Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 28

Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 lllwgtinHbifrffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Uppgjör í Suður- Afríku Botndýralíf í íslenskri efnahagslögsögu: Sex ára rannsóknarve hleypt af stokkunum í Blaðamannafundur í umhverfismálaráðuneytinu. Lengst til hægri er E en til vinstri dr,. Arne Nurrevang verkefnastjóri BIOFAR í Færeyjum. Forseti Suður-Afríku, F. W. de Klerk, hefur afráðið að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal hvítra íbúa landsins um umbætur þær sem ríkisstjórn hans hefur beitt sér fyrir á undanförnum misserum. I atkvæðagreiðslunni, sem er eins konar pólitískt neyðar- úrræði forsetans og flokks hans, munu hvítir íbúar Suður-Afríku þurfa að taka afstöðu til afnáms kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar og þar mun jafnframt koma fram, hvort hvítir eru tilbúnir til að deila völdunum með blökkumönnum í landinu. Þjóðaratkvæðagreiðslan mun því skipta sköpum í Suður- Afríku; annaðhvort fær de Klerk umboð þjóðarinnar 'til að halda áfram þeirri umbótastefnu sem hann hefur mótað eða við blasir að Suður-Afríka mun enn á ný einangrast á alþjóðavettvangi. Verði kynþáttaaðskilnaðarlögin innleidd á ný má fullyrða að við- brögð blökkumanna í landinu og heimsbyggðarinnar allrar verða mjög hörð. Atburðarásin hefur verið hröð í Suður-Afríku frá því að forseti landsins kynnti fimm ára um- bótaáætlun í júnímánuði 1989. Með markvissum skrefum hefur löggjöf sú sem kvað á um aðskiln- að kynþátta verið afnumin og hefur þessi viðleitni F. W. de Klerk notið stuðnings á Vestur- löndum. Einangrun Suður-Afríku hefur að mestu verið rofin, ekki síst eftir að Nelson Mandela, leið- toga Afríska þjóðarráðsins (ANC), var sleppt úr fangelsi í febrúar- mánuði 1990. Þótti sá atburður táknrænn fyrir þau umskipti sem í vændum væru í Suður-Afríku. Blökkumönnum, hefur hins vegar ekki tekist að binda enda á inn- byrðis átök fylkinga og ættbálka og hefur það orðið til þess að grafa undan trú margra á því að unnt sé að leysa vanda lands- manna með friðsamlegum hætti. Að undanförnu hafa hins vegar komið fram vísbendingar um að stuðningur við umbótastefnu for- setans fari dvínandi. Mótmæli hvítra Suður-Afríkubúa hafa gerst stöðugt háværari, ekki síst eftir að hafnar voru viðræður við fulltrúa samtaka blökkumanna um nýja stjórnarskrá, sem grund- völluð verður á valddreifíngu og jafnrétti kynþátta. í síðustu viku beið flokkur forsetans, Þjóðar- flokkurinn, hraklegan ósigur fyrir flokki íhaldsmanna í kosningum í einu af höfuðvígjum sínum. For- setinn hafði lýst yfir því að úrslit kosninganna myndu gefa glögga vísbendingu um stuðning hvítra við umbótastefnu hans. Er niður- staðan lá fyrir kunngerði de Klerk að hann hefði afráðið að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 17. mars. Lét forsetinn þess og getið að hann myndi segja af sér höfnuðu kjósendur stefnu rík- isstjórnarinnar. Viðbrögð blökku- manna við tíðindum þessum voru neikvæð. Sögðu leiðtogar þeirra að' þjóðaratkvæðagreiðsla meðal hvítra íbúa Suður-Afríku væri til marks um að kynþáttaaðskilnað- arstefnan væri enn við lýði. F. W. de Klerk hefur verið líkt við Míkhaíl S. Gorbatsjov, fyrrum forseta Sovétríkjanna, og vissu- lega á sá samanburður við rök að styðjast að ýmsu leyti. Líkt og Gorbatsjov forðum hefur de Klerk reynt að tryggja að umskipti þau sem nauðsynleg eru fari fram með friðsamlegum hætti. Líkt og Gorb- atsjov stóð de Klerk frammi fyrir þeirri staðreynd að kynþáttaað- skilnaðarstefnan var Iíkt og sósíal- isminn gjaldþrota. Og eins og Gorbatsjov kom hann fram á sjón- arsviðið þegar grundvallarbreyt- ingar voru óumflýjanlegar. For- seti Suður-Afríku hefur á hinn bóginn ekki reynt að veija ýmsar grundvallarkennisetningar kyn- þáttastefnunnar ólíkt því sem Gorbatsjov gerði er hann hóf að veija sósíalismann og Kommún- istaflokk Sovétríkjanna eftir að valdarán harðlínumanna fór út um þúfur í Moskvu í fyrra. Forseti Suður-Afríku skynjaði kall tímans en það gerði Míkhaíl S. Gorbatsjov ekki. Kynþáttastefnan styðst við gjaldþrota hugmyndafræði og hefur réttilega verið fordæmd í ríkjum hins siðmenntaða heims. •Hún á enga framtíð fyrir sér, vandi Suður-Afríku verður hvorki leystur með útskúfun tiltekinna þjóðfélagshópa né í krafti vald- beitingar. Bíði de Klerk ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni blasir allsheijar upplausn við í Suður- Afríku. Því hefur verið spáð að borgarastyijöld muni blossa upp í landinu og engin ástæða er til að efast um réttmæti fullyrðinga í þá veru. Því verður tæpast trúað að meirihluti hvítra Suður-Afr- íkubúa vilji snúa þróuninni við eftir að hafa fengið að kynnast útskúfun og fordæmingu á al- þjóðavettvangi. Þótt de Klerk fái umboð til að halda áfram umbótastefnu sinni má telja öruggt að andstæðingar hans leggi ekki árar í bát. Klofn- ingur í röðum hvítra kann því enn að magnast. Því er mikilvægt að ráðamenn á Vesturlöndum sýni stuðning sinn við umbótastefnu forsetans með enn ótvíræðari hætti en hingað til, verði stefna hans ofan á í þjóðaratkvæða- greiðslunni í næsta mánuði. Sigri andstæðingar forsetans og hygg- ist íhaldsmenn innleiða kynþátta- aðskilnað á ný ber að bregðast við því með sama hætti og áður þannig að ráðamenn sjái fram á algjöra einangrun stjórnvalda í Suður-Afríku. EINNI viðamestu rannsókn á botndýralífi í heiminum verður hleypt af stokkunum með komíu norska rannsóknaskipsins Há- kon Mosby til Islands í júlímán- uði á þessu ári. Háskólinn í Berg- en lánar Islendingum skipið 14 daga á ári á meðan á 4 ára sýna- tökum í efnahagslögsögu lands- ins stendur. Jörundur Svavars- son, dósent í Líffræðistofnun Háskólans, segir að lán á skipinu megi meta sem 3,5 milljóna króna árlegan fjárstuðning. Stofnanir og aðrir aðilar er tengjast verkefninu hafa þegar tryggt megnið af 31 millj., sem þarf til rannsókna fyrsta árið, en reiknað er með að um 23 milljónir þurfi á ári eftir það. Flokkunarstöð verður sett á lag- girnar í Sandgerði í tengslum við rannsóknina. Þar er gert ráð fyrir að 4-8 ófaglærðir starfs- menn vinnu við grófflokkun sýna í 5 ár. Eftir það taka innlendir og erlendir sérfræðingar við sýn- unum. Gert er ráð fyrir að rann- sóknarverkefnið standi í 6 ár. Stefnt er að því að það verði alþjóðlegt. Eiður Guðnasson, umhverfisráð- herra, kynnti rannsóknarverkefnið á blaðamannafundi á föstudag og sagði að markmið þess væri að rannsaka hvaða botndýrategundir lifðu innan íslenskrar efnahagslög- sögu, skrá útbreiðslu þeirra, magn og tengsl við aðrar lífverur sjávar. Slíkar upplýsingar sköpuðu nauð- synlegan gagnagrunn tii að kanna ætisskilyrði fískistofna, meta áhrif mismunandi veiðarfæra á botndýr- eftir Jón Baldvin Hannibalsson „Honum tókst að setja KRON á hausinn og virðist vilja að sjávarút- vegurinn á íslandi fari sömu leið.“ (Steingrímur Hermannsson, DV 22. feb. 1992.) „Aðstoðarmaður Jóns, Þröstur Ólafsson, rak hér verslunarkeðju fyr- ir nokkrum árum undir kjörorðinu „Mikið fyrir lítið“. Sú verslunarkeðja fór á hausinn og varð gjaldþrota“. (Ólafur R. Grímsson, í umræðuþætti ríkissjónvarpsins Á krossgötum, 22. okt. 1991.) „Hann gerði KRON gjaldþrota á fá- einum mánuðum og drap félagið end- anlega. Einnig tókst honum í fram- hjáhlaupi að vinna Samvinnuhreyf- ingunni slíkt tjón, að vandséð er, hvenær hún réttir við eða hvort hún nær nokkurn tímann fyrri styrk.“ (Páll Pétursson, Mbl. 26. feb. sl.) „Hann heimtar gjaldþrot og stöðvun fjölda fyrirtækja. Hann mun, ef hans ráðgjöf verður þegin af ríkisstjórn- inni, svipta fjölda fólks víða um land atvinnunni, leggja byggðarlög þess í rúst og gera eignir þess verðlausar." (Páll Pétursson, Mbl. 26. feb. sl.) Þau tíðkast nú mjög hin breiðu spjótin í áróðursstyijöld stjórnarand- stöðunnar. Tilvitnanirnar hér að ofan eru úr ræðu og riti leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, Steingríms Hermanns- sonar, fyrrverandi forsætisráðherra og Ólafs Ragnars. Grímssonar, fyrr- verandi fjármálaráðherra. Páll Pét- ursson, óðalsbóndi að Höllustöðum og þingflokksformaður Framsóknar, ryðst fram fast á hæla þeim í Morgun- blaðið og mylur mannorðsníðið úr lófum leiðtoganna. Það er táknrænt, að hér höfum við sýnishorn af mál- alíf við landið, fylgjast með breyt- ingum á botnlífi í kjölfar breytinga á ástandi sjávar, vakta og vernda hafsvæði. Sérstaða svæðisins Fulltrúar úr verkefnisstjórn voru staddir á fundinum. Meðal þeirra var Jörundur Svavarsson, dósent í Líffræðistofnun, og vék hann að sérstöðu hafssvæðisins við Island í máli sínu. Kom þar fram að tölu- flutningi þriggja framsóknarmanna úr tveimur flokkum. Hatursáróður Fyrir nokkrum dögum birti Morg- unblaðið leiðara þar sem það spurði sjálft sig og lesendur sína furðu lost- ið, hvað væri á seyði í íslenskri stjórn- málaumræðu. Tilefnin voru býsna mörg. Eitt voru vítaverð ummæli for- manns Alþýðubandalagsins í ræðustól á Alþingi um meint „skítlegt eðli“ forsætisráðherra. Annað tilefni voru þau ummæli húsfreyju og frambjóð- anda 1 Skagafirði, á bændafundi um GATT, að besta frétt ársins að henn- ar mati væri að búið væri að hóta „þessum hrægammi (þ.e. utanríkis- ráðherra) lífláti“. Sú versta, að ekki hefur verið staðið við hótunina. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þegar hugsanlegt GATT-sam- komulag var til kynningar voru málal- iðar landbúnaðarkerfisins gerðir út um allar sveitir til að ala á ótta bænda og búandliðs um afkomu, atvinnu og eignir. Það átti „að leggja íslenskan landbúnað í rúst“, „bændur myndu flosna upp í hrönnum" og „heilu byggðarlögin legðust af“. Þetta var ekki einasta hræðsluáróður heldur hatursáróður, eins og fram kom með eftirminnilegum hætti á kynningar- fundum með bændum. Og þegar rök- in þraut var hamrað á því að menn ættu ekki að trúa staðreyndum; upp- lýsingar frá utanríkisráðuneytinu væru rangar, af því að Magnús Gunn- arsson hefði sagt það. Enda væri utanríkisráðherra hið versta fól. Þegar að því kemur að ræða flókna viðskiptasamninga við erlend ríki, kyijar stjórnarandstaðan tilbrigðin við sama gamla stefið. „Landsala og landráð; framsal á fullveldi, förgun á sjálfstæði,“ o.s.frv. vert söfnunarátak þyrfti að fram- kvæma til þess að gera sér heildar- mynd af rannsóknarsvæðinu vegna gífurlegrar stærðar þess (758 þús. ferkílómetrar). Staðsetningin er að því leyti merkileg að við landið mætast kaldir hafsstraumar úr norðri og heitari úr suðuri og leiðir þessi sérstaða til ólíks dýralífs við norðan og sunnanvert landið. Jörundur sagði að stærð hafs- svæðisins þýddi að taka þyrfti mörg Óhjákvæmilegar sparnaðaraðgerð- ir og hagræðing í ríkisrekstri fá svip- aða umfjöllun: Það er verið að „rústa velferðarkerfið", „eyðileggja skóla- kerfið", „níðast á sjúkum, öldruðum, öryrkjum" og öðrum þeim, sem hjálp- ar eru þurfi. Ærumeiðingar Og nú er að því komið að leiðtogar stjórnarandstöðunnar láti ljós sitt skína um nýuppgötvaðan „vanda sjávarútvegsins“. Og það væri synd að segja að þessi fríða mær bregði vana sínum: Þegar annar af tveimur formönnum sjávarútvegsnefndar stjómarflokkanna færir rök fyrir ályktunum sínum af nýbirtum töíum um sk'uldastöðu sjávarútvegsins og telur tíma smáskammtalækninga lið- inn, þá fær slíkur maður heldur betur að heyra það óþvegið frá leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Hér duga engin rök, svo mikið virð- ist liggja við. Það verður að svipta manninn ærunni í eitt skipti fyrir öll. Og mannorðsníð er samræmt og end- urtekið í síbylju: Hann gerði KRON gjaldþrota, hann kom Samvinnu- hreyfingunni á kné, nú heimtar hann gjaldþrot og lokun bágstaddra fyrir- tækja í sjávarútvegi, hann mun svipta fjölda fólks víða um land atvinnunni, leggja byggðarlög þess í rúst og gera eignir þess verðlausar. Minna má ekki gagn gera. Er þessum mönnum ekki lengur sjálfrátt? Hafa þeir virkilega svo vondan málstað að veija að þeim sé fyrirmunað að finna málsefni og rök fyrir máli sínu, að siðaðra manna hætti? Hvers vegna er þessum mönnum svo mjög í mun að ræna Þröst Ólafs- son mannorðinu? Það á sér sínar skýr- ingar. KRON var í upphafi níunda Gegn rógi og illn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.