Morgunblaðið - 14.04.1992, Page 1
72 SIÐUR B
88. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Neil Kinnock segir af sér sem leiðtogi
breska Verkamannaflokksins:
London. Reuter, “The Daily Telegraph.
NEIL Kinnock sagði í gær af sér sem leiðtogi Verkamannaflokks-
ins breska og sagðist myndu beita sér fyrir því að eftirmaður
hans yrði kosinn eins fljótt og unnt væri eða ekki síðar en í júní.
Skömmu síðar sagði Roy Hattersley af sér varaformennsku.
Ákvörðun Kinnocks kom ekki á
óvart en hann hafði gegnt starfi
flokksleiðtoga í níu ár. Verka-
mannaflokkurinn hefur tapað
fernum kosningum gegn íhalds-
flokknum í röð og hefur Kinnock
leitt flokkinn í þeim tveimur síð-
ustu.
Kinnock er annar tveggja
flokksforingja sem ekki hafa kom-
ist í stól forsætisráðherra í langri
leiðtogatíð sinni; hinn var Hugh
Gaitskell sem var flokksleiðtogi
1955-63.
í dagblaðinu The Daily Telegraph
í gær sýndi að þrátt fyrir lang-
vinna efnaliagskreppu og að flokk-
urinn hefði varpað fyrir róða flest-
um „vinstri“-málum sínum hefur
honum ekki tekist að auka traust
sitt meðal breskra kjósenda.
Sjá „Miklar breytingar á
bresku . . .“ á bls. 29.
Reuter
Þingmenn deila hart á rússneska þinginu en inyndin var tekin á þingfundi í gær og ríkti þar
upplausnarástand. Ráðherrar í ríkisstjórn Boris Jéltsín forseta báðust lausnar í gær en liann fékk þá til
að fallast á að fresta afsögnum sínum.
Fulltrúaþingið dregur broddinn úr efnahagsstefnu rússnesku stjórnarinnar:
Kennir „hægri-
pressunni“ um
í afsagnarræðu kenndi Kinnock
dagblöðum sem styðja íhalds-
flokkinn um ófarir sínar, en þar
mun hann einkum hafa átt við
Sun, Daily Express og Daily Mail.
Sir Nicholas Lloyd ritstjóri Daily
Express sagði að Kinnock kynni
greinilega ekki að taka ósigri og
hann væri kjáni ef hann tryði því
raunverulega að blöðin hefðu ráðið
því hvernig þjóðin kaus.
Áformað var að halda þing
flokksins í Blackpool í haust en
Kinnock sagðist myndu beita sér
fyrir því að aukaþing yrði í júní
þar sem ný forysta flokksins yrði
valin.
Flestir telja líklegast að John
Smith, sem verið hefur fjármála-
ráðherra í skuggaráðuneyti Verk-
amannaflokksins, verði næsti leið-
togi og, annaðhvort Tony Blair,
talsmaður flokksins í atvinnumál-
um, eða Gordon Brown, talsmaður
hans í viðskipta- og iðnaðarmál-
um, verði varaformaður. Báðir eru
þeir sagðir styðja Smith til forystu.
Erfið verkefni bíða nýrrar for-
ystu Verkamannaflokksins en
hann hefur ekki átt aðild að ríkis-
stjórn síðan 1979 og ekki fengið
yfir 40% atkvæða í sex kosningum
í röð. Skoðanakönnun, sem birtist
Ráðherrar rjúka af þing-
fundi og biðjast lausnar
Moskvu, Washington, Búdapest. Reuter.
RÁÐHERRAR í ríkisstjórn Rússlands strunsuðu út af fundi fulltrúa-
þings landsins í gær til að mótmæla ákvörðunum þingsins sem
þeir telja að torveldi efnahagsumbætur. Ráðherrarnir hafa beðist
lausnar en Boris Jeltsín forseti fékk ráðherra sína til að fallast á
að fresta afsögnum sínum og sitja áfram meðan fulltrúaþingið
kæmi saman og hvatti jafnframt þingmenn þar til að endurskoða
afstöðu sína.
Jegor Gaídar aðstoðarforsætis-
ráðherra sagði ákvörðun fulltrúa-
þingsins á laugardag hafa gert
stjórninni ókleift að halda áfram
umbótastarfí sínu. „Eftir að hafa
gert okkur grein fyrir því að við
getum ekki framfylgt vilja fulltrúa-
þingsins ... sjáum við okkur til-
neydda til að biðja forsetann um
að fallast á afsagnarbeiðni ríkis-
stjórnarinnar," sagði Gaídar við
blaðamenn. Aðspurður um hvoit til
greina kæmi að draga afsagnirnar
til baka sagði hann það vissulega
koma til greina ef þingið breytti
afstöðu sinni eða forsetinn gerði
stjórninni með einhveijum ráðum
kleift að framfylgja stefnu sinni.
í trúnaðarskjali sem dreift var á
þinginu fyrir atkvæðagreiðsluna, og
lekið var til íjölmiðla, sögðu ráðherr-
ar að samþykkti þingið að draga
úr umbótum myndi það eyðileggja
efnahagsstefnu stjórnarinnar. Rúss-
land myndi einangrast frá efnahag-
skerfi heimsins og sitja uppi með
Liechtenstein með landa-
kröfur á hendur Tékkum
TÉKKÓSLÓVAKIA á nú enn einu sinni yfir höfði sér útþenslu-
stefnu erlends ríkis. I þetta sinn er það hvorki Rússland í austri
né Þýskaland í norðri sem ógna Tékkóslóvakíu heldur Stórher-
togadæmið Liechtenstein, að því er fram kemur í breska dagblað-
inu The Independent.
Liechtenstein gerir kröfu til
1.600 ferkílómetra svæðis í
Tékkóslóvakíu, sem er tíu sinnum
stærra en hertogadæmið. Svæðið
er í Bæheimi og Mæri og Liec-
htensteinbúar segja það erfðaeign
Hans-Adams II, stórhertogans af
Liechtenstein. Landsvæðið komst
í eigu forfeðra hans á sautjándu
öld en stjórnvöld í Tékkóslóvakíu
gerðu það upptækt árið 1919.
Þegar stjórnin í Tékkóslóvakíu tók
að skila eignum, meðal annars
jörðum, til fyrrverandi eigenda
lögðu Liechtensteinbúar fram
kröfu sína.
Tékkneska stjórnin gæti hlegið
að kröfunni og látið hana sem
vind um eyru þjóta. Liechten-
steinbúum er hins vegar full al-
vara og hafa sýnt klærnar. Þeir
eru aðilar að Fríverslunarbanda-
lagi Evrópu (EFrA) og hafa hótað
að fresta gildistöku nýs samnings
milli Tékkóslóvakíu og bandalags-
ins ef kröfu þeirra verður ekki
svarað. Utanríkisráðherra Tékkó-
slóvakíu, Jiri Dienstbier, hefur
sagt að tékkneska stjórnin sé
reiðubúin að semja um þetta mál.
úrelt kerfi miðstýringar og án er-
lendra fjárfestinga. Lánardrottnar
myndu krefjast tafarlausrar endur-
greiðslu milljarða dollara, sem búið
væri að semja um skuldbreytingu
á, og boðaðri aðstoð Vesturlanda,
að upphæð 24 milljarða dollara,
væri stefnt í tvísýnu.
Auk þess að gera breytingar á
efnahagsstefnu stjórnarinnar, sern
hlotið hefur hrós á Vesturlöndum
og liðkaði fyrir ijárhagsaðstoð, var
Jeltsín einnig sviptur því valdi að
geta skipað ráðherra sjálfur. Hann
gegnir nú stöðu forsætisráðherra
samhliða forsetaembættinu.
Harðlínumaðurinn Nikolaj Ríjab-
ov, sem er varaforseti fulltrúaþings-
ins, sagði i gær að ákvörðun þings-
ins yrði ekki endurskoðuð og þing-
menn samþykktu í gær að taka
ekki upp umræðu um efnahagsmál
að nýju. Ryabov sagði stjórnarand-
stöðuna vera reiðubúna að mynda
ríkisstjórn og axla ábyrgð á efna-
hagsmálum ef til þess kæmi.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði í gær að
bandarísk stjórnvöld væru „mjög
áhyggjufull" vegna þróunarinnar í
Rússlandi. Hann sagðist þó vona
að pólitískur stöðugleiki kærriist á
að nýju í lýðveldinu.
Fjármálamenn frá fimmtíu ríkj-
um komu í gær saman í Búdapest
til að sitja fyrsta ársfund Uppbygg-
ingar- og þróunarbanka Evrópu.
Jacques Attali, formaður banka-
stjórnar,' sagði stuðning við ríki
Austur-Evrópu háðan því að haldið
yrði áfram að treysta þar lýðræði
og fijálst markaðskerfi. „Einungis
þær ríkisstjórnir eiga að njóta að-
stoðar sem fetað hafa braut um-
bóta,“ sagði Attali og tók fram að
það ætti ekki hvað síst við um Rúss-
land að breytingarnar yrðu að vera
ákveðnar ef alþjóðieg efnahagsað-
stoð ætti að koma til.
» ♦ ♦
Atgervis-
flótti frá
Færeyjum
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun,
fréttaritara Morgrmblaösins.
Efnahagskreppan í Færeyjum
hefur leitt til brottflutnings í stór-
um stíl og eru það einkum
menntamenn og fólk með sér-
þekkingu sem rær á önnur mið.
Félagsfræðingurinn Jogvan
Morkore segir í samtali við danska
blaðið Berlingske Tidende í gær, að
fólksflóttinn frá Færeyjum sé af
sömu stærðargráðu og búast megi
við í löndum þar sem styijöld eða
hungursneyð sé viðvarandi. Tæplega
tvö prósent þjóðarinnar flytjist brott
á ári.
Tommy Petersen, forstöðumaður
færeysku félagsmálastofnunarinnar,
segist ekki hafa upplifað jafn mikinn
fólksflótta frá því á atvinnuleysisár-
unum á sjötta áratugnum er Færey-
ingar sóttu í stórum stíl til Islands
í atvinnuleit.
Jogvan Morkore segir ennfremur
í viðtalinu við Berlingske Tidende að
samfélagslegt hrun á borð við það
sem varð i Austur-Evrópu nýverið
eigi sér nú stað í Færeyjum. Efna-
hagskreppan eigi eftir að versna til
muna og eini munurinn á Færeyjum
og Austur-Evrópu sé sá að þar eystra
hafi ráðamenn verið settir af.