Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 34

Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 ÞÚ FÉKKST ARF eftirRósmund G. Ingvarsson Fyrir nokkru barst í póstinum eftirfarandi ábending. „Þú fékkst arf. Stóran arf. Ómetanlegan arf. Við fengum öll þennan arf. ísland höfum við erft, landið, sögu þess og menningu. Við fögnum því að eiga þetta hreina og fallega land. Við státum af því að vera söguþjóðin og vegna þess hve menning okkar er þróttmikil erum við sjálfstæð þjóð og ein sú ríkasta í heimi. Við erum lánsöm.“ Allt er þetta rétt. Eða er ekki svo? Stundum er ekki svo að sjá — miðað við hvemig við högum okkur og hvernig við tölum. Vissulega erum við ekki öll eins, en of mörg okkar stuðla að gerðum, sem illa sæma siðuðu óg menntuðu fólki. — Gerðum, sem illa sæmir lán- samri þjóð er býr við-allsnægtir. Svo hættir mönnum til að tala aðallega og yfirleitt um að þeir, eða þeirra stétt hafi ekki nógu mikil laun, — fái ekki nógu stóran skerf af þjóðar- kökunni. — Jafnvel hálaunahópar kyrja þann söng. — En, að menn séu ánægðir yfir að hafa fengið þennan dýrmæta arf — og búa við ein bestu lífskjör sem þekkjast, — það heyrist sjaldan. Við eium lítil þjóð í stóra landi. Miðað við byggileg lönd mun vera rýmra um okkur en flestar aðrar þjóðir. Svo eigum við mikil og góð fiskimið. Miðin við landið era gjöful og nær ómenguð og í því felast mjög mikil auðæfi. Varðveitum hinn dýrmæta arf En hvernig föram við með landið okkar? Eram við að sofna á verðinum um sjálfstæði þjóðarinnar og um menningu hennar? Spakir menn hafa sagt að meiri vandi sé að gæta fengins fjár en að afla þess. Þetta á við um fleira en peninga.' Það á t.d. við um sjálf- stæði þjóðarinnar, en því virðast margir vera búnir að gleyma — hafi þeir þá nokkurn tíma skilið það. Þeir menn vinna nú að því að koma íslendingum í Efnahagsbandalag Evrópu. Þeir virðast vera reiðubúnir að fórna sjálfstæði þjóðarinnar að veralegu leyti, — fyrir þrjátíu silfur- peninga í formi tollafrelsis fyrir unn- inn frsk. Fórna miklu fyrir lítið. Og það þótt þetta skipti okkur litlu máli, því þeim fríðindum varðandi fiskinn sem aðild að EB býður upp á, getum við náð án aðildar og án EES-samninga. Fiskurinn okkar er eftirsótt gæðavara, enda eru ann- arra Evrópuþjóðafiskimið víðast annaðhvort ofveidd eða menguð nema hvort tveggja sé. Nú er verið að fjalla um EES- samning og kostir hans básúnaðir fram úr hófí'— einkum niðurfelling tolla. En svo gæti farið að niðurfell- ing tolla komi íslendingum að litlu eða engu gagni því EB-þjóðirnar hafa næga möguleika til að vemda sína framleiðslu og sennilega gera það. Sá hópur, sem vinnur að inngöngu íslands í EB er líklega stærri en flestir ætla. Tillaga um að við göngum í EB mun hafa komið fram á þingi ungliða stærsta stjórnmála- flokksins og er sagt að munað hafi aðeins örfáum atkvæðum að hún næði meirihlutasamþykkt. Hvað er eiginlega að gerast meðal íslensks æskulýðs — sem þó á að vera upp- fræddur eins og best gerist meðai þjóða? Augljóslega er ekki seinna vænna að snúast til vamar ef bjarga á lýðveldinu frá tortímingu. Feli EES-samningurinn í sér slíka tor- tímingarhættu þó ekki sé nema í einu atriði, ber skilyrðislaust að hafna honum. Skuldin við landið En hér var ekki ætlunin að fjöl- yrða um sjálfstæðismál þjóðar vorr- ar, heldur vildi ég fjalla um: — hvern- ig við umgöngumst landið okkar. Gróðurþekja landsins okkar er viðkvæm enda jarðvegur víða send- inn og viðkvæmur fyrir uppblæstri. Þó er ljóst að í fortíð hefur mikill hluti landsins verið vafinn gróðri. Á síðari tímum hefur gróðurinn horfið af stóram svæðum og gjarnan þykkt moldarlag með. Að einhverju leyti má rekja þetta til búsetu manna og tala því gjarnan um skuld þjóðarinn- ar við landið og að þá skuld þurfi að greiða með því að græða upp örfoka land og sanda. Þótt forfeður okkar eigi hér eflaust einhvern hlut að máli þá skyldu menn varast að dæma þá, enda má mikið vera ef stórfelldasta gróðureyðingin á sér ekki stað ein- mitt á okkar tímum. Vilja menn horfast í augu við staðreyndir? Mér virðist að menn komi ekki beint fram að vandamálunum. Það er að vísu allmiklum peningum varið til landgræðslu og skógræktar — það ber að virða. En mér sýnist að við gefum bara með annarri hendinni og tökum eins mikið eða meira með hinni hendinni. Menn tala fjálglega á hátíðlegum stundum um nauðsyn og skyldu okkar að heíja stórfelldar aðgerðir til að stöðva gróðureyðing- una og klæða hin uppblásnu svæði gróðurþekju á ný. En á sama tíma eru þeir að eyða gróðurlendi — og það í stórum stíl ogjafnvel algerlega að óþörfu. Fórn á altari græðginnar Lítum á nokkur atriði: 1. Ef nefna skal dæmi um illa meðferð lands nú á tímum, verður ekki hjá því komist að tíunda kaffær- ingu heiðalandanna sl. sumar vegna Blönduvirkjunar, enda er líklega stórfelldasta gróðureyðing af mannavöldum fólgin þar. Málið er máski viðkvæmt sumum mönnum, en þetta snertir allan almenning. Fyrir u.þ.b. áratug risu hátt deilur út af ráðagerðum um virkjun Blöndu, einkum miðlunarlónunum, — og hefur enn eigi gróið um heilt með mönnum eftir þá orrustu. Alltaf er að koma betur og betur í Ijós að landverndarmenn höfu rétt fyrir sér í flestum eða öllum atriðum, en þrátt fyrif það var valin sú aðferð sem þeir börðust á móti og mest land- spjöll fylgja. Eftir margar frestanir á fram- kvæmdum er nú svo komið að verið er að ljúka við virkjunina og setja hana í gang um þessar mundir. Virkjanir, sem fyrir vora, framleiða meira en nóg rafmagn fyrir þann markað sem við höfum. Orkan frá Blöndu er öll umfram. Meðan svo stendur verður Blönduvirkjun ómagi á þjóðinni og mun ráðgert og ákveð- ið að vegna þess hækki raforkuverð til neytenda um 10-15% (í áföng- Rósmundur G. Ingvarsson „Svona vinnubrögð ganga ekki. Þau valda grisjun og eyðingu byggða en eru, eins og fleira, jafnvel neikvæð gagnvart landinu og vistkerfinu.“ um).- Þótt ný stóriðja komi til sög- unnar (hugsanlega) þá notar hún ekki teljandi rafmagn fyrr en hún færi í gang, eftir mörg ár. Svo virð- ist vera ætlan iðnaðarráðherrans að semja við álfurstana um svo lágt verð fyrir orkuna, að íslenskir neyt- endur verði að greiða hana stórlega niður (semja um 10 mills, en þyrftu 1S). r a morgun Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar ileðður ÆSKULÝÐSSAMVERA í Breið- holtskirkju: Samvera í Breiðholts- kirkju kl. 20.30. Unglingar úr æsku- lýðsstarfi kirkjunnar og fleiri sýna leikritið Jafnvel englarnir þorðu ekki þangað. Ten-Sing hópur Breið- holtskirkju syngur og Ragnheiður Sverrisdóttir formaður ÆSKR flytur hugvekju. Kaffisala eftir samveru til styrktar æskulýðsstarfi kirkjunn- ar. Allir velkomnir. ÆSKR. ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- messa kl. 11. Bryndís Malla Elídótt- ir prédikar. Börn úr 10-12 ára starfi Áskirkju syngja. Árni Bergur Sigur- þjömsson. Miðvikudag. Föstu- messa kl. 20.30. Fimmtudag. Bibl- íulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Guðspjall og önnur rit Jó- hannesar kynnt. Allir velkomnir. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐARKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Pálmi. Æskulýðsguðþjónusta kl. 14. Fjöl- breytt tónlist. Unglingar aðstoða. Ávarp flytur Gunnlaugur Jónsson nemi. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til þátttöku. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 11. Unglingar og börn úr æskulýðsstarfi Dómkirkjunnar flytja tónlist, söngva, helgileiki og bænir. Einsöngur Hrönn Hrafns- dóttir. Umsjón Bára Elíasdóttir og Sigurður Arnarson. Organisti Mar- teinri H. Friðriksson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Bænaguðsþjónusta kl. 17. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Miövikudag kl. 12.10. Hádegisbæn- ir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir og kl. 13.30- 16.30. Samvera aldraðra í safnað- arheimilinu. Tekið í spil. Kaffiborð, söngur og helgistund. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. Miðvikudag: Föstuguðsþjónusta kl. 18:30. María Ágústsdóttir guð- fræðinemi. GRENSÁSKIRKJA Fjölskyldumessa kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur, stjórnandi Margrét Pálma- dóttir. Flautuleikarar: Hanna María Pálmadóttir og Halldóra Ingimars- dóttir. Mikill söngur. Lukkulæri- sveinninn, þrefaldur pottur, afmæl- isbörn. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14. Barnakórinn ásamt flautuleikur- um flytja tvö verk. Prédikun verður helgileikur, sem fermingarbörn sýna. Þróttmikill og glaðvær söng- ur. Organisti Árni Arinbjarnar. Sr. Gylfi Jónsson. Þriðjudag: Kyrrðar- stund kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og léttur hádegisverður og kl. 14.00 biblíulestur og kirkjukaffi. Sr. Halld- ór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Samræður um trú og lífsskoðanir kl. 10. Sið- fræði. Halla Jónsdóttir fjallar um samskipti og tengsl. Barnasam- koma og messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson Guðspjall dagsins: Matt. 3: Skírn Krists. þjónar fyrir altari. Sr. Jón Ragnars- son predikar. Kyrrðarstund kl. 17. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudag. Föstumessa kl.20. Krossinn og þjáningar mannanna. Sr. Sigfinnur Þorleifsson prédikar. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór og æskulýðsfélagar taka þátt í guðsþjónustunni. Kirkjubíllinn fer frá Suðurhlíðum um Hlíðarnar fyrir barnaguðsþjónustuna. Há- messa kl. 14.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Mánudag: biblíulestur kl. 21.00. Miðvlkudag. Kvöld- og fyrir- bænir kl. 18. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa í kapellunni kl. 13. Organisti Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur, sögur, fræðsla. Umsjón sr. Flóki Kristinsson. Guðs- þjónusta kl. 14. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Börn úr æskulýðs- starfinu flytja helgileik. Fermingar- börn aðstoða,. Nýstofnaður kór Kórskóla Langholtskirkju kemur fram í fyrsta sinn. Kór Langholts- kirkju (hópur V) syngur. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kaffi að guðsþjónustu lokinni. Aftansöngur virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristinssonar. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Ingibjartur Jónsson menntaskóla- nemi prédikar. Bjöllusveit Laugar- neskirkju leikur. Sr. Jón D. Hró- bjartsson. Organisti Ronald V. Turner. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Æsku- lýðsfélag Laugarneskirkju hefur á boðstólum kaffi og vöfflur eftir guðsþjónustuna. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl 14. Æskulýðsdagurinn. Unglingar flytja lestra, bænir og söngva. Sig- ríður Óladóttir prédikar. Guðmund- ur Óskar Ólafsson. Miðvikudag. Föstuguðsþjónusta kl. 20.00. Guð- mundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 11. Yngri kór- inn syngur undir stjórn Sesselju Guðmundsdóttur. Börn úr barna- starfinu, I I l-starfinu og unglingar úr æskulýðsfélaginu koma fram. Nemendur úr Biblíuskólanum á Ey- jólfsstöðum sjá um prédikun og sýna drama. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Miðvikudag. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Æskulýðsguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar. Skólakór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Áslaugar Berg- steinsdóttur. Unglingar úr Æsku- lýðsfélagi Árbæjarkirkju flytja bænir og lestra. Æskulýðs- og barna- söngvar. Sveinn Bjarki Tómasson leikur undir á gítar. Sóknarnefndin. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Barnakórinn syngur. Fermingarbörn aðstoða. Organisti Þorvaldur Björnsson. Að guðsþjón- ustu lokinni verður fundur með for- eldrum fermingarbarna. Kl. 20.30 verður samkoma Æskulýðssam- bands Reykjavíkurprófastsdæ- manna. Unglingar flytja leikritið: „Jafnvel englarnir þorðu ekki þang- að“, undir stjórn höfundarins Guð- rúnar Ásmundsdóttur. Ten-Sing hóþurinn flytur tónlistaratriði. Hug- vekja. Á eftir verða til sölu veitingar til styrktar æskulýðsstarfi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Bænaguðsþjónusta með altaris- göngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPREST AKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta Æskulýðsdagsins í Kópavogskirkju kl. 14. Sigfús Ingvason guðfræðing- ur prédikar. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Æsku- lýðsguðsþjónusta kl. 11. Börn og unglingar í starfi kirkjunnar taka þátt í guðsþjónustunni. Sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Fyrirbænir í kirkjunni mánudag kl. 18. Guðs- þjónusta miðvikudag kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Sönghópurinn „Án skilyrða" annast tónlist. Prestarnir. GRAFARVOGSSÓKN: Æskulýðs- dagurinn. Barnamessa kl. 11 í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Valgerð- ur, Katrín og Hans Þormar að- stoða. Organisti Ingimar Pálsson. Skólabíllinn fer frá Hamrahverfi kl. 10.30 og fer venjulega skólaleið. Fjölskyldu- og æskulýðsguðsþjón- usta kl. 14. Unglingar aðstoða. Æskulýðssöngvar o.fl. Kirkjukórinn syngur. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Vigfús Þór Árnason. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar, Digranesskóla. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn aðstoða. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Æsku- lýðsdagurinn 1. mars. Fjölskyldu- guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur og einnig syngur Barnakór Kársnes- skóla undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. NemendurúrTónlistarskóla Kópavogs leika í guðsþjónustunni á blokkflautur, píanó og ásláttar- hljóðfæri. Léttir söngvar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Félagar í æskulýðsfélaginu lesa ritningar- lestra. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Telma Kristín Þrastardóttir leikur á blokkflautu. Gestgjafi í söguhorni Kjartan Bjarg- mundsson leikari. Kl. 14.00 guðs- þjónusta. Miðvikudag morgunand- akt kl. 7.30. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugard. messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Alla aðra rúmhelga daga messa kl. 18. MARÍUKIRKIA, Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardag messa kl. 14, fimmtudaga kl. 19.30 og aðra rúm- helga daga messa kl. 18.30. HVITASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. HJÁLPRÆÐISHERINN: Biblíutímar kl. 11, 14 og 17. Lofgerðarsam- koma kl. 20. Rut og Peter Baronow- sky, gestir frá Svíþjóð, tala. Major Daníel Óskarsson stjórnar. KFUM/KFUK: Almenn samkoma í kristniboðssalnum Háaleitisbr. kl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.