Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1991 5 Eru þeir að fá 'ann ■ Tveir harð- ir árekstrar HARÐUR árekstur varð á milli tveggja bíla í hádeginu í gær á mótum Dalbrautar og Klepps- vegar. Skömmu síðar varð annar tveggja bíla árekstur á mótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs. Slys urðu ekki alvarleg á fólki en mikið eignatjón varð í báðum tilfellum. Þrír menn úr fyrri árekstrinum þurftu á aðhlynningu að halda og komu þeir sér sjálfir á slysadeild, en flutti lögregla einn mann úr seinni árekstrinum á slysadeild. Auk þess urðu nokkrir minnihátt- ar árekstrar í borginni í gær og kenndi lögreglan um aðgæsluleysi ökumanna. INNLENT Yel merkt einkastæði Þverá yfir 1.000 laxa ÞVERÁ og Kjarrá í Borgar- firði eru langefstar laxveiðiánna það sem af er og mikið má koma til ef þeim verður velt af stallinum. Í gærmorgun var þúsund laxa múrinn rofinn og byijað að rigna þannig að horfur voru orðnar al- deilis góðar. Það er athyglisvert, að fyrir veiðitímann höfðu bæði völva og tölvuspá á vegum SVFR spáð Þverá og Kjarrá efsta sæt- inu. Verður fróðlegt að fylgjast með hvort spárnar rætast. í gær- morgun veiddist 20 punda lax í Klapparfljóti og var það stærsti lax sumarsins úr ánni. í fyrra- kvöld veiddist á sama stað 18 punda fiskur. Jón Ólafsson, einn leigutaka árinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að nóg væri af laxi í ánni og alltaf væri að skila sér nýgenginn fiskur. Jón sagði enn fremur, að tíðin að undan- förnu hefði sett mark sitt á framm- istöðu einstakra veiðisvæða. Þann- ig hefðu svokallaðar Eyrar í Kjarrá, sem jafnan væru drjúgar á þessum tíma, verið slakar það sem af er, en néðri hluti árinnar hins vegar verið mun betri en áður. Á því svæði væri áin dýpri og í gljúfrum. Það væri trúlega skugg- inn og dýpið sem laxinn sæktist eftir í hitanum og vatnsleysinu, en nú gæti það breyst. Ijjórir veiði- staðir hafa verið sýnu bestir, Klapparfljót, Kaðalstaðahylur, Kirkjustrengur og nýr staður, Bakkakotsbreiða. Gamla netasvæðið gefur góða veiði Svo virðist sem stórveiðistaður hafi uppgötvast í Hvítá í Borgar- firði við það að netin voru tekin upp. Um er að ræða tvo veiðistaði í landi Hvítárvalla, skilin milli þeirra eru eiginlega engin, en nöfn þeirra em Þvottaklöpp og Norður- kot. Þeir liggja skammt neðan við Skugga sem er ós Grímsár. Að sögn Jóns Gunnars Borgþórssonar framkvæmdastjóra Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur uppgötvaðist þetta svæði fyrir um það bil 10 dögum og var þá að sjá mikill lax á ferðinni. I fyrradag höfðu veiðst þarna 40 laxar og enn var fiskur á lofti um allt svæðið. Gamla neta- svæðið í Hvítá er nú tilraunaveiði- svæði fyrir stangaveiðimenn og verðlagt eftir því. Leyfin kosta þarna innan við 4.000 krónur á dag og hefur trúlega ekki verið völ á jafn ódýrri laxveiði hér á landi um árabil, a.m.k. ekki miðað við veiðivon. Bændur selja nú leyf- in sjálfir og er Þorkell Fjefdsted í Feijukoti umsjónarmaður sölunn- ar. í landi hans er einnig stórgóð aðstaða fyrir veiðimenn, í gömlu íbúðarhúsi að Trönu. Norðurá gefur vel Norðurá er kyrfilega í öðra sætinu og hefur nú gefið rétt rúma 700 laxa. Ánni vora ofreiknaðir all margir laxar í Morgunblaðinu á dögunum, en talan nú mun rétt vera og leiðréttist þetta hér með. Síðasta holl náði 70 löxum á 3 dögum sem er allgott miðað við að áin er vatnsminni en menn hafa séð hana um árabil. Ef eitt- hvað rignir nú að ráði mun talan þjóta upp á við, því mikill lax er í ánni og stöðugar göngur, ekki stórar, en alltaf einhveijar. Enn hefur ekki veiðst stærri fiskur en 15 punda og yfirleitt er laxinn nú 3 til 6 pund. Hér og þar Góð veiði er nú í Soginu. 22. þessa mánaðar voru komnir 80 laxar af svæðum SVFR, 42 úr Ásgarði, 25 úr Alviðra, 9 úr Bílds- felli og 4 af Syðri-Brú sem er efsta svæðið og þar er nýtingin lökust. Þar var þó komið talsvert af físki fyrir nokkra, bara engir veiðimenn til að veiða laxinn. Nokkrir laxar hafa einnig veiðst fyrir löndum Torfastaða og Þrastarlundar. Besti tíminn er framundan í Sog- inu þannig að ljóst má heita að útkoman verði að minnsta kosti í góðu meðallagi. Dijúgt hefur einn- ig veiðst af vænum silungi, 2 til 4 punda bleikju. Veiði hefur nokkuð glæðst í Hvítá eystri, 4 laxar veiddust á einum degi í landi Snæfoksstaða fyrir skömmu og svipaðar glefsur hafa einnig komið á Laugarbökk- um. Gíslastaðir hafa lítið gefið, enda varla von til þess þar sem þar hefur varla sést veiðimaður á bakkanum. Brynjudalsá hefur verið mjög léleg þar tii nú síðustu daga, að þar hafa veiðst nokkrir laxar. Heildartalan er samt lág, innan við 20 fiskar veiddir. Menn sem áttu leið um á þessum slóðum fyr- ir skömmu sáu lax mikið á lofti í lóninu -ofan þjóðvegar. Voru það afar smáir laxar. Elliðaárnar höfðu gefið 370 laxa í fyrradag. Ekki vantar laxinn í ána, en hann tekur mjög illa. Jón G. Baldvinsson formaður SVFR sagði í samtali við Morgunbiaðið að hann væri alls ekki ánægður með gang mála í Elliðaánum. Þannig hefðu þaulvanir menn ver- ið að veiðum morguninn eftir næturlanga rigningu í fyrrinótt. Enginn hefði þó náð kvótanum og heildarveiðin hefði aðeins numið 14 löxum. gg Morgunblaðið/Róbert Schmidt Sólskins- bros Bildudal. SÓLIN hefur leik- ið við landsmenn síð- ustu vikur. Hitinn hefur verið í kringum 15-20 stig víðast hvar. En hitinn stendur ekki í vegi fyrir litlu börnunum sem leika sér í sól- inni. Þessar litlu hnátur una sér vel og brosa sínu breið- asta framan í ljós- myndarann. Þær heita Guðrún Dóra, Berglind og íris. Sorpbrennslan í Hnífsdal: Nú býður Bifreiðaskoðun íslands upp á merkingar fyrir einkabílastæði úr sama efni og bíl- númerin. Einstaklingar og fyrirtæki geta pantað áletrun, bílnúmer eða stutt nafn á spjöldin. Verð númeraplatnanna er kr. 1500 og afgreiðslufrestur er 3 dagar. Hægt er að panta þær hjá öllum skoðunarstöðvum Bifreiðaskoðunar, í eftirtöldum símanúmerum: lleykjavík - 673700 Keílavík - 15303 Akranes - 12480 Borgarnes - 71335 ísafjöröm- - 3374 Blönduós - 24343 Sauðárkrókur - 36720 Akureyri - 23570 Húsavík - 41370 Fellabær - 11661 BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Eskifjörftur - 61240 Hvolsvöllur - 78106 Selfoss -21315 - segir Anna María Antonsdóttir, íbúi á Hnífsdal ANNA María Antonsdóttir, íbúi í Hnífsdal, segist vera mjög óánægð með þá ákvörðun umhverfismálaráðherra að Ieyfa á ný brennslu í sorpbrennslustöðinni á Skarfaskeri við Hnifsdal. Búið var að setja bann við rekstrinum en hann leyfður aftur í gær. Anna María sagði að hún óttað- ist að forráðamenn stöðvarinnar myndu ekki fylgja þeim skilyrðum sem sett eru fyrir rekstri nú þar sem þeir hefðu ekki fylgt neinum reglum hingað til. Að mati Önnu Maríu era forráðamenn stöðvarinn- ar löngu fallnir á tíma þar sem sorpstöðin hefur verið rekin án leyfa síðan 1985. Anna María taldi það ekki góðs viti að kveikja yrði upp í ofninum á hveijum degi til þess að sjá hvort reykurinn færi yfír byggðina í Hnífsdal en eitt skilyrð- anna fyrir rekstri er að reykur má ekki berast þangað. Þannig megi íbúar Hnífsdals eiga von á því að fá reyk yfir sig áfram meðan verið sé að kanna aðstæður. Anna María sagði að hún og aðrir íbúar Hnífsdals myndu bíða eftir niðurstöðu nefndarinnar sem mun heíja störf í næstu viku og á að rannsaka starfsemi ofnsins og huga að frambúðarlausn til sorp- förgunar á svæðinu. Hún sagðist vona að tekið yrði á þessu vanda- máli í eitt skipti fyrir öll. Ottast að ekki verði farið eftir skilyrðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.