Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 Hálendið: Islendings og tveggja Þjóðverja saknað BJÖRGUNARSVEITAMENN hófu í gærmorgoin að grennslast fyrir um þijá menn sem ætluðu fótgangandi norður hálendið og koma niður í austanverðum Eyjafirði, í Bleiksmýrardrögum. Mennirnir, tveir Þjóðverjar og einn Islendingur, lögðu af stað í ferðina þriðju- daginn 16. júlí og voru ferðaáætlun þeirra og tímasetningar mjög á reiki, að sögn fulltrúa hjá Slysavarnafélagi íslands. í gærkvöldi fóru fjónr björgunar- unarsveitarmenn haft tal af manni sveitabflar inn á hálendið til að leita í skálum á svæðinu, sem er sunn- an- og austanvert við Hofsjökul. Einnig var ráðgert að leita í skálum í Bleiksmýrardrögum og í Eyja- firði. Leitin hafði ekki borið árang- ur þegar Morgunblaðið hafði síðast spurnir af henni í gærkvöldi. Ef á þarf að halda hefja báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar, auk flugvéla frá Sauðárkróki og úr Ámessýslu, leit að mönnunum í dag. Mennimir em allir á tvítugsaldri og em vanir slíkum ferðum. Þeir hefðu átt að vera komnir til byggða í gærkvöldi undir eðlilegum kring- umstæðum, að sögn Þórs Magnús- sonar, fulltrúa hjá Slysavarnafélag- inu. Björgunarsveitarmenn frá Slysa- vamafélagi Islands, Landssam- bandi skáta og Flugbjörgunarsveit- inni hófu eftirgrennslan snemma í gærmorgun þar sem ekkert hafði spurst til þeirra í tæpa viku. Móðir íslendingsins hafði samband við Slysavamafélagið í gærmorgun og gerði aðvart um mennina. Vitað er að mennirnir gistu í skálanum í Þúfuveri aðfaranótt föstudagsins 19. júlí og hafa bjö'rg- sem gisti með þeim í skálanum. Samkvæmt áætlun þeirra ætluðu þeir að gista þá nótt í skálanum í Nýjadal. Að sögn Þórs ætluðu mennirnir að láta vita af sér þann dag en gerðu það ekki. Talið er að þeir hafi farið yfír á vaði sem nefnist Hald yfir Tungnaá og gengið þaðan upp í Kvíslaveitur. Þeir gistu eins og fyrr segir í skál- anum í Þúfuveri aðfaranótt föstu- dagsins 19. júlí. Morgunblaðið/KGA Uffe Ellemann-Jensen heilsar Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Ástríði Thorarensen eiginkonu hans á Þingvöllum í gær. Álengdar stendur Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráðherra Dana: Danir styðja kröfuna um fijáls- an markaðsaðgang sjávarafurða Stingur upp á tilslökunum varðandi landanir í íslenskum höfnum í stað veiðiréttinda DANIR styðja kröfu EFTA-ríkja um fullan og frjálsan markaðsað- gang fyrir hvers kyns sjávarafurðir að mörkuðum Evrópubandalags- ins í viðræðum um Evrópskt efnahagssvæði, að sögn Uffe Ellemann- Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur. Áð sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra leiddu viðræður hans við Elle- mann-Jensen í ljós að upplýsingar frá Evrópubandalaginu um sterka andstöðu Ira, Breta, Frakka og Dana við kröfu EFTA-ríkja um fijáls- an markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir, reyndust rangar, að minnsta kosti hvað Dani varðar, og ítrekaði danski ráðherrann það við fasta- fulltrúa sinn í Brtissel í gærmorgun. Jón Baldvin segir að þetta geti reynst mikilvægt Ióð á vogarskálar samninga. Ellemann-Jensen sagði á blaða- Hann sagði að Danir sæju ekki mannafundi í ráðherrabústaðnum fram á neinn efnahagslegan ávinn- / j) X Turignaá Hclda * Hér gistu menn-| irnir hinn 19. júlí, 1 en síðan hefurl ekkert til þeirraj spurst. E IMHH............. að loknum viðræðum utanríkisráð- herranna í Reykjavík í gær að í stað veiðiréttinda í íslenskri lögsögu gætu ef til vill komið atriði til jöfn- unar á samkeppnisaðstöðu sem ræða þyrfti, til dæmis tilslakanir hvað varðar landanir skipa í íslensk- um höfnum, þjónustu við erlend skip hér og skilgreiningar á því hvað teldist ríkisstyrkur við sjávar- útveg. Hann kvaðst enn binda von- ir við að frumkvæði Norðmanna á Lúxemborgarfundinum gæti orðið til að leysa þann hnút sem fískveiði- málin væru í. rng af Evrópsku efnahagssvæði, einsog samningsdrögin lægju fyrir, og meðal annars næðu kröfur þeirra um markaðsaðgang fyrir landbún- aðarafurðir ekki fram að ganga. Engu að síður styddu Danir samn- ingana eindregið vegna pólitískra framtíðarhagsmuna Evrópu og í því sambandi reifaði hann þær hug- myndir, sem hann hefur meðal ann- ars gert grein fyrir í greinum í Morgunblaðinu, um að sem virkust þátttaka sem flestra Norðurlanda í samstarfí Evrópuríkja yrði til að styrkja lýðræðisþróun, virðingu fyr- Aðalverktakar sækja um að- ild að Verktakasambandinu Fyrirtækinu breytt í almenningshlutafélag á næstunni STEFÁN Friðfinnsson forstjóri íslenskra aðalverktaka segir að þar sem úrsögn íslenskra aðalverktaka úr Vinnuveitendasambandi ís- lands komi ekki til framkvæmda fyrr en í lok næsta árs, verði timinn þangað til notaður til að undirbúa aukaaðild að VSÍ með því að sækja um aðild að Verktakasambandi íslands. Stefán segir að fyrirtækinu verði breytt í almenningshlutafélag á næstunni og ekki komi til þess að nota þurfi þann fimm ára undirbúningstíma allan, sem menn gáfu sér til slíkra breytinga fyrir ári. Einar Oddur Kristjánsson for- í samtali við Morgunblaðið í gær. maður VSÍ segir að hann hafi ekk- ert við þessa úrsögn Aðalverktaka að athuga, þar sem þeir hyggist sækja um aðild að Verktakasam- bandinu. „Okkur hefur verið gefin sú skýring að Aðalverktakar vilji fremur starfa í gegnum Verktaka- samband íslands. Við teljum það ágætan kost og fögnum því,“ sagði Einar Oddur. „Við erum að segja okkur úr beinni aðild að Vinnuveitendasam- bandinu. Jafnframt munum við óska eftir inngöngu í Verktakasam- bandið og þar með verðum við áfram aðilar að VSÍ. Við munum á uppsagnartímanum, sem er rúmur, strax óska eftir því að ganga i Verktakasambandið,“ sagði Stefán Friðfinnsson forstjóri Aðalverktaka Stefán sagði að það hefði um langa hríð verið ósk Verktakasam- bandsins að íslenskir aðalverktakar yrðu aðiiar að sambandinu. „Ég vona að þeir hjá Verktakasamband- inu hafi ekki skipt um skoðun, en þeir ítrekuðu þessa ósk sína síðast við okkur nú í vor,“ sagði Stefán. Stefán sagði að áformin um að breyta íslenskum aðalverktökum í almenningshlutafélag hefðu ekkert breyst. „Þó að við höfum gefíð okk- ur fimm ár til þess að hrinda þeirri breytingu í framkvæmd fyrir ári, þá er ég þess fullviss að Islenskir aðalverktakar verða orðnir almenn- ingshlutafélag vel innan þeirra tímamarka," sagði Stefán. Hann sagði að mjög ötullega væri unnið að undirbúningi þessa hjá Aðalverk- tökum. Aðspurður hvort það væri stefna Aðalverktaka, sem ríkið á meiri- hluta í, að fara í samkeppni á inn- lenda verktakamarkaðnum, sagði forstjóri Aðalverktaka: „Það hefur engin stefna verið mótuð um það. Við eigum ýmis sameiginleg hags- munamál með Verktakasamband- inu og þess vegna teljum við eðli- legt að gerast aðilar að því.“ ir mannréttindum, réttindum þjóð- arbrota og umhverfisvernd í álf- unni. Ellemann-Jensen minnti á að hann hefði áralanga reynslu af Evrópubandalaginu og kvaðst eng- ar áhyggjur hafa af þeirri spennu og dramatík sem einkenndi and- rúmsloftið í kringum EES-samning- ana nú þegar 1. ágúst nálgaðist. Þetta væri hluti af samningatækni þar sem menn reyndu að færa sér tímaskortinn í nyt. „Ég væri áhyggjufullur ef þessi spenna væri ekki í loftinu," sagði ráðherrann. Hann sagði að pólitískt mundi mál- ið skýrast eftir utanríkisráðherra- fund EB á mánudag og spurningu um hvort hann teldi að samið yrði fyrir mánaðamót svaraði hann á þann veg að það væri ekki útilok- að. Ráðherrann afskrifaði ekki í máli sínu að af Evrópsku efnahags- svæði gæti orðið þótt samningar næðust ekki fyrir mánaðamót. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði að eftir við- ræður sínar við danska utanríkis- ráðherrann væri hann enn þeirrar skoðunar að hugmyndir um EES yrðu lagðar á hilluna ef samningar tækjust ekki fyrir mánaðamót. Kvaðst hann meðal annars byggja það mat á þeim miklu verkefnum sem EB standi frammi fyrir, svo sem innri ráðstefnum þess um stjórnmálabandalag og myntbanda- lag. „Það eru risavaxin verkefni og krefjast allra krafta og orku for- ystumanna og starfsliðs EB.“ Jón Baldvin vísaði til viðræðna sinna við hollenska ráðamenn fyrr í vik- unni og sagði að menn hefðu ekki trú á að jafnframt því sem þessum verkefnum væri sinnt yrði stunduð þrætubók við EFTA-lönd. Reynt yrði til þrautar til mánaðamóta. „Þetta er tæknilega mögulegt en algjörlega komið undir hvort yfír- lýstur pólitískur vilji forystumanna EB verði staðfestur á mánudag í Briissel," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. Auk samninga um EES ræddu ráðherrarnir meðal annars málefni Austur-Evrópu og Sovétríkjanna, þar á meðal Eystrasaltslanda, mál- efni Júgóslavíu, afnám viðskipta- banns á S-Afríku og mikilvægi áframhaldandi varnarsamvinnu Evrópu við ríki N-Ameríku. Sjá einnig frétt um fund ut- anrikisráðherra íslands og Ir- lands á miðopnu. Paul Drack. Bond Evans. Samdráttur á næsta ári „SAMDRÁTTUR í framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli kemur ekki í ljós fyrr en seinni hluta næsta árs“, sagði Gunnar Þ. Gunnarsson annar forstjóra íslenskra aðalverktaka, þegar hann var spurður um hve mikið myndi draga úr framkvæmdum á vegum fyrirtækisins á næstunni. Gunnar segir að undanfarið hafí Aðalverktakar einkum unnið að því að reisa íbúðarbyggingar og stjórn- stöð á flugvaliarsvæðinu. Þá væri verið að leggja akbraut meðfram norður-suður flugbrautinni og mal- bika hana, og væri það allmikið mannvirki. Að sögn Gunnars hefj- ast fljótlega framkvæmdir við tvö ný flugskýli á Yellinum og auk þeirra eiga Aðalverktakar von á nokkrum öðrum verkefnum á næst- unni, en umfang þeirra er enn ekki Ijóst. Nýr forstjóri hjá Alumax PAUL Drack aðalforstjóri banda- ríska álfyrirtækisins Alumax hef- ur verið hækkaður í tign og gerð- ur að forstjóra móðurfyrirtækis- ins AMAX, en það fyrirtæki á auk Alumax fjölmörg önnur fyrirtæki. Bond Evans aðstoðarforsljóri Al- umax tekur við af Drack sem aðal- forstjóri Alumax. „Ég verð áfram stjórnarformaður hér hjá Alumax og mun eyða tíma í álmálin áfram, þótt verksviðið víkki hjá mér við þessa stöðuhækkun, þannig að ég mun ekki skipta mér af daglegum rekstri," sagði Drack í samtali við Morgunblaðið í gær. Drack sagði að hann myndi halda áfram þátttöku fyrir hönd Alumax í Atlantsálviðræðunum. „Ég ætla mér að vera með í þeim viðræðum til loka og ég er bjartsýnn á að Atlantsál og íslensk stjórnvöld ljúki samnings- gerðinni í öllum megindráttum á fundinum þann 12. ágúst ' Reykjavík," sagði Drack. Jóhannes Nordal formaður íslensku álviðræðunefndarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið 1 gær, að forstjóraskiptin hefðu engin áhrif á álviðræðumar, enda yd' Drack áfram í nánu samstarfi við viðræðunefndimar. Þá væri Alumax stærsta einingin innan AMAX sam- steypunnar, þannig að af sjálfu leidd' að Drack hefði áfram yfírsýn yf'r. viðræðurnar og málefni Atlantsáls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.