Morgunblaðið - 14.04.1992, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992
Ársskýrsla þýska seðlabankans:
Austurhlutmn háður
aðstoð lengur en
áætlað var í upphafi
Frankfurt. Reuter.
ÞÝSKI seðlabankinn segir í ársskýrslu sinni, sem gefin var út í gær,
að austurhluti Þýskalands verði háður aðstoð að vestan lengur en
upphaflega var áætlað. Hvatti bankinn Þjóðvei’ja til fórna „í nafni
sameiningar" og sagði að vegna samdráttar í efnahagslífinu væri
nauðsynlegt að fresta framkvæmdum í vesturhlutanum sem ekki
væru mjög nauðsynlegar.
Seðlabankinn hafði fyrir vegna kostnaðarins við sameining-
skömmu sagt að nauðsynlegt una og að veita þyrfti um 30%
kynni að verða að hækka skatta meira fjármagni til austurhlutans
á þessu ári en í fyrra.
í sjónvarpsviðtali á miðviku-
dagskvöld sagði Theodor Waigel,
ijármálaráðherra Þýskalands, að
ekki væru uppi áform um skatta-
hækkanir. Hann varaði hins vegar -
við því að sameining Þýskalands
yrði kostnaðarsamari og tæki
lengri tíma en menn hefðu talið í
fyrstu.
í ársskýrslu seðlabankans kem-
ur fram að munurinn á lífskjörum
í austur- og vesturhluta Þýska-
lands hafi minnkað árið 1991 og
að efnahagsástand í austurhlutan-
um fari síbatnandi. Atvinnuleysi
sé hins vegar enn mikið og segir
bankinn það vera arfleifð frá mið-
stýrðri fortíð Austur-Þýskalands.
í kafla um efnahagsástandið í
vesturhluta Þýskalands varar
seðlabankinn við því að verðbólga
kunni að verða vandamál þrátt
fyrir að hagvöxtur muni að öllum
líkindum dragast saman.
Vaxandi andstaða
Svíþjóð:
Útflutning-
urinn eykst
Stokkhóimi. Frá Erik Liden, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
AUKNING hefur orðið á eft-
irspurn eftir sænskum fram-
leiðsluvörum í fyrsta sinn frá
því haustið 1989, samkvæmt
niðurstöðum könnunar með-
al 2.000 framleiðslufyrir-
tækja.
Aukningin á sér eingöngu
stað í útflutningi til annarra
landa og leiddi könnunin í ljós
að eftirspurn innanlands heldur
áfram að dragast saman. í ljósi
aukins útflutnings ráðgera fyr-
irtækin að auka afköstin á öðr-
um ársfjórðungi þessa árs.
við EB-aðild Noregs
Ósló. Reutcr.
SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birt var í Noregi í gær, er vax-
andi andstaða við aðild Norðmanna að Evrópubandalaginu (EB).
Könnunin var gerð eftir að Gro Harlem Brundtland forsætisráð-
herra hvatti til þess í síðustu viku að Norðmenn sæktu um aðild.
Skoðanakönnunin var birt í Aft-
enposten og 41% aðspurðra var á
móti aðild að EB en 40% með. Hin-
ir voru óákveðnir.
Þetta er í fyrsta sinn frá því í
september í fyrra að andstæðingar
aðildar eru fleiri en stuðningsmenn-
irnir samkvæmt skoðanakönnunum
blaðsins, sem eru gerðar mánaðar-
lega.
Brundtland hvatti til aðildar í
ræðu, sem hún sagði þá mikilvæg-
ustu á stjórnmálaferli sínum. Hún
sagði að Norðmenn gætu ekki verið
utan Evrópubandalagsins ef Finnar
og Svíar gengju í það. Andstæðing-
ar aðildar segja hins vegar að í
henni felist afsal á fullveldi, auk
þess sem hún kunni að grafa undan
byggðastyrkjum.
Könnunin bendir hins vegar til
þess að 42% Norðmanna vilji að
lögð verði fram umsókn um aðild
að EB en 38% á móti.
Brundtland hefur sagt að stjórnin
sæki um aðild verði það samþykkt
á flokksþingi Verkamannaflokksins
í nóvember. Niðurstaða samninga-
viðræðna við EB yrði síðan borin
undir þjóðaratkvæði, líklega árið
1994.
Poul Nyrup Rasmussen í púltinu að fagna sigrinum en yst til hægri er Svend Auken, fyrrverandi
formaður. Honum er augljóslega brugðið en þótti þó taka úrslitunum með karlmennsku.
Danskir jafnaðarmenn:
Rasmussen velti Svend
Auken með miklum mun
Formannsskiptin færa flokkinn nær ríkisstjórnarvöldum
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frcttaritara Morgunblaðsins.
POUL Nyrup Rasmussen var kjörihn formaður danska Jafnaðar-
mannaflokksins með miklum atkvæðamun á aukaþingi flokksins
í Vejle á laugardag. Fékk hann 359 atkvæði en Svend Auken, sem
gegnt hefur formennskunni í fimrn ár, fékk 187. Er þetta í fyrsta
sinn í sögu danskra jafnaðarmanna, að sitjandi formanni er velt
úr sessi en formannsskiptin þykja auka líkur á, að jafnaðarmenn
komist að stjórnvelinum eftir 10 ára samfellda stjórn borgara-
flokkanna.
Forystumenn radikale venstre,
miðdemókrata og Kristilega þjóð-
arflokksins, þriggja flokka, sem
styðja núverandi minnihlutastjórn
íhaldsflokksins og Venstre, brugð-
ust vel við formannsskiptunum hjá
jafnaðarmönnum og það er aug-
ljóst, að þeim líst betur á hugsan-
legt samstarf við Rasmussen en
reyndin var með Svend Auken.
Tóku radikalar raunar svo djúpt í
árinni að segja, að það væri ekki
hollt, að annar helmingur þingsins
einokaði völdin.
Um það er almenn sátt meðal
dönsku stjórnmálaflokkanna, að
tíminn fram til 2. júní líði án nokk-
urra stórviðburða en þann dag er
þjóðaratkvæðagreiðsla í Dan-
mörku um Evrópubandalagið og
Maastricht-samninginn. Að henni
lokinni g?tur hins vegar farið að
syrta á álinn fyrir minnihluta-
stjóminni vegna vantraust-
stillagna frá vinstrimeirihlutanum
með stuðningi radikala og mið-
demókrata í ýmsum málum.
Af þeim' málum, sem reynst
geta erfið stjórninnr á næstu mán-
uðum, má nefna, að í haust ætlar
hún að leggja fram lagafrumvarp
um lægri atvinnuleysisstyrk og þá
er von á nýjum skattalögum.
Vinstrimenn á þingi ætla einnig
að gera ríkisstjórnina ábyrga fyrir
fyrirtækjaskattinum, sem Evrópu-
dómstóllinn hefur lýst ólöglegan,
og síðast en ekki síst er búist við,
að niðurstaðan í tamílamálinu svo-
kallaða geti orðið stjórninni
óþægileg.
Stefna Rasmussens er að gera
Jafnaðarmannaflokkinn að væn-
legum kosti sem samstarfsaðila
og samkvæmari sjálfum sér en
hann hefur verið undir forystu
Aukens. Með því er hann auðvitað
að biðla til miðflokkanna enda er
staðan í dönskum stjórnmálum
þannig, að ekki er um neitt annað
að ræða en samsteypustjórnir. Að
vísu óttast sumir óróa í flokknum
í kjölfar formannsskiptanna en
afgerandi sigur Rasmussens gerir
hann ólíklegri en ella.
Að kjörinu loknu bað Poul Nyr-
up Rasmussen flokksmenn sína
að gleyma því fyrir hvern þeir
hefðu barist í formannsslagnum
og sagði, að nú yrðu allir að standa
saman og vinna saman. Svend
Auken þótti taka ósigrinum með
karlmennsku en hann var augljós-
lega hrærður þegar hann tók til
máls: „Ég mun vinna jafnaðar-
stefnunni allt það gagn, sem ég
má, og þú getur reitt þig á minn
stuðning, Poul,“ sagði Auken og
fóru þá sumir þingfulltrúar að
gráta.
ELDGOS OGNAR ÞORPI
Italska stjórnin lýsti yfir neyðarástandi f nágrenni
eldfjallsins Etnu. Hraunstraumar teygja sig í átt til
7.000 manna þorps, Zafferana.
Bandarískar herþyrlur eru notaðar til að flytja
15 tveggja tonna steypuplötur til þess að
breyta stefnu
hraunstraumsinsJ-
Etna
3.300 metrar
Eldtjallið
byrjaði að
gjósa í
desember
Gígur fylltist og
hraun tekur að
streyma í átt til
Zafferana.
Varnarmúrar sem reistir voru á
föstudag láta undan hraunstraumnum.
Sveit manna keppist víð að mynda nýja 10
metra háan varnargarð úr grjóti í 80 metra fjar-
lægð frá efstu húsum til að beina hrauninu frá byggð.
Italski herinn sprengir
hraunrennsli frá Etnu
Catania á Sikiley. Reuter.
ÍTALSKIR hernaðarsérfræðingar byrjuðu í gær að sprengja hraun
frá eldjallinu Etnu á Sikiley með öflugum jarðsprengjum til að
koma í veg fyrir að það streymdi á bæinn Zafferana.
Að minnsta kosti tólf jarð-
sprengjur verða sprengdar og hver
þeirra vegur hálft tonn. Reistar
hafa verið brýr fyrir sprengjurnar
yfir hraunið í um 1.900 hæð yfir
sjávarmáli. Ætlunin er að sprengja
lag af storknuðu hrauni og láta
það síga niður á hraunrennslið fyr-
ir neðan og stöðva það. „Við vitum
ekki hver árangurinn verður en ég
er vongóður um að þetta takist,“
sagði Franco Barberi, yfirmaður
eldgosadeildar almannavarnaráðu-
neytis Italíu.
Etna er hæsta eldfjall Evrópu,
3.300 metrar á hæð, og hraunið
er nú um kílómetra frá Zafferana,
sem er 7.000 manna bær. Hraunið
streymir á fjögurra til fimm metra
hraða á klukkustund og þykkt þess
er allt að tíu metrar.
Eldgosið hófst í desember og
stífla var reist í janúar til að beina
hrauninu frá Zafferana. Hraunið
fór ofan í gíg sem fylltist fyrir
nokkrum dögum og rennur nú aft-
ur í átt að bænum.
Bandarískum herþyrlum af
gerðinni Black Stallion, sem voru
notaðar í Persaflóastríðinu, var
einnig beitt við björgunarstarfið í
gær. Þær eiga að láta 15 tveggja
tonna steypublakkir síga niður á
hraunrennslið frá helsta gosgígn-
um til að breyta stefnu þess.
Þá eru verkamenn að styrkja
síðustu hindrunina fyrir hraunið,
klettavegg í aðeins 80 metra fjar-
lægð frá Zafferana.
Um 150 liðsflutningabílar frá
ítalska hernum hafa verið sendir
til bæjarins þurfi að flytja bæj-
arbúa á brott. Herinn hefur aðeins
flutt burt íbúa þriggja húsa í út-
jaðri bæjarins.