Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ vmaapn/fflviNNUiir ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 31 Ferðamál Flugleiðir í markaðssam- starfi við norsk fyrirtæki Félagið hefur á undanförnum árum tekið þátt í auglýsingaherferðum með Freia, McDonalds og Jordan í Noregi FLUGLEIÐIR hafa á síðustu árum lagt sérstaka álierslu á að kynna IU M<í> S'T'CHf KOHKUItMIIK. K> tlt ÍAOAOYA IStAS> NA-Atlantshafsflug sitt í Skandinavíu með þeim árangri að farþegum frá þessu svæði á leið til Bandaríkjanna hefur farið ört fjölgandi. Kjölfestan í þessari kynningu hefur verið hinn nýi flugfloti félagsins, bætt þjónusta og áætlanaleiðin til Baltimore en einnig telja Flugleiða- menn að nýjar leiðir í auglýsingamálum hafi skilað góðum árangri. Þannig hefur félagið efnt til markaðssamstarfs við norsk fyrirtæki sem bæði hefur lækkað allan tilkostnað en einnig tryggt mikla kynn- ingu vítt og breitt um Noreg. Að undanförnu hefur staðið yfir nyög umfangsmikil auglýsingaherferð Freia, framleiðanda Marabou sælgæt- isins, í samstarfi við Flugleiðir og náði hún til um 6 þúsund sölu- staða. Að þessu sinni lögðu Flugleiðir áherslu á að kynna ísland og var herferðin m.a. fólgin í getraunasamkeppni þar sem þátttakendur áttu að svara spurningum um landið. Heppnir þátttakendur fá síðan „draumaferð" með Flugleiðum til íslands. Þá eiga Flugleiðir svipað samstarf á hverju ári við McDonalds veitingakeðjuna og einnig hefur Jordan tannburstafyrirtækið komið við sögu. Það er Símon Pálsson, forstöðumaður Flugleiða í Skandinavíu sem hefur átt veg og vanda af því að koma á þessu samstarfi. „Þegar ég kom hingað árið 1987 var afar lítið um sölu á ferðum með Flugleiðum til Bandaríkjanna,“ sagði Símon í viðtali við Morgunblaðið. „Hins vegar var mikilvægt fyrir fé- lagið að auka söluna því vegna smæðar íslands er ekki unnt halda núverandi ferðatíðni frá Svíþjóð eða Noregi frá því í nóvember og fram á vor nema fá aðra farþega en þá sem eru á leið til íslands. Ég fann strax að fólk tengdi Flugleiðir og Flórída ekki saman í huganum. Með það auglýsingafé sem var fyrir hendi sá ég fyrir mér að 10 ára verkefni gæti verið framundan. Á þeim tíma var McDonalds að opna veitingastaði hér í Osló og við leituðum eftir við- ræðum við eigendur fyrirtækisins. Þá kom sú hugmynd upp að efna til sameiginlegrar auglýsingaherferðar á veitingastöðunum og tengja hana við jólabamamynd ársins. Við fórum fyrst af stað með teiknimyndasam- keppni um jólin 1988. Það voru aug- lýsingar á matarbökkunum, stór skilti héngu uppi og auglýsingar voru bírtar í dagblöðum. Strax á fyrsta árinu fékk Orlandoflugið mikla at- hygli og við áttum ekki í vandræðum með að fylla í þær ferðir. Við höfum verið í þessu samstarfi í fjögur ár og það er útlit fyrir að framhald verði á því.“ I Auglýst á um sex þúsund stöðum í Noregi „Upp frá þessu sáum við að það mætti ná árangri með því að tengj- ast fyrirtækjum sem hefðu á boðstól- um eitthvað gott og gleðilegt," segir Símon ennfremur. „Við höfum þann- ig jafnframt tekið þátt í auglýsinga- herferð með Jordan tannburstafyrir- tækinu þegar það var að hefja mark- aðssetningu á nýjum barnatann- burstum. Síðastliðið haust hófum við sam- FERÐAKAUPSTEFNA — i lugieiðir kynntu markaðsá- tak sitt í Noregi á ferðasýningunni Reiseliv ’92 á Sjölyst í Osló í jan- úar. Á myndinni eru starfsmenn Flugleiða fyrir framan sýningarbás- inn, f.v. Símon Pálsson, forstöðumaður Flugleiða í Skandinavíu og Finnlandi, Dóra Óskarsdóttir, sölufulltrúi Randi Berghim, sölufulltrúi og Pekka Makimen, sölustjóri. starf við Freia/Marabou sælgætis- fyrirtækið sem efnir jafnan til mikill- ar auglýsingaherferðar í janúar og febrúar. Við leggjum að þessu sinni áherslu á ísland. Freia hefur augiýst að undanförnu á sex þúsund stöðum í Noregi með sérstökum básum í verslunum þar sem fólki gefst kostur á að taka þátt f getraun um ísland. Einnig fylgja þessu auglýsingar í sjónvarpi. Beinn útlagður kostnaður fyrir Freia er um 1,5 milljónir nor- skra króna en á móti leggjum við til 30 draumaferðir til íslands í fjóra daga. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við eigum að stefna meira að því að tengja okkur við þekkt vörumerki á þennan hátt.“ Flugleiðir eru fyrsta fyrirtækið og hið eina sem hefur átt samstarf við McDonalds í Noregi á markaðssvið- inu. Freia hefur hins vegar áður unnið með SAS og Startours ferða- skrifstofukeðjunni. „McDonalds er eitt af þekktustu vönimerkjunum í hinum vestræna heimi og höfðar til unga fólksins," segir Símon. „Freia er að selja eitthvað sem er gott á bragðið og við tengjum það við draumaferðina. Við höfum mikinn ávinning af þessu samstarfi sérstak- lega þegar tekið er til smæðar ís- lands og þess fjár sem er til ráðstöf- unar á hveiju markaðssvæði. Það er ekki unnt að ná kröftugri ímynd á markaðnum nema með sterkum merkjum." Mikil söluaukning á Skandinavíumarkaðnum Símon segir að árið 1991 hafi orð- ið um 200% aukning á sölu ferða með Flugleiðum frá Noregi til New York, 180% aukning til Washington og 58% aukning til Flórída. Af þess- um sökum hafí reynst mögulegt að halda uppi óvanalega mikilli tíðni til staða eins og Oslóar og Stokkhólms sem komi fram í aukinni þjónustu við íslandsmarkaðinn. En að hve miklu leyti telur Símon að megi rekja þennan árangur til auglýsingaher- ferðanna á undanförnum árum? „Það er erfitt að mæla árangur auglýsingaherferða því hann skilar sér á löngum tíma. Við höfum hins vegar orðið varir við þá sterku kynn- ingu sem náðst hefur á markaðnum. Mér er tjáð af sendiherra íslands í Osló að við höfum sprengt símakerf- ið í sendiráðinu. Þá hefur fólk verið að spyijast fyrir um lausnir í get- raunasamkeppninni. Ferðaskrifstofufólk hefur sagt okkur að á árinu 1991 hafi orðið sú grundvallarbreyting að fólk spyr um Flugleiðir þegar það er að hefja ferð til Bandaríkjanna. Við vorum ekki til á blaði fyrir fjórum eða fímm árum. Þó má nefna það að Loftleiðir voru með 50% af Ameríkufluginu frá Noregi á árunum kringum 1961.“ „Það hefur orðið umbylting innan fyrirtækisins“ „Það hefur einnig orðið umbylting innan fyrirtækisins með nýjum flota, nýrri stefnumörkun og endurmennt- un starfsfólksins. Það er því allt annað að selja ferðir með félaginu núna en áður. Við erum einnig að fínna fyrir því að viðskiptavinir sem fóru með okkur til Bandaríkjanna fyrir nokkrum mánuðum biðja um okkur aftur. Samkeppnin er hins vegar gífurleg og óhemjumikið of- framboð er á sætum frá Skandinav- íu. Við erum m.a. í samkeppni við Delta, SAS, British Airways, Amer- ican Airlines og KLM. Það er þó merkilegt að af öllum þessum flugfé- lögum eru Flugleiðir sjálfsagt með bestu áframhaídstengingamar frá Washington inn í Bandaríkin eða samtals 83 tengingar. Þetta má rekja til mikillar samvinnu við bandaríska flugfélagið USAir. Við erum tiltölulega sterkir og velþekktir í Svíþjóð sem Ameríku- flugfélag. Núna erum við að athuga okkar gang þar og í Danmörku með svipaða markaðsfærslu því hún hefur gefið gífurlega góða raun hér í Nor- egi,“ sagði Símon. Tölvur IBM kynnir nýjargerðir af RISC System/6000 IBM kynnti nýlega 5 nýjar gerðir af IBM/RISC System 6000 tölvunni og nýjum hugbúnaði ásamt ýmsum nýjungum fyrir AJX stýrikerfið. Fyrirtækið hefur ekki sett jafn margar nýjungar samtimis á markað- inn fyrir þessa gerð véla síðan í janúar 1990 en yfir 60 vélar liafa verið seldar til uppsetningar hérlendis frá árinu 1990. Með þessum nýjungum eru kynnt- ar bæði minni og stærri IBM RISC System/6000 og notkunar- og stækkunar möguleikar auknir til muna, segir í frétt frá IBM á Is- landi. Vélarnar nýtast hvort heldur sem fjölnotenda UNIX vélar, net- stjórar eða sem grafískar vinnustöðv- ar. Verð á minnstu gerð þeirra (gerð 220) er frá 500 þús. kr. fyrir disk- lausa grafísar vinnustöð með 16 MB minni 19“ svarthvítum skjá (1280x1024 punkta upplausn) og stýrikerfi, og um 700 þús. kr. fyrir gerð 220 með 16 MB minni, 400 MB seguldisk og stýrikerfí. IBM RISC System/6000 gerð 220 er fyrsta vélin sem notar nýja útfærslu á samnefndum gjörva, þar sem 5 mismunandi reikneiningum er komið fyrir á einum kubb („single chip RISC processor"), en þessi útfærsla mun verða notuð m.a. í framtíðarvél- um frá ÍBM og Apple, eins og fram kom fyrir nokkrum mánuðum., þegar fyrirtækin kynntu nýtt samstarf. Stærsta vél IBM RISC Sy- stem/6000 línunnar, gerð 560, er öflugasta RISC vélin á markaðnum samkvæmt nýjustu mælingum á SPECmarks (89,3 SPECmarks). Eins eru afköst vélarinnar í „fleyti- tölureikningum” þau langmestu sem mælst hafa samanborið við UNIX vélar frá DEC, HP og Sun microsy- stems. Þá voru nokkrar nýjar og endur- bættar útgáfur af hugbúnaði fyrir IBM RISC System/6000 kynntar þann 21. janúar. Þar má helst nefna: ■Ný útgáfa af AIX stýrikerfinu, AIX 3.2 sem er staðlað UNIX stýri- kerfi með ýmsum endurbótum frá IBM. ■Nýtt kerfi fyrir hönnun á hugbún- aði (CASE og C + +) ■Novell Netware v3.11 fyrir AIX stýrikerfíð, þannig að IBM RISC System/6000 getur unnið sem net- stjóri fyrir Novell net. ■Nýr hugbúnaður sem gerir notend- um kleift að bæta við eigin upplýs- ingum við InfoExplorer handbók- arkerfið sem fylgir með AIX stýri- kerfinu. ■Nýjar útgáfur af AIX Windows gluggakerfmu og nýtt kerfi AIX Windows Interface Composer/6000 sem einfaldar smíði forrita fyrir AIX Windows gluggakerfið. ■Endurbættar útgáfur af SNA sam- skiptabúnaði, IBM 3270 Host Connection Program, AIX Network Management/6000 og nýr hugbún- aður fyrir netstjómun AIX Netvi- ew/6000. ■Ný útgáfa af PC DOS hermi, AIX PC simulator/6000 1.2 ■Nýr fjarvinnslutengibúnaður fyrir háhraða tengingar eins og t.d. IBM Serial Optical Link (200 Mbit/sek), FDDI tengibúnaður (100 Mbit/sek) og Block Multiplexer Adapter sem tengir IBM RISC System/6000 beint við kanal á IBM stórtölvum. IBM getur nú boðið allt frá disk- lausum vinnustöðvum upp í stórar fjölnotenda UNIX vélar sem geta þjónað hundruðum notenda. Með IBM RISC System/6000 og AIX stý- rikerfínu er unnt að bjóða öflugar UNIX vélar í ýmsum stærðarflokkum sem nota má jafnt sem grafískar vinnustöðvar, netþjóna eða fjölnot- endavélar. Stækkunarmöguleikar á minni og seguldiskum og hinn fjöl- breytti fjarvinnslu og tengibúnaður sem í boði er gerir jiannig IBM RISC System/6000 sérstaklega álitlega lausn fyrir verkefni sem eru bæði tæknileg og viðskiptalegs eðlis," seg- ir ennfremur í frétt IBM á íslandi. 4 1917-1992 VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Morgunverðarfundur miðvikudag 26. febrúar 1992 kl. 08.00 - 09.30 í Átthagasal Hótels Sögu. EINKAVAÐING HJÁ REYKJAVÍKURBORG, ER EITTHVAÐ AÐ GERAST ? Framsaga: Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. Alit og hugmyndir: Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, Wilhelm Wessman, hótelstjóri, Víglundur Þorsteinsson, forstjóri og Brynjólfur Bjamason, forstjóri. Fundarstjóri: Ragnar S. Halldórsson. Þátttökugjald er 1000 krónur og morgunver&ur innifalinn. Fundurinn er öllum opinn en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá Verslunarráðinu í síma 6766 66. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.