Morgunblaðið - 29.02.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.02.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 Gioachino Antonio Rossini Rossini Engnm líkur f tilefni af 200. fæðingarári eftir Kolbrúnu Sveinsdóttur Gioachino Antonio Rossini fæddist í Pesaro á Ítalíu 29. febrúar 1792. Hann hefði því orðið 200 ára í dag en það er einmitt í anda þessa glettna tónskálds að hann hefði í raun átt fimmtugsafmæli þar sem hann er fæddur á hlaupársdegi. Vinsældir Rossinis og tónlistar hans má líkja við vinsældir helstu poppstjarna nú á tím- um. Hann var án efa einn frægasti maður síns tíma og hvar sem hann fór var honum fagnað með veislum og gleðilátum. Menn eltu hann og reyndu að klippa lokk úr hári hans og við heimili hans voru stöðugar biðraðir fólks sem beið þess eins að fá að sjá tónskáldið sem snöggvast. Hann samdi ógrynni af óperum sem hvert mannsbarn þekkti og mátti heyra leikandi léttar og gríp- andi laglínur úr aríum hans sungnar og flautaðar á götum úti. Enn í dag þekkja allir lög eins og forleikina úr William Tell og Rakar- anum í Sevilla, kattadúettinn og fjöldann allan af aríum og stefum sem slitnar hafa verið úr samhengi og notuð sem brot hér og þar. Mikilsmetnir samtímamenn kepptu um hylli Rossinis, ljóðskáldið Lord Byron er. sagður hafa jafnan verið að raula lög hans, Beethoven og Schubert lofuðu hann og dáðu og franski rithöfundurinn Stendhal, sem ferðaðist með Rossini og reyndi að sjá allar óperur hans, skrifaði um hann bók sem er svo hlaðin oflofi að vart er mark á henni takandi sem heimildariti. Hjá Rossini fóru saman gáfur og gam- ansemi enda sóttust konungar og keisarar í London, París, Róm og Vín eftir vinfengi við hann. Söngvarinn Sé reynt að lýsa tónlist Rossinis koma strax í hugann orð eins og glettni o g fjör enda hlaut hann sem bam viðurnefnið „vivazzi“ eða íjör- kálfur. Tónlistargáfurnar komu líka snemma í ljós. Hann hóf að semja tónlist þegar á barnsaldri og um leið komu fram hæfileikar hans til þess að gleðja og kalla fram bros. Rossini var af fátæku fólki kominn en foreldrar hans höfðu bæði nokkra tónlistarhæfi- leika. Faðirinn var lúðraþeytari í þjónustu hins opinbera en móðirin, hin fallega bakaradóttir Anna Gu- idarini, var efnileg óperusöngkona sem fékk nokkur þýðingarmikil hlutverk. Drengurinn fylgdi einatt með móður sinni í óperuna og tók þá vel eftir öllu sem fram fór á sviðinu. Hann var sjálfur góður söngvari bæði sem bam er hann vann sér inn nokkra skildinga með kirkjusöng og síðar meir, er hann öðlaðist fallega barítónrödd, þótti hann túlka eigin aríur öðrum bet- ur. Rossini þekkti því söngröddina betur en mörg önnur tónskáld og kunni að nýta sér möguleika henn- ar sem hljóðfæris til hins ýtrasta og er langmestur hluti tónlistar hans saminn fyrir söng. Konungur óperunnar Rossini er fyrst og fremst þekkt- ur fyrir óperur sínar. Hann var einstaklega afkastamikill og átti langa starfsævi þrátt fyrir langvar- andi heilsuleysi. Fyrsta ópera hans var frumflutt í Feneyjum er hann var aðeins 19 ára og fékk hún góðar móttökur. Á næstu 4 árum samdi hann 13 óperur fyrir óperu- hús í Feneyjum, Mílartó og Bologna og náðu þær flestar feikilegum vinsældum þegar í stað. Er Rossini var 23 ára að aldri lágu leiðir hans til Napólí sem þá var mikil tísku- borg meðal fyrirfólks í Evrópu og miðstöð tónlistarlífs. I Napólí var eitt stærsta og virtasta óperuhús Evrópu, San Carlo, og þar var einn- ig virtasti tónlistarskóli álfunnar. Þangað streymdu menn til þess að anda að sér suðrænum blæ, njóta náttúrufegurðar Napólí-fló- ans með rjúkandi eldfjallið Vesúv- íus í bakgrunni, borða góðan mat, drekka höfug vín og síðast en ekki síst til þess að njóta góðrar tónlist- ar. Óperur Rossinis urðu fljótlega afar eftirsóttar í þessari heimsborg og um leið urðu áhrif hans á tón- listarlífið svo sterk að skólastjóri konunglega tónlistarskólans bann- aði nemendum sínum að lesa verk eftir Rossini þar sem þeir fóru annars allir að semja i hans stíl. Rossini réðst til vinnu sem tónlist- arstjóri við San Carlo-óperuhúsið og ennfremur samdi hann um að semja fyrir þá 2 óperur á ári. Jafn- framt reyndi hann að sinna eftir- spurn frá öðrum óperuhúsum víðs- vegar um Ítalíu. Víst er að líf Rossini á þessum árum hefur ekki verið neinn dans á rósum. Laun tónskálda voru ekki mjög há og þeir voru skuldbundnir til þess að stjórna æfingum og fyrstu upp- færslum á óperum sínum. Því þurfti Rossini að vera á stöðugum ferðalögum í höstum hestvögnum á slæmum vegum þar sem að auki biðu glæpamenn sem oft létu sér ekki nægja að ræna fólk en myrtu það líka. Stjórnendur óperuhús- anna höfðu öll völd í hendi sér en prímadonnur voru hátt launaðar og gátu oft sett þeim stólinn fyrir dymar. Tónskáld þurftu hins vegar oftast að láta í minni pokann og vinna samkvæmt forskrift þessa fólks. Þessu fékk Rossini oft að finna fyrir á yngri árum en hann tók þessu misrétti án þess að mögla og þegar honum var gert að vinna með hæfileikalítilli og ófríðri prímadonnu kvartaði hann ekki en hrósaði henni þess í stað fyrir hversu Ijómandi vel hún söng nót- una b. Hann samdi síðan aríu þar sem hún söng eingöngu þessa nótu á meðan hljómsveitin sá um að spila laglínuna. Áheyrendur Óperan náði gífurlegum vin- sældum meðal fyrirfólksins í Evr- ópu sem hafði lítið annað fyrir stafni en að skemmta sér og má segja að óperan hafi verið bæði kvikmyndahús og sjónvarp þeirra tíma. Óperuhúsin voru stórar og íburðarmiklar byggingar sem rúm- uðu gríðarmiklar og rándýrar upp- færslur. Klefamir eða boxin sem byggð voru hvert upp af öðru í hálfhring voru oft glæstir salir þar sem fólk hittist og borðaði, skvaldraði og tók jafnvel í spil á meðan ópera, sem allir höfðu þeg- ar séð, var flutt niðri á sviðinu. Oftast fékk prímadonnan þó at- hygli áhorfenda á meðan hún flutti vinsælustu aríuna en að henni lok- inni sneru áhorfendur til fyrri iðju og skvaldrið upphófst að nýju. Sorbetaría eða frauðísaría Rossini var samin í þeim tilgangi að gera grín að áhorfendum en sorbet var þá mjög í tísku. Hér á eftir fer lýsing samtímakonu á dæmigerð- um degi í lífi eins heldri borgara í Róm. Það er ensk hefðarkona, Lady Morgan, sem þetta ritaði árið 1822: „Erfingi Clement- iauðæfanna sefur fram á miðjan morgun. Er hann rís úr rekkju klæðist hann gamla gráa sloppnum sem hann klæðist á hveijum degi og morgunninn líður hjá átaka- laust. Hann snæðir hádegisverð og fær sér því næst eftirmiðdagsb- lund. Síðari hluta dags ekur hann svo niður eftir aðalgötunni með jarðarfarar-hraða. Síðan snýr hann aftur heim, fer í skartklæðin og þiggur heimboð í einhveija höllina. Þar er drukkið kampavín og spjall- að um fánýta og einskisverða hluti svo sem búast má við af fólki sem aldrei notar heilabúið. Allt hjálpar þetta til þess að drepa tímann meðan beðið er eftir að fara í óper- una.“ Þörfin fyrir nýjar óperur var óþijótandi og Rossini vann með methraða til þess að sinna eftir- spuminni. Sem dæmi um vinnu- hraðann er sagt að hann hafi sam- ið óperuna Rakarinn í Sevilla á 8 dögum. Höfundur handritsins sendi honum fyrstu blaðsíðurnar 19. janúar og 19. febrúar var óp- eran frumflutt. Þar sem gera verð- ur ráð fyrir að a.m.k. 2 vikur hafí farið í æfingar og ennfremur að nokkur tími fór til spillis er aðal- söngvarinn lést úr hjartaslagi (trú- lega sökum vinnu-álags), er ekki ólíklegt að Rossini hafi samið tónl- istina á u.þ.b. 8 dögum. Þáttaskil Rossini fluttist til Parísar árið 1826, eða er hann var 34 ára gam- all. Þar samdi hann nokkrar óperur en árið 1829 dró hann sig í hlé. Hann hafði þá samið 40 óperur á 20 árum og trúlega búinn að fá sig fullsaddan af hinum óseðjandi aðdáendaskara. En hann var eng- an veginn búinn að segja skilið við tónlistina þrátt fyrir veikindi sem lengi höfðu hijáð hann og ágerð- ust' með aldrinum hélt tónlistin áfram að streyma frá honum. Þær ósvífnu sögur sem sagðar eru af leti hans eiga augljóslega ekki við nein rök að styðjast og hljóta að vera sprottnar af þeirri staðreynd • að hann vildi ekki semja fleiri óper- ur. Hann hafði löngum fengist við að semja sönglög fyrir góða vini eða þá við Ijóð sem heilluðu hann, og nú sneri hann sér alfarið að því að semja eftir því sem hjartað bauð. Sem fyrr skorti hvorki frum- leikann né fjörið og þegar dramat- íkin nær yfirhöndinni er hún yfir- leitt sannari og fegurri en þegar hann vann með tilfinningar ímynd- aðra hetja í óperunum. Því miður eru þessi verk enn lítt þekkt þar sem Rossini neitaði að gefa þau út en víst er að þarna samdi hann sínar bestu perlur. Mikill meiri hluti þeirra er saminn fyrir söng- rödd og píanó og mætti líkja þeim við hin fögru þýsku lieder (ljóð) Óperan í La scala í Mílanó um aldamótin 1800. Konur í lífi Rossinis Anna Rossini Isabella Colbran Rossini hélt ávallt góðu sam- bandi við móður sína Önnu Guidarini Rossini og sýna bréf- askriftir þeirra í millum að hún hafði mikil áhrif á líf hans og starf. Um það leyti er Rossini var að semja sínar fyrstu óperur kom fram á sjónarsviðið glæsi- leg, spönsk söngkona, Isabella Colbrán að nafni, er lagði Ítalíu að fótum sér. Colbrán hafði hrífandi sviðsframkomu og næma tilfinningu fyrir dramat- ík. Rödd hennar, er spannaði tæpar 3 áttundir eða frá g í litlu áttund upp á e fyrir ofan háa c, sögðu áheyrendur að hefði verið einstaklega jöfn og styrk og haft sama hljóm og breidd hvort sem hún söng háa eða lága tóna. Hinn ungi og ástríðufulli Rossini féll þegar fyrir þessari mikilhæfu söng- konu og varð hún fljótlega ást- kona hans og síðar eiginkona. Hjónabandið varði þó aðeins í átta ár en síðar á ævinni kvænt- ist Rossini Olympe Pellier sem einnig var söngkona en sam- band þeirra var þó ekki eins stormasamt og þeirra Colbrán. Colbrán hafði mikil áhrif á Rossini og má oft greina spönsku áhrifin í tónlistinni, eins og t.d. í Rakaranum í Se- villa, og einnig bera aríur hans þess merki að þær eru samdar fyrir Colbrán því þær krefjast yfirleitt óvanalega mikils radd- sviðs, sérstakrar mýktar og trillutækni á djúpu tónunum. Rossini-söngkonur eru því ekki auðfundnar og er þetta án efa orsökin fyrir því að stundum koma tímabil þar sem tónlist hans fellur í gleymsku. Kringum 1930 höfðu óperur Rossinis verið sjaldséðar um árabil en þá var það að heimur- inn éignaðist aftur stórkostlega Rossini-söngkonu sem endur- vakti óperur hans. Þetta var hin spánska Conchita Supervia. Rödd hennar þekkti engin land- amæri og gullfalleg, fjörug og stríðin var hún eins og sköpuð fyrir Rossini-óperur. Farið var að sýna óperur hans að nýju og vinsældirnar urðu aftur gey- simiklar. Nú á síðustu árum höfum við eignast nýja Rossini-söng- konu, ítölsku mezzósópran- söngkonuna Cecilia Bartoli. Hún er ekki síður fær um að túlka hinar dramatísku aríur er Rossini samdi fyrir Colbrán en hinar fjörmiklu aríur er krefjast yngri raddblæs. Hárfínar og vandaðar söngtrill- ur hennar hitta alltaf í mark og hafa þegar hrifið gagnrýn- endur svo um munar. Þegar hafa verið gefnir út 5 sólódisk- ar með þessari ungu söngkonu, þar af 4 með verkum eftir Ross- ini og er þar kannski mestur fengur í disk með 19 sönglög- um frá mismunandi tímabilum í ævi tónskáldsins. Um þessar mundir syngur Bartoli í hinu geysierfiða hlutverki Ösku- busku í Bologna og er einnig von á þeirri uppfærslu á disk á næstunni. Conchita Supcrva Cecilia Bartoli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.