Morgunblaðið - 26.07.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLI 1991
Minning:
Próf. Jón Steffensen
Fæddur 15. febrúar 1905
Dáinn 21. júlí 1991
Tveir aldnir heiðursmenn og jafn-
aldrar, sem báðir tengjast mjög
Háskólabókasafni, hafa nú fallið frá
með um tveggja rnánaða millibili.
Dr. Björn Sigfússon fyrrum há-
skólabókavörður lést 10. maí sl.,
en nú 21. júlí andaðist á Vífilsstöð-
um dr. Jón Steffensen prófessor.
Prófessor Jón fæddist í Reykja-
vík 15. febrúar 1905. Að loknu
prófi í læknisfræði frá Háskóla ís-
lands 1930 gegndi hann almennum
lækningum um skeið, en stundaði
síðan um árabil framhaldsnám á
nokkrum stöðum erlendis, eða þar
til hann tók við prófessorsembætti
við læknadeild HÍ árið 1937. Því
embætti gegndi hann óslitið til
1970, er hann sagði starfinu lausu,
þótt hann héldi raunar áfram
kennslu allar götur til 1973. Starfs-
tími Jóns við HÍ var því 37 ár.
Jón Steffensen kvæntist 19. mars
1930 Kristínu Bjömsdóttur frá
Mýrarhúsum á Seltjamamesi.
Kristín var fædd 6. júlí 1905 og
lést fyrir aldur fram 11. ágúst 1972.
Þeim varð ekki barna auðið.
Prófessor Jón var með afbrigðum
fjölmenntaður maður. Hann tók
snemma að sinna viðfangsefnum á
sviði mannfræði, fornleifafræði og
sagnfræði — einkum þó sögu lækn-
isfræðinnar. Liggur eftir hann fjöldi
ritverka á þessum sviðum. AUmörg-
um greina hans var safnað saman
í bók, Menning og meinsemdir, sem
Sögufélag gaf út á sjötugsafmæli
hans 1975.
Prófessor Jón starfaði mikið í
þágu Fomleifafélagsins og Þjóð-
minjasafnsins, m.a. að rannsóknum
á fornum mannabeinum. Sérstakt
áhugamál hans hefur verið söfnun
á hvers kyns tækjum, sem notuð
vom við lækningar á fyrri tíð. Hann
hefur fram á síðustu mánuði unnið
að skráningu þeirra og greiningu í
húsum Nesstofu við Seltjörn. Eins
og kunnugt er hefur staðið yfir við-
gerð á Nesstofu undanfarin ár. Þá
framkvæmd hefur Jón stutt með
ráðum og dáð, svo og með drjúgum
fjárframlögum, þegar mest á reið,
nú síðast með því að arfleiða Nes-
stofu að hluta af eignum sínum.
Þessum áhugamálum Jóns teng-
ist forganga hans um stofnun Fé-
lags áhugamanna um sögu læknis-
fræðinnar fyrir rúmum aldarfjórð-
ungi. Hann hefur á þeim vettvangi
m.a. dregið saman sjúkraskrár og
önnur rituð gögn úr fórum lækna
frá fyrri tíð.
Ótalið er þó það söfnunarstarf
Jóns, sem undirrituðum er ríkast í
huga. Hann kom sér upp á langri
ævi albesta bókasafni um sögu
lækninga — og heilbrigðismála yfir-
leitt — sem til er hér á landi. Þar
er ekki einungis að fínna öll helstu
rit íslensk um efnið, heldur einnig
fjölda erlendra öndvegisrita um
lækningasögu. í safninu eru enn
fremur rit um náttúrufræði,
ferðabækur um ísland, íslensk
tímarit, þ. á m. mörg hin verðmæt-
ustu frá fyrri tíð, svo og íslensk
fornrit og heimildarrit um sögu Is-
lands.
Þau Jón og Kristín munu fyrir
lát hennar hafa bundið það fast-
mælum, að hið verðmæta og vel
hirta bókasafn þeirra — sem hún
hafði m.a. sjálf tekið þátt í að binda
inn — rynni til Háskólans. Gekk Jón
frá gjafabréfi vorið 1982, þar sem
kveðið er á um að bókasafn hans
allt, svo og húseignin Aragata 3,
verði eign Háskólabókasafns eftir
hans dag. Safninu, sem bera mun
nafn Jóns, er ætlað að mynda sér-
deild í Þjóðarbókhlöðu og bíður nú
þess, eins og svo margt annað, að
byggingu bókhlöðunnar Ijúki. And-
virði húseignarinnar við Aragötu á
að ganga til viðhalds og eflingar
sérsafninu og til styrktar útgáfu
íslenskra handrita, sem bundin eru
sögu heilbrigðismála.
Prófessor Jón hefur aukið við
bókasafn sitt með kaupum merkra
rita allt til þessa dags. Er áætlað,
að í safni hans séu nú a.m.k. sex
þúsund bindi.
Jón Steffensen var hár maður
vexti, grannvaxinn og bar aldurinn
vel, enda átti hann við mjög þokka-
lega heilsu að búa allt fram á þetta
ár. Jón var sérstæður persónuleiki,
talaði hægt og dró nokkuð seiminn.
Hann naut þess vel að vera ekki
ætíð á sama máli og þeir sem hann
ræddi við. Brá þá oft fyrir glettni
undir nokkuð þungu yfirbragði.
Fyrir um tveimur árum gekkst
kynningarnefnd Háskólans fyrir því
að tekið var upp á myndband viðtal
við Jón, þar sem hann lýsir hinum
fjölþættu störfum sínum og áhuga-
málum. Viðtalið, sem er piýðileg
heimild um þennan sérstæða mann,
var sýnt í sjónvarpinu á sl. ári.
Jón átti að vonum tíðar ferðir í
Háskólabókasafn og var þar ætíð
aufúsugestur. Hann lét sig heldur
aldrei vanta, ef efnt var til einhvers
konar mannfunda á vegum safns-
ins. Við sem störfum á safninu
munum sakna þess að hitta þar
ekki lengur fyrir þennan aldna höfð-
ingja.
Prófessor Jóni var veitt margvís-
leg viðurkenning um dagana. Hann
var m.a. gerður að heiðursfélaga
ýmissa fræðafélaga. Árið 1971
sæmdi læknadeild Háskóla íslands
hann heiðursdoktorsnafnbót fyrir
embættisstörf og vísindarannsókn-
ir, og nú á þessu ári gekkst deildin
fyrir því að stofnuð yrði staða sér-
fræðings við Háskólann til rann-
sókna á fomum íslenskum beinum,
svo og sérstök rannsóknastofa á
því sviði, sem bera skal nafn Jóns
Steffensen. Eðli málsins samkvæmt
var langt til, að auk læknadeildar
ættu fulltrúar frá heimspekideild,
félagsvísindadeild og þjóðminjaráði
sæti í stjóm rannsóknastofunnar.
Prófessor Jón Steffensen var
hógvær maður, sem hélt sér lítt í
sviðsljósi og miklaðist ekki af verk-
um sínum, en hann skipar með
sæmd flokk þeirra íslendinga, sem
gerst hafa stórtækir frömuðir og
styrktarmenn vísinda og mennta.
Hann hefur með þeim hætti, svo
og með heillaríkum embættisstörf-
um, lagt dijúgan skerf til íslensks
samfélags.
Einar Signrðsson
Við andlát prófessors Jóns Steff-
ensen kveð ég með söknuði læriföð-
ur og vin. Síðastliðin nær 30 ár
hefi ég orðið þeirrar ánægju aðnjót-
andi að fá að vinna með honum að
sameiginlegu áhugamáli okkar um
sögu læknisfræðinnar og varðveislu
gamalla minja og menningarverð-
mæta henni tengd, en hann var
formaður Félags áhugamanna um
sögu læknisfræðinnar frá stofnun
þess árið 1964.
Á sameiginlegum ferðum okkar
til Norðurlanda á fundi Norrænu
samtakanna um sögu læknisfræð-
innar varð ég þess iðulega var,
hversu mikillar virðingar prófessor
Jón naut meðal norrænna fræði-
manna um þessi efni. Sú virðing
var sýnd í verki er danski lyfjafram-
leiðandinn Povl M. Assens gaf fjár-
upphæð til að kosta för norrænna
fræðimanna til íslands til fyrir-
lestrahalds um sögu læknisfræðinn-
ar. Voru fyrirlestrarnir tengdir
nafni sameiginlegs vinar þeirra
Jóns, sem er Egill Snorrason, yfír-
læknir í Kaupmannahöfn. Hafa fyr-
irlestrar komið árlega, sl. 10 ár frá
honum Norðurlöndunum.
Ekki er unnt í fáeinum kveðju-
orðum að gera tæmandi grein fyrir
fræðistörfum prófessors Jóns. Ég
vil þó minna á ritgerðasafn hans,
sem kom út á vegum Sögufélagsins
og bar heitið Menning og mein-
semdir. Eru þar birtar rúmar tutt-
ugu ritgerðir varðandi mannfræði,
menningarsögu og sögu læknis-
fræðinnar. Bera ritgerðirnar vott
elju hans, samviskusemi og gagn-
rýnni hugsun og eru sérstætt fram-
lag til rannsókna á sögu íslensku
þjóðarinnar. Þá má nefna aðild hans
að ritinu Skálholt — fornleifarann-
sóknir 1954-1958, þar sem prófess-
or Jón á viðamikinn kafla um rann-
sóknir á beinum þeim, er fundust
við uppgröftinn í Skálholti. Síðasta
framlag hans á þessu sviði var hinn
ítarlegi kafli, sem spannar yfir 85
síður í safnritinu íslensk þjóðmenn-
ing og ber heitið Alþýðulækningar.
Háskóli Islands sæmdi prófessor
Jón nafnbótunum dr. med. og dr.
phil. honoris causa. Þá var hann
heiðursfélagi í Dansk medicinsk —
historisk selskab. Hann var félagi
í Vísindafélagi íslendinga og hlaut
heiðursverðlaun úr verðlaunasjóði
Asu Guðmundsdóttur Wright.
Mikill hæfileikamaður, vísinda-
maður og brautriðjandi er horfinn
af sjónarsviðinu en verk hans varð-
veitast á spjöldum sögunnar.
Við Margrét minnumst prófess-
ors Jóns með virðingu og þökkum
ánægjulegar samverustundir á
höfðinglega menningarheimilinu á
Aragötu 3. Aðstandendum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Olafur Bjarnason
Aðfaranótt sunnudagsins 21. júlí
lézt próf. Jón Steffensen í hárri elli,
á 87. aldursári. Með honum er
genginn hinn síðasti þeirrar kyn-
slóðar íslenzkra fornfræðinga, sem
lagði grundvöll að vísindalegri forn-
leifafræði hér á landi og mikill vel-
gerðamaður Þjóðminjasafns ís-
lands. Vil ég nú að leiðarlokum
minnast í fáum orðum þessa ágæta
öðlings og starfa þeirra, sem hann
vann Þjóðminjasafninu og þjóð-
minjavörzlunni.
Próf. Jón var fæddur í Reykjavík
15. febrúar 1905 og voru foreldrar
hans Valdemar Steffensen læknir
og kona hans Jenny, fædd Larsen.
Hann lauk embættisprófi í læknis-
fræði frá Háskóla Islands 1930,
stundaði síðan framhaldsnám er-
lendis og starfaði síðan um hríð sem
héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði,
starfaði síðan í Kaupmannahöfn í
tvö ár og var því næst læknir á
Akureyri, dvaldist síðan við rann-
sóknir í Múnchen og Kaupmanna-
höfn og var við lífeðlisfræði- og h'f-
færafræðistofnanir í Lundúnum og
Edinborg.
Jón var prófessor í líffærafræði
og lífeðlisfræði við læknadeild Há-
skóla íslands frá 1937 til 1957 en
síðan eingöngu á líffærafræði til
1979 er hann Iét af föstu starfi
fyrir aldurs sakir, en kenndi þó við
Háskólann enn um tveggja ára bil.
Jón mun hafa haft mestan hug
á að nema náttúrufræði þótt lækn-
isfræðin yrði ofaná, en alla tíð hafði
hann mikinn áhuga á náttúrufræði,
sem kom ekki sízt fram í söfnun
hans á bókum og ritum um þau efni.
Snemma beindist áhugi Jóns
einnig að menningarsögulegum
efnum og þá einkum að rannsókn-
um á upphafi Islendinga og ís-
lenzkrar menningar. Mér er ekki
kunnugt um, hvort Jón hóf að fást
við þau efni að marki fyrr en sumar-
ið 1939, þegar hinar umfangsmiklu
norrænu fornleifarannsóknir voru
gerðar á eyðibyggðinni í Þjórsár-
dal. En þá um sumarið tók hann,
að beiðni Matthíasar Þórðarsonar,
þátt í rannsóknunum á Skeljastöð-
um í Þjórsárdal og sá um uppgröft
á hinum forna kirkjugarði þar, þar
sem fiestir hinna fyrstu Þjórsdæla
munu hafa verið grafnir og bein
þeirra höfðu varðveizt óvenjuvel.
Skrifaði hann síðan grein um rann-
sóknir sínar og niðurstöður þeirra
í ritið Fortida gárdar, sem gefið var
út um þessar rannsóknir, þar sem
hann gerir gi-ein fyrir líkamsbygg-
ingu og vexti Þjórsdæla hinna
fornu. Hér var Jón kominn inn á
það svið, sem átti eftir að verða
megináhugamál hans alla tíð síðan,
rannsóknir mannabeina, sem upp
komu við fornleifarannsóknir á Is-
landi. Vann hann síðan skipulega
að mælingum og rannsóknum allra
þeirra mannabeina, sem til Þjóð-
minjasafnsins höfðu borizt úr forn-
kumlum eða fornum legstöðum og
bárust upp frá því. Sjálfur gerði
hann einnig slíkar rannsóknir sjálf-
stætt og í hvert sinn, er fornkuml
var rannsakað eða mannabein bár-
ust safninu á annan hátt var hann
til kvaddur að rannsaka þennan
efnivið, sem aðrir höfðu ekki sér
þekkingu á, og eru þær ómældar
stundirnar, sem hann eyddi þannig
af einskærum áhuga við þessar
rannsóknir, allt fram á síðustu ár.
Birti hann margar og mikilsverðar
greinar um þessi efni og dró þar
niðurstöður um líkamsbyggingu ís-
lendinga, sjúkdóma sem beinin báru
vitni unþ og leiddi margvísleg rök
að uppruna íslendinga og einnig
skrifaði hann mikið um menningu
þjóðarinnar, einkum á hinum fyrstu
öldum íslandssögunnar.
Mesta verk Jóns á sviði beina-
rannsókna var þátttaka hans í fom-
leifarannsóknunum í Skálholti um
miðjan 6. áratuginn, þegar hinir
fornu kirkjugrunnar vora grafnir
upp og í ljós komu margir legstaðir
Skálholtsbiskupa og annarra frá
liðnum öldum. Vann hann þarna
ásamt öðrum vísindamönnum með-
an rannsóknirnar stóðu yfir og ann-
aðist síðan úrvinnslu þessa mikla
efniviðar og birti um þær mikla
grein í riti því, sem gefið var út
síðar um rannsóknirnar í Skálholti.
Myndaðist þegar í upphafi mikið
traust og vinátta með starfsmönn-
um Þjóðminjasafnsins og Jóni og
var stöðugt náið samband á milli.
Aldrei tók Jón neina greiðslu fyrir
þessi störf sín í þágu safnsins held-
ur vann hann þau af áhuga og rann-
sóknargleði vísindamannsins.
Jón Steffensen var nákvæmur
og gerhugull vísindamaður og velti
fyrir sér fleiru en mannabeinum og
gildi þeirra fyrir vísindin. Hann
kannaði ýmsa þætti hins forna þjóð-
félags íslendinga og skrifaði um
það margar greinar, sem sumar
hveijar birtust í Árbók fornleifafé-
lagsins, en árin 1961-1978 var hann
formaður þess félags, sem stuðlar
að framgangi fornleifavörzlu og
rannsóknum, einkum með útgáfu
árbókar sinnar. Úrval greina Jón
bæði úr Árbókinni og um heilsufar
og menningu þjóðarinnar, er birtust
annars staðar, komu síðan út í rit-
inu Menning og meinsemdir, er
Sögufélagið gaf út honum til heið-
urs árið 1975.
Jón mun snemma hafa fengið
áhuga á sögu læknisfræði og heil-
brigðismála á íslandi og hóf að
rannsaka allt, er að þeim laut, af
hinni mestu kostgæfni. Safnaði
hann einnig markvisst bókum um
þessi efni svo og náttúrufræði og
sögu, og eignaðist smám saman hið
fegursta og fullkomnasta bókasafn
á þessum sviðum, þar sem eru val-
in eintök, fagurlega bundin og frá-
gengin á hinn fegursta og smekk-
legasta hátt og þar er saman kom-
ið margt hið mesta fágæti og eftir-
sóttasta í þessum greinum. Var
þetta bókasafn Jóni mikill yndisauki
og mikið gladdist hann yfir hveijum
nýjum feng í safnið. Setti bókasafn-
ið eigi lítinn svip á hið fagra heim-
ili þeirra Kristínar konu hans.
Hin síðari árin var eitt aðal-
áhugamál Jón Steffensens að koma
upp minjasafni um læknisfræði og
sögu heilbrigðismála á Islandi í
tengslum við Nesstofu á Seltjarnar-
nesi. Ilann vann ósleitilega að því,
að hið forna hús Nesstofa, þar sem
fyrsti landlæknirinn og síðar einnig
fyrsti lyfsalinn bjuggu og þar sem
markað var upphaf kennslu í lækn-
isfræði á íslandi, kæmist á opinber-
ar hendur. Tók sinn tíma að fá því
komið í kring og viðgerð hússins
og er henni að sönnu ekki lokið,
og oft var Jón óþreyjufullur yfir
31
framgangi þess máls. Og á stund-
um, er íjármuni vantaði til að hægt
væri að ljúka áföngum við viðgerð-
ina, reiddi hann sjálfur fram um-
talsverða fjármuni í þessu skyni,
„spýtti í byssuna“, eins og hann
kallaði það.
Þá safnaði hann hvers kyns mun-
um og áhöldum frá læknum og
heilbrigðisstofnunum til minja-
safnsins. Var hann vakinn og sofinn
í því efni og dró saman á tiltölulega
fáum árum hið Ijölbreyttasta safn
hluta og áhalda. Sumt af því var
frá hinum fyrstu íslenzku læknum
og upphafi kennslu við Læknaskól-
ann og mörgum hinna fyrstu
sjúkrahúsa í landinu. En Jón var
einnig svo framsýnn að leita ekki
aðeins eftir hinu elzta, heldur safn-
aði hann einnig og bjargaði mörgum
hinna nýrri tækja, sem voru orðin
úrelt og viku fyrir öðrum nýrri, en
á þessu sviði sem mörgum öðrum
er framþróunin svo ör, að áhöld og
tæki úreldast mjög fljótt og eru þá
eyðingunni ofurseld. Allt þetta vissi
Jón manna bezt og ekki þótti honum
minnstur fengur að því að ná í heild-
arsafn áhalda frá einstökum lækn-
um og af lækningastofum, sem
bezt sýndu tækjabúnað og aðbúnað
til lækninga á hveijum tíma.
Hann vann allt fram á síðustu
mánuði öllum stundum, er hann
fékk viðkomið, að skráningu og frá-
gangi þessara hluta. Fyrst í stað
fékk hann bráðabirgðahúsrými á
Seltjarnarnesi en síðar var þessum
hlutum komið fyrir einnig til bráða-
birgða í útihúsum við Nesstofu, sem
til stendur að breyta og lagfæra
og gera með tímanum að minja-
safni um sögu læknisfræðinnar.
Þetta tók hug Jóns allan meðan
heilsa leyfði. Þar var áhugi hans
og má undrast þá miklu elju og
úthald, sem hann sýndi þessu hugð-
arefni sínu, þótt aldinn væri að
árum og hjá flestum sé áhuginn á
slíkum hlutum dofnaður á þeim
aldri. En áhugi Jóns var alla tíð
óbilaður og er ég ræddi við hann
síðast fáeinum dogum fyrir andlátið
var umræðuefnið Nesstofa og lækn-
ingasögusafnið og hann vonaðist til
að komast senn heim á ný af sjúkra-
húsinu til að geta farið að fást við
rannsóknir sínar og skráningarstörf
á ný.
Og hug sinn sýndi hann einnig
með því að ánafna verulegum hluta
eigna sinna til uppbyggingar þessa
safns, en áður hafði hann gefið
Háskólabókasafni hið mikla og dýr-
mæta bókasafn sitt og húseign, sem
•standa skyldi undir viðbótum og
umönnun við bókasafnið. Það hugs-
aði hann að yrði hluti af þessu fræð-
asetri, til rannsóknar á sögu læknis-
fræðinnar, sem hann hafði þegar
lagt svo mikið af mörkum til.
Jón kvæntist 1930 Kristínu
Björnsdóttur frá Mýrarhúsum á
Seltjamarnesi, en hún lézt 1972.
Voru þau hjón afar samhent um
þessi áhugamál Jóns og Kristín,
sem var mikil smekkkona, bjó þeim
hjónum afar fagurt heimili að Ara-
götu 3. Heimilið var prýtt fögrum
og vönduðum húsmunum og lista-
verkum og marga hluti þar hafði
Kristín sjálf gert, enda var hún list-
feng og hög í höndum. Hún batt
sjálf margar bækur þeirra hjóna í
fagurt og vandað band og á öllu
mátti sjá, að það var hagur og
smekkvísi húsmóðurinnar, sem
mótað hafði þetta heimili innan
dyra. Og umhvefis húsið var fagur
garðurinn, sem Jón, og þau hjón
bæði, létu sér einkar annt um. Þau
bjón voru bamlaus.
Nú er þessi mikli mæringur og
velgerðamaður Þjóðminjasafnsins
allur og er hans minnzt með sökn-
uði hér af öllum þeim, sem kynnt-
ust honum. En minnisvarða hafði
hann reist sér á margvíslegan hátt
með rannsóknum sínum og tillagi
til fræðarannsókna. Munu síðari
kynslóðir ekki síður meta þessi verk
hans og er nú eftir sá þáttur, sem
að safnmönnum snýr, að koma á
laggirnar þeirri fræða- og rann-
sóknamiðstöð, sem hann lagði
grundvöllinn að. Vonandi að hann
geti frá öðrum sjónarhóli litið yfir
starfssvið sitt og megi ánægður
verða ef svo til tekst, sem hann
sjálfur stefndi að.
Þór Magnússon