Morgunblaðið - 25.02.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992
60
33
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þessi gámur tókst á Ioft og fauk í sjóinn, en starfsmönnum Samskipa í samvinnu við hafnarstarfs-
menn tókst að koma honum á þurrt á ný.
Vindhraði fór í 82 hnúta:
Póstbíll fauk út af
vegi við Rauðuvík
ÖKUMENN tveggja fólksbíla voru fluttir á slysadeild eftir harð-
an árekstur í Spítalavegi í gær, þá slapp ökumaður póstbíls með
skrámur eftir að bíll hans fauk út af veginum við Kauðuvík á
milli Akureyrar og Dalvíkur. Annríki var hjá lögreglumönnum á
Akureyri í gær vegna veðursins og nutu þeir aðstoðar björgunar-
sveitarmanna þegar mest var að gera. Vindhraðinn fór upp í 82
hnúta í gær.
Tveir fólksbílar rákust saman
í Spítalavegi um miðjan dag, en
nokkur hálka var. Voru ökumenn
fluttir á slysadeild, en að sögn
varðstjóra lögreglunnar var álitið
að meiðsl þeirra hafi ekki verið
teljandi. Bílamir eru hins vegar
báðir mikið skemmdir.
Póstbíll af gerðinni Mitsubishi
L-300 fauk út af veginum við
bæinn Rauðuvík í gærdag. Að
sögn varðstjóra lögreglunnar á
Dalvík slapp ökumaður ótrúlega
vel, eða örlítið skrámaður miðað
við ástand bílsins, sem er talinn
ónýtur. Mjög hált var á milli Akur-
eyrar og Dalvíkur í gær og hvas-
sviðri mikið, þannig að mönnum
var ráðlagt að vera þar ekki á
ferðinni.
Lögreglumenn á Akureyri nutu
aðstoðar félaga úr Hjálparsveit
skáta og Flugbjörgunarsveitinni,
enda voru verkefni ærin, mikið
var um að fólk væri aðstoðað
vegna glugga, hurðir og þakplötur
sem voru að losna vegna hvas-
sviðris. Þá fuku bílar til á stæðum
og tókust sumir á loft.
Háskólinn á Akureyri:
Heimspekifyrir-
lestrar um andatrú
ÞORSTEINN Gylfason prófessor í heimspeki við Háskólann ís-
lands flytur opinberan fyrirlestur um andatrú á vegum Háskólans
á Akureyri fimmtudagskvöldið 27. febrúar kl. 20. I vikunni flytur
hann þrjá aðra lestra á vegum einstakra deilda skólans og eru
þeir einnig opnir almenningi.
Opinberi fyrirlesturinn, sem ber
yfírskriftina „Er andinn ódauðleg-
ur?“, snýst um þá trú að sál manns
eða andi geti lifað eftir að líkam-
inn deyr.
Kvöldið áður, miðvikudaginn
26. febrúar talar Þorsteinn í boði
rekstrardeildar HA um ákvörðun-
ar- eða kosningafræði í lestri sem
heitir „Á meirihlutinn að ráða?“.
Föstudaginn 28. febrúar kl. 8 ár-
degis ræðir Þorsteinn um efnis-
hyggju- og hughyggjuskýringar á
geðveiki á vegum heilbrigðisdeild-
ar og kallast sá lestur „Er geð-
veiki til?“. Að lokum fjallar Þor-
steinn um réttlætiskenningar sam-
tímans í fyrirlestri sem fluttur
verður á laugardag, 29. febníar
kl. 14 á vegum sjávarútvegsdeild-
ar en hann ber yfirskriftina
„Skiptir réttlæti máli?“ og bregður
hann um leið birtu á ýmis úrlausn-
arefni samtímans, t.d. þau er
varða réttláta stjórn fiskveiða.
Fyrirlestramir verða haldnir í
húsi Háskólans á Akureyri við
Þingvallastræti, nema á sem flutt-
ur verður á föstudagsmorgun, sem
verður í kennslustofu á 2. hæð
Fjórðungssjúkrahússins.
Þorsteinn Gylfason nam heim-
speki við Harvard- og Oxford-
háskóla og í Munchen og hefur
flutt íjölda fyrirlestra um fræði
sín bæði hérlendis og erlendis.
Eftir hann liggur safn greina og
bóka, þýddra og frumsaminna og
er sumt af því meðal hins þekkt-
asta sem ritað hefur verið um
heimspeki á íslensku.
Allir eru velkomnir á fyrir-
lestrana á meðan húsrúm leyfir.
(Frcttíitilkynning)
Rósa Ingólfsdóttir.
Rósa sýnir
í Gallerí
Allra handa
RÓSA Ingólfsdóttir opnaði
myndlistarsýningu í Gallerí Allra
handa á Akureyri laugardaginn
22. febrúar sl.
Um er að ræða 9 grafíkmyndir,
silkiprent, er fjalla um iðnað, sjávar-
útveg og landnám. Sýningin er
styrkt af Menningarsjóði félags-
heimila og lýkur henni laugardag-
inn 14. mars nk. og eru allar mynd-
imar til sölu.
Fundur um skólamál:
Fjórðungur nemenda getur stund-
að nám í fjölmennum bekkjum
- segir Magnús Aðalbjörnsson yfirkennari í Gagnfræðaskóla Akureyrar
MAGNÚS Aðalbjörnsson yfirkennari við Gagnfræðaskólann á
Akureyri telur að spara megi í rekstri grunnskóla með því að
hluti nemenda sem til þess er hæfur Ijúki grunnskólanámi á
skemmri tíma en nú er. Hann telur að um 25-30% nemenda standi
það vel að vígi í bóklegum greinum að þeir geti stundað sitt nám
í fjölmennum bekkjardeildum, en þessi hópur gæti lokið grunn-
skólanámi í 9. bekk í stað 10. eins og nú er. Á móti þurfi að koma
fámennari deildir fyrir þá sem þurfa á meiri kennslu að halda,
eða um 20 nemendur í hóp. Miðað er við, að frá 7. bekk grunn-
skóla geti nemendur farið yfir námsefnið á mismunandi hraða,
eða á svokölluðum hæg-, mið- og hraðferðum.
Þetta kom fram í máli Magnús-
ar á fjölmennum fundi sem for-
eldrafélög grunnskólanna á Akur-
eyri efndu til með Ólafi G. Einars-
syni menntamálaráðherra á
sunnudag. Menntamálaráðherra
sagði hugmyndir Magnúsar at-
hyglisverðar og myndi hann vilja
skoðað þær nánar.
Hugmyndina sagði Magnús
komna frá Garðaskóla í Garðabæ,
en þar væri komið á eins konar
áfangakerfi sem fæli í sér töluvert
val fyrir nemendur og í nokkrum
greinum væri boðið upp á mismun-
andi hraða yfirferð. Þeir nemendur
sem duglegastir væru t.d. í stærð-
fræði geta tekið fyrsta áfanga
framhaldsskóla í þeirri grein strax
í grunnskóla. Samið hefði verið
við Fjölbrautaskóla Garðabæjar
um að þeir nemendur sem lokið
hafa þessum áfanga geti flýtt för
sinni í gegnum framhaldsskólann,
þar sem þeir geta valið aðrar
greinar í stað þeirra sem þeir hafa
lokið í grunnskólanum. Þannig
gæti hluti nemenda lokið stúdents-
prófi á þremur eða þremur og
hálfu ári í stað fjögurra ára.
Skortur á samræmingu milli
grunn- og framhaldsskólanna væri
flöskuhálsinn í þessu máli, þar sem
nú væri ekki um það að ræða að
nemendur geti flýtt fyrir sér í
námi með þessu móti, nema í
umræddu tilviki í Garðabæ. „Það
væri betra ef hægt væri að út-
skrifa hluta nemendanna einu ári
fyrr úr grunnskóla þannig að þeir
gætu gengið inn í hvaða fram-
haldsskóla sem er,“ sagði Magnús.
Hann vakti einnig athygli á því
að stærð kennslustofa í Gagnfræð-
askóla Akureyrar byði ekki upp á
fjölmennar bekkjardeildir, stof-
urnar væru 38 fermetrar að stærð
og þar kæmust ekki með góðu
móti fyrir nema 25 nemendur. Til
að unnt væri að hrinda þessari
hugmynd í framkvæmd yrðu að
vera bæði litlar og stórar stofur í
skólunum. „Það er auðvitað slæmt
ef ytri umgjörð skólanna mun
hefta það að af þessu geti orðið,“
sagði Magnús og bætti því við að
ef slíkt kerfí yrði tekið upp í skól-
unum yrði það að vera sveiganlegt
og þess gætt vandlega að enginn
fijósi inni á röngum stað, en vinna
yrði markvisst að því, ef hugmynd-
in yrði að veruleika, að frá og með
7. bekk gætu þeir nemendur sem
getu og vilja hefðu farið inn á
hraðferðarbrautimar.
VMA-nemar
bestir í blaki
LIÐ Verkmcnntaskólans á Ak-
ureyri sigraði bæði í kvenna- og
karlaflokki á framhaldsskóla-
móti Blaksambands Islands sem
haldið var í Iþróttahöllinni á
Akureyri á laugardag.
í mótinu tóku þátt 15 lið, 8 karla-
lið og 7 kvennalið frá 9 framhalds-
skólum á landinu.
Úrslit í karlaflokki urðu þau að
lið Verkmenntaskólans varð í 1.
sæti, lið Menntaskólans á Akureyri
varð í 2. sæti og lið Verslunarskóla
íslands varð í 3. sæti. í kvenna-
flokki varð lið Verkmenntaskólans
á Akureyri í 1. sæti, lið Framhalds-
skólans á Húsavík í 2. sæti og í
3. sæti varð lið Menntaskólans á
Akureyri.
Glerárskóli:
Fyrirlestur um hreyf-
inga- og agaleysi bama
ANTON Bjarnason lektor við
Kennaraháskóla íslands heldur
fyrirlestur á vegum Foreldrafé-
lags Glerárskóla í kvöld, þriðju-
dagskvöldið 25. febrúar kl.
20.00. Fyrirlesturinn verður
fluttur í stofu Í6 og fjallar um
hreyfínga- og agaleysi barna.
_ Anton hefur á undanförnum
misserum vakið athygli á þessu
stigvaxandi vandamáli í nútíma-
þjóðfélagi, sem hreyfingaleysi
barna er orðið og þær slæmu af-
leiðingar sem það hefur á náms-
getu barna.
(Fréttatilkynning)