Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 Vistrými fyrir aldraða eftir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur Gömul gáta hljóðar svo: Hvað er það sem allir vilja verða, en enginn vera? Svarið er: Garnall. Trúlega myndi margur vilja geta sagt: Þessi gamla gáta heyrir fortíðinni til, mí á tímum er gaman að vera gamall. Vonandi er það svo, en það fer eft- ir þeim aðbúnaði, sem hver og einn býr við í ellinni. Mikið er rætt og ritað um vist- rými fyrir aldraða og í þessari stuttu grein ætla ég að gera þeim svolítil skil. Vistrými fyrir aldraða — hjúkr- unarrým og þjónusturými — voru um 3.235 hér á landi hinn 1. jan- úar 1991. Þau skiptust þannig, að hjúkrunarrými voru 1.948 og þjón- usturými 1.287. Þessi rými voru í dvalarheimilum, elliheimilum, hjúkrunarheimilum, öldrunarstofn- unum og öldrunar- og langlegu- deildum sjúkrahúsa. Öldrunarlækn- ingadeíldir, sem eru sérhæfðar meðferðardeildir, eru í Borgar- spítalanum og Landspítalanum og eru taldar hafa um 144 rúm til afnota. Reyndin hefur þó ekki orðið sú, þessi rúm hafa ekki öll verið tekin í notkun og meirihluti þeirra notaður sem hjúkrunarrými til lengri dvalar vegna skorts á lang- legurými fyrir aldraða. Rúm á þess- um deildum eru því talin með hér í þessari grein, en bent á, að þar þyrfti að vera meira um skamm- tímavistun aldraðra. Ef gerður er samanburður á fjölda vistrýma 1. janúar 1981 og 1. janúar 1991, kemur í ljós, að á þeim áratug hefur rúmum fjölgað um 1.253, þar af hjúkrunarrýmum um 957 og þjónusturýmum um 297. 1. janúar 1981 var heildarijöldi rúma 1.982: Hjúkrunarrými 992 og þjónusturými 990. 1. janúar 1991 var heildarfjöldi rúma 2.335: Hjúkr- unarrými 1.948 og þjónusturými 1.287. Fjölgun á hjúkrunarrými umfram þjónusturými er ekki eingöngu- vegna tilkomu nýrra hjúkrunar- heimila. Þar er ekki síður um að ræða tilflutning á þjónusturými yfir í hjúkrunarrými. A undanförnum árum hafa stjórnendur dvalarheimila aldraðra sótt mjög fast að fá þjónusturýmum breytt í hjúkrunarrými. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þó vegur þyngst, hvað öldruðum sjúkum hef- ur Ijölgað mikið. Meðalaldur vist- manna hefur víða hækkað um 5 til 7 ár, og í mörgum dvalarheimilanna er meðalaldur vistmanna frá 81 ári upp í 86. Það gefur augaleið, að þar þarf að breyta ýmsu, fá dýrari hjúkrunargögn og tæki, og ráða meira hjúkrunarlið. Það hækkar rekstrarkostnað heimilanna. Ef litið er á greiðslur, sem daggjaldastofn- anir fá til rekstrar, var hinn 1. jan- úar 1992 vistgjald í dvalarheimili aldraðra kr. 2.300 og gjald fyrir hjúkrunarrými frá kr. 4.000 til kr. 5.000. Örfá heimili fengu hærri hjúkrunargjöld og önnur lægri. Hjúkrunarrými aldraðra í sjúkra- stofnunum, sem eru á föstum fjár- lögum, eru mun hærri. Ef þjónusturými, sem kostar 2.300 kr. á sólarhring, eða 839.500 kr. á ári, er breytt í hjúkrunar- rými, sem kostar 5.000 kr. á sólar- hring eða 1.825.000 kr. á ári, er mismunur á kostnaði 985.500 kr á ári. íbúar á íslandi voru um 255.855 miðað við tölur 1. desember 1990. Þar af voru 70 ára og eldri 18.753. Ef litið er á tölur yfir vistrými fyrir aldraða — þjónusturými og hjúkrunarrými — miðað við 1. jan- úar 1991 má sjá hversu mörg rými eru á hveija 100 íbúa, 70 ára og eldri. Sjá töflu 1. Örfá vistrými hafa bæst við á TAFLA 1 Hérað 70 ára og eldri Heild.fj. vistrými Fjöldi hjúkr. Hjúkr. á 100 íbúa Fjöldi þjón.r. Þjónr. á 100 íbúa Alls rými 100 íbúa Rvíkhérað 8.797 1.122 712 8,1 410 4,7 12,7 Vesturlhérað 1.021 249 106 10,3 143 14,0 24,3 Vestfjhérað 642 115 95 14,8 20 3,1 17,9 Norðurlsh. vestra 904 199 152 16,8 47 5,2 22,0 Norðurlsh. eystra 2.056 433 204 10,0 229 11,0 21,2 Austurlhérað 931 171 109 11,7 62 6,7 18,4 Suðurlhérað 1.483 482 206 13,9 .276 18,6 32,5 Reykjaneshérað 2.898 464 364 12,6 100 3,4 16,0 Allt landið 18.735 3.113 1.948 10,0 1.287 6,9 16,6 TAFLA 2 Reylgavíkurhérað 1. janúar 1981 1. janúar 1991 Fjöldi hjúkr. þjón. Fjöldi hjúkr. þjón. Elii- og dvalarheimilið Grund 327 239 88 ' 285 160 125 Hrafnista, DAS 410 229 181 342 189 153 Borgarspítalinn, B-álma — — — 81 81 — Borgarsp., Hvítabandið — — — 19 19 — Borgarsp. Heilsuverndarst. 30 ' 30 — 24 24 — Borgarsp. Hafnarb., frá 1977 25 25 — Landakot, Hafnarb. frá 1986 — — — 25 25 — Landspítalinn, Hátún 10B Landsp. frá 1976 og ’77 66 66 — 63 63 — Dropl augarstaði r — — — 68 36 32 Fell, frá 1988 — — — 30 — 30 Seljahlíð, frá 1986 — — — 83 13 70 Skjól, frá 1987 - ~ - 102 102 - Samtals: 858 589 269 1.122' 712 410 Ingibjörg R. Magnúsdóttir „Miðað við fjölgun á öldruðum Reykvíking- um er fjölgun á vist- rýmum engan veginn næg. Margir hafa álitið, að ný dvalarheimili, sem tekin hafa verið í notkun á undanförnum árum hafi verið hrein viðbót við það sem fyrir var. Því fer víðs fjarri.“ árinu 1991. í smíðum er hjúkrunar- deild aldraðra í dvalarheimili aldr- aðra, Víðihlíð, í Grindavík með 20 rúm, hjúkrunarheimilið Eir í Graf- arvogi í Reykjavík með 100 rúm og hjúkrunardeildir við dvalarheim- ilin á Hellu með 12 rúm og á Kirkju- bæjarklaustri 12 rúm. Hjúkrunar- rými alls 144. Dagvistunarrými fyrir aldraðra eru 293 í landinu, þar af 174 í Reykjavík. Sérfræðingum í öldrunarælækn- ingum hefur fjölgað nokkuð, svo og hjúkrunarfræðingum, sem hafa menntað sig sérstaklega í hjúkrun aldraðra. Sjúkraþjálfarar og iðju- þjálfarar hafa kynnt sér sérstaklega sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun aldr- aðra. Sjúkraliðaskóli Islands hafði námskeið fyrir sjúkraliða í umönn- un aldraðra. Fjölbrautaskólar munu trúlega halda þeim námskeiðum áfram eftir að Sjúkraliðaskólinn verður lagður niður. Á vegum heilsugæslustöðvanna er rekin heimahjúkrun í töluverðum mæli og hefur farið vaxandi um allt land. Veruleg fjölgun hefur orð- ið á stöðuheimildum hjúkrunar- fræðinga í heilsugæslustöðvum til þess að mæta þeim þörfum. Endurhæfing og sjúkraþjálfun eru veittar í stærstu stofnunum og þar sem kostur er á að fá fagmenn til þeirra starfa. Ef litið er á vistrými — þjónustu- rými og hjúkrunarrými — aldraðra í dvalarheimilum og sjúkrastofnun- um í Reykjavík og gerður saman- burður á tölum frá 1. janúar 1981 og 1. janúar 1991 kemur í ljós, að vistrýmum hefur fjölgað um 264, þar af hjúkrunarrýmum um 123 og þjónusturýmum um 141. Tala íbúa í Reykjavík var hinn 1. desember 1980 83.766 og 1- desember 1990 97.569. Sjá töflu 2. Miðað við fjölgun á öldruðum Reykvíkingum er fjölgun á vistrým- um engan veginn næg, Margir hafa álitið, að ný dvalarheimili, sem tek- in hafa verið í notkun á undanförn- um árum hafi verið hrein viðbót við það sem fyrir var. Því fer víðs íjarri. Eins og sjá má á yfirlitinu hér á undan hefur orðið veruleg fækkun á rúmafjölda hinna stóru og fjöl- mennu heimila Grundar og Hrafn- istu. Þar hefur orðið fækkun á vist- rýmum, einkum vegna aukinna krafna frá vistmönnum sjálfum, aðstandendum þeirra og starfsliði. Þessi heimili bjuggu við afar mikil þrengsli og gátu því ekki sinnt vist- mönnum sem skyldi. Kröfur um aðbúnað allan í dvalai'heimilum hafa aukist ár frá ári. Það er vel, en það kostar aukna fjármuni. Höfundur er skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. öldrunarþj ónustu Vegið að eftirPálma V. Jónsson Heit og skiljanleg ósk ráða- manna til samdráttar í ríkisijár- málum hefur leitt til sársaukafullr- ar skyndiskoðunar á heilbrigðis- kerfinu á köldustu og myrkustu dögum ársins. Hugmyndin um há- marksafköst ijármagns í heil- brigðiskerfínu er góð, en útfærslan er vandasöm og viðkvæm. Líkt og áform um sparnað hafa óvænt tek- ið á sig mynd niðurskurðar í öldrunarlækningum hefur umræð- an um samruna tveggja tiltölulega fjársveltra sjúkrahúsa, sem undanfarin ár hafa reynt að hag- ræða, leitt til neikvæðra viðhorfa í garð sjúkra og aldraðra. í fjárlagagerð er talað um að breyta Landakoti í hjúkrunarheim- ili. Ágætustu kollegar halda að einungis hafi verið bætt við orðun- um hjúkrunarheimili og öldrunar- lækningar til að auka á blæbrigði móðurmálsins, en að þau þýddu öll hið sama, elliheimili eða elli- heimilisþjónusta. Systurnar aldr- aðar, sem öll þjóðin stendur í þakk- arskuld við, vilja ekki að Landakot verði gert að hjúkrunarheimili, heldur starfí áfram sem sjúkrahús. Og starfsfólk Landakots tekur í sama streng. Fáir virðast átta sig á muninum á hjúkrunarheimili annars vegar og öldrunar- lækningadeild hins vegar. Þetta er skiljanlegt, þar sem öldrun- arlækningar eru ein yngsta sér- grein læknisfræðinnar. Með hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða er átt við stofnun, þar sem aldraðir með langvinna sjúkdóma búa að jafnaði til æviloka og njóta hjálpar í athöfnum daglegs lífs, hjúkrunar og viðhaldsendurhæf- ingar í heimilislegu umhverfi. Hins vegar sinna öldrunarlækninga- deildir tímabundnum verkefnum af ýmsu tagi. Þar starfa sérmennt- aðir læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sjúkra- og iðju- þjálfar og sinna sérstökum vanda- málum ellinnar, svo sem greiningu og meðferð á heilabilun, þvagleka, göngulagstruflunum og byltum aldraðra. Á öldrunarlækninga- deildum fer einnig fram umfangs- mikil endurhæfing eftir beinbrot og heilaáföll, sem tekur tillit til stöðu einstaklingsins í samfélaginu í víðára samhengi en gengur og gerist á almennum deildum, og krefst iðulega þriggja, sex eða tóf mánaða dvalar. Það er einnig hluti af starfi öldrunarlækningadeildar að annast til æviloka, þá aldraða, sem haldnir eru sjúkdómum á loka- stigi, svo sem krabbameini eða hjartabilun. Eitt mikilvægasta verkefni Öldrunarlækningadeildar er stuðningur við aðstandendur, heimaþjónustu og heimahjúkrun með því að bjóða upp á hvíld- arinnlagnir til lausnar á skamm- tímamálum, félagslegs eða líkam- legs eðlis, og forða þannig frá ótímabærri vistun á hjúkrunar- heimili. Loks er ákveðinn hópur einstaklinga á hveijum tíma sem er full greindur og endurhæfður og ekki kemst heim til sín eða sinna nánustu og bíður eftir því að kom- ast á hjúkrunarheimili. Þar sem hjúkrunarheimilispláss hefur vant- að svo stórlega í Reykjvík, hefur önnur eðlileg starfsemi öldrunar- lækningadeiida liðið tilfinnanlega. Breytt fjölskyldumynstur, þar sem æ algengara er að hjón vinni bæði úti til að komast af ijárhags- lega, kallar á samfélagslausn í öldrunarmálum. Hið óleysta dæmi í Öldrunarþjónustu hefur sett gífur- legt álag á hina sjúku og öldruðu, fjölskyldur þeirra og starfsmenn í heilbrigðiskerfinu. Sífellt hefur þurft að bjóða aðra og þriðju bestu lausn mála. Undanfarin ár hefur starfið verið erfitt að vetrinum og jaðrað við neyðarástand á sumrin. Hugmyndir um lokun Hafnarbúða, fækkun rúma á öldrunarlækninga- deild í Hátúni um 10 og í B-álmu Borgarspítala um 16, ásamt með ævivistunarsjúklingum á Heilsu- verndarstöð vekja því ugg. Ekki er tryggt að tilfluttar stofnanir komi óskaddaðar út úr rótinu og afleiðingarnar fyrir endurhæfingu og starfsemi annarra deilda, sem hafa reitt sig á takmarkaða en mikilvæga þjónustu öldrunar- lækningadeilda eru áhyggjuefni. Það er furðulegt að þessar hug- myndir komi upp, þar sem vandinn í öldrunarþjónustu er mikill og óleystur. Nærri lætur að lausn öldrunarvandans, þar sem vantar 200 til 300 langtímaumönnunar- pláss kosti einn milljarð á ári. Sjúk- ir og aldraðir mynda ekki sterkan þrýstihóp. Við verðum að einángra viðkvæmustu þætti heilbrigðis- þjónustunnar frá tímabundnum sveiflum í hagkerfinu. Stórkostlegur árangur í heil- brigðisþjónustu á íslandi er í senn gleði- og nú áhyggjuefni. Ung- barnadauði er með þeim lægsta í heiminum og meðalaldur með þeim hæsta kostar sitt. Við gleðjumst yfir aldurshliðrun í dánartíðni vegna æðakölkunar, svo að dæmi sér tekið, en þurfum þá að takast á við ný verkefni. Öldruðum fjölgar Pálmi V. Jónsson „Vitræna hagræðingu í heilbrigðisþj ónustunni er tímabært og nauð- synlegt að vinna en þá vinnu þarf að vinna inn- an frá“ stöðugt og háöldruðum mest. Þessi þróun verður ekki stöðvuð og af- leiðingin er stöðug tilhneiging til vaxandi heilbrigðisútgjalda. Vit- ræna hagræðingu í heilbrigðisþjón- ustunni er tímabært og nauðsyn- legt að vinna en þá vinnu þarf að vinna innan frá og góður árangur í stjórn heilbrigðisútgjalda er mældur í lækkun á vaxtarhraða heilbrigðisútgjalda en ekki stöðn- un. Ég efa að við höfum þegar náð því hámarki, sem við getum mest hugsað okkur að veija til heilbrigð- ismála. Og við verðum að standa jafn myndarlega að heilbrigðis- þjónustu fyrir aldraða og fyrir aðra aldurshópa. Tilfærsla hluta kostn- aðar frá ríki til einstaklinga getur verið nauðsynleg og eðlileg, en þar má minna á að aldraðir eru í farar- broddi. Aldraðir taka nú verulegan þátt í greiðslu eigin þjónustu. Tekj- ur frá lífeyrissjóðum og annar elli- lífeyrir umfram vasapeninga og upp að ákveðnu þaki, sem nú er liðlega 60.000 krónur á mánuði, rennur til greiðslu þeirrar stofnanaþjónustu sem þeir njóta eftir fjögurra mánaða dvöl á sjúkrahúsi og strax við vistun á hjúkrunarheimili. Hver væri ávinn- ingur af samruna Landakots og Borgarspítala? Öldrunarlæknir gæti séð ávinning af samrunanum, með því að rúm sem nemur fjölda hæða í B-álmu Borgarspítalans yrðu nýtt í þágu aldraðra, án þess að skerða þá öldrunarstarfsemi sem fyrir er annars staðar. Hlutur aldraðra á bráðasjúkrahúsunum er um það bil 40 af hundraði og fer vaxandi. Helsta bráðasjúkrahús landsins þarf á skilvirkri öldrunar- þjónustu að halda, annars kafnar önnur starfsemi sjúkrahússins. Ekki er æskilegt að breyta Landa- koti í hjúkrimarheimili, því að það skerðir hlut öldrunarlækninga og annarra greina læknisfræðinnar. Einnig er vafasamt að hreinn öldr- unarspítali á Landakoti sé besta lausnin, þar sem aldraðir þurfa iðulega á tæknivæddu mati og aðgerðum að halda. Það gæti hins vegar verið góð lausn að flétta öldrunarlækningar inn í starfsemi beggja stofnana í meira mæli en verið hefur og nýta þann rúma- fjölda, sem nemur B-álmu í þágu aldraðra eins og ætlunin var og full þörf er fyrir. Jafnframt er brýn þörf á nýjum hjúkrunarheimilum, fram hjá því verður ekki litið. Þeg- ar sjúkir og aldraðir eru annars vegar leyfist okkur að hagræða, en við megum ekki spara á þeirra kostnað. Höfundur cr lyf- og öldrunarlæknir og slarfar við Borgarspítalann og Hrafnislu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.