Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNIN Valur - Breiðablik 1:1 Valsmenn sigruðu i vítaspymukeppni 4:3. Hlíðarendavöllur. Mark Vals: Gunnar Már Másson (60 .) Mark Breiðabliks: Steindór Elíson (53.) ™*Gult spjald: Pavol Kretovic (104.), Sigurð- ur Víðisson (113.) UBK. Dómari: Gylfi Orrason, sæmilegur. Áhorfendur: 813. Lið Vals: Bjami Sigurðsson; Amaldur Loftsson, Einar Páll Tomasson, Magni Blöndal Pétursson, Sævar Jónsson; Ágúst Gylfason, Jón Grétar Jónsson, Steinar Adolfsson, Baldur Bragason; Antony Karl Gregory, Gunnar Már Másson (Þórður B. Bogason (117.) Lið Breiðabliks: Eiríkur Þorvarðarson, Pavol Kretovic (Willum Þórsson 106.), Gú- staf Ómarsson, Sigurður Víðisson, Ingvald- ur Gústafsson, Valur Valsson, Hilmar Sig- hvatsson, Amar Grétarsson, Guðmundur V Guðmundsson. ^Víðir - Stjarnan 3:2 Garðsvöllur. Mörk Víðis: Björn Vilhelmsson (18.), sjálfs- mark Bjarna Jónssonar (40.), Guðjón Guð- mundsson (77.) 'Mörk Stjörnunnar: Valdimar Kristófers- son (66.), Láms Guðmundsson (74.). Gult spjald: Ólafur Róbertsson (51.), Grét- ar Einarsson (68.) Víði. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Guðmundur Stefán Manasson. Ahorfendur: 245 greiddu aðgangseyri. Lið Víðis: Jón Örvar Arason; Sævar Leifs- son, Daníel Einarsson, Ólafur Róbertsson; Björn Vilhelmsson, Sigurður Magnússon, Guðjón Guðmundsson, Vilbérg Þorvaldsson, Karl Finnbogason; Grétar Einarsson (Hlyn- ur Jóhannsson 89.), Steinarlngimundarson. Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson; Birgir Sigfússon, Heimir Erlingsson, Bjami Jóns- a son; Þór Ömar Jónsson (Bjami Benedikts- " 'son 62.), Ragnar Gíslason, Sveinbjöm Há- konarson, Valgeir Baldursson, Kristinn Lár- usson; Ingólfur Ingólfsson (Lárus Guð- mundsson 62.) Valdimar Kristófersson. Þór-KR 4:2 Akureyrarvöllur. Mörk Þórs: Halldór Áskelsson (25.), Bjami Sveinbjömsson 2 (78., 80.), Júlíus Tryggva- son (87.) Mörk KR: Ragnar Margeirsson (18.), Atli Eðvaldsson (90.) Gult spjald: Ekkert. Dómari: óli P. Olsen. Áhorfendur: 1.130 greiddu aðgangseyri. Lið Þórs: Friðrik Friðriksson; Sveinn Páls- -*son, Júlíus Tryggvason, Þórir Áskelsson; Nói Bjömsson, Láras Orri Sigurðsson, Birg- ir Karlsson (Þorsteinn Jónsson 46.), Árni Þór Árnason, Hlynur Birgisson; Bjami Sveinbjömsson, Halldór Áskelsson (Axel Vatnsdal 89.). Lið KR: Ólafur Gottskálksson; Atli Eðvalds- son, Gunnar Oddsson, Þormóður Egilsson; Sigurður Björgvinsson, Þorsteinn Halldórs- son, Gunnar Skúlason, Bjarki Pétursson (Hilmar Bjömsson 48.); Ragnar Margeirs- son, Pétur Pétursson Heimir Guðjónsson (Rafn Rafnsson 82.), Leiftur-FH 2:1 Ólafsfjarðarvöllur. Mark Leifturs: Gunnlaugur Sigursveinsson (41.) Mörk FH: Hörður Magnússon (58.), Hlynur Eiríksson (120.) Gult spjald: Aðalsteinn Aðalsteinsson (42.) Dómari: Gísli Guðmundsson. ^■"’Áliorfcndur: Um 300. Lið Leifturs: Rósberg Óttarsson; Sigur- bjöm Jakobsson, Helgi Jóhannsson, Stefán Aðalsteinsson, Steingrimur Eiðsson; Friðrik Einarsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Gunn- laugur Sigursveinsson, Róbert Gunnarsson (Friðgeir Sigurðsson 75.); Matthías Sig- valdason (Halldór Guðmundsson 62.), Þor- lákur Árnason. Lið FH: Stefán Arnarson; Bjöm Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Ólafur H. Kristjáns- son; Þórhallur Víkingsson, Guðmundur Val- ur Sigurðsson (Kristján Gíslason 82.), Hall- steinn Arnarson, Izudin Derwic, Andri Marteinsson; Hörður Magnússon, Pálmi Jónsson (Hlynur Eiriksson 70.) Vítakeppnin Steinar Adolfsson.........1:0 Hilmar Sighvatsson..Bjarni ver Einar Páll Tómasson.......2:0 Arnar Grétarsson..........2:1 Sævar Jónsson.............3:1 Wilium Þórsson............3:2 Ágúst Gylfason......Eiríkur ver Grétar Steindórsson.......3:3 Anthony Karl Gregory.......4:3 Steindór Elísson..skot framhjá Morgunblaðið/Bjarni Gunnar Már Másson spyrnir knettinum framhjá Eiríki markverði Breiðabliks og jafnar leikinn — eftir hroðalega varnarmistök Tékkans Kretovics í vörn Kópavogsliðsins. Bikarmeistarar Vals áfram eftir vflakeppni BIKARMEISTARAR VALS tryggðu sér farseðílinn í 4-liða úrslit bikarkeppninnar með sigri á Breiðablik eftirfram- lengingu og vítaspyrnukeppni. Eftir 120 mínútna leik var staðan 1-1 og úrslitin réðust ekki fyrr en í fimmtu vítaspyrnu UBK. Steindór Elíson, markaskorari Bli- kanna skaut knett- Frosti inum þ'aframhjá og Eiösson bikarmeistar Vals skrifar eiga því enn mögu- leika á að veija titil- inn. „Líklega var ég of öruggur með mig, ég sá að Bjarni var farinn af stað í hægra hornið og ætlaði því að renna boltanum í það vinstra. Ég hitti hann illa og það er óneitan- lega sárt að tapa leiknum á þennan hátt,“ sagði Steindór eftir spyrn- una. Steindór var niðurlútur eftir leik- inn eins og aðrir leikmenn Kópa- vogsliðsins og ekki að undra. Liðið hafði leikinn í hendi sér eftir fyrsta markið en Gunnar Már Másson nýtti sér vel mjög klaufaleg mistök Pavol Kretovic og jafnaði leikinn. Þó má segja að eftir 120 mínútna Ieik og fjölmörg færi á báða bóga, hafí jafntefli verið sanngjarnt: Eftir slakt gengi að undanfömu ákvað Ingi Björn Albertsson þjálf- ari að „stokka" upp í liði sínu. Sævar Jónsson var gerður að fyrir- liða, Gunnar Már og Arnaldur komu inn í liðið og leikaðferðinni var breytt úr 3-5-2 í 4-4-2. „Ég held að breytingarnar hafi skilað sér, að minnsta kosti var vörnin örugg- ari nú en hún hefur verið,“ sagði Einar Páll Tómasson, aftasti maður Valsvarnarinnar sem lék vel í gær- Om *• Steindór Elíson ■ 1 fékk boltann á vinstri vængnum og skoraði með skoti af stuttu færi á 53. mínútu. ■ 4| Á 60. mínútu komst ■ I Gunnar Már Más- son, inn í slaka sendingu Pavol Kretovic til Eiríks markvarðar og lyfti knettinum yfir Eirfk og í markið. kvöldi. „Þetta var dæmigerður bikarleikur en ég hafði það alltaf á tilfinningunni að sigurinn mundi lenda okkar megin, meira að segja fyrir vítaspyrnukeppnina," sagði Einar Páli. Leikurinn bauð upp á mikla bar- áttu, knötturinn gekk vel á milli samheija og áhorfendur fengu aura sinna virði í knattspyrnu. Blikarnir byijuðu betur, náðu undirtökunum á miðjunni en Valsmenn komust betur inn í leikinn þegar á hann leið. Leikurinn var opinn og eftir mikla baráttu í nítíu mínútur voru margir leikmanna búnir að fá nóg. Leikurinn opnaðist í framleng- ingunni og bæði liðin gátu gert út um leikinn. Grétar Steindórsson var tvívegis nálægt því, í annað skiptið fór boltinn í stöng og hitt skotið varði Bjarni meistaralega. Hinu- megin skapaðist hætta þegar Ant- hony Karl Gregory renndi boltanum framhjá stönginni og Gunnar Már fékk einnig upplagt færi, en skalli hans frá markteig fór beint á Eirík. Þríeykið í vörninni, Sævar, Einar Páll og Bjarni voru bestu menn Vals ásamt Ágústi Gylfasyni sem barðist vel á miðjunni. Hilmar Sig- hvatsson, Ingvaldur Gústafsson voru bestir í mjög jöfnu Blikaliði. Víðir óstöðvandi í bikamum? VÍÐIR úr Garði hélt áfram sig- urgöngu sinni í bikarkeppninni er liðið lagði Stjörnuna að velli í Garðinum. Víðir hefur enn ekki unnið leik í 1. deild i sum- ar og er lang neðstur, en er nú kominn í undanúrslit Mjólk- urbikarkeppninnar. Víðismenn höfðu undirtökin í fyrri hálfleik, og það kom því fáum á óvart þegar þeir skoruðu ^fyrsta mark leiksins. Stjarnan lék þó ágætlega fram að Skúli Unnar fyrsta markinu, á 18. Sveinsson mín., en sóknarlotur skrífar Víðis voru bæði fleiri og hættulegri. í fyrri hálfleiknum sóttu Víðis- menn mikið upp vinstri vænginn, þar sem Steinar Ingimundarson var, ásamt Karli Finnbogasyni sem kom inn í liðið að nýju og lék stórvel, en 1B^%Steinar Ingimundarson vann boltann á miðjunni, gaf út til ■ ^Jhægri á Vilberg Þorvaldsson sem lék upp undir endamörk og gaf fyrir, þar sem Björn Vilhelmsson var skyndilega á auðum sjó og skoraði af öiyggi. 2m ^%Steinar átti góða fyrirgjöf frá vinstri, Bjarni Jónsson virt- ■ \Jist vera öruggur með boltann en Grétar Einarsson sótti að honum með þeim afleiðingum að Bjami potaði í boltann sem rann í hans eigið mark. 2:1 Lárus Guðmundsson og Sveinbjöm Hákonarson léku skemmtileg upp miðju vallarins, Sveinbjörn gaf síðan á Valdimar Kristófersson á hárréttum þannig að Valdimar komst al- einn innfyrir — án þess að vera rangstæður — og skoraði auðveldlega. 2B ^JValdimar lék upp hægri kant, gaf fyrir markið þar sem ■ JCaLárus kom á fleygiferð og sneíddi boltann snyrtilega í netið. 3m Eftir mikla sókn Stjömumanna komust heimamenn í skyndi- ■ áCíisókn, Ragnar Gíslason hugðist spyma frá marki sínu en hitti boltann illa og lagði hann fyrir Guðjón Guðmundsson sem var aleinn á markteignum og þakkaði fyrir sig við mikinn fögnuð heima- manna. hann hafði það hlutverk að gæta Sveinbjörns Hákonarsonar og gerði hann það með slíkum ágætum að Sveinbjörn sást varla í fyrri hálfleik, en hann hefur verið „prímus-mótor“ í leik Stjörnunnar í sumar. Staðan var 2:0 er flautað var til hálfleiks og Garðsbúar höfðu því ærna ástæðu til að fara brosandi í var fyrir veðri og vindi í leikhléi, en í Garðinum strekkingsvindur og mikil rigning. Stjörnumenn komu tvíefldir til leiks eftir hlé og dæmið snærist al- veg við. Þeir réðu gangi leiksins og áttu færin. Enda bökkuðu Víðis- menn eins og oft vill verða þegar lið hafa forystu. Hlutirnir fóru þó ekki að gerast hjá gestunum fyrr en Lár- us Guðmundsson og Bjarni Bene- diktsson komu inná á 62. mín. Fjór- um mín. síðari minnkaði Stjarnan og jafnaði svo á 74. mín. Én aðeins þremur mín. síðari gerði Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, út um leikinn með sigurmarkinu. Eftir jöfnunarmark Stjörnunnar var eins og Garðbæingar teldu að nóg væri komið í bili, slökuðu á, en það má greinilega ekki gegn barátt- uglöðum Víðismönnum. Eftir þriðja mark Víðis urðu sóknir Stjörnu- manna óþarflega örvæntingarfullar. „Það fór óneitanlega um mann þegar þeir jöfnuðu, það hafði legið mikið á okkur og við vorum búnir að missa taktinn í leiknum, og þeir nýttu þeir sér það vel,“ sagði Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðis, við Morgunblaðið að leik loknum. „En ég vissi alltaf að við ættum eitthvað eftir; létum þá um að sækja en eftir að þeir jöfnuðu hættum við að hopa og sóttum meira á þá og það bara árangur. Og þegar þeir gáfu mér þetta gullna tækifæri lét ég mér það að sjálfsögðu úr greipum ganga,“ sagði Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.