líkamsræktarstöðvar, auk þess sem ungir sem aldnir eru farnir að hlaupa út um allt. Haldi fólk, að með þessu verði það lang- lífara, þá er það vægast sagt hæpið. Það er nefnilega ákveðið samspil milli orkunotkunar og langlífi. Líkt og allir mannanna hlutir slitna við notkun og verða að lokum ónothæf- ir, þá slitnar líkami okkar, hrörnar, við verðum öldruð og að lokum fjarar lífið út. Lífslengd tegundanna virðist vera ákveðin í erfðagenum þeirra og hafa lítið breyst í tímanna rás, nema hvað einstaklingunum gengur misjafnlega að ná hámarks lífslengd. Hvalir eru mikilvægur hluti af menningu íslands. En til að geta varðveitt hið gamla og verðmæta í menningu verður maður að end- urnýja hana og þróa áfram. Þeir hvalveiðimenn sem eru reiðubúnir að söðla um geta í staðinn einbeint sér að „náttúrutúrisma". Menn úti í heimi eru óskaplega hrifnir af hvölum. Menningarvitar gætu svo greint frá hinu sögulega hlutverki hvalsins í lífi íslendinga. Auðvitað getur mönnum fundist að við „aðkomumenn" séum fáfróð- ir og ofmetum hlutina. Veiðar á höfrungum eru til dæmis jafn slæm- ar og hvalveiðar þar sem höfrungar eru líka mjög gáfuð dýr. En við sem búum á norðurhjara veraldar eigum að geta rætt hvor við annan sem góðir nágrannar. Þið megið gjarnan Eins og við sjáum í náttúrunni lifa stóru dýrin yfirleitt lengst. Þau hafa líka yfirleitt hægari efnaskipti en þau minni, þ.e. eyða minni orku á tímaeiningu og eigin þungaein- ingu eða með öðrum orðum borða hlutfallslega minna. Þetta á við um allar lífverur og plöntur. Líffræði- lega eru því þær lífverur langlífari sem hafa hægari efnaskipti, og eru til dæmis konur langlífari en karl- ar, en orkuþörfin yfir ævina er svip- uð, bara dreift á lengri tíma hjá konum. Þetta gildir einnig um flest dýrin. Þau dýr sem fara sparlega með orku sína lifa lengi og eru krókídíl- ar og skjaldbökur dæmi þess. Enn- hnippa í okkur Svía þegar við verð- um okkur til skammar. Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að við á norðurhjaranum eig- um sameiginlega ást á náttúrunni og náttúruöflunum sem og á trú að aðrar lífverur hafi einnig sitt gildi. Við verðum að halda hópinn og aðstoða hvor annan, við erum ekki það margir að við höfum efni á því að vera tvístraðir. Getum við Svíar ekki til dæmis stutt íslendinga í fiskveiðimálum? Það sem við för- um fram á er að þið hlustið á okk- ur og spyrjið ykkur sjálfa: Er þessi umræða einungis niðurbrjótandi eða opnar hún möguleika á þróun sem mun styrkja ísland, efnahags- lega, menningarlega og alþjóðlega? Jan Bjersing, Luleá, Svíþjóð. fremur má sjá að þau dýr sem eru í dvala á veturna lifa lengur en þau sem alltaf eru að. Þá má vísa til tilraunar með mýs, þar sem þær voru hálfsveltar og lifðu þá helm- ingi lengur en þær sem voru stíf- fóðraðar. Samkvæmt þessu eru miklar hreyfingar eins og keppnis- íþróttir o.fl. varla til að auka líkur á langlífi. Það virðisti því alveg eins farsælt að borða minna og slappa sem oftast af í sófanum heima. Það er orkusparandi líferni. Pálmi Stefánsson Kannast nokkur við þennan söngtexta? Kannast einhver við söng- texta sem er nokkurn veginn á þessa leið: Tíðum (Til mín?) brosa bláu fjöllin beint á móti Svíagrund. Þau eru (háleit?) hrein og fógur, horfa fram á Eyrarsund. En eitthvað vantar, eitthvað vantar, aupn mín þau fella (hjúpa?) tár: Það er ekki Esjan bláa og ekki Snæfellsjökull hár. Þetta söng kona vestan úr Dölum stundum á efri árum sínum, en hvorki lag né texti hefur fundist í þekktari ljóða- eða söngvabókum. Á.B. Menning og hvalir Víkveiji skrifar Oftast er samstarf fjölmiðlanna með mikium ágætum og blaða- og fréttamenn sjá sér oft hag í því að rétta hver öðrum hjálpar- hönd innan vissra marka. Að sjálf- sögðu gæta menn þess þó að gefa ekki hver öðrum stórfréttir, eða „skúbb“ eins þær eru jafnan nefnd- ar. Misbrestur einn er þó á sam- skiptum ijölmiðlanna sem Víkverji hefur oft orðið var við. Það vill oft brenna við að fréttamenn á sjón- varps- og útvarpsstöðvunum fari fram á það á blaðamannafundum við þá sem þar sitja fyrir svörum að þeir veiti einkaviðtöl um efnið áður en hinn eiginlegi fundur hefst og tefja þannig fundinn. Bera þeir því jafnan við að þeir séu með dýr tæki í gangi og séu að „brenna úti“ á tíma eða eitthvað í þeim dúr. Þessi yfirgangur ljósvakamiðl- anna er i raun óskiljanleg ókurteisi af þeim sem standa fyrir blaða- mannafundum að taka þátt í þess- um skrípaleik. Sjái fréttamenn sér ekki fært að sitja blaðamannafundi eins og þeir eru kynntir gæti lausn- in verið sú að skipuleggjendur fund- anna skipti þeim í tvo hluta, annan fyrir dagblöðin og hinn fyrir ljós- vakamiðlana. xxx Víkveiji dagsins er ósáttur við fyrirkomulag stöðumæla í íbúðarhverfum gamla miðbæjarins. íbúar í Þingholtunum og norðan- verðu Bergstaðastræti geta ekki lagt bílum sínum við heimili sín án þess að greiða í stöðumæla. Þegar kvartað hefur verið undan þessu fyrirkomulagi er mönnum bent á að þeir búi á gjaldskyldu svæði og verði að fara með bíla sína inn á eignarlóðir vilji þeir komast hjá því að greiða stöðugjöld. Nú er í fæst- um tilvikum hægt að koma því við og ekki nema sanngjamt að koma til móts við íbúa í hverfinu með einhveijum hætti, t.a.m. með út- gáfu vottorðs sem mætti festa í glugga bíla þar sem greint er frá því að eigandinn búi í hverfinu og sé þarafleiðandi ekki gjaldskyldur. Það er ótækt að leggja stöðugjöld á íbúa í vissum hverfum en ekki öðrum. Víkveiji las sjálfsævisögu bandaríska trompetleikarans Miles Davis í sumarfríinu. Saga þessa mikla djassfrömuðs er saga af einstæðum listamanni sem aldrei nemur staðar í list sinni heldur leit- ar ávallt út fyrir fyrir stíltegundina þegar hún hefur náð að festa ræt- ur. í dag er Davis 65 ára en kveðst enn ekki hafa náð tindinum sem listamaður. Saga hans er einnig mörkuð hatrammri baráttu við eit- urlyf og sterku einstaklingseðli sem hefur gert hann að einfara. Á árun- um 1975-80 dró hann sig í hlé og einu samskipti hans við umheiminn voru í gegnum sjónvarp og sjálfur hefur hann kallað þetta skeið „bláa tímabilið“. Hann á fleira sammerkt með Picasso því framlag hans til djasstónlistar er af svipuðu vægi og kúbisminn var fyrir myndlistina. Miles var upphafsmaður a.m.k. fjögurra stíltegunda í djassi, bebops, cool-djass, djassrokks og svonefndri afró-fönktónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.