Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1992 Tap Miklalax 31 milljón króna á sl. ári: Stefnt að auknu hlutafé Miklalax Á fimmta þúsund á Bíórokki Vel á fimmta þúsund manns voru á Bíórokki Listahátíðar í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem fram komu sjö íslenskar hljómsveitir. Góð stemmning var í salnum og ölvun lítil, samkvæmt heimildum blaðs- ins. Myndin er tekin á hljómleikunum í gærkvöldi, en þeir mörkuðu upphaf íslensks tónlistarsumars. Byggðastofnun leggur ekki aukið fé í fyrirtækið TAP fiskeldisfyrirtækisins Miklalax í Skagafirði nam 31 milljón króna á sl. ári að sögn Reynis Pálssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Nauðsynlegt er að auka hlutafé fyrirtækisins en nú er ekki Ijóst hvern- ig að því verður staðið. Ákveðnir aðilar, sem áður hafa tekið þátt í rekstri fiskeldisfyrirtækja hafa sýnt áhuga á að leggja fram hlutafé í fyrirtækið." Skuldir fyrirtækisins voru um sl. áramót um 657 milljónir króna en eiginfjárstaðan er jákvæð um 18 milljónir. Reynir Pálsson segir tap hjá Miklalax hafa verið meira árið 1990 en á sl. ári og reiknað sé með að reksturinn nái jafnvægi í ár. „Mikli- lax fékk styrk frá Byggðastofnun á sl. ári sem fór í að byggja upp starf- semi fyrirtækisins. Það hefur borið góðan árangur og ég reikna með að fyrirtækið geti framvegis rekið sig sjálft." Reynir gerir ráð fyrir að aðalfund- ur Miklalax verði haldinn í lok ágúst og þá verði tekin ákvörðun um hversu mikið hlutafé þarf inn í fyrir- tækið. Hlutafé fyrirtækisins er nú bókfært á 103 milljónir. Skoska félagið Fish farming de- velopment á um 15% hlutafjár fyrir- tækisins og heimamenn, þ.á m. sveit- arfélágið, eiga tæplega helming hlutafjár og aðrir aðilar með tæplega 20%. Byggðastofnun á um 20% hlutaQár fyrirtæksisins og hefur stofnunin ákveðið að leggja ekki aukið fé í Miklalax. Morgunblaðið/ Ámi Sæbcrg Nokkrar skemmdir uröu a lögreglubílnum þegar hann lenti utan vegar. Hvuttitrufl- Mannvirkjasjóðsframkvæmdir fyrir varnarliðið: Utboð á verkum sem Aðalverk- aði öku- mann lög- reglubíls HUNDUR sem hvarf eiganda sinum frá Amarstapa á Snæ- fellsnesi á laugardag kom í leitirnar sl. sunnudag í Ólafs- vík eftir heldur óvepjulega för. Hundurinn slóst i för með erlendum ferðamönnum sem fóru fótgangandi yfir Fróðárheiði til Ólafsvíkur og lenti þar i örmum laganna þegar kvartanir höfðu borist yfirvaldinu um að hundur gengi laus á staðnum. Lögreglan í Ólafsvík hand- samaði hundinn og færði hann í lögreglubíl til frekara varð- halds og flutnings. Var hundur- inn hinn rólegasti í bílnum framan af. Skyndilega tók hann undir sig stökk fram í bílinn og flaðraði upp um lögreglu- manninn sem sat undir stýri og átti ekki von á slíkum vina- látum. Lögreglumaðurinn missti stjórn á bílnum sem end- aði utan vegar við Bugsmúla, rétt utan við Ólafsvík. Litlar skemmdir urðu á bflnum en við óhappið slapp hundurinn úr prísundinni og út í frelsið á ný. Við svo búið var haft samband við eiganda hundsins á Amar- stapa og kom hann og sótti heimilisvininn ferðaglaða. takar hafa falið imdirverktökum ÍSLENSKIR aðalverktakar sf. verða fram til 1. apríl 1995 að bjóða út öll þau verkefni sem fyrirtækið hefur hingað til falið undirverk- tökum með einum eða öðrum hætti, í þeim framkvæmdum sem Mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins greiðir í tengslum við varnarliði á Keflavíkurflugvelli. Þetta á þó ekki við um þau tvö verk sem mannvirkjasjóðurinn hefur nú samþykkt að greiða fyrir. Aðalverktakar verða að bjóða þessi verkefni út þannig að allir hæf- ir innlendir verktakar geti boðið í þau, og til þess þarf meðal ann- ars að samræma íslenskar reglur bandarískri hönnun. Þau tvö verk á Keflavíkurflug- velli, sem Mannvirkjasjóðurinn samþykkti fyrir síðustu helgi og skýrt var frá í gær, verða unnin af íslenskum aðalverktökum með sama hætti og verið hefur hingað til. Þau eru hluti af verkefnum í tengslum við vamarliðið sem skipu- lögð hafa verið á næstu fjórum árum og réiknað er með að Mann- virkjasjóðurinn greiði. Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar sendiherra íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu, er heildarkostnaður við þessi verkefni áætiaður um 200 milljónir bandaríkjadala, eða um 12 milljarðar íslenskra króna. Sverrir Haukur sagði að búast mætti við einhverri endurskoðun á þessum verkefnum þegar fram liðu stundir en þau verkefni sem samþykkt yrðu fæm í undirverktöku að vemlegu leyti. Sverrir Haukur sagði, að fram til aprfl 1995, þegar einkaréttur Íslenskra aðalverktaka á verkefn- um fyrir vamarliðið á að renna út, hefði fyrirtækið áfram það verksvið í verktökunni með höndum sem það hefði haft til þessa. En fyrirtækið yrði jafnframt að bjóða út viss verk- efni í undirverktöku sem það hefði hingað til falið undirverktökum með einum eða öðmm hætti. Sverrir Haukur sagði að íslenskir aðalverk- takar yrðu að bjóða þessi verkefni út þannig að allir hæfír verktakar hefðu möguleika á að bjóða I þau. Öll hönnun, teikningar og staðlar á verkefnunum væm bandarísk og því væri mikil vinna í því fólgin að ganga frá útboðunum með þokka- legum hætti, sameina þær reglur sem giltu á íslandi við þessa banda- rísku hönnun. „Að vissu leyti er þetta því viss áfangi í að undirbúa útboðsfyrirkomulagið sem tekur gildi 1995,“ sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Meginregla Mannvirkjasjóðsins er sú, að heimilt sé að bjóða út all- ar framkvæmdir innan allra aðildar- ríkja sjóðsins og er ráðgert að þ_að' gildi einnig um framkvæmdir á Is- Samið við flugmenn um breytingar á vinnutíma UM HELGINA tókust kjarasamningar milli Félags íslenska at- vinnuflugmanna og Flugleiða og gilda þeir til 1. janúar næstkom- andi. Samningarnir verða bornir undir atkvæði I félaginu í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Þórar- ins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bands íslands, eru efnisatriði samningsins í meginatriðum svip- uð og í öðrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið í vor. Auk þess fælu samningarnir í sér breyt- ingar á ákvæðum um vinnutíma og um einkennisbúninga. Þá væri ætlunin að aðilar settust niður til að ræða starfsaldurslistamál og þegar samningurinn rynni út ætti að ræða ákvæði um vinnutíma frekar. Á vettvangi Evrópusam- bands flugfélaga og Evrópubanda- lagsins væri verið að vinna að setningu reglna um hvíldar- og vinnutíma í atvinnuflugi. Um það hefði verið rætt að samhliða auk- inni samkeppni á flugleiðum innan Evrópska efnahagssvæðisins þyrfti að setja lágmarksreglur, þannig að ekki kæmi til þess að félögin færu að keppa á kostnað öryggismálanna. Þessar reglur gætu haft áhrif hér og stefnt væri að því að fara yfir vinnu- og hvíldartíma með hliðsjón af þeim. landi eftir 1995. Hins vegar er venja að undanþiggja steinsteypumann- virki þessari reglu og þau eru venju- Iega eingöngu boðin út á innan- landsmarkaði þótt alþjóðlegt útboð sé á byggingarefni sem þarf að flytja inn. Sverrir Haukur sagði, að íslenskir aðalverktakar hefðu keypt efni til mannvirkjasjóðsfram- kvæmda í Bandaríkjunum en þurfa nú að bjóða það út. Mannvirkjasjóð- urinn fjármagnar einnig tilheyrandi tæki og útbúnað í mannvirki og öll slík útboð verða alþjóðleg. Bann við nýframkvæmdum er nú í gildi innan Atlantshafsbanda- lagsins meðan úttekt á stöðu sjóðs- ins fer fram að kröfu nokkurra aðildarríkja Mannvirkjasjóðsins, einkum Norðmanna, Breta, Þjóð- veija og Hollendinga. Á síðustu árum hefur sjóðurinn samþykkt verkefni sem ekki hefur enn verið ráðist í og þarf að áætla fjárútlát vegna þeirra á næstu árum. Því vilja þessi ríki fá það fram hvort þessi verkefni séu nauðsynleg og að skoða verði, í ljósi nýrra að- stæðna, hvort ekki sé hægt að veita þessu fé inn á önnur verksvið Mann- virkjasjóðsins. Sverrir Haukur sagði að þessi endurskoðun myndi liggja fyrir síðsumars eða í haust, og þá yrði hægt að afnema framkvæmda- bann á þeim verkefnum sem nýlega hefðu verið samþykkt. Sverrir Haukur sagðist aðspurður ekki bú- ast við að þessi endurskoðun hefði áhrif á þau verkefni á Keflavíkur- flugvelli sem Mannvirkjasjóðurinn samþykkti nú fyrir helgi, þar sem þau væru hluti af framkvæmdum sem þar hafa verið undanfarin ár. Softis hf. um bréf Sambands íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja: Stjórn SÍH virðist brjóta eigin reglur FORSVARSMENN hugbúnaðarfyrirtækisins Softis hf. eru mjög undrandi yfir bréfi því sem Samband íslenskra hugbúnaðarfyrir- tækja (SÍH) sendi Softis þar sem m.a. segir að yfírlýsingar Softis um hugbúnaðarkerfið Louis hafi verið ótímabærar og óþarfar; en frétt um þetta mál birtist í Morgunblaðinu s.l. sunnudag. I frétt sem Morgunblaðinu hefur borist frá Softis segir að vinnu- brögð stjórnar SIH komi spánskt fyrir sjónir og virðist sem sljórn SIH sé með þessu að brjóta siðareglur eigin samtaka. „Með því að slá málinu upp f fjölmiðlum beitir stjórn SÍH sömu aðferð og hún sjálf er að gagn- rýna. Mun faglegra og eðlilegra hefði verið að senda stjórn Softis hf. einni erindið. Eftir að fréttin birtist í Morgunblaðinu ræddu stjómarmenn Softis hf. við stjórn- armenn SÍH og fullyrtu stjórnar- menn SÍH að bréf þetta hefði aldr- ei verið skrifað ef Softis hefði ver- ið félagi í SÍH,“ segir í bréfinu frá Softis. Þar segir einnig að Softis hf. sé í viðræðum við marga helstu fjölmiðla á Bandaríkjamarkaði um kynningu á hugbúnaðinum Louis og hafí undirtektir verið mjög góð- ar. „Stjórn Softis hf. á því mjög erfitt með að verða við kröfum um íjölmiðlabindindi á íslandi." Morgunblaðinu hefur einnig borist bréf sem SÍH sendi Softis hf. þar sem segir að stjórn SÍH vilji undirstrika að í umræddu bréfi felist alls ekki vantraust á hugbún- aðarkerfínu Louis, hugbúnaðarfyr- irtækinu Softis hf. eða stjórn þess. Stjórn SÍH telji það hvorki innan síns verkahrings að leggja mat á framleiðsluvörur einstakra hug- búnaðarfyrirtækja né markaðs- starfsemi þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.