Morgunblaðið - 25.02.1992, Side 51

Morgunblaðið - 25.02.1992, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992 51 4 4 i » » > SJOSLYSIÐ A HALAMIÐUM Það réði úrslitum að allir gerðu rétt á þessari stundu m - segir Reynir Traustason, fyrsti stýrimaður á Sléttanesi ísafirði. Frá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „VIÐ voruin nýbúnir að kasta þegar neyðarkallið kom, klukkan 8. Hann kallaði á togarabylgjunni, ég heyrði strax að eitthvað var að, sagðist vera kominn á hliðina. Þurfti aðstoð og gaf upp staðsetningu. Það var um eina sjómílu frá okkur. Það heyrðist ekkert meira frá honum og við sáum að hann hvarf út af radar rétt á eftir,“ sagði Reynir Traustason fyrsti stýrimaður á Sléttanesi ÍS 808 á sunnudag er hann var á vakt í brúnni á sunnudagsmorguninn þegar Krossnesið fórst á Halamiðum. Annar stýrimaður kastaði sér í sjóinn til að bjarga Garðari Gunnarssyni af Krossnesinu úr sjónum og fóru þeir með hann til Bolungarvíkur. Tilviljun að við vorum staddir þarna „Það var röð af tilviljunum sem varð til þess að við vorum staddir þama á þessu augnabliki," sagði Reynir. „Það bilaði aðeins hjá okkur og ég keyrði í einhveijum hálfkær- ingi vestur eftir. Svo þegar það komst í lag miklu fyrr en áætlað var lét ég mig hafa að kasta þarna. Það liðu ekki nema um 20 mínútur frá því trollið var sest að neyðarkallið kom, klukkan 8. Ég rauk í spilið og hífði í einum grænum hvelli. Bað strákana að vera fljótir að afgreiða þetta því að skip væri að sökkva við hliðina á okkur. Síðan ræsti ég skip- stjórann sem tók við stjóminni og öll áhöfnin var sett á útkikk. Kokkur- inn settur í að hita kakó samkvæmt neyðarplani. Þegar búið er að ná mönnunum upp verður að hita þá strax upp með öllum ráðum,“ sagði Reynir. Vilhelm Annasson skipstjóri á Sléttanesi taldi að það hefði tekið þá um tíu mínútur að hífa trollið og innbyrða veiðarfærin. „Þegar ég byrjaði að keyra í áttina að slysstaðn- um sáum við fljótlega neyðarblys frá tveimur gúmmíbjörgunarbátum. Við og Guðbjörgin komum þarna nokk- um veginn samtímis að. Hann lagði að öðmm bátnum og ég stefndi því að hinum. í því sáum við glitta í tvo flotgalla í sjónum. Sá sem við komum fyrst að var opinn og tómur. Þegar við komum að hinum sáum við að maður var í honum. Við kölluðum en fengum lítil viðbrögð. Hann var greinilega langt leiddur. Þá henti stýrimaðurinn sér fyrir borð og náði honum strax. Það gekk furðu vel að ná þeim um borð,“ sagði Vilhelm. Ekkert fum eða fát I! klikkaði ekkert. Allir gerðu rétt á þessu andartaki. Það réði úrslitum með að þessi maður bjargaðist," sagði Reynir. Vilhelm sagði: „Það var ekkert fum eða fát við þessa björgun." Það þakkaði hann m.a. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndin er tekin á sunnudagsmorgun inni í Fokker-vél Landhelgisgæslunnar, sem flaug yflr svæðið, en frá henni var leitin að mönnunum af Krossnesi var skipulögð. Sléttanesinu til Bolungarvíkur og þar fór læknirinn um borð og bjó um hann til flutnings á sjúkrahúsið á ísafírði. Hann fór síðan með sjúkra- flugi til Reykjavíkur síðdegis á sunnudaginn og gekkst undir aðgei'ð á Landakotsspítalanum. spurður í gær hefði ég sagt að þeító gæti ekki gerst," sagði Vilhelm. Óskiljanlegt Vilhelm sagði að lítið væri vitað um hvað hefði gerst. „Mér skilst að þeir hafí verið byijaðir að hífa og að maðurinn sem við björguðum hafi verið að gera sig kláran upp á dekk þegar skipið fórst og að það hafí bjargað lífí hans. Ef ég hefði verið Reynir sagði algerlega óskiljanlegt hvað gerðist. „Krossnesið var ann- álað sjóskip. Maðurinn segir að það hafi skyndilega lagst. Hann er fyrr- verandi skipstjóri með 25 ára skip- stjómarreynslu en segist ekkert skilja í þessu,“ sagði Reynir. Sléttanesið er 472 brúttólestir að stærð, gert út af Fáfni hf. á Þing- eyri. Vilhelm tók við skipinu nýju árið 1983 og var með það um tíma en fór þá í annað í nokkur ár en tók við því að nýju fyrir ári. Morgunblaðið/Rax Reynir Traustason stýrimaður á Sléttanesi ÍS. Morgunblaðið/Rax Vilhelm Annasson skipstjóri á Sléttanesi ÍS. björgunaræfíngum sem skylda er að gera einu sinni á ári. Garðar reyndist fótbrotinn þegar hann kom um borð. „Skipstjórinn á Krossnesinu hringdi um borð og sagði að maðurinn hefði nýlega farið í hjartaþræðingu. Öll skipin voru komin á staðinn og við sáum að lítil þörf var fyrir okkur og ákváðum því að fara með manninn beint í land,“ sagði Vilhelm. Björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson fór með lækni frá ísafírði til móts við Sléttanesið. Þegar þeir mætust við utanvert Djúpið var það slæmt í sjóinn að ekki var talið ráð- legt að flytja lækninn milli skipanna. Björgunarbáturinn sigldi því með Mikið afreksverk Reynir sagði að maðurinn hafi greinilega verið hfett kominn og Bergþór Gunnlaugsson annar stýri- maður unnið mikið afreksverk með því að kasta sér fyrir borð til að bjarga honum. „Hann tók hárrétta ákvörðun á hárréttu augnabliki og það held ég að hafi orðið þessum manni til lífs því ég held að hann hafí ekki átt nema örfáar mínútur ólifaðar þegar hann kom hér um borð. Það var mikill veltingur og hann setti' sig í stórhættu. Þetta gerir hann kannski undir því álagi að nýlega er búið að neita manni um örorkubætur undir slíkum kringum- stæðum," sagði Reynir. Reynir telur að 20 til 25 mínútur geti hafa liðið frá því hann heyrði neyðarkallið þar til þeir komu að flot- búningnum og hugsanlega hafi liðið um það bil hálftími þar til maðurinn náðist um borð. Sjórinn er 5 gráðu heitur. „Mér finnst það ótrúlegt þrek hjá svona gömlum manni að lifa þetta af. Við sáum það allir sem tókum við honum að hann var á mörkum lífs og dauða þegar hann kom um borð. Hann var alveg máttlaus; náföl- ur og við héldum á tímabili að hann væri farinn," sagði Reynir. Hann sagðist hafa fært honum þau tíðindi á sunnudagsmorguninn að skipstjór- inn hans hefði hringt úr Guðbjörgu og bæði að heilsa honum. Honum hefði greinilcga létt við það og sagt að það væri sonur sinn. VAMHIÞIN FJOLSKYLM? Heildarvinningsupphæðin var: 132.826.428 kr. 8. leikvika - 22.febrúar 1992 Röðin 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 111-1XX-1XX-1XX1 22 raðir á 560 raðir á 7.746 raðir á 1.630.140- kr. 40.320 - kr. 3.080 - kr. 770 - kr. 65.047 raðir á Þrjár raöir komu fram meö 13 réttum hérlendis. Frá Söluturninum Gerplu á Sólvallargötu 27 (um 2 millj.), frá Sælgætis- og Videóhöllinni í Garöabæ (um 1,8 millj.) og frá Söluturninum örnólfi á Snorrabraut 48 (um 1,6 millj.). Vinningshlutfalliö var 85% hérlendis. „Rétt er að það komi fram að það —týrirpiq og þína fJöiskyUu! HFÍ Ráðstefna um framtíð flutninga á ísiandi Hagrœðingarfélagið og Aðgerðarannsóknafélagið efna nú til sinnar fjórðu róðstefiiu um vörustjórnun. Innanlandsflutningar eru um þessar mundir í brennidepli og því áhugavert að skoða þróun þeirra frá faglegu sjónarhorni. Dagskrá: 13:00 Inngangsorð • Snjólfur Ólafsson, formaður ARFÍ 13:10 Setning ráðstefnu • Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:20 Stefna stjórnvalda í samgöngumálum • Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:40 Framtíðarsýn • Trausti Valsson, Háskóla íslands 14:10 Umræður og fyrirspurnir 14:30 Kaffihlé 15:00 Fólksflutningar á íslandi • Kolbeinn Arinbjarnarson, FLugleiðum 15:20 Verkaskipting í flutningum • Páll Hermannsson, Samskipum 15:40 Staðarval með tilliti til flutninga • Páll Jensson, Háskóla fslands 16:00 Umræður og fyrirspurnir 16:30 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri verður Thomas Möller hjá Eimskip. Ráðstefimn er haldin í Höfða, Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13:00til 16:30. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í síma 621066 hjá Stjómunarfélaginu. Þátttökugjald er kr. 4000, og er öllum heimil þátttaka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.