Morgunblaðið - 14.04.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992
15
Yeiðar á vannýtt-
um fisktegiindum
eftir Guðjón A.
Krisijánsson
íslendingar eiga núorðið stóran
og öflugan frystitogaraflota. Þessi
útgerðargrein er í vexti og frysti-
skipum fjölgar með ári hveiju. Þetta
eru jafnframt þær útgerðir sem að
öðru jöfnu hafa mesta burði til þess
að kaupa til sín, af öðrum minni
skipum, auknar aflaheimildir í al-
mennum botnfisktegundum svoköll-
uðum, þ.e. þorski, ýsu, ufsa, karfa
og grálúðu. Þetta veldur því að sí-
fellt stærri hluti af heildarafla al-
mennra botnfísktegunda eru unnar
úti á sjó. Það þýðir hins vegar að
vinna í landi minnkar stöðugt við
úrvinnslu afla í fískvinnslustöðvum
og sá afli sem ísfiskveiðiflotinn og
bátaflotinn hefur aðgang að minnk-
ar einnig jafnt og þétt. Nú er það
ekki svo, að þetta sé að öllu leyti
neikvæð þróun. Verðmæti sjófrystra
afurða eru yfirleitt meiri vegna verðs
og ferskleika en sambærilegra af-
urða við vinnslu í landi. Auk þess
geta oft verið uppi þau rök að breyt-
ing í frystiskip sé eina sýnilega leið-
in til þess að koma fyrirtæki í út-
gerð og landvinnslu úr viðvarandi
taprekstri í rekstur sem skilar arði
og tryggir framtíð útgerðar og störf
sjómanna ásamt framhaldi atvinnu-
rekstrar í viðkomandi byggðarlagi.
Þrátt fyrir það sem áður er sagt
verður því ekki á móti mælt með
sannfærandi rökum að það er þessi
hluti flotans, stærstu frystiskipin,
sem hafa alla burði ti! þess að ná
árangri við veiðar á vannýttum teg-
undum. Þessi skip hafa einnig til
„Núverandi stjórn fisk-
veiða dregur úr áhuga
útgerðarmanna til að
sækja í vannýttar teg-
undir, vegna þess að
kerfið hvetur menn til
þess að „eignast“ afla-
heimildir, sem tryggi
verkefni og rekstur
fiskiskipa í hefðbundn-
um kvótategundum.
Þetta er einn af mörg-
um veikleikum kerfis-
ins.“
taks búnað til þess að vinna úr afl-
anum og tryggja ferskleika afurða,
sem er besta ráðið til þess að fisk-
meti verði fundinn markaður sem
gefur nægjanlega hátt verð. Ekki
hvað síst eiga þessi rök við ef mark-
aðssetja þarf nýjar fisktegundir og
afurðir. Það hefur hins vegar marg-
sýnt sig að bestur og varanlegastur
árangur næst við veiðar á nýjum
miðum og tegundum þegar nokkur
skip fara saman til ákveðinna veiða.
Þetta helgast af því að fiskur og
aðrar tegundir sjávardýra svo sem
rækja, eru mjög misvel veiðanlegar.
Þéttleiki fisksins er breytilegur frá
einu svæði til annars og einnig á
sama svæði eftir tíma dags, veðri,
straumum, æti og sjávarhita. Viljum
við virkilega gera gangskör í því að
veiða meira á djúpu vatni og flskteg-
undir sem við nýtum lítið í dag, þá
á að beina þessum flota, stóru frysti-
skipunum, í þessar veiðar. Nú er það
ekki svo að sumar útgerðir hafi ekki
staðið vel að verki á þessum sviðum,
t.d. hafa frystiskipin frá Hafnarfirði
sýnt góðan árangur í úthafskarfa-
veiðinni. Það sem ég á hins vegar
við er að takmarka aðgang stóru
frystiskipanna á almennar botnfísk-
veiðar, t.d. við 8-9 mánuði á ári og
beina þeim þannig í það verðuga
verkefni að stækka þá auðlind sem
haflð gefur. Þess utan myndi þannig
takmörkun á sókn stóru frystitogar-
anna verða til þess að áhugi þeirra
á uppkaupum almennra botnfísk-
veiðiheimilda í þorski, ýsu, ufsa,
karfa og grálúðu myndi minnka, sem
aftur myndi valda því að meiri afli
yrði til ráðstöfunar og vinnslu hér
innanlands og verkefni þess hluta
flotans, sem ekki ræður við veiðar
á miklu dýpi, yrði meiri. Aðalkostur
þessa yrði þá sá að við myndum flýta
fyrir þeirri þróun að nýta betur djúp-
slóð og vannýttar fisktegundir með
þeim skipakosti sem raunverulega
hefur burði til að stækka auðlindina,
sem allir íslendingar lifa á, með ein-
um eða öðrum hætti.
Ég fullyrði að eins og fiskveiði-
stjórnunarkerfíð er í dag getur sjáv-
arútvegsráðherra, hversu mikinn
vilja sem hann hefur á að stækka
og auka nýtingu auðlindarinnar,
ekki komið í veg fyrir að stóru frysti-
skipin kaupi til sín sífellt meiri heim-
ildir í almennum botnfísktegundum
og verði þannig smátt og smátt með
engan veiðitíma aflögu til veiða á
öðrum fisktegundum, sem okkur ber
einnig að nýta. Núverandi stjórn
Guðjón A. Kristjánsson
fiskveiða dregur úr áhuga útgerðar-
manna til að sækja í vannýttar teg-
undir, vegna þess að kerfið hvetur
menn til þess að „eignast" aflaheim-
ildir, sem tryggi verkefni og rekstur
fískiskipa í hefðbundnum kvótateg-
undum. Þetta er einn af mörgum
veikleikum kerfisins. Aftur á móti
te! ég að sóknarstýring með heildar-
takmörkun í helstu físktegundum,
myndi hvetja útgerðir stórra vinnslu-
skipa til að sækja í vannýttar teg-
undir utan sóknartímabila.
Við megum heldur ekki gleyma
því í þessu sambandi að samkvæmt
hafréttarsáttmálanum verður
strandþjóðin að leyfa veiðiskipum
annarra þjóða með samningum um
veiðar að nýta fiskstofna sem hún
fullnýtir ekki sjálf. Þá skiptir ekki
máli hvort þeir vannýttu fískstofnar
eru innan eða utan lögsögu strand-
ríkisins. Þetta atriði verðum við að
hafa sterklega í huga, sérstaklega
þar sem til stendur að leyfa veiðar
frá EB-löndum innan lögsögunnar.
Höfundur er skipstjóri og
formaður F'armanna- og
fiskimannasambands Islands.
Tónleikar
í Borgar-
neskirkju
TÓNLISTARFÉLAG Borg-
arneskirkju fagnar sumri
með tónleikum listafólks úr
héraðinu að kvöldi sumar-
dagsins fyrsta, 23. apríl nk.,
í Borgarneskirkju kl. 21.00.
Þetta mun vera fjórða sum-
arið hér í Borgarfirði sem fær
svo kjörið upphaf og hefur að-
sókn undanfarin ár sýnt að
Borgfirðingar kunna vel að
meta framlag listamanna
sinna.
Að þessu sinni koma fram
tveir söngvarar, Guðrún Ingi-
marsdóttir sópran og Guð-
mundur Sigutjónsson bassi.
Undirleikarar þeirra eru Hólm-
fríður Sigurðardóttir og Lára
Rafnsdóttir. Steinunn Árna-
dóttir leikur á píanó. Ingibjörg
Þorsteinsdóttir og Geraldine
Loreau leika saman á píanó.
werzatitr \
SÓLBEKKIR^V
fyrirliggjandi." ~~
KK SENDUM i PÓSTKROFU
*&£> P. ÞORGRIMSSON & CO
Ármula 29 • Reykjavik • simi 38640
fvrirlilw
^LlÍLL' LlöÖLlLÍ:
.. ... Miki4 vöruval O Greiðslukortaþjónusta
^ Lsegra vbruver . éwta;,tvrirwj'"0'! —
Mikligarður við Sund hefur nú tek.ð m* um j sportvara, «***£
VömZð hefur lækkað stórlega!
búsáhölð o. fl- Úrvals vara a
Staðgreiðsluafslátturafollumvorum.
skÍDtavinir taka vörur sínar beint. af
upöllum. Fersk kjötvara og brauðva
nú pökkuð í neytendaumbuðir.
AIIKLIOIRDUR
VIÐ SUND