Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 21
að vinna heimavinnuna heidur um hádegisfréttir umræddan þriðjudag. Ég segir meðal annars: „I hádegis- fréttum Ríkisútvarpsins síðastliðinn þriðjudag var ekki greint frá að Eðvald hefur áður verið borinn svipuðum sökum.“ Og síðar segir einnig: „Því miður er frétt Ríkisút- varpsins í hádeginu sl. þriðjudag ekki eina merkið um að svo sé.“ Raunar er öll greinin skrifuð með þeim hærri að Kára Jónassyni ætti að skiljast um hvað er verið að fjalla. Útúrsnúningar hans breyta þar engu um. Frétt sem átti að birta Fréttastjórinn heldur áfram: „Óli Björn Kárason segir að fréttastofa útvarps sé að saka íslending um verstu glæpi — landráð. Hvað geng- ur manninum eiginlega til? Við höf- um ekki sakað einn eða neinn um glæpi eða landráð, slíkt er víðs- fjarri, það sem við gerðum var að greina íslensku þjóðinni frá bréfí . ..“ Hér vísar Kári Jónasson í eftirfarandi: „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttastofa útvarpsins hleypur á sig og sakar íslending um verstu glæpi. Þá var byggt á erlend- um heimildum sem reyndust rang- ar.“ Ég skal fyrstur manna viður- kenna að hér var bæði of fast og klaufalega að orði komist, og er Finnur Ingólfsson lagðist eindregið gegn tekjuteng- ingu elli- og örorkulífeyris þegar hann var í stjórnarandstöðu og taldi það brot á grundvallarstefnu flokksins. Nú hefur hann hins vegar samþykkt tekjutengingu elli- og örorkulífeyris sem lög frá Alþingi í þeim tilgangi að skattleggja elli- og örorkulífeyrisþega sérstaklega. í fyrri ríkisstjórn þar sem Alþýðu- flokkurinn átti sæti ásamt Fram- sóknarflokknum þá kom Alþýðu- flokkurinn í veg fyrir að frumvarp það sem fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Guðmund- ur Bjarnason lagði fyrir Alþingi næði fram að ganga. Það gerði ráð fyrir tekjutengingu elli- og örorku- lífeyris og hafði það að meginmark- miði að færa frá þeim sem búa við góð kjör og góðar aðstæður til þeirra sem raunverulega þurfa á aðstoð almannatrygginganna að halda. Gegn þessu lagðist Alþýðu- flokkurinn — jafnaðarmannaflokk- ur Íslands undir því yfirskyni að hann væri á móti tekjutengingu elli- og örorkulífeyris. Nú hefur hins vegar ráðherra Alþýðuflokksins haft frumkvæði að því, að fá sam- þykkt sem lög frá Alþingi tekju- tengingu elli- og örorkulífeyris sem fela það eitt í sér að skattleggja elli- og örorkulífeyrisþega sérstak- lega. Átylla til skemmdarverks Af þessum gerðum Alþýðu- flokksins verður ekki annað ráðið en það, að flokkurinn hafi notað tekjutengingu elli- og örorkulífeyris á sínum tíma sem átyllu fyrir því, að hann gæti ekki staðið að sam- þykkt frumvarpsins. Alþýðuflokk- urinn hefur því í raun verið á móti öllum þeim réttindabótum sem það frumvarp gerði ráð fyrir. Með þessu hátterni sínu kom Alþýðuflokkurinn í veg fyrir 14% hækkun á örorkulíf- eyri, 14% hækkun á tekjutryggingu örorkulífeyrisþega, 10% hækkun á ellilífeyri hjóna fyrir elli- og örorku- lífeyri, 55% hækkun á vasapening- um, 58% hækkun á sjúkradagpen- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 21 beðist velvirðingar á því. Hitt er svo annað að fréttastjórinn veit fullvel við hvað var átt. Því verður ekki trúað að hann sé Joúinn að gleyma Tangen-málinu. (Ég skii auðvitað að starfsmenn útvarpsins vilji lítið kannast við þá herferð.) Og svo spyr fréttastjórinn: „Átt- um við að þegja yfir þessu?“ Með allri sanngirni getur Kári Jónasson ekki haldið því fram að ég sé þessar- ar skoðunar. Ég gagnrýndi frétta- stofuna aldrei fyrir að birta um- rædda frétt, heldur þvert á móti, eins og áður hefur komið fram. Raunar kvað ég svo fast að orði að það hafi verið skylda hvers blaða- manns að greina frá jafn alvarlegu máli og hér er rætt um. Þetta sjón- armið kemur tvisvar fram í grein minni með skýrum hætti. Vilji frétta- stjóri útvarpsins lesa og skilja grein mína með öðrum hætti heldur en þar stóð skýrum stöfum, er ekki við mig að sakast. Ég ætla mér ekki að deila við fréttastjórann frekar. Greinilegt er að hann er sáttur við sjálfan sig og sína menn. Hreykinn af vinnubrögð- unum, sem eru hafin yfir gagnrýni. Yfirlæti af því tagi breytir í engu afstöðu minni og fyrri skrifum. Höfundur er framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins. ingum, hækkun barnalífeyris hækkun ekkju- og ekkilsbóta og lengingu bótatíma fyrir utan mörg önnur nýmæli sem frumvarp fyrr- verandi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra gerði ráð fyrir. Ábyrgð Alþýðuflokksins — jafnað- armannaflokks íslands er því mikil í þessum efnum. Raunverulegur jafnaðarmaður í grein sinni segir Sigbjörn, að hann geti á engan hátt gert á því greinarmun hvoii sú skerðing á elli- og örorkulífeyri sem nú er búið að framkvæma sé gerð í tengslum við heildarendurskoðun laga um almannatryggingar eða með sér- stökum breytingum. Á þessu er auðvitað grundvallarmunur og innst inni veit ég að Sigbjörn veit að þarna er mikill munur á, því Sigbjörn er réttsýnn og sanngjarn og sennilega raunverulegur jafnað- armaður, líklega sá eini sem enn finnst í þingflokki Alþýðuflokksins. Sú heildarendurskoðun sem að framan eru taldar, en til þess að hægt væri að standa undir þeim kostnaðarlega var áætlað að sá ávinningur sem hlytist af tekjuteng- ingu lífeyris yrði notaður til þess að standa undir þessum viðbótarút- gjöldum. Að vera sammála en þora ekki... Þegar ég fullyrði að Sigbjörn viti þetta innst inni en telji af pólitískum ástæðum ekki rétt að tjá sig opin- berlega um það, þá byggi ég fullyrð- ingu mína á því sem kemur fram í niðurlagi greinar hans í Morgun- blaðinu áðurnefndan dag. Þar segir hann að hann taki heils hugar und- ir þá skoðun sem fram kom í áliti þeirrar nefndar, er ég veitti forstöðu um endurskoðun almannatrygging- alaganna að hlutverk almanna- trygginganna eigi að vera það, að tryggja ákveðna lágmarksafkomu þegnanna en ekki að vera bónus á þokkalegar tekjur. Það var einmitt það sem nefndin og fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra höfðu að leiðarljósi þegar endurskoðun almannatrygginga- laganna fór fram og frumvarpið var lagt fram á Alþingi. Þetta sjónar- mið sem Sigurbjörn Gunnarsson tekur heils hugar undir er það sjón- armið sem Framsóknarflokkurinn hefur haft að leiðarljósi í öllum vinnubrögðum og í allri umræðu við undirbúning málsins hvort sem það var í fyrri ríkisstjórn eða inni á Alþingi nú í janúar. Framsóknar- flokkurinn hefur alltaf látið afstöðu sína til tekjutengingar elli- og ör- orkulífeyris ráðast af því hvernig þeim fjármunum sem spöruðust við tekjutengingu elli- og örorkulífeyris yrði ráðstafað. Höfundur er alþingismaður fyrir Framsóknnrflokkinn í Reykja víkurkjördæmi. Heimsmeistarinn hyggur á hefndir ___________Skák_____________ Margeir Pétursson HEIMSMEISTARINN í skák, Garíj Kasparov, hefur byrjað vel á stórmótinu í Linares á Spáni sem hófst fyrir viku. Kasparov þarf nauðsynlega á sigri á mótinu að halda, því í fyrra var áratugar sigurganga hans stöðvuð þar af Vassilí Ivantsjúk. Á síðasta móti sínu í Reggio Emilia á Italíu um áramótin mátti Kasparov líka þola það að sjá á bak efsta sætinu til Indverjans Anands. Heimsmeistarinn hefur tapað tveimur síðustu skákum sínum fyrir Indverjanum, og í fjórðu umferðinni í Linares missti hann vænlega stöðu gegn hon- um niður í jafntefli. Strax í fyrstu umferðinni náði Kasparov að hefna fyrir ófarir sínar gegn Jan Timman í úrslitum Immopar-atskákmótsins í París í haust. Það tók heimsmeistarann aðeins 26 leiki að yfirbuga Tim- man með svörtu. Síðan var röðin komin að erki- óvininum Anatólíj Karpov. Ka- sparov virðist vera kominn með heljartak á Karpov, sem á ekki nægilega traust svar við kóngs- peðsbyijun heimsmeistarans. I skák þeirra í Tilburg í haust var Kasparov snemma kominn með unnið tafl eftir að hafa beitt skoska leiknum. í Linares beitti Karpov hinni traustu Caro-Kann vörn og kom með nýjung í 10. leik. En taflmennska hans í fram- haldinu var fálmkennd, menn hans náðu aldrei að vinna saman á þann hátt sem Karpov er svo frægur fyrir. Hrókur hans á h8 varð t.d. að húka úti í horni alla skákina. Þessar tvær síðustu tap- skákir Karpovs fyrir heimsmeist- aranum eru honum mikill álits- hnekkir. Enn eitt heimsmeistara- einvígi þeirra í millum virðist hreinasti óþarfi. Staðan eftir fjórar umferðir: 1. Júsupov 3 v. og lakari biðskák. 2. -3. Kasparov og Gelfand 3 v. 4. Beljavskí 2 'h v. 5. -6. Timman og Karpov 2 v. 7. Illescas 1 'h v. og betri biðskák 8. -13. ívantsjúk, Bareev, Ljubojevic, Anand, Short og Salov l'/2 v. 14. Speelman 1 v. Hvítt: Garíj Kasparov Svart: Anatólí Karpov Caro—Kann vörn I. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rc3 - dxe4 4. Rxe4 — Rd7 5. Rg5 — Rgf6 6. Bc4 - e6 7. De2 - Rb6 8. Bb3 - h6 9. R5f3 - c5 10. Bf4 - Bd6!? Þetta mun vera nýr leikur hjá Karþov. Á árinu 1988 beitti Speel- man hér þvívegis leikaðferðinni 10. - Rbd5 11. Be5 - Da5+ 12. Rd2 — b5, gerði fyrst jafntefli við þá Nunn og Sax en vann síðan Nigel Short. II. Bg3 — De7 12. dxc5 — Bxc5 13. Re5 - Bd7 14. Rgf3 - Rh5 15. 0-0-0 - Rxg3 16. hxg3 - 0-0-0 17. Hh5! Takið vel eftir þessum hrók. Hann á eftir að gegna lykilhlut- verki í skákinni. 17. - Be8 18. Hxd8+ - Kxd8 19. Dd2+ - Bd6 20. Rd3 - Dc7 21. g4 - Kc8 22. g5 - Bf8 23. Hh4 - Kb8 24. a4 - Be7? Eftir skákina vildi Kasparov skella skuldinni á þennan leik. Nú gerir hvíta a peðið usla í kóngsstöðu svarts. 25. a5 - Rd5 26. Kbl Nú hótar hvítur augljóslega að vinna mann með 27. c4, því ridd- arinn á d5 á sér þá ekki undan- komuleið. Svartur hefði nú átt að svara þeirri hótun með því að leika 26. - Hg8 og ef 27. c4?! þá 27. — hxg5. 26. - Bd8? 27. a6 - Da5 28. De2 — Rb6 29. axb7 — Bxg5 30. Rxg5 - Dxg5 31. Hh5! - Df6 32. Ha5 - Bc6 33. Rc5 Svarti kóngurinn er umkringd- ur af ofurefli liðs. 33. - Bxb7 34. Rxb7 - Kxb7 35. Da6+ - Kc6 36. Ba4+ - Kd6 37. Dd3+ - Rd5 38. Dg3+ - De5 39. Da3+ - Kc7 40. Dc5+ — Kd8 41. Hxa7 og svart- ur gafst upp. Skákkeppni stofnana íslandsbanki sigraði mjög ör- ugglega í A-flokki í skákkeppni stofnana og er þetta annað árið í röð sem bankinn er hlutskarpast- ur. Áður hafði Búnaðarbankinn unnið keppnina átta sinnum í röð. A flokkur: 1. íslandsbanki 25‘/2 v. af 36 mögulegum. 2. Búnaðarbanki íslands 22‘/2 v. 3. Arnarsson og Hjörvar 22 v. 4. Flugleiðir 21 ‘/2 v. 5. -7. Iðnskólinn í Reykjavík, SKÝRR og Borgarfógetaembætt- ið í Reykjavík 21 v. 8.-10. Skákprent, Háskóli íslands og Eimskip 2OV2 v. o.s.frv. í sigursveit íslandsbanka voru þeir Björgvin Jónsson, Björn Þor- steinsson, Þráinn Vigfússon, Jón G. Briem, og varamenn Gunnar Gunnarsson og Gunnar Björns- son. B-flokkur: Húsnæðisnefnd Reykjavíkur 21 v. af 28 mögulegum 2. Verkfræðistofan Línuhönnun 20>/2 v. 3. Strætisvagnar Reykjavíkur 20 '/2 v. 4. Unglingasveit T.R. 20 v. 5. Skattstofan í Reykjavík 19 v. Línuhönnun hreppti annað sæt- ið á stigum. I sigursveit Húsnæðisnefndar voru þeir Gylfi Magnússon, Jón Þorleifur Jónsson, Gylfi Gylfason og Jón Hákonarson, og varamenn Sigurður Guðjónsson og Ágúst Jónasson Skákkeppni framlialdsskólanna 1. Menntaskólinn við Hamrahlíð 27 v. af 28 mögulegum 2. Menntaskólinn á Akureyri I8V2 v. 3. Fiölbrautaskólinn við Ármúla 17 v. 4. Menntaskólinn í Reykjavík, A sveit I2V2 v. 5. Fjölbrautaskóli Vesturlands 11‘/2 v. 6. Fjölbrautaskóli Suðurlands 10 v. 7. Verslunarskóli íslands 8 v. 8. Menntaskólinn í Reykjavík, B sveit 7V2 v. í sigursveit MH voru þeir Þröst- ur Árnason, Sigurður Daði Sig- fússon, Ingi Fjalar Magnússon, Snorri Karlsson, Ragnar Fjalar Sævarsson og Egill Brynjólfsson. GLÆSILEG BMW 5 LÍNA FYRIR FÓLK SEM GERIR KRÖFUR Verð frá kr. 1 ,995,000.- Hvað er það sem gerir BMW bíla áhugaverðari en aðra? BMW bílar eru kraftmeiri, sportlegri, glæsilegri, þægilegri og öruggari. BMW 5 línan er einn öruggasti bíll heims og hefur það verið staðfest með árekstrarprófunum stærsta bílatímarits Evrópu "Auto Motor und Sport" BMW - einn öruggasti bíll heims o Engum líkur Bílaumboðið hf Krókhálsi 1-110 Reykjavík-Sími 686633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.